Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Síða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.1. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Auglýsingar vegna bóndadagsins hrúguðust inn á samfélagsmiðla í vik-unni. Í þeim birtist ljóslifandi klassísk staðalímynd af karlmanni meðbjór í hönd, því allir karlmenn vilja jú alltaf vera að drekka bjór! Hamborgarar og steikur eru líka ákaflega karlmannlegur matur þannig að auðvitað hrundu inn tilboð frá veitingastöðum um slíkar kræsingar. Bjór og burger virðist vera það sem karlmönnum „á“ að vera efst í huga á bóndadag- inn. Þótt þessi tiltekna staðalímynd, um bjórdrekkandi hamborgaraétandi karlmannlega karlinn, sé kannski ekki sú allra versta í heimi þá er samt ástæða til að leiða hugann að staðalímyndum og skaðsemi þeirra. Ástæður þess að staðalímyndir eru beinlínis hættulegar eru margar. Ein er sú að þær ala á fordómum í garð tiltekinna hópa. Önnur er sú að þær koma í veg fyrir að fólk nýti allan þann kraft sem það hefur. Barn sem hefur svo rótgróna mynd af því hvað kyn þess „má“ gera og „á“ að gera er líklegra til að hugsa framtíðarmöguleika sína aðeins innan þess ramma, en hættir sér síður út fyrir hann. Nám sem gæti legið sérlega vel fyrir viðkom- andi einstaklingi kemst ekki einu sinni á blað yfir möguleikana í fram- tíðinni, því það er jú bara fyrir stelp- ur! Eða bara fyrir stráka! Þótt margt hafi áunnist í því að eyða staðalímyndum kynjanna þá eigum við langt í land á mörgum sviðum, líka hér á Íslandi. Lykillinn að því að berjast gegn staðalímyndum er opinn hugur. Allir mega verða allt sem þeir vilja. Stelpur og strákar þurfa frá unga aldri að fá þau skilaboð oftar og úr fleiri áttum. Þannig losnar smám saman meira og meira um heftandi rammann sem staðalímyndir kynjanna loka okkur inní. Hamborgarar eru fínir, ekkert að þeim. Og karlar og konur mega sannarlega háma í sig alla þá borgara sem þeir vilja; vegaborgara eða veganborgara eftir því hvernig stemn- ingin er. En festumst ekki um of í stöðluðum og úrelt- um myndum af kynjunum. Thinkstock Skaðlegar staðalímyndir Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Nám sem gæti legiðsérlega vel fyrir við-komandi einstaklingikemst ekki einu sinni á blað yfir möguleikana í framtíðinni, því það er jú bara fyrir stelpur! Eða bara fyrir stráka! Brynjólfur Jóhann Bjarnason Nei, ég bara sleppti því að drekka vatn, drakk sódavatn í staðinn. SPURNING DAGSINS Sauðstu neysluvatn þitt í vikunni? Berghildur Erla Bernharðs- dóttir Nei. Ég var ekkert hrædd við þessi tíðindi. Morgunblaðið/Ásdís Hjördís Ósk Kristjánsdóttir Nei, ég gerði ekkert, hélt bara áfram að drekka kranavatnið. Börkur Gunnarsson Neinei. Ég hef drukkið vatn í Írak og einhverjum draslkompum í Tékk- landi sem var brúnt á litinn án þess að verða meint af því. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Hvað er að frétta? „Það er allt það létta. Ég var að koma frá Flórída og er að vinna á fullu í Pistol Pony, nýrri plötu sem er að koma út og einnig plötu sem kemur út í mars með Völu Crunk og heitir Bad Boys Bitches Blaze.“ Hvernig leggst nýja árið í þig? „Ég held að þetta verði helvíti gott. Ég ætla að njóta, vera svolítið róleg í maganum og taka lífinu eins og það kemur.“ Hvernig líst þér á stórtónleika hipp hopp kvenna – að konum í bransanum sé hóað saman? „Mér finnst það mjög kúl. Ég held það hafi aldrei verið gert svona áður og það verður gaman að spila þarna á laugardaginn.“ Hvernig finnst þér þessi tónlistarsena í dag hérlendis, hipp hopp og rappið? „Hún hefur stækkað og þróast mjög mikið og er mikið breytt frá því ég byrjaði að hlusta á rapp sem unglingur. Fólk er að gera afar flott myndbönd, er með stærri hópa í kringum sig svo þetta er orðin alvöru hreyfing. Þótt ég sjálf sé að spila tónlist innan þessarar senu og geri rapp núna þá skil- greini ég mig fyrst og fremst sem tónlistarkonu sem mun gera alls konar. En það er klárlega mjög fínt að vera í þessari senu núna því hún er plássfrek.“ Af hverju eigum við að mæta á hipp hopp stórtónleika kvenna? „Því þetta verður geggjað gaman og það er fáránlega mikið að gerast um helgina, fullt af tónleikum. Fólk á að taka sig til og mæta á allt. Það er janúar og allir í geð- veiku stuði.“ Stefnirðu á útlönd og heimsyfirráð? „Já, auðvitað. Platan sem ég er að vinna í núna, ég stefni á að það verði eitthvað sem ég nenni að hlusta á lengur en einn mánuð og í augnablikinu heillast ég mikið af Aust- ur-Evrópu og því svæði og planið er að halda útgáfu- tónleika bæði hér heima og í Prag. Ég á hálftékk- neska litlu systur og hef spilað þar áður og það er eitthvað alveg sérstakt við að spila þar.“ ALVIA ISLANDIA SITUR FYRIR SVÖRUM Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ætla að vera róleg í maganum Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Alvia Islandia er meðal þeirra sem spila á stórtónleikum hipp hopp kvenna í Gamla bíói laugardagskvöldið 20. janúar en um daginn er málþing tengt viðburðinum um sögu femínisma í hipp hopp heiminum. Auk Alviu spila Reykjavíkurdætur, Cell7, Krakk & Spaghetti, Sigga Ey og Fever Dream.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.