Morgunblaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
hversu nákvæmlega Hagstofan nær
utan um Airbnb og aðra íbúðargist-
ingu.“
Nokkrar ástæður samdráttar
Kristófer segir að það sé erfitt að
keppa við leyfislausa gistingu vegna
þess að hún stendur ekki skil á opin-
berum gjöldum. „Hótel greiða gisti-
náttaskatta, virðisaukaskatt, mun
hærri fasteignagjöld eða 1,65% en
íbúðargisting ber einungis 1,18% og
hótel greiða lögboðin gjöld af launum
svo sem tryggingagjald. Leyfislaus
gerir það ekki,“ segir hann.
Að hans sögn þarf að framfylgja
lögum sem tóku gildi 1. janúar í fyrra
sem kveða á um að allir sem auglýsa
gistingu þurfa að birta leyfisnúmer.
„Lögreglan ætti að fletta upp eignum
á Airbnb og setja sig í samband við þá
sem ekki framfylgja lögunum,“ segir
Kristófer.
Ingibjörg Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Hótels Sögu, segir að
nokkrar ástæður séu fyrir téðum
samdrætti. „Krónan er sterk og fyrir
erlenda ferðamenn er dýrt að borða
og búa á Íslandi. Mikið framboð er
svo á heimagistingu í einhverri mynd
og það er ekki nema lítill hluti þar
sem skilar sér í gistináttatalningu,“
segir hún og bendir á að hið jákvæða
sé að gistinóttum á höfuðborgarsvæð-
inu hafi fjölgað um 13% það sem af er
ári.
Gistinóttum fækkar
í fyrsta skipti frá 2010
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hótelrekstur Forsvarsmenn hótelanna segja að það sé erfitt að keppa við leyfislausa gistingu.
Vöxtur í Airbnb-gistingu í höfuðborginni leiðir til þess að hótelnóttum fækkar
Bæta ætti eftirlit
með Airbnb
» Framfylgja þarf lögum frá 1.
janúar í fyrra um að allir sem
auglýsa gistingu þurfi að birta
leyfisnúmer, segir Kristófer
Oliversson, framkvæmdastjóri
CenterHótels.
» Kristófer segir að lögreglan
ætti að fletta upp eignum á
Airbnb og setja sig í samband i
við þá sem ekki framfylgja lög-
unum.
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Gistinóttum erlendra ferðamanna á
hótelum fækkaði um 1% í nóvember
á milli ára. Þá fækkaði gistinóttum á
höfuðborgarsvæðinu um 4%, sam-
kvæmt tölum frá Hagstofu. Fjöldi
gistinátta stóð í stað litið til landsins
alls vegna aukningar á landsbyggð-
inni. Gistinætur hafa ekki dregist
saman á milli ára síðan áður en upp-
sveiflan í ferðaþjónustu hófst eða í
desember árið 2010, samkvæmt
Hagsjá Landsbankans.
„Það hefur ekki orðið samdráttur í
gistinóttum í mörg ár,“ segir Krist-
ófer Oliversson, framkvæmdastjóri
CenterHotels, í samtali við Morgun-
blaðið. „Það er mjög einföld skýring
á þessu. Það eykst jafnt og þétt hlut-
fall leyfislausrar gistingar. Um helm-
ingur af framboðnum herbergjum í
höfuðborginni er leyfislaus.“
Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um
11% á milli ára í nóvember, sam-
kvæmt Hagsjá Landsbankans. Til
samanburðar jókst framboð gisti-
rýmis hótela um 5,1% mælt í fjölda
herbergja, samkvæmt tölum frá
Hagstofu.
Helga Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka ferðaþjónustu, segir
að síðustu misseri hafi þróun í fjölda
ferðamanna og fjölda gistinátta ekki
farið saman. „Ástæður eru nokkrar.
Miklar launahækkanir, styrking
íslensku krónunnar og fjármagns-
kostnaður hefur veikt samkeppnis-
hæfni okkar sem áfangastaðar,
ferðamenn koma en þeir dvelja
skemur og spara við sig í afþreyingu
og annarri neyslu. Þá er spurning
23. desember 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 105.01 105.51 105.26
Sterlingspund 140.51 141.19 140.85
Kanadadalur 81.82 82.3 82.06
Dönsk króna 16.749 16.847 16.798
Norsk króna 12.495 12.569 12.532
Sænsk króna 12.476 12.55 12.513
Svissn. franki 106.35 106.95 106.65
Japanskt jen 0.9251 0.9305 0.9278
SDR 148.65 149.53 149.09
Evra 124.7 125.4 125.05
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.7563
Hrávöruverð
Gull 1265.85 ($/únsa)
Ál 2108.0 ($/tonn) LME
Hráolía 64.49 ($/fatið) Brent
● Knattspyrnu-
samband Íslands
(KSÍ) hefur með
sátt við Sam-
keppniseftirlitið
skuldbundið sig
til að gera breyt-
ingar á skipulagi og
háttsemi samtak-
anna og til að vera
í forsvari fyrir
bætta samkeppn-
ishætti innan knattspyrnuhreyfingar-
innar á Íslandi.
Um er að ræða aðgerðir til að koma í
veg fyrir samræmt miðaverð á leiki í
Pepsideild karla í knattspyrnu, eins og
segir í frétt á vef eftirlitsins. Málið varð-
ar birtingu á lágmarksverði fyrir miða
á leiki í Pepsideild karla í knattspyrnu í
Handbók leikja, sem útgefin er af KSÍ.
Tryggja á að háttsemin endurtaki sig
ekki og stuðlað verður að fræðslu um
sáttina og reglur samkeppnisréttar.
Miðaverð í Pepsideild
verði ekki samræmt
Fótbolti Sam-
keppnislög gilda.
STUTT
Sjóður á vegum bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins
Wellington Management Group hefur minnkað hlut sinn
í Högum í 1,2% úr 1,8% frá mánaðamótum. Sjóðurinn
kom inn á lista 20 stærstu hluthafa fyrirtækisins hinn 17.
ágúst með 1,3% hlut. Þetta má lesa úr hluthafalista
Haga, sem er endurnýjaður vikulega.
Hagar hafa m.a. glímt við aukna samkeppni frá Costco
frá því í maí. Á hálfu ári hafa hlutabréf Haga lækkað um
23% og undanfarinn mánuð hafa þau lækkað um 5%.
Í liðinni viku jók Wellington við hlut sinn í Nýherja um
tæplega 400 milljónir króna. Nemur eignarhluturinn nú
9%.
Sjóður á vegum Eaton Vance, Global Macro Absolute
Return Fund, birtist á hluthafalista Icelandair Group í
vikunni með 1% hlut. Markaðsvirði hlutarins er tæplega
800 milljónir króna.
Gengi Icelandair lækkaði hratt við upphaf árs en mið-
að við undanfarna níu mánuði hafa bréfin staðið í stað.
Undanfarinn mánuð hefur gengið lækkað um 8% sem
rekja má til verkfalls flugvirkja. helgivifill@mbl.is
Wellington minnkar hlut sinn í Högum
Hlutabréf Bónusverslanirnar eru í eigu Haga.
JÓLASÖFNUN
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
Skrifstofusími 10 til 16. S. 551 4349,
897 0044, netfang: maedur@simnet.is
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is
Jón Guðmundsson, lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN ehf.
Gleðin kemur innanfrá
Óskum viðskiptavinum okkar nær
og fjær og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla
● Ætli Alþingi sér að stuðla að
auknu trausti til löggjafans og sátt á
vinnumarkaði þá er endurskoðun á
ákvörðunum kjararáðs óumflýjanleg.
Þetta kemur fram í ályktun Við-
skiptaráðs.
„Síðustu úrskurðir falla illa að
þeim bættu vinnubrögðum sem að-
ilar vinnumarkaðarins hafa unnið að
á síðustu árum. Atvinnurekendur og
stéttarfélög eru á einu máli í þessum
efnum og ábyrgð nýs Alþingis því
mikil. Viðskiptaráð skorar á þing-
menn að grípa tafarlaust til ráðstaf-
ana og draga til baka úrskurði kjar-
aráðs,“ segir í ályktuninni.
Alþingi endurskoði
úrskurði kjararáðs