Morgunblaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017 Spring Copenhagen hnotubrjótur Verð 9.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á fimm árum nemur fjárfesting HB Granda í sex nýjum skipum um 20 milljörðum króna. Í gær tók fyrir- tækið á móti nýjum ísfisktogara, sem ber nafnið Viðey RE, en fyrr á árinu komu systurskipin Engey RE og Akurey AK frá Céliktrans- skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Ísfisktogararnir þrír kosta sam- tals um sjö milljarða króna, sam- kvæmt upplýsingum Vilhjálms Vil- hjálmssonar, forstjóra HB Granda. Er þá miðað við að allur búnaður sé kominn um borð, meðal annars full- kominn lestarbúnaður þar sem sjálfvirknin er í fyrirrúmi. Frystitogari frá Spáni 2019 Uppsjávarskipin Venus NS og Víkingur AK komu til HB Granda frá tyrknesku skipasmíðastöðinni 2015 og kostuðu samtals rúmlega sjö milljarða, ísfisktogararnir þrír koma til landsins á þessu ári og stór frystitogari er væntanlegur frá skipasmíðastöð á Spáni eftir hálft annað ár, en hann kostar rúma fimm milljarða. Í heildina nemur fjárfestingin nálægt 20 milljörðum, að sögn Vilhjálms. Upp í þennan kostnað kemur sala á eldri skipum. Þannig var frysti- togarinn Þerney seldur til Suður- Afríku í haust fyrir um 1.350 millj- ónir. Uppsjávarskipin Ingunn og Faxi voru seld til Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum í maí 2015 og jafnframt keypti Vinnslustöðin þá tæplega 0,7% af loðnukvótanum af HB Granda. Heildarsamnings- verð þeirra viðskipta var 2.150 milljónir. Þá hefur ísfisktogarinn Ásbjörn verið seldur fyrir 50 millj- ónir til kaupenda í Íran, frystitogar- inn Venus fór til Grænlands og upp- sjávarskipið Lundey var selt til Noregs. Á næstu vikum verður búnaður settur um borð í Viðey hjá Skag- anum 3X á Akranesi og er vonast til að skipið fari til veiða í lok mars eða í apríl. Akurey, sem kom til lands- ins 20. júní, fer til veiða um miðjan janúar, en búnaður hefur verið sett- ur í skipið á Akranesi. Tafir urðu á lokametrunum þar sem panta þurfti að nýju tölvunema í lestarkerfi frá erlendum framleiðanda. Fordæmalaust verkefni Engey var fyrst í röð systranna þriggja og kom til landsins frá Tyrklandi í janúar síðasta vetur. Eftir nokkra hnökra í upphafi segir Vilhjálmur að lestarkerfið og annar búnaður um borð hafi haft ótrúleg- ar breytingar í för með sér. Við móttöku Viðeyjar í gær sagði Vilhjálmur meðal annars: „Við er- um nú búin að gera Engey út í nokkra mánuði og teljum orðið full- ljóst að þessi mikli tækjakostur sem hefur verið hannaður í samstarfi við okkur mun skila okkur þeim ár- angri sem vonir stóðu til. Hugbún- aður og forritun hefur hins vegar reynst mun tímafrekari og meira verkefni en gert var ráð fyrir enda um nýsköpun að ræða. Hér er um fordæmalaust verkefni að ræða – algera nýjung á heimsvísu.“ Við móttökuna fluttu þau Krist- ján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráð- herra, og Lív Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, ávörp. Rannveig Rist, varaformaður stjórnar HB Granda, gaf skipinu formlega nafn og séra Hjálmar Jónsson blessaði skipið. Karlakór Reykjavíkur söng tvö lög áður en gestum var boðið að skoða nýsmíðina. Skipstjóri á Viðey verður Jóhann- es Ellert Eiríksson og fylgir áhöfn- in af Ottó N. Þorlákssyni honum yf- ir á nýja skipið. Örfirisey á veiðar í janúar Bilun varð í skrúfubúnaði frysti- skipsins Örfiriseyjar í lok október er skipið var að veiðum í Barents- hafi. Örfirisey var dregin til hafnar í Norður-Noregi og þegar hafist var handa við viðgerð í Svolvær komu fleiri bilanir í ljós. Að sögn Vil- hjálms er nú reiknað með að skipið komist út um miðjan janúar, en samhliða við- gerðum hefur verið unnið að viðhaldsverkefnum, sem til stóð að fara í á næsta ári. Þegar bilunin varð í Örfirisey átti HB Grandi eftir að veiða um 3-400 tonna kvóta í Barentshafi og fellur hann niður á milli ára. 20 milljarða fjárfesting á 5 árum  HB Grandi lætur smíða sex ný skip á fimm árum  Þriðju systurinni frá Tyrklandi fagnað við Norðurgarð í gær  Búnaður um borð í ísfisktogurunum nýjung á heimsvísu, sagði forstjórinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Þriðja systirin Tekið var á móti Viðey RE með viðhöfn á Norðurgarði í gær, en hún er þriðja í röð systurskipa frá Tyrklandi. Vel tækjum búið skip Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóri, í brúnni. Við formlega móttöku á Viðey RE í gær sagði Vilhjálmur Vil- hjálmsson, forstjóri HB Granda, meðal annars: „Vissulega var um löngu tímabæra endurnýjun að ræða og það sést best á því hversu gífurlegur munur er á þeim skipum sem eru að hverfa úr rekstri; þeim Ásbirni sem nú er kominn til Írans, Sturlaugi H. Böðvarssyni og Otto N. Þorlákssyni og systrunum þrem Engey, Akurey og Viðey. Það er ekki bara skrokklagið sem fer mun betur með skip og menn heldur er allur aðbúnaður gjör- breyttur til hins betra. Erfiðustu störf- in hverfa með gömlu skipunum og svo mætti lengi telja.“ Erfiðustu störfin hverfa TÍMABÆR ENDURNÝJUN Vilhjálmur Vilhjálmsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Öll seiði sem sleppt verður í sjókvíar verða með „fingrafar“ viðkomandi stöðvar þegar Haf- rannsóknastofnun hefur merking- ar allra laxaseiða. Verður þá hægt að sjá með óyggjandi hætti að lax- inn sé úr eldiskví, ef hann kemur upp í laxveiðiá, frá hvaða stöð og hversu langt hann hefur synt frá heimkynnum sínum. Merkingar seiðanna eru liður í viðleitni Hafrannsóknastofnunar við að endurbæta áhættumat fyrir sjókvíaeldi sem kynnt var fyrr á þessu ári. Á fjárlögum næsta árs er veitt fjármunum til að innleiða þessa nýju tækni. Ragnar Jóhannsson, sviðs- stjóri fiskeldis hjá Hafrannsókna- stofnun, segir að lokið sé til- raunaverkefni sem sýni að unnt sér að merkja fiskinn með þess- um hætti. Hugmyndin er að setja sam- sætur (ísótópa) saman við bólu- efni sem öll seiði eru nú þegar bólusett með. Samsæturnar setj- ast í bein og kvarnir en hverfa með tímanum úr beinunum. Endurbæta áhættumatið Hægt er að útbúa mismun- andi blöndu af þessum samsætum þannig að hver eldisstöð fái sína samsetningu. Þannig verða fiskar hvers fyrirtækis merktir því. Hægt er að lesa merki í kvörnum fiskanna með massagreini. Tilgangurinn með merking- um seiðanna er að endurbæta áhættumat Hafrannsóknastofn- unar fyrir sjókvíaeldi. Í líkani þess eru ýmsar áætlanir, meðal annars um það hvað fiskur sem sleppur úr sjókvíum gangi í lax- veiðiár langt í burtu. Með merk- ingunum fáist með tíð og tíma rauntölur inn í líkanið um hvað sleppur frá hverju fyrirtæki mið- að við umgang eldis þess og hversu langt fiskurinn fer – og einnig fáist mat á áhrifum mót- vægisaðgerða sem fyrirtækin grípa til. Ragnar vonast til að hægt verði að hefja þessar merkingar sem fyrst en segir ekki öruggt að það takist fyrir vorið. Upplýsing- arnar skili sér smám saman, eftir því sem fiskurinn vex. Allur fiskur í sjókvíum verði auðkenndur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.