Morgunblaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 357. DAGUR ÁRSINS 2017 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 997 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Dauðakoss fyrir ímynd Streep? 2. Fundu draugaskip í Tálknafirði 3. Skyggni mun spillast hratt 4. Vil ekki hlusta á þig „tussan þín“ VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-18 með snjókomu og skafrenningi, fyrst á Vest- fjörðum en á Norður- og Austurlandi síðdegis. Heldur hægari sunnan heiða. Á sunnudag (aðfangadagur jóla) Norðaustan 8-15, hvassast NV-til. Snjókoma norðan- og austantil, en él í öðrum landshlutum. Frost 2 til 8 stig, en fer kólnandi með kvöldinu. Á mánudag (jóladagur) Norðaustan 8-15 m/s með éljum, en rofar til sunnan- og vest- anlands. Frost 3 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. „Mér hafði verið sagt að stemningin væri einstök hérna og sú hefur ald- eilis verið raunin. Stundum þarf að stöðva leiki til þess að róa áhorf- endur sem hafa lifað sig full- hressilega inn í leikina,“ segir Arna Sif Pálsdóttir, landsliðskona í hand- bolta, sem leikur fyrst Íslendinga í ungversku úrvalsdeildinni og líkar dvölin í Ungverjalandi vel. »4 Álagið gleymist í einstakri stemningu Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í hand- bolta, er í níunda sinn í hópi tíu efstu í kjöri íþróttamanns ársins hjá Samtökum íþróttafrétta- manna. Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag má lesa um þá tíu sem urðu efstir í kjörinu að þessu sinni en úrslitin verða til- kynnt við hátíðlega at- höfn 28. desember. » 2 Guðjón Valur á lista í níunda sinn Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Í Dimmuborgum við Mývatn hafa 13 íslenskir jólasveinar aðsetur fyrir hver jól. Þeir hafa komið í Dimmu- borgir árlega síðan 2005 til þess að gleðja Mývetninga og ferðafólk. Einn jólasveinninn, Gáttaþefur, kom til byggða í Dimmuborgir í gær. „Ég átti að vera heima að taka til en ég fór að hlakka til og ég gat ekki beðið með að koma, taka á móti fólki og hlakka til jólanna,“ segir Gáttaþefur. Auk þess að sinna gestum sem koma í Dimmuborgir sjá jólasvein- arnir um að gefa þægum börnum í skóinn. „Veistu það að við gefum minna af venjulegum kartöflum í skóinn. Við gefum meira af sætum kart- öflum. Þá eru börnin kannski ekki alveg óþekk en samt ekki alveg stillt. Við tökum þátt í hnattvæðing- unni og fylgjum alþjóðlegum straumum og gefum stundum franskar kartöflur í skóinn ef börnin eru ekki nógu stillt. Það er verst að þau eru bara ánægð með að fá franskar í skóinn.“ Gáttaþefur segir að Grýla sé al- veg hætt að borða börn. „Hún er alltaf í hellinum sínum. Hún er dottin á kaf ofan í ástar- sögur. Hún liggur allan daginn og les þær. Aumingja Leppalúði er út um allt að finna nýjar sögur. Svo held ég að hún sé orðin vegan. Ég er samt ekki viss. Ég hitti hana svo sjaldan,“ segir Gáttaþefur og bætir við að það sé stutt síðan hann fór loks að heiman. „Þegar maður er fæddur sautján hundruð og grænkál – eða var það súrkál? – og kemst loks að heiman þá vill maður bara vera heima hjá sér. Við förum samt alltaf til foreldra okkar, Grýlu og Leppa- lúða, á jólunum.“ Einu sinni á ári hittast allir 13 jólasveinarnir og fara saman í bað í Dimmuborgum. „Bað einu sinni á ári er alveg nóg,“ segir Gáttaþefur og bætir við að Stúfur hafi ekki verið með í ár. „Hann var á Akureyri með leiksýn- ingu og heldur að hann sé frægur.“ Ljósmynd/Birkir Fanndal Jólasveinar Gáttaþefur og Bjúgnakrækir, tveir af þrettán bræðrum sem heimsækja Dimmuborgir á hverju ári og færa börnum franskar í skóinn. Jólasveinarnir þrettán koma saman og baða sig í Dimmuborgum á jólunum Grýla dottin í ástarsögurnar og orðin vegan „Stærsti hluti þeirra sem sækja Dimmuborgir heim á aðventunni eru íslenskar fjölskyldur,“ segir Ólafur Þröstur Stefánsson sem rek- ur ferðaþjónustu á Mývatni. Hann segir að flestir komi af Norðurlandi, allt frá Austfjörðum til Skagastrandar og eitthvað af fólki komi frá höfuðborgarsvæðinu. „Erlendir ferðamenn koma í skipulögðum ferðum en þeim hefur farið fækkandi undanfarin þrjú til fjögur ár sem kaupa sér þjónustu. Ferðamenn sem keyra hringinn á eigin vegum staldra við í Dimmu- borgum og gista jafnvel í sveitinni,“ segir Ólafur og bætir við að aðalat- vinnuvegur Mývetninga fyrir utan skólana og Kröflu sé nú ferða- mennska. Íslenskir ferðamenn á aðventu FERÐAMENNSKA Morgunblaðið kemur næst út miðvikudaginn 27. desember. Að venju verður öflug fréttaþjón- usta á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir jóladagana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskrifenda verð- ur opið í dag, Þorláksmessu, frá kl. 8-12. Þjónustuverið verður opnað á ný miðvikudaginn 27. desember kl. 7. Sími þjónustu- vers er 569-1122 og netfangið er askrift@mbl.is. Blaðberaþjónustan er opin á Þorláksmessu frá kl. 6-12. Síma- númerið er 569-1440. Skiptiborð Morgunblaðsins verður lokað yfir jólin. Netfang ritstjórnar er ritstjorn@mbl.is. Hægt er að bóka dánartilkynn- ingar á mbl.is. Fréttaþjónusta mbl.is um jólin Jólafagnaður Hjálpræðishersins verður á morgun, aðfangadag, í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Borðhald hefst klukkan 18 en hús- ið verður opnað skráðum gestum kl. 15:30. Fyrir borðhald verða jólasöngvar og dansað í kringum jólatréð. Dagskrá lýkur klukkan 20. Allir þeir sem ekki hafa tök á að dveljast hjá vinum og vanda- mönnum á aðfangadagskvöld eru boðnir hjartanlega velkomnir í fagnaðinn. Morgunblaðið/Ómar Jólafagnaður Hjálpræðishers- ins í Ráðhúsinu „Maður vill spila leiki sem þessa og hefur gaman af. En þessir leikir verða auðvitað mjög erfiðir,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson sem mætir topp- liðum með Burnley í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu um jólin og þarf til að mynda að mæta til æfinga á sjálfan jóladag. » 3 Jóhann æfir á jóladag og á erfiða törn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.