Morgunblaðið - 23.01.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.01.2018, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 Sigrún EvaÁrmannsdóttir,forstöðumaður vef- lausnasviðs hjá upp- lýsingafyrirtækinu Advania, á 50 ára afmæli í dag. Hún er einnig stundakennari við Há- skólann í Reykjavík og kennir áfangann Grein- ing og hönnun hugbún- aðar. Sigrún Eva er með meistaragráðu í tölv- unarfræði og MBA og undir hennar sviði hjá Advania heyra rúmlega 50 manns en alls starfa 600 manns hjá fyrirtæk- inu. Sigrún Eva var áber- andi í tónlistarlífinu í lok níunda áratugarins og fram eftir þeim tíunda. Hún var m.a. valin besti flytjandinn þegar hún var tvítug í söngvakeppninni Landslagið og söng lagið Nei eða já með Siggu Beinteins sem náði 7. sæti í Eurovision árið 1992 í Svíþjóð. Hún vann einnig forkeppni söngvakeppninnar 1994 með laginu Nætur og söng um allt land með hljómsveitunum Upplyftingu og Þúsund andlitum. „Ég er alveg hætt að syngja, það er svo margt annað skemmtilegt í lífinu sem ég verð að prófa og ég er bara búin með söngpakkann.“ Hún tekur þó lagið á árshátíðum í vinnunni með Advania-bandinu. Áhugamál Sigrúnar Evu eru ferðalög og vera í góðra vina hópi. „Við í vinahópunum mínum erum dugleg að halda matarboð heima hjá hvert öðru og njóta lífsins,“ segir Sigrún Eva. Hún fer oft til Flórída á sumrin og er á leiðinni til Ríga, Kaupmannahafnar og Brussel á næstu mán- uðum, allt skemmtiferðir. „Ég fer til Ríga með skólasystrum mínum úr Menntaskólanum á Akureyri í fimmtíu ára afmælisferð. Við ákváðum að fara í ferð saman í staðinn fyrir að gefa hver annarri afmælisgjöf.“ Eiginmaður Sigrúnar Evu er Andri Dan Róbertsson, sölumaður og einn af eigendum heildverslunarinnar Klif, sem selur aðallega vörur í járniðnaðargeiranum. Dóttir þeirra er Þórgunnur Dan sem varð tvítug fyrir nokkrum dögum. „Við héldum saman upp á afmælið um helgina og buðum heim okkar nánustu. Í dag fer ég bara í vinnuna og ætli ég mæti ekki með köku fyrir vinnufélagana, þeir eiga það svo sannarlega skilið.“ Fjölskyldan Í afmælinu um síðustu helgi. Söngkonan sem fór í tölvunarfræði Sigrún Eva Ármannsdóttir er fimmtug í dag Þ órður S. Gunnarsson fæddist í Reykjavík 23.1. 1948 og ólst þar upp í Norðurmýrinni, í Laug- arásnum og loks við Bergstaðastrætið. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1969, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1975, stundaði fram- haldsnám á sviði löggjafar um órétt- mæta viðskiptahætti og samkeppnis- hömlur við Óslóarháskóla 1981, öðlaðist hdl.-réttindi 1977, hrl.- réttindi 1982 og leyfi til verðbréfa- miðlunar 1993. Hann hefur sótt fjölda námskeiða í lögfræði, hér á landi og erlendis. Þórður var fulltrúi á lögmanns- stofu Eyjólfs Konráðs Jónssonar hrl., Hjartar Torfasonar hrl. og Sigurðar Hafstein hrl. 1975-80 og meðeigandi þar 1980-82, rak eigin stofu í Reykja- vík 1982-95 og 2000-2011, um tíma í samstarfi við Othar Örn Petersen hrl., var meðeigandi í lögmannsstof- unni Lögmenn Höfðabakka sf. frá 1995-2000, ásamt Vilhjálmi Árnasyni hrl., Ólafi Axelssyni hrl., Hreini Loftssyni hrl., Jóhannesi Rúnari Jó- hannssyni hrl. og um tíma Brynjólfi Kjartanssyni hrl., og var á sama tíma framkvæmdastjóri Árnason & Co. ehf. einkaleyfa- og vörumerkjastofu. Hann hefur verið héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 2011. Þórður var stundakennari við við- skiptadeild HÍ 1977-81, prófdómari í almennri lögfræði og réttarsögu við lagadeild HÍ 1984-2002, stunda- kennari í viðskiptalögfræði við viðskiptadeild HR frá 1999, lektor þar frá 1999 og dósent 2000-2002, vann að undirbúningi að stofnun laga- deildar við HR, var forseti lagadeild- ar HR 2002-2011, sat í framkvæmda- stjórn skólans á sama tíma, kenndi við lagadeildina jafnframt forseta- starfinu 2002-2004 og 2007 og er að- junkt við lagadeild HR frá 2011. Má ekki segja, Þórður, að öðrum ólöstuðum, að þú hafir öðrum fremur byggt upp lagadeild HR? „Jú, ég átti raunar hugmyndina að lagadeild skólans, var falið að koma henni á laggirnar, skipuleggja námið, ráða kennara og setja deildinni mark- mið. Þetta var mjög krefjandi starf en afar skemmtilegt. Þetta kostaði snörp átök við ýmsa við lögfræðideild HÍ, en flest þeirra hafa sagt mér síð- ar meir að deildin í HR hafi bætt gömlu lagadeildina við HÍ. Við lögð- um áherslu á að starfstengja námið án þess að gefa afslátt á bóklegu námi. Þetta tókst vel og var að ég held báðum skólum til hagsbóta.“ Þórður var formaður stjórnar Olís Þórður S. Gunnarsson héraðsdómari – 70 ára Fjölskyldan Þórður og Helga, eiginkona hans, ásamt dóttur þeirra, Þórunni Helgu og unnusta hennar, Björgvin Grétarssyni. Í bakgrunni er magnað málverk eftir albróður Þórðar, Gunnar Örn Gunnarsson listmálara. Byggði upp lagadeild Háskólans í Reykjavík Afmælisbarnið Útskrift frá Háskól- anum í Reykjavík í janúar 2010. Reykjavík Björgvin Baldur Traustason fæddist 24. júlí 2017 kl. 17.02. Hann vó 3.694 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Kristín Telma Her- mannsdóttir og Jón Trausti Gunnarsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Skoðið nýju vefverslun okkar casa.is Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 COMPONIBILI hirslur 3ja hæða Verð frá 17 900,- BOUR borðla Verð frá 34.9 BATTERY borðlampi Verð 22.900,- GIE mpi 00,- TAKE borðlampi erð 10.900,- . V Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.