Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Síða 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.1. 2018 SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 17:00 í Hörpu ÓHAPP Í nóvember 2016 fréttist að Sheeran hefði þurft að láta sauma nokkur spor í hægri kinn eftir óhapp í samkvæmi hjá Beatrice prinsessu af York í Royal Lodge, opinberu heimili Andrew prins, í Windsor í Berkshire. Sagan segir að tón- listarmaðurinn James Blunt hafi verið þar líka og að hann hafi gantast með að hann væri til í að láta slá sig til riddara. Beatrice á þá að hafa sagt að hún gæti komið því við og náði hún í sverð sem notað er í slíkum siðum. Blunt fór niður á hné og Beatrice hélt sverðinu fyrir ofan hann og sagði: „Rís upp Sir James.“ Hún hafi þá sveiflað sverðinu yfir öxl óafvitandi að Sheeran stæði fyrir aftan hana og þannig skorið hann óvart í kinn. Seinna sagði Blunt að sagan væri uppspuni og að Sheeran hefði skorið sig óvart á fylleríi. Fyrri sagan er auðvitað betri en ekki er víst hvort hún er sönn eður ei, en hitt er víst að í októ- ber 2017 braut Sheeran úlnlið og rifbein í hjóla- slysi en gat þó hjólað á pöbbinn stuttu síðar. Ed Sheeran og James Blunt hafa verið í partíi hjá Beatrice prinsessu á heimili föður hennar, Andrew prins. Uppspuni eða sannleikur? EDWARD CHRISTOPHER SHEERAN fæddist 17. febrúar árið 1991 í Hali- fax, Englandi. Hann hóf ungur að læra á gítar. Sagan segir að hann hafi ellefu ára gamall hitt Damien Rice baksviðs á tónleikum og hafi Rice hvatt hinn unga Sheeran til að semja lög. Strax næsta dag byrjaði hann að semja. Stuttu síðar fór hann að gefa út geisladiska og selja. Sextán ára hélt unglingurinn til Lond- on með gítar í hendi og bakpoka staðráðinn í að hefja sinn tónlistarferil. Í London hafði hann nóg fyrir stafni og fór að taka upp lög og spila víða um borg. Hann gaf út stuttskífur (EP-plötur) árin 2006 og 2007 og var í kjölfarið ráðinn til að hita upp fyrir stór nöfn í tónlistarheiminum. Árið 2009 gaf hann aftur út stuttskífu, You need me, og kom fram yfir 300 sinnum. Árið 2010 steig hann næsta skref á ferlinum og gaf út myndband sem vakti áhuga rapparans Example sem bað hann um að túra með sér. Það leiddi til þess að aðdáendahóp- ur hans stækkaði og hann samdi fleiri lög sem enduðu á þrem- ur nýjum stuttskífum árið 2010. Sheeran fór til Bandaríkjanna það ár og þar bað Jamie Foxx hann um að koma fram í útvarpsþætti sínum. Stuttu síðar, eða í janúar 2011, gaf hann út enn eina stuttskífuna, þá síðustu sem sjálfstæður listamaður. Þrátt fyrir að sú plata hafi ekki verið auglýst, náði hún öðru sætinu á iTunes listanum og í kjölfarið skrifaði hann undir samning hjá Atlantic Records. Sheeran gaf síðan út plötuna + á árinu 2011 og ferillinn fór á flug. Platan sló í gegn og seldist í yfir milljón eintökum í Bret- landi á fyrstu sex mánuðunum. Sheeran hóf að vinna með öðr- um listamönnum, eins og One Direction og Taylor Swift, en henni fylgdi hann á tónleikaferð árið 2013. Næsta plata hans, x, fór í fyrsta sæti í bæði Bretlandi og Bandaríkjunum en á henni má finna lögin „Don’t“, „Photo- graph“ og „Thinking out loud“, sem vann Grammy verðlaun árið 2016. Sheeran hafði áður verið útnefndur besti nýliðinn á Grammy verðlaunahátíðinni árið 2014. Þriðja platan ÷ sló einnig í gegn en á henni má finna lögin „Shape of you“ og „Castle on the hill“. Í desember 2017 hlaut Sheeran svonefnda MBE-orðu við at- höfn í Buckinghamhöll fyrir framlag sitt til tónlistar og góð- gerðarstarfsemi sína. Í dag er hann ein skærasta stjarna poppheimsins. ÁSTARMÁLIN Sheeran hefur viljað halda einkalífinu fyrir sig. Hann var í sambandi með skosku söngkonunni Ninu Nesbitt árið 2012 en þau hættu saman. Í janúar 2014 hóf hann samband með Athinu Andrelos, sem vinnur fyrir breska sjónvarps- kokkinn Jamie Oliver. Þau hættu saman ári síðar. Síðan 2015 hefur hann verið með æskuvinkonu sinni og fyrr- verandi skólafélaga, Cherry Seaborn. Þau kynntust í gagnfræðaskóla í Suffolk, Englandi. Hún stundaði nám við Duke University og einnig við Durham há- skóla í Englandi þar sem hún var í sigurliði í hokkí. Þau búa saman og hefur Sheeran haft á orði að hann sé tilbúinn til þess að eignast börn, en þau eiga nokkra ketti. Sagt er að lagið Perfect sé samið um kærustuna. Ed Sheeran og Cherry Seaborn hafa þekkst síðan í æsku. Fullkomin kærasta FJÖLSKYLDA Foreldrar Sheeran heita John og Imogen. Faðir hans er sýningarstjóri í myndlist og fyrirlesari og móðir hans er skartgripahönnuður. Hann á einn eldri bróður, Matthew, sem er tón- skáld. Foreldrar hans fóru oft í vinnuferðir til London og tóku strákana með og í þeim ferðum var oft farið á tónleika. Þau voru mjög strangir foreldrar og sagt er að þau hafi ekki leyft sjónvarp eða tölvuleiki. Frekar hvöttu þau syni sína til að lesa bækur og hlusta á klassíska tónlist. Ed á góða for- eldra, þau John og Imogen. Hann fékk strangt uppeldi. Strangir foreldrar Byrjaði ellefu ára að semja Sheeran hefur verið afkastamikill og samið fjöldann allan af lögum. ’Sagan segir að hann hafiellefu ára gamall hitt Da-mien Rice baksviðs á tónleikumog hafi Rice hvatt hinn unga Sheeran til að semja lög. Næsta dag byrjaði hann að semja. Sheeran fékk orðu í Buckingham- höll fyrir framlag sitt til tónlistar. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.