Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Page 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Page 37
sínar bestu hliðar, og hélt sér til fyrir það fyrstu fjórar aldirnar eða svo. Það var engu líkara en að Ferðamálaráð færi þá með umboð almættisins, fyrst í Óðins nafni og svo þess sem við þekkjum betur núna. Íbúar landsins voru um 70 þúsund þegar land- námi lauk. Mörgum öldum síðar þegar heimastjórn og fullveldi voru á næstu grösum voru Íslendingar loksins aftur orðnir 70 þúsund. Það komu skeið þar sem þjóðin hékk í að vera rúmur helmingur af því. Það var mjög hart skömmu áður en það varð betra. Stór hópur Íslendinga hafði misserin á undan „flutt vestur“. Við eigum flest ættingja þar, og ekki svo fjarskylda. Og Ísland sem slíkt á þar marga trygga vini. Þetta góða fólk, sem er stoltir þegnar land- anna sem tóku á móti blásnauðum Íslendingum fyr- ir nærri hálfri annarri öld, er ótrúlega margt með Ísland á næstu hillu þar fyrir neðan. Mörg okkar hafa eignast þar trygga hollvini. Ættingjar og vinir eru stundum sami maðurinn Flest eigum við bærilega stóran hóp ættingja sem aldrei eru mjög langt undan. Það er gott að vita af honum. Ekki síst ef þeir eru um leið í hópi bestu vinanna. Og svo eru það hinir, sem eru óskyldir flestir, en öflugir og góðir vinir sem aldrei bregðast, og næst þeim samferðamenn sem maður hefur ástæðu til að treysta og meta mikils. Suma úr þessum hópi fékk bréfritari í gervi af- mælisbarns að hitta í vikunni sem var að líða. Á fimmta hundrað manns komu upp í Hádegismóa til að samgleðjast þar, en í húsunum þar starfa nokk- uð á þriðja hundrað manns. Það er þakkarefni hvað hefur orðið lítil hreyfing á mannskap hjá Árvakri síðan við Haraldur Jo- hannessen vorum settir þarna að ritstjórn. Ýmsir hafa horfið til annarra starfa, t.d. á öðrum fjöl- miðlum, en margir þeirra kosið að snúa til baka og verið vel fagnað. Fólki hefur auðvitað fjölgað nokk- uð síðustu árin vegna aukinnar fjölbreytni í rekstr- inum, svo sem með nýju útvarpi, K-100, sem styrk- ist hratt, útgáfu sem tengist vörum frá Disney og hratt stækkandi vef, svo nokkuð sé nefnt. Gamlir kunningjar kitla Á jólatíð hefur Ríkisútvarpið þann ágæta hátt á að draga fram margvíslegt efni og endurflytja. Þar koma margir kunningjar fram, klassískir meira og minna, hvort sem um er að ræða tónlist, leikrit, fróðleik eða kvikmyndir. Fáar kvikmyndir úr öllum fjöldanum þola að oft sé horft. En sumar gera það. Bréfritari horfði á þrjár, a.m.k. að mestu, og þær standast tímans tönn vel. Hjónin í Skerjafirði duttu inn í seinni hluta á mynd um stamandi kónginn Georg 6., föður Bretadrottningar. Sú mynd er ágætlega ljúf og passar í áreynslulausa jólatíð. Þegar myndinni lauk og „stafirnir“ voru að renna var haft orð á því hversu prýðleg ljúflingsmynd þetta væri og um leið og það var nefnt birtist nafn leikstjórans og framleiðandans Harvey Weinstein. Rullan stóð um stund í koki bréfritara sem stamaði ekkert minna en kóngurinn í myndinni: „Ég skal aldrei segja þetta aftur.“ „Me too,“ sagði hinn áhorfandinn. Næsta mynd sem þessir sóffistar jólaafslöppunar sáu saman var Forrest Gump. Hún heldur sér ekki síður vel, sem er ekkert sérstakt afrek því hún á enn langt í sjötugt. Forrest Gump segir og gerir í fyrstunni flest öf- ugt að manni virðist. En allt snýst honum í hag. Í Víetnam er hann eins og Sveinn dúfa Runebergs sem rauk inn í bardagann þar sem hann var verst- ur þegar skipun kom um að hörfa. Dúfa varði einn brúna mikilvægu fyrir óvígum her andstæðinga. Hann haggaðist ekki í kúlnahríðinni. En þegar liðs- auki barst loks lá hann fallinn með aðeins eina kúlu í skrokknum. Sú kúla hafði ratað rétt. Hún var í hjartastað. Forrest Gump bjargaði mörgum félaga sinna, sumum illa löskuðum, og fékk æðsta heið- ursmerki Bandaríkjanna. Hann hóf svo rekstur um rækjuveiðar sem hann þekkti hvorki haus né sporð á (ef hafa má það um rækjur). Allar tilviljanir lögð- ust ætíð á sveif með Forrest Gump en honum var rétt sama og tók varla eftir því. Líka þegar félagi hans festi rækjugróða þeirra í „epla- og ávaxtafyr- irtæki“ eins og Forrest orðaði það (Apple) og hann var orðinn einn af ríkustu mönnum landsins. Í lok þessarar myndar reyndi bréfritari að gæta sín eftir flumbruganginn fyrr, en sagði þó eftir nokkra umhugsun: „Bandaríkin eru komin með annan svona.“ „Hvern?“ spurði frúin. „Forrest Trump!“ Seinasta myndin sem þau hjón horfðu á saman var The Godfather þar sem Brando kemur mest við sögu. Don Corleone sagði við son sinn: „Hafðu vini þína nálægt þér en óvini þína enn þá nær.“ Og þeg- ar hann komst ekki hjá að afgreiða mál með afger- andi hætti, þegar viðsemjandi hafði þráast við að taka tilboði sem hann gat ekki hafnað, sagði Vito Corleone mildilega: „Þetta er ekkert persónulegt, eingöngu viðskipti.“ Kvöldið 17. janúar var þó ekki tekið mið af þess- ari klóku tillögu Guðföðurins. Vinirnir voru þar en hinir víðsfjarri. Sú stund snerist ekki um viðskipti. Hún var eingöngu persónuleg. Morgunblaðið/Árni Sæberg 21.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.