Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Qupperneq 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.1. 2018 B réfritari varð 70 ára í vikunni, sem var svo sem ekki frétt fyrir hann, enda lengi að því stefnt. Það lengist í þessu Það þykir ekkert sérstakt afrek nú að fá að ná þessum aldri, en fyrir því gefst þó engin trygging, þótt langlífi aukist í þeim löndum heims þar sem best fer um fólk. Það væri þó ekki endilega eftirsóknarvert ef allt atlæti, notalegur húsakostur, fæði, vatn og annar vökvi, ásamt risaskrefum í lækna-og lyfjavísindum hefði ekki gert langa ævi lukkulegri en ella. Fyrir vel rúmri öld þótti það ekkert bráðræði að leggjast í kör á aldri sem nú telst til blóma lífsins. Ungdómurinn hefur aldrei heyrt um kör og þætti sjálfsagt billegt að leggjast í kör þegar heitir pott- ar eru tiltækir. Nú getur hver og einn bætt kropp sinn og kjark eða haft einkaþjálfara kjósi hann það fremur. Eins og óviljandi búa langflestir nú að starfskröftum sem liggja langt umfram þau mörk sem áður þótti sjálfsagt að draga. En er það eftirsóknarvert? En hitt er annað, að það er ekkert keppikefli fyrir hvern og einn að „puða“ áfram til að sanna að elli- kerling ráðskist ekki með mann. Enda er ekki auð- velt að ná fundum hennar, því allar ellikerlingar eru nú á fullu í Me too til að ná í skottið á ellikörl- um sem héldu sig sloppna fyrir horn fyrir að hafa hagað sér eins og bjálfar út af einhverju sem þeir muna ekki allir út á hvað gekk. En til að koma sér strax út af þessu sprengju- svæði umræðunnar, sem þarf að vera á kórréttu róli á, er rétt að nefna þá sem þykir ekkert skemmtilegara en að vinna. Sumir segja að það sé bilun, en sú er ekki verri en hver önnur. Bréfritari er með snert af þessu og hefur sannfært sig um að hann sé að gera gagn. Fyllilega sannfærður verður hann í hvert sinn sem hann sér að sá hópur, sem hann telur syngja það best, segir í kór að það sé ferlegt að hann ætli að halda áfram að gera þeim svipað ógagn og hann hafi gert þeim í áratugi. Á móti líkindum Fyrir 70 árum, þegar sumir sáu fyrst glitta í heim- inn í Drápuhlíð 26, tíðkaðist ekki að spá börnum langlífi. Hver einasta fjölskylda, nær eða fjær, hafði brennt sig. Og hefðu menn getað horft á for- dæmin í tilviki afmælisbarnsins 17. janúar sl. gáfu þau ekki tilefni til að hefja þegar undirbúning að fagnaði sjötíu árum síðar. Föðurafi bréfritara, ljósmyndarinn og ættfræð- ingurinn Ólafur Oddsson, varð bráðkvaddur á Borgarskrifstofunum í Austurstræti 56 ára gamall. Móðurafinn, Lúðvík Davíðsson Norðdal læknir, varð aðeins 59 ára gamall er hann lést eftir lang- varandi veikindi. Faðir bréfritara, Oddur Ólafsson læknir, var 63 ára gamall þegar hann varð bráð- kvaddur heima hjá sér. Elsti sonur hans, Ólafur Oddsson menntaskólakennari, var nokkuð frá því að ná 70 ára aldri og bróðir okkar Haraldur dó reyndar rúmlega tvítugur. En hvað sem þessum dæmum líður, sem kunna hvert og eitt að eiga sínar skýringar, eins og geng- ur, þá breytti síðasta heila öld flestu varðandi lífs- von mannkynsins. Og það á líka við í þeim kimum veraldar þar sem hagur margra er enn mjög þröng- ur. Batnandi heilbrigðiskunnátta og þjónusta á því sviði skilar sér sem betur fer að nokkru einnig þar. Skánandi aðgangur að betra vatni og lyfjum af ýmsu tagi þokar lofandi tíð áfram þar, þótt enn sé langt eftir. Framsýn tilraun Í borgarstjóratíð, sem hófst 1982, var gerð tilraun til þess að gefa starfsmönnum borgarinnar færi á að vinna áfram eftir sjötugt. Því fór fjarri að öllum þar á bæ þætti það góð hugmynd. Byrjunarbragur var auðvitað á þeirri tilraun. Gert var ráð fyrir að starfsmenn mættu sækja um það, þegar þarna væri komið, að vinna hálfan daginn og þá ekki endilega í starfinu sem þeir voru í þegar þeir urðu 70 ára. Með lífeyri og launum fyr- ir hálft starf var því fært að vera á „fullum launum“ í 2-3 ár til viðbótar. Augljóslega kom þetta sér vel fyrir einstaklingana sem í hlut áttu en einkum þó fyrir borgina. Hún naut reynslu og tryggðar starfs- manna sem þótti vænt um sinn vinnustað. Ella hefðu þeir farið. Og stundum var sagt að einmitt þessir starfsmenn lykju enn verkefni sem aðrir óþjálfaðir menn þyrftu heilan dag til að klára. Þessari tilraun mun hafa verið hætt þegar vinstri- stjórn tók við í borginni. Öðruvísi vandi Mörg þjóðfélög glíma við vanda, sem efninu teng- ist. Gjarnan er Þýskaland, eitt myndarlegasta ríki Evrópu, nefnt sem dæmi. Það er í hópi ríkustu landa heims, sem er afrakstur dugnaðar, þekkingar og aga. En þýska þjóðin er að eldast. Börnum í hverri fjölskyldu fækkar ört. Þýska lífeyriskerfið er svokallað „gegnumstreymiskerfi“. Ekki hefur verið safnað fyrir skuldbindingum framtíðar eins og tiltölulega fljótlega var byrjað á hér. Þegar dæmið blasir þannig við að sífellt stærri hópur hverfur af vinnumarkaði en skilar sér þangað inn og vegna lengingar lífaldurs þarf að treysta á líf- eyri til framfærslu miklu lengur en áður, þá óar menn við. Þess vegna gæti sýnst að þessir umtöluðu næst- um milljón flóttamenn sem flykktust til Þýskalands hafi komið á hárréttum tíma, enda iðulega um ungt fólk að ræða og alþekkt að fjölskyldur í þessum hópi eru barnmargar. En ef pólitískum rétttrúnaði er vikið um stund til hliðar er hætt við að ætla megi að stór hluti hópsins verði lengi baggi á þeim sama ríkissjóði sem stend- ur undir sívaxandi lífeyrisgreiðslum. Margir koma óneitanlega frá svæðum þar sem afstaðan til vinnu er nokkuð ólík því sem einkennir Þýskaland. Auð- vitað er vonast til og jafnvel gengið út frá því að þetta fólk muni smám saman laga sig að þýskum háttum. Fjölmargir hörkuduglegir farandverkamenn frá gömlu Austur-Evrópu stunda vinnu í gamla vestr- inu og mjög margir þeirra, sem leggja hart að sér, senda mikinn hluta launa sinna heim og hlutfallsleg eyðsla þeirra inn í efnahag gistiríkisins er minni en almennt gerist. En á móti kemur að gistiríkið hefur minni kostnað af þeim að meðaltali en af eigin þegnum og engan framtíðarkostnað. Hnígur húm að þorra Þá er þorrinn hafinn. Það þýðir nú að menn gera sér glaðan dag og háma í sig mat sem mundi skelfa margan saklausan ferðamann. En öldum saman var þorrinn (og hún góa) spurning um íslenskt þrek. Þetta snerist allt um forðann. Myndi hann endast? Í eðlilegu árferði mætti litlu muna. Bændur og bú- smali áttu allt undir því að afrakstur sumars dygði til næsta vors og lengur í harðri tíð. Reynsla kyn- slóðanna kenndi að það var fjarri því að vera víst. Ísland sýndi hins vegar fólkinu sem fyrst kom Horft um öxl en ekki reiður ’ Fyrir vel rúmri öld þótti það ekkert bráð- ræði að leggjast í kör á aldri sem nú telst til blóma lífsins. Ungdómurinn hefur aldrei heyrt um kör og þætti sjálfsagt billegt að leggjast í kör þegar heitir pottar eru tiltækir. Reykjavíkurbréf19.01.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.