Morgunblaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017
Þú finnur jólagjöfina
hennar í Evu & Kultur.
... opið til 23:00 í kvöld
Laugavegi 26
Kringlunni
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
boðar aðgerðir til að stuðla að sátt á
vinnumarkaði. Hún kveðst hafa skiln-
ing á því að úrskurðir kjararáðs hafi
valdið ólgu í kjara-
málum. Haft hefur
verið eftir forystu-
mönnum ASÍ og
Eflingar í Morg-
unblaðinu síðustu
daga að þeir telji
forsendur kjara-
samninga brostn-
ar. Úrskurðir
kjararáðs um
tugprósenta
launahækkanir
eigi þátt í því. Katrín segir málin verða
rædd. Hún bindi vonir við að viðræð-
urnar geti tryggt áframhaldandi hag-
sæld og verðstöðugleika á Íslandi.
Tryggi félagslegan stöðugleika
„Ég hef rætt við forystumenn allra
launþegasamtaka á vinnumarkaði og
er að óska eftir fundum með þeim milli
jóla og nýárs til að fara yfir stöðu mála
á vinnumarkaði. Það skiptir máli að við
ræðum málefni kjararáðs en líka mál
sem stjórnvöld og þessir aðilar vilja
setja á dagskrá. Þar höfum við lagt
áherslu á að við viljum ráðast í aðgerð-
ir til að tryggja félagslegan stöðug-
leika, eins og verkalýðshreyfingin hef-
ur raunar kallað eftir, og til þess að
tryggja líka ábyrgari vinnumarkað.
Við viljum eiga þetta samtal. Við átt-
um okkur alveg á þeim sjónarmiðum
sem hafa verið uppi hjá forystumönn-
um verkalýðshreyfingarinnar. Það er
hins vegar mikilvægt að við setjumst
öll við borðið og eigum þetta samtal
eins og við viljum öll gera.“
Katrín segir það auðvitað ljóst að
„fjárlagafrumvarp þessarar ríkis-
stjórnar muni ekki leysa öll mál eins
og sumir hafa gefið til kynna“.
„Þar er hins vegar brugðist við
ákalli almennings í landinu, m.a. í heil-
brigðismálum, sem hefur verið það
mál sem landsmenn hafa forgangsrað-
að efst á undanförnum árum fyrir
kosningar. Það liggur líka fyrir að við
viljum eiga samráð við vinnumarkað-
inn í ýmsum öðrum félagslegum mál-
um og þar nefni ég eins og t.a.m. hús-
næðismál, fæðingarorlof og fleiri mál.
Þau verða til umræðu á þessum
fundi.“
Spurð hvort gera eigi betur við
tekjulága í gegnum slík verkefni segir
Katrín að verkalýðshreyfingin hafi
kallað eftir að stjórnvöld styrki vel-
ferðarkerfið og tryggi félagslegan
stöðugleika. „Eitt af því sem við höfum
bent á er að húsnæðisstuðningur
gagnist ungu fólki og tekjulágum, svo
dæmi séu tekin,“ segir Katrín.
Spurð um þá gagnrýni Sigurðar
Bessasonar, formanns Eflingar, að
húsnæðismálin hafi setið á hakanum
segir Katrín að „hér hafi verið bráða-
vandi í húsnæðismálum“.
„Það er auðvitað samstarfsverkefni
margra aðila, ríkis, sveitarfélaga og
fleiri aðila. Það hafi verið sett fram
stofnframlög til að stuðla að uppbygg-
ingu almennra íbúða. Það er hugur á
því að halda áfram á þeirri braut,“ seg-
ir Katrín.
Spurð hvort ákvarðana sé að vænta
í húsnæðismálum á nýju ári segir
Katrín að félagsmálaráðherra muni
endurskoða húsnæðisstuðning og yfir-
fara stofnframlög.
Meiri framlög í húsnæðismál
Spurð hvort til greina komi að Al-
þingi afturkalli úrskurði kjararáðs
segir Katrín fordæmi fyrir slíku í mál-
um sem enduðu fyrir dómstólum og
var snúið við. „Ég vitna hér auðvitað í
þegar dómarar unnu mál gegn ríkinu
eftir að laun þeirra voru lækkuð með
handvirkum hætti. Við áttum okkur
hins vegar öll mjög vel á því að þessir
úrskurðir hafa valdið ólgu og skapað
ósætti og verður að taka á þeim með
einhverjum hætti. Það eru engar ein-
faldar leiðir í boði. Annars væri búið að
grípa til þeirra.“
Katrín segir ríkisstjórnina reiðu-
búna að skoða lækkun trygginga-
gjalds og lækkun á neðra þrepi tekju-
skatts til að styðja tekjulága. Hún
hafnar því að ekkert hafi verið aðhafst
fyrir tekjulága þó að auðvitað megi
gera betur. Þá miði aðgerðirnar allar
að auknum jöfnuði. Hækkun fjár-
magnstekjuskatts og efling mennta-
kerfis séu liður í því.
Sáttafundir milli jóla og nýárs
Forsætisráðherra hyggst funda með fulltrúum vinnumarkaðarins Boðar aðgerðir fyrir tekjulága
Úrskurðir kjararáðs ekki teknir aftur með lögum Bótakerfið verði endurskoðað á komandi ári
Sáttamál og lausir kjarasamningar hjá Ríkissáttasemjara
H
ei
m
ild
: R
ík
is
sá
tt
as
em
ja
ri
Sáttamál til meðferðar
■ Flugfreyjufélag Íslands og Primera Air
Nordic SIA.
■ Kennarasamband Íslands vegna
framhaldsskóla og ríkið.
■ Flugvirkjafélag Íslands og SA vegna Air
Atlanta Iceland.
■ Félag íslenskra náttúrufræðinga og
ríkið.
■ Félag íslenskra atvinnuflugmanna og
SA vegna Icelandair.
■ FS, Félag skipstjórnarmanna og VM,
Félag vélstjóra og málmtæknimanna
og SA vegna Hvalaskoðunar Reykja-
víkur og Special Tours ehf.
Fjöldi sáttamála til meðferðar: 6
Lausir samningar
■ Samkvæmt bestu yfirsýn ríkissátta-
semjara eru 27 kjarasamningar lausir.
Þar á meðal eru samningar aðildar-
félaga Bandalags háskólamanna
við ríkið, samningur Félags grunn-
skólakennara við sveitarfélögin og
samningar ýmissa flughópa.
Lausir samningar framundan
■ Í lok desember renna þrír kjarasamn-
ingar Félags íslenskra atvinnuflug-
manna sitt skeið.
■ Í lok desember 2018 losna 79 kjara-
samningar á almennum markaði.
■ Í mars 2019 losna á annað hundrað
kjarasamningar á opinberum markaði,
flestir eru gerðir af aðildarfélög-
um BSRB.
Katrín
Jakobsdóttir
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Von er á 46 flugvélum til lendingar
á Keflavíkurflugvelli á aðfangadag.
Lendingum þennan dag hefur fjölg-
að mjög hin síðustu ár. Árið 2014
lentu hér 13 vélar á aðfangadag, ár-
ið 2015 voru þær 25 en í fyrra voru
þær orðnar 40.
Þessi aukna umferð um Kefla-
víkurflugvöll á aðfangadag er til
marks um sívaxandi vinsældir Ís-
lands sem áfangastaðar um jólin.
Eins og kom fram í Morgunblaðinu
í gær eru hótel í höfuðborginni
ágætlega bókuð yfir jólin. Er það
fjórða árið í röð sem svo er og von-
ast ferðaþjónustuaðilar til að þessi
vertíð hafi fest sig í sessi.
Sé tekið mið af brottförum er-
lendra ferðamanna frá Íslandi þá
tala tölurnar sínu máli um aukn-
inguna. Í fyrra fóru héðan 124.780
erlendir ferðamenn í desember og
hafði fjölgað mikið frá árinu 2015,
en þá voru þeir 70.857. Búast má
við áframhaldandi fjölgun í ár.
Aukningin milli ára í nóvember-
mánuði nam til að mynda 9,8%.
46 flugvélar lenda
á aðfangadag
Sífellt fleiri ferðamenn hér um jólin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flug Aldrei hafa fleiri flugvélar lent
á Keflavíkurflugvelli á aðfangadag.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Ríkisstjórnin samþykkti tillögu
Svandísar Svavarsdóttur heilbrigð-
isráðherra um að framlög til heil-
brigðisstofnana á landsbyggðinni
yrðu 450 milljónum króna hærri en
gert var ráð fyrir í fjárlagafrum-
varpinu. Breytingatillaga þessa efnis
var til umfjöllunar við aðra umræðu
um fjárlög næsta árs en umræðum á
þinginu var ekki lokið þegar Morg-
unblaðið fór í prentun í nótt. Í til-
kynningu á vef Stjórnarráðsins segir
að 200 milljóna króna framlag renni
til þess að styrkja heilsugæsluþátt
heilbrigðisstofnananna og 200 millj-
ónir króna fari í að styrkja sjúkra-
svið þeirra.
Auk þessa fái Sjúkrahúsið á Akur-
eyri 50 milljónir króna til að efla og
þróa sérhæfða göngudeildarþjón-
ustu spítalans.
Heimilisuppbót til viðbótar
Ríkisstjórnin og meirihluti fjár-
laganefndar samþykktu einnig
breytingar þess efnis að heimilisupp-
bót öryrkja yrði hækkuð sérstak-
lega, umfram almenna hækkun bóta
um ármótin, og þeim sem búa einir
tryggðar 300.000 kr. í heildartekjur
á mánuði. Tekjumark vegna uppbót-
ar á lífeyri hækkar einnig og nemur
aukningin 166 milljónum króna. Til-
lagan var lögð fram af hálfu meiri-
hluta fjárlaganefndar.
Bætur almannatrygginga til
tekjulausra örorkulífeyrisþega sem
búa einir eru nú 280.000 kr. á mán-
uði. Gert er ráð fyrir að almennar
hækkanir bóta 1. janúar næstkom-
andi verði 4,7% sem myndi hækka
bætur þessa hóps í rúmar 293.000 kr.
á mánuði. Með þeirri breytingu sem
nú hefur verið ákveðin verður heim-
ilisuppbótin hækkuð um 6.840 kr. á
mánuði til viðbótar 4,7% hækkuninni
og framfærsluviðmiðið hækkar einn-
ig í 300.000 kr. á mánuði. Þessi leið er
til þess fallin að draga úr svokallaðri
„krónu á móti krónu skerðingu“ seg-
ir í tilkynningu frá velferðarráðu-
neytinu.
Aukin fjárframlög til NPA
Þá var einnig ákveðið að leggja til
aukin fjárframlög til notendastýrðr-
ar persónulegrar aðstoðar um 70
milljónir króna, umfram það sem áð-
ur var gert ráð fyrir í fjárlagafrum-
varpinu. Framlög til NPA-þjónustu
verða þar með 140 milljónum hærri á
næsta ári en í fjárlögum þessa árs,
eða samtals 360 milljónir. Af þeirri
aukningu sem nú hefur verið ákveðin
eru 30 milljónir ætlaðar til þjónustu
við þá sem þurfa á sólarhringsmeð-
ferð í öndunarvél að halda. Frum-
vörp ráðherra að nýjum heildarlög-
um um þjónustu við fatlað fólk með
miklar stuðningsþarfir og frumvarp
um breytingu á lögum um fé-
lagsþjónustu sveitarfélaga eru kom-
in til velferðarnefndar. Gert er ráð
að lögfesting NPA-þjónustu á
grundvelli þeirra geti tekið gildi um
mitt næsta ár. Fram að þeim tíma
verður NPA-þjónustan tryggð með
framlengingu bráðabirgðaákvæða
þar að lútandi frá 1. janúar.
Ráðherra eykur fé til
heilbrigðisstofnana
2. umræða fjárlaga Fjárframlög til velferðarmála aukast
Morgunblaðið/Árni Sæberg.
Þingfundur Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hófst í hádeginu í gær
og stóð langt fram á kvöld. Alþingi kemur ekki saman aftur fyrr en eftir jól.
Þingflokkur Samfylkingarinnar
sendi frá sér tilkynningu í gær
þar sem flokkurinn gagnrýnir
harðlega fjárlagafrumvarp
ríkisstjórnar Katrínar Jakobs-
dóttur. „Fjárlagafrumvarpið ber
vott um svik við kjósendur og
algjört metnaðarleysi í
velferðarmálum,“ segir í til-
kynningu Samfylkingarinnar.
Flokkurinn boðaði til blaða-
mannafundar í gær þar sem
Logi Einarsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, sagði að eftir-
gjöf Vinstri grænna í jafnaðar-
málum væri fullkomin og að
aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar
Jakobsdóttur myndu koma til
með að ýta undir ójöfnuð í
samfélaginu.
„Svik við
kjósendur“
SAMFYLKINGIN VILL MEIRI
ÚTGJÖLD Í FJÁRLÖGUM