Morgunblaðið - 23.01.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 23.01.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU! Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla við særindum í hálsi HUNANGS OG SÍTRÓNU- BRAGÐ APPELSÍNU- BRAGÐ SYKURLAUST Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefenernotaðsemskammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Krónan og Hamborgarafabrikkan afhentu Hjartavernd sl. föstudag 1,3 milljónir króna í tilefni af Lands- söfnun Hjartaverndar, Heilbrigt hjarta á nýrri öld. „Við vorum með söfnun fyrir Hjartavernd árið 2010 eftir að við keyptum styttu af Rúnari Júlíussyni tónlistarmanni, sem var þá nýlega fallinn frá en við gerðum borgarann Herra Rokk af því tilefni,“ segir Jó- hannes Ásbjörnsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar. Söfnunin frá 2010 var nú endurvakin með liðs- styrk Krónunnar, sem lét 100 kr. af hverri seldri Fabrikkuvöru í versl- unum sínum renna til söfnunarinnar en Hamborgarafabrikkan lét 400 kr. af hverjum seldum Herra Rokk hamborgara renna til söfnunar- innar. „Markmiðið var að gera betur en árið 2010 og afar gleðilegt að það hafi tekist,“ sagði Ólafur Júlíusson, vöruflokkastjóri hjá Krónunni. „Það er ómetanlegt fyrir Hjarta- vernd að eiga trygga stuðningsaðila við leit að einkennalausum æða- sjúkdómum,“ sagði Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjarta- verndar . ernayr@mbl.is Ljósmynd/Hamborgarafabrikkan. Styrkur F.v. Ólafur Júlíusson, Krónunni, Karl Andersen og Vilmundur Guðnason, Hjartavernd, og Jóhannes Ásbjörnsson, Hamborgarafabrikkunni. Afhentu hjartastyrk  Hamborgarafabrikkan og Krónan söfnuðu 1,3 milljónum handa Hjartavernd „Byltingin hefur valdið ótrúlegri hugarfarsbreytingu á skömmum tíma,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á sameiginlegum morgunverðarfundi stjórnmála- flokkanna í gærmorgun. Yfirskrift fundarins var #metoo: Hvað svo? Katrín sagði að reynslusögur kvenna, sem streymt hafa fram síð- ustu mánuði, sýndu fram á kerfis- lægt misrétti valds á milli kynja. Eftir að byltingin hófst sé fólk búið að endurhugsa allt. „Karlar hafa velt fyrir sér „var þetta í lagi hjá mér?“ og konur hafa hugsað um hluti sem þær höfðu fært í gleymsku, sem ekki voru í lagi,“ sagði Katrín. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar er ný aðgerðaáætlun um úr- bætur í meðferð kynferðisbrota og hún verður fjármögnuð að fullu. Ríkisstjórnin mun, í samstarfi við sveitarfélögin, gera áætlun um að útrýma kynbundnu ofbeldi. Forsætisráðherra sagði ánægju- legt að sjá stjórnmálaflokkana koma saman og það sé mikilvægast að allir geri þetta saman. „Það er best að ræða málin í sem breið- ustum hópi. Við skulum nýta að við erum ólíkir flokkar og hreyfingar,“ sagði Katrín. Heiða Björg Hilmisdóttir stofn- aði hópinn í Skugga valdsins þar sem stjórnmálakonur hafa deilt reynslusögum af kynferðislegu of- beldi og áreitni. „Það er dásamlegt hvað við erum öll saman í að breyta þessu sem metoo-byltingin hefur afhjúpað,“ sagði Heiða í morgun. Hún benti á að um 20 svipaðir hópar hefðu verið stofnaðir og und- irtónninn væri alltaf sá sami. Þar væri sagt frá nauðgunum, þukli, káfi eða óviðeigandi athugasemd- um. Auðvelt að fyllast ógeði Meðal þeirra sem töluðu á fund- inum var Gestur Pálmason mark- þjálfi. Hann fjallaði um sjónarhorn karla sem vilja axla ábyrgð og sagði að í öllum sögunum sem kon- ur hafa sagt að undanförnu væri sami rauði þráðurinn. „Það er auðvelt að fyllast ógeði yfir því sem dunið hefur yfir kon- ur,“ sagði Gestur. Hann og séra Vigfús Bjarni Al- bertsson stofnuðu Facebook-hópinn #égertil þar sem karlar eru hvattir til að hlusta á konur í tengslum við metoo. Gestur sagði að karlar þyrftu að hugsa hvar þeirra ábyrgð lægi til breytinga. „Við erum ekki að leita að stereótýpískum körlum, við ætlum bara að hætta að vera „dicks“,“ sagði Gestur. johann@mbl.is Ótrúleg hugarfarsbreyting Morgunblaðð/Árni Sæberg Stjórnmálafólk Stjórnmálaflokkarnir ræddu í gær um #metoo-byltinguna.  Stjórnmálaflokkarnir héldu sameiginlegan fund um #metoo-byltinguna Þorgerður Lauf- ey Diðriksdóttir hefur verið kosin formaður Félags grunnskólakenn- ara (FG). Fimm voru í framboði til formanns FG og hlaut Þor- gerður Laufey 45,5% atkvæða. Á kjörskrá voru 4.833 og greiddu 2.441 atkvæði eða 50,5%, í rafrænni atkvæðagreiðslu. Þorgerður Laufey tekur við emb- ætti formanns FG af Ólafi Loftssyni á aðalfundi Félags grunnskóla- kennara sem fram fer í Borgarnesi dagana 17. og 18. maí. Þorgerður Laufey er nýr formaður Félags grunnskólakennara Þorgerður Laufey Diðriksdóttir ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.