Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 29
Morgunblaðið/Hari Falleg leið til að bera fram saltkjöt og baunir. Morgunblaðið/Hari Skoski mat- reiðslumaðurinn Samuel Watson er hluti af teyminu á Mat og drykk. 21.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Steikt hvítkál með kartöflu- og rófumús hvítkálshaus ½ kg kartöflur ½ kg rófur 100 ml rjómi 100 g smör 50 ml mjólk 20 g geitaostur sýrður perlulaukur ristaðar valhnetur salt og hvítur pipar KARTÖFLU- OG RÓFUMÚS Kartöflur og rófur afhýddar og soðnar. Blandið rjóma og smjöri saman í pott og fáið upp suðu. Mjólk og ca. 50 g af káli blandað saman í mat- vinnsluvél. Kartöflunum og rófunum maukað saman með báðum blöndum þar til orðið að mjúkri mús. Saltið og kryddið með hvítum pipar eftir smekk. SÝRÐUR PERLULAUKUR 1 poki perlulaukur 100 ml vatn 100 g sykur 100 ml edik Sjóðið perlulauk í hýðinu og pillið síðan hýðið af. Blandið vatni, sykri og ediki í pott og fáið upp suðu. Hellið lauknum saman við og látið liggja í 30 mínútur. Hvítkál skorið í 8 sneiðar. Steikt á pönnu með góðri klípu af smjöri og salti í 3½ mínútu á hvorri hlið. Piprið eftir smekk með hvítum pipar. Hvítkálið borið fram með kartöflu- og rófumúsinni ásamt pikkluðum perlu- lauk. Geitaosti og ristuðum valhnetum stráð yfir. SALATIÐ sýrðar rauðrófur íslenskur geitaostur perlulaukur léttristaðar valhnetur BLANDIÐ SAMAN: 720 g hunang 600 g hvítvínsedik 100 g sinnepsfræ 300 g vatn Soðið í átta mínútur. Kælt niður. 1 kg af rauðrófum, soðnar eða bak- aðar þar til mjúkar, rauðrófur skornar í teninga. Rauðrófurnar ásamt ca. 300 g perlu- lauk (eða eftir smekk) sett saman í krukku ásamt blöndunni. Pikklað í ca. eina viku. Rauðrófurnar og perlulaukur sett í skál, geitaosti og létt ristuðu hnetunum sáldrað yfir. Rauðrófusalat með geitaosti

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.