Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Side 28
Þorrinn á vel við veitingastaðinn Mat ogdrykk á Grandagarði þar sem íslenskummatarhefðum er hampað. Þar er lögð áhersla á að búa til „bragðgóðan mat úr fersku ís- lensku hráefni“ eins og segir á vef staðarins og eru gestir hvattir til að mæta og láta hefðina koma sér á óvart. En er áskorun að láta þorramat koma á óvart? „Já, það er rosalega mikil áskorun. Við höfum alltaf verið með einhverja útgáfu af þorraseðli en ekki hefðbundinn þorraseðil, sem flestir þekkja. Við leyfum okkur að leika okkur aðeins meira,“ segir Elma Backman, sem opnaði veitingastaðinn með spænskum eiginmanni sínum, Albert Munoz, fyrir þremur árum. „Móðir hans, amma og langamma ráku verslun í tugi ára í miðborg Barcelona þar sem þær seldu íslenskan saltfisk,“ segir hún, þannig að það er vel við hæfi að veitingastaðurinn sé til húsa í gamalli saltfiskvinnslu. Þegar Albert flutti til Íslands fyrir ellefu árum fannst honum eftirtektarvert að það væru engir veitingastaðir á landinu sem gerðu út á að fram- reiða mat eftir séríslenskum matarhefðum. „Hann er frá landi þar sem eru ríkar matarhefðir og Spánverjar eru stoltir af sínum hefðum. Hon- um fannst furðulegt að þegar hann spurði Íslend- inga um hefðbundinn íslenskan mat hristi fólk bara hausinn og honum fannst fólk gera lítið úr íslenskum matarhefðum,“ segir Elma en staðinn sækja bæði Íslendingar og útlendingar. „Það er mesta áskorunin að tala við Íslendingana þegar þeir koma hingað út að borða og að segja þeim frá íslenskri matargerð. Þá verður til skemmti- legt samtal,“ segir Elma en fólk fer oftar en ekki að rifja upp matseldina hjá ömmu. „Það er mikið að gerast í norrænni matar- gerð,“ segir hún en áhersla er til dæmis á að horfa til baka eins og á að reykja og salta mat. „Þetta er ákveðin tíska í matargerð, að skoða gamlar vinnsluaðferðir og vinna með þær,“ segir hún. „Það er mikilvægt að íslenskar matarhefðir fái að þróast. Það er það sem við leyfum okkur að gera hérna, við leikum okkur með íslenska matargerð þannig að hún komi á óvart; það þarf ekki að gera hlutina eins og þeir voru gerðir fyrir hundrað ár- um.“ Athygli vekur að í einni uppskriftinni hér til hliðar er notað blóð. „Lambablóð var mikið notað hér áður fyrr. Það er til blóðsúpa og blóð var not- að í margt. Við höfum gert blóðmarens hérna,“ segir hún en uppskriftin að blóðlummunum er byggð á uppskrift á blóðpönnukökum úr Mat og drykk, bók Helgu Sigurðardóttur, sem er biblía staðarins. Geitaosturinn í uppskriftunum hér til hliðar er alíslenskur en hann er frá Jóhönnu B. Þorvalds- dóttur á Háafelli, „konunni sem bjargaði íslenska geitastofninum“, eins og Elma segir. „Við erum í nánu samstarfi við hana,“ segir hún og útskýrir að geitaosturinn passi einstaklega vel við alla þessa rétti. Svona líta svið út í meðförum kokka Matar og drykkjar. Þorramatur og drykkur ’Það er mikilvægtað matarhefðir fái að þróast. Kokkarnir á Mat og drykk leika sér með íslenskar matarhefðir en þar er hægt að láta þorramatinn koma sér á óvart. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Elma Backman er einn eigenda Matar og drykkjar en staðurinn býður upp á frumlegan þorramat. 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.1. 2018 MATUR 300 g rúgmjöl 150 g hveiti 6 tsk. sykur ½ tsk. salt 2 tsk. lyftiduft 500 ml blóð 250 ml mjólk 100 g haframjöl 1 tsk. kanill ½ tsk. engifer ½ tsk. negull Í þessari uppskrift er notast við lambablóð, en því má auðveldlega skipta út fyrir 3 egg. Þurrefnin sett í skál, blóðinu (eða eggjum) og mjólkinni hrært út í. Steikt á pönnu með smjöri við miðlungshita. Borið fram með krækiberja- eða bláberjasultu. Einnig gott að bera fram með smá geitaosti. Blóðlummur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.