Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Page 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Page 41
21.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Fyrsta örsýning af þremur verður opnuð í Artgallery Gátt á laugardag kl. 15. Þar sýna Hrönn Björns- dóttir, Annamaría Lind Geirs- dóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir og Kristbergur Pétursson. Nýárstónleikar samtak- anna S.L.Á.T.U.R. fara fram í Mengi á laug- ardag kl. 21. Með- limir samtakanna hafa unnið ný verk sem verða bara flutt af einum manni, Áka Ásgeirssyni, á forvitnileg og oft skrítin hljóðfæri. Gestalistamaður Gilfélagsins í jan- úar, Jhuwan Yeh, verður með opna vinnustofu að Kaupvangs- stræti 23 á laugardag 14 - 17. Yeh vinnur þar að sýningunni Between Simplicity and Reduction. Ljósmyndahátíð Íslands stendur nú yfir og um að gera að bregða sér á nokkrar sýningar, t.d. þær sem eru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og Gerðarsafni eða í RAMskram á sýninguna Strandhögg. Sýningarstjóri sýningarinnar Líð- andin – la durée, Aldís Arnardóttir, veitir leiðsögn um hana á sunnudag kl. 14 á Kjarvalsstöðum. Á sýning- unni eru verk eftir Jóhannes Kjarval og mörg hver sjaldséð. Þannig er mál með vexti að éghef verið að skrifa ýmislegthjá mér, bæði hugleiðingar um lífið og tónlistina og tilveruna, samskipti fólks og alls konar svoleiðis hluti. Ég hef gert þetta í áratugi og haft gaman af og svo hef ég líka kom- ið þessu að einstaka sinnum í grein- um, því sem ég kalla mín hjartans mál. Svo hugsaði ég með mér, fyrir nokkrum mánuðum, að það gæti ver- ið gaman að prófa að flétta þetta saman við tónlist. Að hafa svona hug- vekjur og brjóta þær upp með tón- list,“ segir Gunnar Kvaran sellóleik- ari sem mun á sunnudag kl. 16 fjalla um andleg mál og leika verk eftir Bach, Pablo Casals og Schubert ásamt Hauki Guðlaugssyni org- anleikara í Dómkirkjunni í Reykja- vík. Aðgangur er ókeypis. Gunnar segist aldrei hafa gert þetta áður þó hann hafi auðvitað oft haldið tónleika og talað um tónskáld og tónverk sem komið hafi við sögu á þeim. „En ég hef aldrei talað áður op- inberlega um það sem ég kalla andleg mál,“ segir hann. En hvað ætlar Gunnar að tala um? Getur hann nefnt dæmi? „Ein hug- leiðingin fjallar um það sem við horf- umst í augu við nú í sambandi við þessa gífurlegu tækni, hinn tækni- vædda heim og þá er ég sérstaklega að hugsa um það sem viðkemur sam- skiptum fólks. Í stuttu og einfölduðu máli finnst mér mennskan vera í hættu af því mér finnst að fólk ein- angrist hvert frá öðru og ef það hefur samband sín á milli þá hittist það ekki, talar ekki saman, horfist ekki í augu heldur fjarlægist hvert annað.“ Gunnar segir þetta hafa verið sér áhyggjuefni í mörg ár. „Ég er nú orð- inn gamall karl og hef kennt í 54 ár þannig að ég hef umgengist ungt fólk mikið og haft mikla ánægju af því, fengið stórkostlega reynslu en ég hef tekið eftir þessu. Eins og tæknin er okkur blessun á mörgum sviðum er þessi þáttur hennar, sem viðkemur manneskjunni beint og samskiptum hennar, mér áhyggjuefni.“ Máttur manneskjunnar Gunnar segir þessar hugleiðingar verða einna mest áberandi í hugvekju hans í kirkjunni og vangaveltur um hvað sé hægt að gera til að sporna gegn þessari þróun. Hann sé trúaður maður og muni koma inn á mátt bæn- arinnar og mátt manneskjunnar al- mennt til að hafa góð áhrif á sitt um- hverfi. „Það eru svo margir sem lifa í þeirri blekkingu að þeir geti ekkert lagt af mörkum til heimsins í þessum efnum, að þeir séu valdalaus peð. Þetta er misskilningur því manns- hugurinn er mjög sterkur, það er mjög sterkur vilji til í honum og bæði til góðra og slæmra verka,“ segir Gunnar. „Hvert og eitt okkar getur haft áhrif til góðs og þá er bænin eitt tæki en þeir sem trúa ekki á hana og eru ekki sérlega trúaðir trúa kannski samt á eitthvað jákvætt og fallegt. Ég held að langflestar manneskjur trúi á réttlæti og sannleika, fegurð og frið,“ segir Gunnar og bætir við að mikil ábyrgð felist í því að vera manneskja. En hvað með tónlistina? „Ég spila Bach, Casals og Schubert,“ segir Gunnar og að verkin tengist hug- vekju hans ekki að öðru leyti en því að vera verk sem flestir þekki, dásamleg að innihaldi og hafi aldrei horfið í skuggann því þau hafi sér- stakan boðskap að bera, boðskap feg- urðar. „Þau eru á mjög háu, andlegu plani, litlar perlur. Bach var nú kall- aður fimmti guðspjallamaðurinn og það segja nú margir um hans tónlist að hann sameini himin og jörð. Ég er algjörlega sammála því og hann verð- ur fyrirferðarmikill því við spilum þrjú verk eftir hann,“ segir Gunnar að lokum. helgisnaer@mbl.is Gunnar Kvaran og Haukur Guðlaugsson kampakátir í Dómkirkjunni. Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon Hjartans mál Gunnar Kvaran fjallar um andleg málefni og leikur sígild tónverk í Dómkirkjunni á sunnudag. MÆLT MEÐ Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. – fá þig til að slaka á, sofa bet og vakna endurnærð/ur ur Í gegnum aldirnar hefur sítrónumelis (Lemon balm) jurtin, Melissa officinalis, verið vinsæl meðal grasalækna. Þetta vísindalega samsetta náttúrulyf er hannað til að stuðla að góðum nætursvefni og vakna endurnærð(ur) án þess að innihalda efni sem hafa sljóvgandi áhrif. Sítrónumelis (Lemon balm) taflan inniheldur náttúrulegu amínósýruna L-theanine, sem hjálpar til við slökun auk alhliða B vítamín, sem stuðlar að eðlilegri taugastarfsemi. Auk þess inniheldur taflan mikið magnmagnesíum, sem stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi og dregur þar með úr óþægindum í fótum og handleggjum Melissa Dream-töflurnar „Hvílist betur með Melissa Dream“ Lísa Geirsdóttir” . Valið besta bætiefni við streituhjá National Nutrition í Kanada Litur augnabliksins Gyðjugrænn NÝR LITUR Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími 588 8000 • slippfelagid.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.