Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Page 30
Lengi hefur verið talið að rottur
og flærnar sem þær bera með sér
hafi valdið útbreiðslu svarta dauða
um Evrópu. Nú hefur ný rannsókn
fræðimanna í Osló og Ferrara leitt
í ljós að útbreiðslu sjúkdómsins
megi fyrst og fremst rekja til ferða
mannfólksins og mannalúsar.
Á árunum 1347 til 1351 felldi
svarti dauði um það bil þriðjung
íbúa Evrópu, eða nærri 25 milljón
manns, og eru til nákvæm gögn
um útbreiðslu þessarar skelfilegu
farsóttar í nokkrum borgum. Að
sögn BBC notuðu rannsakend-
urnir þessi gögn og báru saman
við tölvulíkan sem hermdi eftir því
að sjúkdómurinn bærist með rott-
um, í lofti, eða með lúsum og flóm
sem halda til á mannslíkamanum
og í fötum fólks. Reyndist líkanið
sem hermdi eftir smiti með
mannalús passa mun betur við
gögnin í sjö af níu borgum sem
skoðaðar voru.
Sýkillinn sem olli svarta dauða
er enn á sveimi og á afmörkuðum
svæðum í Norður- og Suður-
Ameríku, Afríku og Asíu má finna
nagdýr sem bera sýkilinn. Á ár-
unum 2010 til 2015 greindust
3.248 manns með pláguna og þar
af létust 584.
Nýja rannsóknin þykir sanna að
gott hreinlæti geti hjálpað til að
hefta útbreiðslu smits í framtíð-
inni og að fólk sem hefur sýkst eigi
að halda sig heima til að forðast
að smita aðra. ai@mbl.is
HAFÐAR FYRIR RANGRI SÖK
Svarti dauði barst með
mönnum en ekki rottum
Indversk börn atast í rottu. Þó það sé vissara að varast villtar rottur vegna
smithættu þá var hröð útbreiðsla svarta dauða ekki þeim að kenna.
AFP
HEILSA Vísindamenn við Johns Hopkins-háskóla hafa þróað leið til að skima fyrirkrabbameini með blóðprufu. Í nýlegri tilraun gat þessi nýja aðferð greintvissar tegundir krabbameins í 70% tilvika. Með skimun blóðs mætti greina
krabbamein mun fyrr og þar með auka líkurnar á lækningu.
Greina krabbamein með blóðprufu
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.1. 2018
Það er gaman að nota sam-félagsmiðlana til að deila þvísem á daga manns drífur og
fylgjast með atburðum í lífi vina og
ættingja. En það getur verið fín lína
á milli þess að deila og að grobba.
Stundum getur samfélagsmiðla-
notkunin verið allt
annað en heilbrigð
og ýtt bæði undir
sýndarmennsku og
minnimáttar-
kennd.
Ingibjörg Eva
Þórisdóttir er
dokktorsnemi í sál-
fræði og segir
ágætt að fólk spyrji sjálft sig hvers
vegna það deilir myndum og mynd-
böndum á netinu. „Hvatinn getur
verið af mjög ólíkum toga og á með-
an mörgum gengur ekki annað til en
að deila með vinum og vandamönn-
um hvað þeir eru að gera, þá er það
raunin að fyrir suma virðist sjálfs-
álitið bundið við þær myndir sem
þeir sýna öðrum og þá endurgjöf
sem samfélagsmiðlarnir veita.“
Unga fólkinu virðist sérstaklega
hætt við að grobba sig á samfélags-
miðlunum og sýna heiminum mjög
fegraða mynd af eigin lífi. Virðist
jafnvel sem samfélagsmiðlarnir sem
unga fólkið notar mest, s.s. Snap-
chat og Instagram, gangi út á fátt
annað en að sýna öðrum nýjustu
tískuflíkina í fataskápnum eða deila
með öðrum hvað lífið er endalaus
flaumur af glæsilegum veislum, dýr-
indis mat, lúxushótelum og kraft-
miklum bílum. Ingibjörg segir þetta
ríma við rannsóknir á viðhorfum
fólks sem fæddist á 10. áratugnum
og síðar, sem sýna að þessi aldurs-
hópur er líklegri en eldri kynslóðir
til að leggja áherslu á útlit, eignir og
frægð frekar en innri markmið eins
og að vera góð manneskja eða sátt-
ur við sjálfan sig.
Að mynda eða njóta
Ingibjörg tekur fram að það sé alls
ekki slæmt að lífa viðburðaríku lífi
og eiga fína hluti en þörfin fyrir að
sýna öðrum hvað lífið er gott geti
hugsanlega orðið svo sterk að fólk
hættir að njóta augnabliksins. „Ef
barnið á heimilinu gerir eitthvað
sniðugt, og fyrstu viðbrögðin eru að
skjótast eftir símanum til að taka
það upp, þá gæti það þýtt að fólk er
í reynd að missa af að upplifa
augnablikið í núinu. Raunin er að
það er alveg hægt að gera skemmti-
lega hluti án þess að mynda þá og
deila með öðrum og það eykur ekki
endilega á upplifunina að sýna öðr-
um hana.“
Notendur samfélagsmiðla ættu
líka að gæta að því að þörfin fyrir að
sýna ævintýri og upplifanir fari ekki
að valda kvíða. Ingibjörg segir það
vissulega geta valdið stundar-
vellíðan að monta sig ögn eða
hreykja sér af mikilvægum tíma-
mótum í eigin lífi og lífi ástvina, en
sú staða getur komið upp að fólk
finni fyrir þrýstingi að bæta stöðugt
inn nýju og áhugaverðu efni um
sjálft sig – að alltaf verði að vera
einhver ný flík til að sýna eða fal-
legur staður til að gista á og mynda
í bak og fyrir.
Ómögulegur samanburður
Hin hliðin á peningnum er síðan að
það getur gert fólk óhamingjusamt
að sjá stanslausar fréttir á sam-
mynd segir ósköp lítið. „Við sjáum
alls ekki alla víddina heldur aðeins
vandlega valið brot úr lífi þessa
fólks. Okkur hættir líka til að ýkja í
huganum það sem við sjáum og
ímynda okkur að fólkið sem birtir af
sér stílfærðar myndir úr skíða-
ferðalögum eða frá hvítum bað-
ströndum hljóti að vera sífellt í
ferðalagi og afskaplega vel statt
fjárhagslega – sem er ekki endilega
raunin.“
Að koma auga á þá hegðun sem
lýst hefur verið hér að framan er
hægara sagt en gert og auðvelt að
falla í þá freistni að monta sig helst
til mikið á samfélagsmiðlunum eða
láta lífsstíl annarra vaxa sér í aug-
um. Ingibjörg segir ágætt að fólk
spyrji sig einfaldlega þeirrar spurn-
ingar hvort samfélagsmiðlanotkunin
valdi því vanlíðan. „Við þurfum að
líta inn á við, reyna að hugsa svolítið
rökrétt og átta okkur á hvort þeir
miðlar sem við veljum að nota af
fúsum og frjálsum vilja séu að hafa
áhrif á vellíðan okkar og hvort það
væri kannski hægt að verja tíma
okkar á uppbyggilegri hátt.“
AFP
Er grobbið á
netinu að
skaða okkur?
Fólk ætti að hugsa sinn gang ef því er mjög í mun að
draga upp glansmynd af lífi sínu á samfélagsmiðlum.
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Grobb er ekki nýtt fyrirbæri
en virðist hafa náð nýjum
hæðum með samfélagsmiðl-
unum. Ingibjörg bendir t.d. á
að sjálfsmyndirnar sem fólk
birtir á netinu, þar sem hugað
er vandlega að útlitinu og
hverju minnsta smáatriði, séu
ekki svo ólíkar portrett-
málverkum fyrri tíma þar sem
málarinn fékk skýr fyrirmæli
um að gera fyrirsætuna mynd-
arlega, unglega og valds-
mannslega.
Ingibjörg er ekki viss hvort
það er óheiðarlegt að fegra
netmyndirnar líkt og margir
gera enda er viss hefð fyrir því
að fólk sýni sig og sína í fegr-
andi ljósi á myndum: „Gott
dæmi um þetta er þegar
dæmigerð barnafjölskylda fer í
jólamyndatöku. Þó svo að út-
koman sé ein afskaplega falleg
fjölskyldumynd þá er það oft
raunin að það gekk mikið á í
stúdíóinu og þurfti að beita
ýmist mútum eða sannfær-
ingum til að fá þá mynd sem
stefnt var að.“
Misheiðarlegar myndir
Ingibjörg Eva
Þórisdóttir
Glaðbeittir dansarar taka sjálfs-
mynd. Það er ógalið að skoða
hvers vegna við deilum mynd-
um af eigin lífi á netinu.
félagsmiðlum um hvað aðrir lifa
góðu lífi. Ingibjörg segir samfélags-
miðlana oft beina okkur í átt að fé-
lagslegum samanburði upp á við,
sem geti aukið á minnimáttarkennd
og vansæld. „Hversu oft förum við á
samfélagsmiðlana til að skoða líf
fólks sem virðist hafa það verra en
við sjálf og hugsum með okkur að
við höfum það alveg ágætt?“ segir
hún.
Þeim sem finnst agalegt hvað líf
þeirra er hversdagslegt í saman-
burði við líf fólksins á myndunum á
Facebook, Instagram og Snapchat
ráðleggur Ingibjörg að muna að ein