Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.1. 2018 Pólitískt val að halda fólki í fátækt Þuríður Harpa Sigurðardóttir,formaður ÖryrkjabandalagsÍslands (ÖBÍ), segir víða pott brotinn varðandi mál örorkulífeyr- isþega. „Má þar nefna bílamál, hjálp- artæki, lyfjakostnað, lækniskostnað, húsnæðiskostnað, aðgengismál, at- vinnumál, NPA, sálfræðiþjónustu – sem stendur að vísu til bóta – og svo má ekki gleyma að fjölskyldur og að- standendur þeirra sem veikjast eða fatlast vegna slyss þurfa að fá aðstoð og utanumhald til þess að þau brenni ekki upp í umönnunarhlutverki eða vegna mjög breyttra aðstæðna innan fjölskyldunnar.“ Alls eru um 30.000 manns í 41 að- ildarfélagi ÖBÍ. „Á okkur sem erum í forsvari fyrir öll þessi félög standa mörg spjót þessa dagana og hefur baráttan síðustu mánuði helst snúist um NPA – notendastýrða persónu- lega aðstoð; að NPA verði lögfest sem eitt af helstu þjónustuformum fyrir fatlað fólk,“ segir formaðurinn. 80 þúsund krónur á mánuði Kjör örorkulífeyrisþega eru stærsta áhyggjuefni ÖBÍ nú og hafa verið lengi. „Það má segja að það sé end- urtekið efni ár eftir ár að við berj- umst við að ná fram kjarabót fyrir þennan samfélagshóp. Við erum að sjá fólk sem kemur til okkar hafa í heildartekjur 80.000 kr. á mánuði, stór hópur örorkulífeyrisþega hefur undir 200.000 kr. á mánuði fyrir skatt og einhver hópur nær yfir 200.000 kr. Það eru hinsvegar ekki nema tæp 29% sem fá 300.000 kr. á mánuði og til þess að ná þeirri upp- hæð þarf það að búa eitt, hafa þing- lýstan leigusamning eða búa í eigin húsnæði og fá heimilisuppbót. Ríf- lega 70% örorkulífeyrisþegar fá ekki þessa upphæð. Við náðum fram þessum 300.000 kr. milli jóla og ný- árs, en það olli okkur verulegum vonbrigðum að þessi upphæð, sem miðast við lágmarkslaun, skyldi ekki ná til allra örorkulífeyrisþega. Og það er alveg ljóst að 300.000 kr. fyrir skatt duga ekki til framfærslu á Ís- landi í dag,“ segir Þuríður. „Það er með þessi mál sem við göngum til samtalsins við stjórnvöld. Það er jákvætt að Katrín Jak- obsdóttir, forsætisráðherra, boði til samtals og samráðs um almanna- tryggingarnar og aðbúnað okkar fólks. Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur líka talað mjög skýrt og boðað byltingu í málefnum fatlaðs fólks. Þessu fögnum við og munum ekki liggja á liði okkar í því samráði og samvinnu sem framundan er. Samn- ingur Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi fatlaðs fólks er traustur grunn- ur til að byggja á. Fyrir því höfum við lengi barist. Afdráttarlaus yfir- lýsing ráðherra um að þessi réttindi verði framvegis virt í orði og verki er því sérstaklega gleðileg. Og við sitjum ekkert með hendur í skauti. Við höfum boðið þingflokk- unum á Alþingi til okkar til samtals og samráðs. Við höfum nú þegar hitt þingmenn tveggja flokka, Sjálfstæð- isflokks og Pírata, til að ræða um okkar brýnustu og mikilvægustu mál og skýrt fyrir þeim hvað er í húfi fyrir okkar fólk. Og það er gaman að segja frá því að við höfum fundið skýran vilja til þess að gera miklu betur í þessum málum en hingað til.“ Þuríður segir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks mjög mikilvægan fyrir fatlaða en margir skilji ekki út á hvað hann gengur. Ekki má mismuna „Þetta er í sjálfu sér ákaflega einfalt. Samningurinn kveður á um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli fötl- unar, það verði að geta notið al- mennra mannréttinda, tjáningar- frelsis, ferðafrelsis, athafnafrelsis o.s.frv. Alþingismenn eru þó í meira mæli farnir að taka tillit til samn- ingsins, enda ber þeim skylda til þess þar sem hann hefur verið full- giltur, enda þótt hann hafi ekki verið að fullu innleiddur í íslenskan rétt.“ Á dögunum kom fram hjá ASÍ að ráðstöfunartekjur hátekjufólks hafi, vegna skattalagabreytinga um ára- mót, aukist sex sinnum meira en fólks með lágar og millitekjur við skattabreytingar um áramót. Við það eru forsvarmenn ÖBÍ afar ósátt- ir. „Öryrkjabandalag Íslands hefur oft bent á að hækkun persónu- afsláttar hefði langmest áhrif til tekjujöfnunar. Veruleg hækkun hans yrði mikil kjarabót fyrir lág- tekjufólk og við vitum alveg hvar fólkið með lægstu framfærsluna er að finna. Það er hjá okkar fólki, sem sumt hefur ekki til hnífs og skeiðar. Það er brýnast að hækka hann, ef til stendur að breyta skattkerfinu á annað borð. Hann hefur hins vegar engan veginn haldið í við launaþró- un, sem er áhyggjuefni í sjálfu sér. Hagdeild ASÍ benti nýlega á að manneskja sem hefur 350 þúsund krónur í heildarlaun greiðir 988 krónum minna í tekjuskatt og útsvar núna en fyrir áramót. Manneskja í efri tekjumörkum skattkerfisins, með mánaðarlaun upp undir 900 þúsund krónur, greiðir hins vegar 6.476 krónum minna á mánuði. Þarna er ríflega sexfaldur munur á lágtekjumanneskju og hátekju- manneskju.“ Hún nefnir kjör öryrkja til saman- burðar. „Miðgildi heildartekna ör- orkulífeyrisþega var rúmlega 271 þúsund krónur á mánuði árið 2016. Það hreinlega blasir við að okkar fólk er að fara enn lakar út úr þess- um samanburði heldur en fólkið í dæmi ASÍ.“ Formaður ÖBÍ segist auðvitað vilja trúa því að stjórnvöld vilji að fólkið í landinu lifi góðu lífi, „hins vegar virðast málin flækjast alveg ótrúlega þegar kemur að því að taka upp ríkisbudduna og í raun finnst mér að þeir sem halda um ríkisbudd- una hafi ekki vilja til að leiðrétta þau skammarlega lágu kjör sem örorku- lífeyrisþegum er gert að lifa af. Í mínum huga er það að halda fólki í fátækt pólitískt val, ný ríkisstjórn ætti að beita öllum ráðum til að rétta hlut þeirra sem verst hafa það í þessu landi og það er ekki gert með því að leggja meiri skatta og skerð- ingar á þá sem minnst hafa, sem virðist þó vera raunin hingað til. Núna hafa stjórnvöld tækifæri til þess að sýna að það er alvara á bak við orðin. Við leyfum okkur að vera bjartsýn og vongóð í upphafi nýs árs. Það er góður upphafspunktur.“ Skerðing - Ömurlegt spil fyrir alla fjölskylduna!, sem Öryrkjabandalagið gaf út og færði öllum alþingismönnum í jólagjöf. Málefni öryrkja eru sífellt í brennidepli. Enginn óskar sér að lenda í þeirri stöðu, eins og formaður Öryrkjabandalagsins orðar það, og algjörlega óviðunandi að ákveðinn hópur Íslendinga hafi ekki efni á að lifa mannsæmandi lífi. „Frá stofnun Öryrkjabanda- lagsins 1961 hefur helsta bar- áttumálið verið að fatlað fólk og langveikt fólk geti lifað með mannsæmandi hætti, og fengið notið þeirra mann- réttinda að geta framfleytt sér, til jafns við aðra. Í dag, 57 árum seinna, erum við enn í þessari sömu baráttu, að ör- orkulífeyrir fólks dugi fyrir brýnustu þörfum s.s. fæði, klæðum, húsnæði, lyfjum og heilbrigðisþjónustu,“ segir Þuríður og bætir við að stað- an hafi versnað á síðustu ár- um þrátt fyrir góða afkomu ríkissjóðs. „Fólk þarf að átta sig á því að allir geta lent í því að fatlast eða veikjast, og það getur gerst bara núna á eft- ir,“ segir Þuríður Helga. „Fyrir mjög marga er það að geta ekki tekið þátt á vinnu- markaði, að geta ekki lagt sitt af mörkum, óbærilega erfitt. Það að vera hafnað vegna þess að getan til að vinna fullan vinnudag er ekki lengur til staðar er í raun ótrúlega harkalegt gagnvart einstaklingi.“ Allir geta veikst ’Frá stofnun Öryrkjabandalagsins 1961 hefur helsta baráttu-málið verið að fatlað fólk og langveikt fólk geti lifað með mann-sæmandi hætti og fái notið þeirra mannréttinda að geta framfleyttsér, til jafns við aðra. Við erum enn í þessari sömu baráttu Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands INNLENT SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.