Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Page 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.1. 2018 LESBÓK Soffía Andreévna Tolstaja, eigin-kona hins kunna rússneska rit-höfundar Lev Tolstoj, skrifaði á sínum tíma tvær nóvellur, langar smásögur, sem svar við Kreutzer sónötu eiginmannsins; umdeildri bók sem kom út 1889 og var umsvifalaust bönnuð í heimalandinu en kom fljót- lega út vestanhafs. Sögur eiginkon- unnar eru nú komnar út á íslensku í bókinni Svar Soffíu, þar sem einnig er að finna áðurnefnda sónötu, sem fyrst kom út í íslenskri þýðingu árið 1949. Það er Lafleur útgáfan á Sauð- árkróki sem gefur bókina út. Ingi- björg Elsa Björnsdóttir þýðir báðar sögur Soffíu, en Benedikt Lafleur og eiginkona hans, Vita Volodymyrivnu Sigurðsson Lafleur, þýða Kreutzer sónötuna. Rödd Soffíu fái að hljóma „Ég er rödd Soffíu 100 árum seinna svo ég þarf að fara varlega; frumtext- inn er mjög fallegur og vel gerður og mér finnst ég hafa þær skyldur gagn- vart Soffíu að vanda mig eins vel og get þannig að hennar rödd fái að hljóma,“ segir þýðandinn, Ingibjörg Elsa, í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins, en hún stundar doktorsnám í þýðingarfræðum við Háskóla Íslands. Sögur Soffíu voru fyrst gefnar út í Rússlandi 2010. Þær höfðu þá legið í þagnargildi í rúma öld, einkum og sér í lagi vegna þess að hún var kona, segir Ingibjörg Elsa. Það sé kynja- hneyskli, en útgáfan að sama skapi mikill bókmenntaviðburður. „Sög- urnar voru sem sagt ekki þekktar, hvorki í Rússlandi né annars staðar, fyrr en 2010.“ Dagbækur Soffíu höfðu áður komið út en svo virðist sem fjölskyldan hafi lengi vel ekki viljað opinbera sögurnar af ótta við að þær vörpuðu óheppilegu ljósi á líf hjónanna. „Þegar sögurnar voru skrifaðar, um 1890, var ekkert samsvarandi í evr- ópskum bókmenntum. Enginn þorði, nema Rússar, að fjalla um samskipti kynjanna á jafn opinskáan hátt. Vangaveltur um hjónabandið, hvort hin sanna ást sé til og hvað ást sé, voru einstakar á sínum tíma. Í vestrænum bókmenntum hafði varla verið snert á þessum tilfinn- ingum, slíkum heimspekilegum spurn- ingum, en í rússneskum bókmenntum rekst maður hins vegar á magnaðan og kraftmikinn texta sem grípur mann; lesandinn stendur allt í einu frammi fyrir djúpum tilvistarlegum spurningum sem hann er ekki vanur.“ Ingibjörg nefnir að Soffía fjalli m.a. um stöðu kvenna. „Mega eldri karl- menn til dæmis giftast mjög ungum stúlkum? Ekki er auðvelt að fá skilnað og staða kvenna í hjónabandi var oft þannig að þær voru algjörlega háðar eiginmanninum fjárhagslega. Ungar stúlkur eru látnar ganga í hjónaband og Soffía gefur í skyn að konur eigi líka sinn þátt í svo sé; þær hafi lent í þessu og láti dætur sínar ganga í gegnum það líka. Bæði Lev og Soffía vilja meina að samfélagið setji fólk inn í þessi hlutverk; karl- menn máttu vera með reynslu en áttu að giftast ungum stúlkum sem höfðu enga reynslu af því að vera í sam- bandi við karlmenn. Tekið er á alls konar tvískinnungi í siðferðismálum, sem jafnvel er enn til staðar að hluta til. Margar spurningar í sögunum eru enn fullgildar og margt hefur enn ekkert breyst.“ Hjónin rithöfundateymi? Ingibjörg nefnir að ekki sé einungis merkilegt að Soffía svari eiginmanni sínum heldur skrifi hún einstaklega vel. „Sögurnar hennar hefðu ekkert bókmenntagildi ef þær væru bara svar, en hún skrifar ótrúlega vel og mér finnst sögur hennar minna á Tsjekov. Það vekur aðrar spurningar, sérstaklega þegar haft er í huga að hún skrifaði upp sögur eiginmanns síns, til dæmis Stríð og frið, mörgum sinnum og þegar ritvélar komu fram á sjónarsviðið um 1870 hreinritaði hún sögur hans. Þegar maður les skrif hennar veltir maður því fyrir sér hve stóran þátt hún átti sögum hans. Voru þau ekki bæði snillingar þessi hjón? Voru þau í raun ekki rithöf- undateymi?“ spyr Ingibjörg Elsa. Hún segir sögur Soffíu hafa sjálf- stætt bókmenntalegt gildi vegna gæðanna. „Þegar maður ber sög- urnar saman finnst mér hún ekki skrifa síður vel en Tolstoj.“ Ekki síðri höfundur en eiginmaðurinn Soffia Tolstaja, eiginkona rússneska rithöfundarins Lev Tolstoj skrifaði fyrir rúmri öld tvær nóvellur sem svar við frægri sögu eiginmannsins. Verk hennar komu fyrst fram fyrir nokkrum árum og eru nú komin út á íslensku. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Haust í Skírisskógi, þriðja skáldsaga Þorsteins frá Hamri, kom fyrst út árið 1980 og er fjörug og óvenjuleg ævintýrasaga ofin úr litríkum og fjöl- breyttum þráðum í sögu og samtíð. „Þarna var á ferð einhver áður óséð blanda af módernískri evr- ópskri sagnagerð og þjóðlegum íslenskum frásagn- arháttum,“ segir Hermann Stefánsson rithöfundur í inngangi sínum að þessari útgáfu. Gagnrýnendur tóku bókinni vel og fyrir hana hlaut Þorsteinn Menningarverðlaun Dagblaðsins 1981. „Sagan á sem fyrr erindi við lesendur og er nú gefin út að nýju í tilefni af áttræð- isafmæli skáldsins og sextíu ára höfundarafmæli. Þorsteinn frá Hamri er fæddur 1938 og var aðeins tvítugur að aldri þegar fyrsta ljóðabók hans, Í svörtum kufli, kom út. Allar götur síðan hefur hann verið meðal helstu og virtustu skálda landsins og ljóða- bækur hans eru orðnar á þriðja tug talsins, auk sagnaþátta og þriggja skáldsagna,“ segir í tilkynningu frá Forlaginu. Haustar í Skírisskógi á ný Íslenski draumurinn er margslungin saga sem ger- ist á ýmsum sviðum og ólíkum tímum en er öðru fremur saga um vináttu tveggja manna, ást og svik. „Er íslenski draumurinn frægð og frami og skjót- fenginn auður eða er hann vinna og strit? Er hann tálsýn, snýst hann um að skálda tilveru sína, vera annað en maður er, takast á við það sem maður ræð- ur ekki við? Að vera frjáls og óháður en í rauninni ófrjáls og einskis megandi?“ er spurt í tilkynningu frá útgefanda, Forlaginu. „Guðmundur Andri Thorsson kallar hér margar persónur til sögunnar og blandar saman alvöru, gríni, íhygli og óvæntum líkingum. Íslenski draumurinn, sem er önnur skáldsaga Guðmundar Andra, hlaut afar góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda þegar hún kom fyrst út og þótti sýna vel stílgáfu höfundarins og fimleg tök hans á við- fangsefninu. Bókin var meðal annars tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna og hlaut Menningarverðlaun DV 1991. Jón Yngvi Jó- hannsson ritar formála að þessari útgáfu.“ Íslenski draumurinn Kona finnst látin í íbúð sinni í Osló eftir að hafa átt stefnumót á bar. Líkið er blóðlaust og á hálsinum eru bitför. Fleiri dýrsleg morð fylgja í kjölfarið ... Lögreglan er ráðþrota og aðeins einn maður getur komið til hjálpar: Harry Hole, sem er sestur í helgan stein og kennir við Lögregluháskólann. Hann er treg- ur til en þegar draugar fortíðarinnar skjóta upp koll- inum og ástvinum hans er ógnað grípur hann til sinna ráða. Þorsti er ellefta sagan um lögreglumanninn Harry Hole. „Spennumeistarinn Jo Nesbø bregst ekki frekar en fyrri daginn,“ segir í tilkynningu frá Forlaginu. Halla Kjartansdóttir þýddi. Ellefta bókin um Harry Hole Var Jósef Stalín, leiðtoga Sovétríkj- anna, byrlað eitur til að koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina? Ljóst er hvaða dag leiðtoginn lést og ýmsar kenningar hafa komið fram um dauða hans. Ein er þessi með eitrið sem fyrst kom fram í bók sagnfræðingsins Edvard Radzinskij fyrir röskum tveimur áratugum. Rit Radzinskij er loks komið út á íslensku. „Bókin sem þýtt er eftir kom út árið 2003, lítillega endur- skoðuð útgáfa frá 1996, en sú bók var fyrsta ævisaga Stalíns sem kom út eftir rannsókn skjala í nýopn- uðum skjalasöfnum í Rússslandi,“ segir þýðandinn, Haukur Jóhanns- son, í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. „Á sínum tíma hefur komið þar fram ýmislegt nýstárlegt, en ekki lengur. Ég veit hinsvegar ekki til að Íslendingum hafi hingað til gef- ist kostur á að lesa eitthvað heild- stætt um þetta efni á sínu máli,“ segir Haukur. Höfundurinn, Edvard Radzinskij, er fæddur 1936 og man því vel eftir valdatíma Stalíns, segir Haukur, „auk þess sem hann hefur áreið- anlega frétt ýmislegt utan að sér. Svo hefur hann stundað sögurann- sóknir alla ævi.“ Fram kom, þegar bók Radzinskij var gefin fyrst út, að kvöldið áður en Stalín lést hefðu lífverðir hans verið sendir til hvílu – sem var eins- dæmi; ekki þó af leiðtoganum sjálf- um, sem var mjög var um sig og í raun gagntekinn af eigin öryggi, heldur aðalverði hans. Bókarhöf- undur fékk það staðfest hjá einum varðanna sem voru á vakt. Lagði Radinskij í framhaldi þess saman tvo og tvo og leiðir að því líkur að umræddur aðalvörður, Krústalev, hafi eitrað fyrir Stalín að skipan Bería, yfirmanns öryggislögregl- unnar KGB, yfirmanns varðanna. Þýðandinn, Haukur Jóhannsson, er ári yngri en höfundur bók- arinnar. Fæddur 1935, bygging- arverkfræðingur að mennt. Hann var við nám í Tékkóslóvakíu frá 1957 til 1961 og segist hafa lært dá- lítið í rússnesku fyrir aldarfjórð- ungi, m.a. í MÍR. Kveðst þó ekki rússneskumælandi en komist fram Er mögulegt að eitrað hafi verið fyrir félaga Stalín? STALÍN - ÆVI OG ALDURTILI Baðaðu þig í gæðunum Vandaðar vörur, gott verð og fjölbreytt úrval Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.