Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Page 35
21.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2018 GMC Sierra
Litur: Dark slate, svartur að innan.
6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ,
vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE
hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti
og heithúðaður pallur.
Öll standsetning innifalin í verði ásamt
ábyrgð og þjónustu.
VERÐ
9.890.000
2017 Ram 3500 Limited
Litur: Hvítur, svartur að innan. Einnig
til rauður og svartur. Ein með öllu:
Loftpúðafjöðrun, Aisin sjálfskipting,
upphitanleg og loftkæld sæti,
hiti í stýri, sóllúga, RAM-box. 6,7L
Cummins.
VERÐ
9.990.000
2017 Ford King Ranch
Litur: Ruby red, mesa brown að innan.
6,7L Diesel ,440 Hö, 925 ft of torque
með upphituð/loftkæld sæti,
heithúðaðan pall, fjarstart og trappa
í hlera,Driver altert-pakki, Trailer tow
camera system og airbag í belti í
aftursæti.
VERÐ
10.890.000
2017 Chevrolet High Country
Litur: Graphite metal. 6.6L Duramax
Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d.
upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi,
upphituð og loftkæld sæti og
heithúðaður pallur.
VERÐ
10.390.000
Ásbjörn og Hildur komu fyrst til
Auckland, stærstu borgar Nýja-
Sjálands, þar sem búa rúmlega 1,6
milljónir manna. Auckland er á
norðureyjunni. Þau flugu í 12 tíma
frá London til Singapúr og síðan í
10 tíma til viðbótar þaðan til Auck-
land.
„Við keyrðum fyrst upp með
austurströndinni frá Auckland,
þangað sem heitir Bay of Islands,
þar sem er einstaklega falleg nátt-
úra og mikið um ferðamenn.“ Síðan
þræddu þau norðureyjuna og skoð-
uðu sig líka um á þeirri syðri sem er
líkari Íslandi hvað varðar náttúru.
Ásbjörn nefnir sem vel heppnað
dæmi í ferðaþjónustu á norðureyj-
unni, safn á því svæði sem Lord of
the Rings og kvikmyndirnar um
Hobbitana voru teknar upp. „Eig-
andi landsins samdi um að fá að
eiga leikmyndina að kvikmyndatök-
um loknum og rekur þar nú
skemmtigarð þangað sem koma um
milljón ferðamenn ári. Rúta með 35
farþega fer af stað á fimmtán mín-
útna fresti allan daginn. Leið-
sögumaður er um borð og gengur
með farþegum um svæðið á um það
bil einni og hálfri klukkustund.
Þetta var mjög skemmtileg upplifun
og einn af hápunktum ferðalagsins
að sjá hve leikmyndin er vel gerð og
vel varðveitt. Aðgangseyrir að garð-
inum var andvirði um 6.500 ís-
lenskra króna.“
Ásbirni þótti vænt um að sjá að
þjónusta á Nýja-Sjálandi byggðist
mikið á persónulegum tengslum, á
hlýju viðmóti og þakklæti fyrir að
maður skyldi gista hér og borða
þar. „Móttökur voru mjög hlýjar og
mér finnst Ný-Sjálendingar vera
okkur fremri hvað það varðar. Þjón-
ustulundin er mjög rík og þeir
sýndu okkur mikinn áhuga; spurðu
hvar við hefðum verið og hvert við
værum að fara. Bentu okkur á hvað
væri í nærumhverfinu og hvöttu
okkur til að skoða hitt og þetta og
vísuðu mikið hver á annan. Enginn
hugsaði þannig að hann vildi að við
værum bara hjá sér. Ég fékk á til-
finninguna að allir hugsuðu þannig
að þeir ynnu í ferðaþjónustu – ekki
ferðaiðnaði, og þannig finnst mér
mikilvægt að fólk hugsi hér heima.
Þegar gesturinn fær persónulega
þjónustu líður honum miklu betur
og þar eru Ný-Sjálendingar okkur
fremri. Persónuleg þjónusta er eitt
það verðmætasta í ferðaþjónustu.
Þessi persónulega þjónusta og gest-
risni er mjög víða í góðu lagi hér
heima en þar sem ferðamenn eru
flestir finnst mér of víða farið að
hugsa meira um magn en gæði, þótt
vissulega sé það undantekning frek-
ar en regla. Við verðum að muna að
gott orðspor fer víða en illt orðspor
fer út um allt.“
Í Hobbita-garðinum á norðureyjunni, sem Ásbjörn hreifst mjög af. Um milljón manns leggur leið sína þangað árlega.
Mjög fallegt er á Nýja-Sjálandi. Þessi litla vík er í Abel Tasman-þjóðgarðinum á norðvesturströnd suðureyjarinnar.
Elsta tré Nýja-Sjálands, kauri tré, talið um 2.000 ára gamalt. Það er 13,5 metrar
í þvermál og bolurinn 51 m, 57 m með greinum, og slagar því upp í Hallgríms-
kirkju! Fara þarf í gegnum sótthreinsistöð áður en gengið er inn á svæðið.
Almenningssalerni eru mjög víða, hvar sem komið er á Nýja-Sjálandi og hvar-
vetna mikið lagt upp úr því að þau líti vel út. Víða skreytt eins og þetta hér.
’Við verðum að munaað gott orðspor fer víðaen illt orðspor fer út um allt