Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.1. 2018
West Bromwich Albion var í
fylkingarbrjósti enskra félaga
sem gáfu þeldökkum leik-
mönnum tækifæri á áttunda
áratugnum og mikla athygli
vakti að veturinn
1978-79 voru þrír af
burðarásunum í lið-
inu litaðir; Cyrille
Regis, Laurie Cunn-
ingham og Brendon
Batson. Gengu
þeir undir nafninu
„Gráðurnar þrjár“.
Sumarið 1979 var
Cunningham keyptur
til Real Madríd. Knatt-
spyrnustjóri WBA á
þessum árum var Ron
Atkinson, kallaður
Stóri.
Svarti aumingi. Drullaðu þér aft-ur upp í tréð, helvítis tusku-dúkkan þín!“
Árið er 1978 og við erum stödd á
heimavelli enska knattspyrnufélags-
ins West Bromwich Albion. Það er
hornspyrna og George Berry, þel-
dökkur leikmaður gestanna, Wolver-
hampton Wanderers, spyr bulluna í
stúkunni beint út hvorum aurslettan
sé ætluð, honum sjálfum eða leik-
manninum sem hann er að valda, Cy-
rille Regis, helsta markaskorara
heimaliðsins, sem einnig er þeldökk-
ur. Fátt er um svör. Þegar Berry rifj-
aði þessa sögu upp löngu seinna þótti
honum viðbrögð Regis standa upp úr.
Hann hristi bara höfuðið og hélt
áfram. Dólgurinn virtist ekki trufla
hann eitt augnablik. Cyrille Regis var
kominn til að leika knattspyrnu og
láta verkin tala – en ekki illmælgina.
Berry dáðist að þessari yfirvegun;
hefði líklega þegið ofurlítið af henni
sjálfur en seinna var hann handtekinn
fyrir að ráðast á áhorfanda í stúkunni
eftir að hafa setið undir svívirðingum
hans í leikslok. Að hætti Eric Can-
tona, bara miklu fyrr. Ólíkt Cantona
sætti Berry ekki leikbanni; það hent-
aði knattspyrnusambandinu mun bet-
ur að sópa málinu undir teppið enda
hefði þurft að spyrja óþægilegra
spurninga við rannsókn þess. Varð-
stjórinn á lögreglustöðinni hellti sér
hins vegar yfir Berry.
Andrúmsloftið var nær óbærilegt
fyrir fyrstu kynslóð svartra leik-
manna sem haslaði sér völl í ensku
knattspyrnunni á ofanverðum átt-
unda áratugnum. Hatrið var svaka-
legt og stór hópur áhorfenda staðráð-
inn í að hrekja þá burt með öllum
tiltækum ráðum. Knattspyrna væri
íþrótt hvíta mannsins.
Náðu í perur og banana!
Fræg er sagan af því þegar Brian Clo-
ugh, knattspyrnustjóri Nottingham
Forest, sendi hinn nítján ára gamla
Viv Anderson að hita upp í leik í efstu
deild. Skömmu síðar sneri Anderson
aftur og tyllti sér við hlið stjórans á
bekknum. „Hva, sagði ég þér ekki að
hita upp?“ spurði Clough gáttaður.
„Jú,“ svaraði Anderson aumur, „en
þeir eru að henda banönum, eplum og
perum í mig!“
Clough starði agndofa á piltinn og
rak hann svo með harðri hendi aftur
að hita upp. „Og náðu fyrir mig í tvær
perur og banana í leiðinni!“
Skilaboðin voru skýr: Ætlir þú að
verða knattspyrnumaður getur þú
ekki látið svona lagað trufla þig!
Anderson lærði sína lexíu og lét
áhorfendur ekki slá sig út af laginu
aftur. Hans beið glæstur ferill því Viv
Anderson varð fyrsti svarti leikmað-
urinn til að skríðast búningi enska
landsliðsins, haustið 1978, auk þess
að verða bæði enskur meistari og
Evrópumeistari með Forest.
WBA-leikmennirnir Laurie Cunn-
ingham og téður Cyrille Regis komu
næstir en þeir eru nú báðir látnir. Sá
fyrrnefndi fórst í bílslysi á Spáni ár-
ið 1989, aðeins 33 ára að aldri,
og Regis sálaðist um liðna
helgi, rétt að verða sextugur.
Banamein hans var hjarta-
slag.
Eitt er að útiloka, annað að
heyra, og Regis, Berry og margir
fleiri hafa staðfest að enda þótt
þeir létu ekki á því bera heyrðu þeir
vitaskuld hvað um þá var
sagt meðan á leikjunum
stóð – hvert einasta orð.
„Auðvitað reitti þetta
mann til reiði,“ sagði Regis, „en mað-
ur lærði að snúa reiðinni upp í hvatn-
ingu. Við svöruðum áhorfendum með
hæfileikum okkar. Þannig komum
við höggi á þá.“
Anderson, Cunningham og Regis
létu níðið, eins óverðskuldað og það
var, yfir sig ganga og létu æsku-
drauminn rætast. Regis var löngu
seinna spurður að því hvort ekki
hefðu verið margir svartir leikmenn
á þessum tíma, mögulega ennþá
betri en þeir sem hér hafa verið
nefndir, sem ekki þoldu álagið og
urðu frá að hverfa. „Það er 100%
öruggt,“ svaraði hann um hæl.
Lengi eimdi eftir af þessu viðhorfi
áhorfenda til svartra leikmanna,
jafnvel eftir að margir þeirra höfðu
slegið í gegn – og gerir sjálfsagt enn.
Þannig var Simon Darby, fyrrver-
andi varaformaður breska þjóð-
arflokksins, einu sinni spurður að því
hver væri uppáhaldsleikmaðurinn
hans. „Cyrille Regis,“ svaraði hann,
hátt og snjallt, enda stuðningsmaður
WBA. „En þótt hann sé hetjan mín
er ekki þar með sagt að ég myndi
vilja að barnabörnin mín yrðu svört!“
Hjá sumum eru ennþá miðaldir.
Drullaðu
þér aftur
upp í tréð!
Cyrille Regis, sem lést á dögunum, og fyrstu
svörtu leikmennirnir sem kvað að í ensku knatt-
spyrnunni máttu þola ótrúlegt mótlæti vegna
húðlitar síns á áttunda áratugnum. Viðkvæmir
eru varaðir við orðbragðinu í þessari grein.
Viv
Anderson
Þrír í sama
liðinu
Cyrille Regis í leik með West Bromwich Albion. Hann var stæðilegur miðherji og frambærilegur markaskorari.
’
Sérhver svartur leikmaður sem horfði á Cantona gera
þetta [ráðast á áhorfanda í stúkunni] hlýtur að hafa spurt
sig hvers vegna hann gerði aldrei slíkt hið sama sjálfur.
Ian Wright, sparkskýrandi og fyrrverandi landsliðsmaður Englands.
ERLENT
ORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is