Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Hljómtæki Cambridge Audio Air 100 - Bluetooth hátalari Verð 59.900 kr. Bláskógabyggð hefur ákveðið að gefa út nýtt fram- kvæmdaleyfi til HS Orku til byggingar Brúarvirkjunar. Framkvæmdir gátu ekki hafist sl. haust, eins og orkufyr- irtækið hafði undirbúið, vegna þess að sveitarstjórn ákvað að laga ágalla á málsmeðferð við útgáfu fyrra fram- kvæmdaleyfis. Brúarvirkjun verður tæplega 10 MW vatnsaflsvirkjun í efri hluta Tungufljóts. Gert var umhverfismat fyrir virkj- unina og hefur verið unnið að undirbúningi í nokkur ár. Bláskógabyggð tilkynnti um útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir Brúarvirkjun í október sl. og undirbjó HS Orka framkvæmdina með útboðum og samningum við verktaka og birgja, meðal annars vélaframleiðanda. Ekki gat þó orðið af framkvæmdum vegna þess að Kayakklúbbur Reykjavíkur, Náttúruverndarsamtök Suðurlands og Landvernd kærðu málsmeðferð sveitarfélagsins við út- gáfu leyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auð- lindamála. Sveitarfélagið ákvað að bæta úr þeim ágöllum sem bent var á í kærunum og gefa út nýtt framkvæmda- leyfi. Var það ákveðið á fundi sveitarstjórnar 1. febrúar sl. en leyfið hefur ekki verið gefið út. Nú hefst nýr kæru- frestur þannig að ekki er hægt að hefja framkvæmdir. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segir að fyr- irtækið hafi þurft að leggja í kostnað við vinnslu málsins síðustu vikur en aðalkostnaður þess felist hins vegar í drætti á að virkjunin taki til starfa, sem sagt í töpuðum tekjum. Það tjón geti skipt hundruðum milljóna. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur auglýst starfsleyfi fyrir virkjunina. helgi@mbl.is Tafir á virkjun við Brú Tungufljót Inntaksmannvirki væntanlegrar Brúarvirkj- unar verða á þessum stað, fyrir landi jarðarinnar Brúar.  Bláskógabyggð hyggst gefa út nýtt framkvæmdaleyfi Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Neytendasamtökin gera kröfu um að atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið endurskoði starfshætti smálánafyrirtækja og tryggi að þau starfi lögum samkvæmt. Samtökin telja að þau úrræði sem stjórnvöld hafi til að koma í veg fyrir ólöglega lánastarfsemi dugi skammt. „Neytendasamtökin telja brýnt að gripið verði til aðgerða gegn smá- lánafyrirtækjum en þau hafa ítrek- að brotið lög á undanförnum árum,“ segir í fréttatilkynningu sem sam- tökin sendu frá sér í gær. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur hlutfall smálána af heildarkröfum þeirra sem sækja um ráðgjöf eða greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara vaxið umtalsvert á undan- förnum árum og er nú hærra en hlutfall fasteignalána. Öll skráð í Danmörku Fimm smálánafyrirtæki eru nú rekin á Íslandi; Kredia, Smálán, 1909, Múla og Hraðpeningar. Þau eru öll í eigu danska fyrirtækisins Ecommerce 2020, með sama heim- ilisfangið í Kaupmannahöfn og vef- síðurnar með endinguna dk. Útlit vefsíðanna er mismunandi en sami textinn á þeim öllum. Gefin eru upp mismunandi símanúmer hjá smá- lánafyrirtækjunum en sama þjón- ustuverið svarar þeim öllum og einnig fyrirspurnum á netspjalli vef- síðnanna. Þjónustuverið er á Ís- landi, með tveimur starfsmönnum, en annars er starfsemin í Dan- mörku. Samkvæmt upplýsingum um al- menn lánskjör Ecommerce 2020, sem á við öll smálánafyrirtækin, getur fyrirtækið veitt þeim einstak- lingi lán sem náð hefur 18 ára aldri, er með danska eða íslenska kenni- tölu og heimilisfang samkvæmt þjóðskrá og sem Ecommerce 2020 hefur metið hafa greiðslugetu. Ekki má vera á vanskilaskrá hjá RKI, Debitor Registret eða hjá sambæri- legum skráningaraðilum. Þá segir að forsenda lánveitingar sé að einstaklingurinn sé ekki með lán frá Ecommerce 2020 sem ekki hefur verið greitt af í meira en 90 daga. Það þýðir að sá sem skuldar t.d. Hraðpeningum ætti ekki að geta fengið lán hjá öðru smálánafyrir- tæki Ecommerce á meðan. Þegar blaðamaður spurði út í þetta í þjón- ustuverinu, hvort hægt væri að skulda einu fyrirtæki en fá um leið lán hjá öðru, sagði starfsmaðurinn að hann mætti ekki svara þessu og benti blaðamanni á tölvupóstfang Ecommerce til að fá svör. Ekki fengust svör þaðan. Smálánafyrirtækin lána frá 10.000 upp í 80.000 kr. í gegnum smáskilaboð í farsíma eða heimasíðu fyrirtækjanna og líða aðeins nokkr- ar mínútur frá því sótt er um lánið þar til það er komið inn á reikning. Lánstíminn er stuttur, yfirleitt um þrjátíu dagar. Ef tekið er 80.000 kr. lán hjá smálánafyrirtækinu 1909 þarf að greiða 107.300 kr. til baka eftir þrjátíu daga, eru það 1,14% vextir á dag eða 415% ársvextir. Hjá Smálánum er 30.000 kr. lán komið upp í 40.916 kr. að þrjátíu dögum liðnum, er það með 1,21% vöxtum á dag eða 443% ársvöxtun. Yfir 400% ársvextir af smálánum  Neytendasamtökin vilja að gripið verði til aðgerða gegn smálánafyrirtækjunum  Fimm smálánafyrir- tæki á Íslandi rekin frá Danmörku  443% ársvextir af 30 þ. kr láni til 30 daga  1,21% vextir á dag Morgunblaðið/Kristinn Peningar Auðvelt er að fá þá að láni hjá smálánafyrirtækjunum en oft erfiðara að endurgreiða. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Formannsskipti urðu í Félagi ís- lenskra bókaútgefenda í síðustu viku. Egill Örn Jóhannsson lét af for- mennsku eftir fimm ára starf en í hans stað var kjörinn Heiðar Ingi Svansson, sem verið hefur varafor- maður félagsins. Venju samkvæmt flutti formaður skýrslu síðasta árs á aðalfundi fé- lagsins. Vöktu orð hans um stöðu bókabúða nokkra eftirtekt, en Egill Örn gagnrýndi minnkandi úrval ís- lenskra bóka og aukið framboð af vörum fyrir ferðamenn. „Ég hef aldrei farið í grafgötur með það að mér hefur þótt sú þróun sem átt hef- ur sér stað í bókabúðum, sérstaklega miðsvæðis, óheppileg. Áhersla á ís- lenskar bækur hefur á undanförnum árum minnkað mikið en áhersla auk- ist, samhliða meiri ferða- mannastraumi til landsins, á allt aðra vöru en mað- ur var vanur að sjá í bókabúðum. Þar á ég við þenn- an hefðbundna túristavarning, svo sem boli, lunda og glingur ýmiskonar. Það segir sig sjálft að þegar áherslan minnkar á íslenskar bækur á okkar helstu sölustöðum er viðbúið að það hafi áhrif á sölu bóka,“ segir Egill í samtali við Morgun- blaðið. „Ég hef stundum borið þetta sam- an við kaupfélögin eins og við þekkt- um þau, þar sem bækur voru flesta mánuði ársins geymdar í litlum hill- um innst í verslununum en dregnar fram örfáum dögum fyrir jól og svo að mestu endursendar til útgefanda í kjölfar þeirra.“ Egill segir það sérstaklega gagn- rýni vert að úrval íslenskra bóka fari minnkandi í bókabúðum. „Þannig sjáum við dæmi um það strax í janúar eða fljótlega þar á eftir að ekki fást lengur bækur sem komu út örfáum vikum áður. Ef sumar nýj- ar bækur eru aðeins fáanlegar í örfá- ar vikur í stærstu bókabúðum segir það sig sjálft að grundvöllur útgáf- unnar takmarkast.“ Egill Örn segir að bókaútgáfa sé blómleg allan ársins hring og mik- ilvægt sé að hún sé í hávegum höfð í bókabúðum. „Ég trúi ekki öðru en bóksalar séu með útgefendum í liði þegar kemur að því að tryggja þessa miklu útgáfu sem verið hefur á undanförnum ár- um utan jólavertíðar.“ Segir allar bækur fáanlegar Ingimar Jónsson, forstjóri Penn- ans, vísar því alfarið á bug að nýjar bækur séu ekki fáanlegar í versl- unum Pennans-Eymundssonar. „Við tökum allar bækur inn þegar þær koma út og erum alltaf að hvetja útgefendur til að gefa meira út. Það gildir hins vegar sama með bækur og aðra vöru, hvort sem það eru ritföng eða gjafavara, að ef hún selst ekki þá er eðlilegt að hún fari út. Bækurnar geta verið á vefnum hjá okkur og við pöntum þær fyrir fólk. Við erum að því alla daga að redda bókum fyrir fólk um allt land.“ Ingimar bendir á að Íslendingum hafi fækkað í miðbæ Reykjavíkur undanfarið og því sé eðlilegt að vörur fyrir ferðamenn fái meira vægi. „Við höfum nú samt farið frekar varlega í þetta. Íslenska bókadeildin er enn á sama stað í Austurstrætinu og við höfum verið að selja segla og lyklakippur þar síðan 1997. Ég skil annars ekki þessa gagnrýni Egils. Nú er hann sjálfur að gefa út bækur fyrir ferðamenn, vill hann að við hættum að selja þær?“ Bókabúðir eins og gömlu kaupfélögin  Fráfarandi formaður Félags bókaútgefanda ósáttur við úrval í bókabúðum  Segir dæmi um að ný- legar bækur fáist ekki og túristavörur fái forgang  Forstjóri Pennans vísar þessari gagnrýni á bug Morgunblaðið/Eggert Bókaverslun Fyrrv. formaður Fé- lags bókaútgefenda vill meira úrval. Egill Örn Jóhannsson Mikil þróun hefur verið á greiðslu- þjónustumarkaðnum að undanförnu og hægt að sækja um skamm- tímalán víða á einfaldan hátt. Í lok nóvember kynnti Aur nýja þjónustu í Aur-appinu og nú geta notendur appsins sótt um allt að milljón króna lán í farsímanum. Sótt er um lán í Aur og það er borgað sam- stundis út til notenda sem standast sjálfvirkt lánshæfismat og lána- reglur Aur. Greitt er af lánum í gegn- um appið. Sævar Már Þórisson, verk- efnastjóri Aur, segir lánin ekkert eiga sameiginlegt með smálánum. Þau séu sambærileg skuldabréfa- lánum bankana og kortalánum. „Það er auðvelt að taka lán hjá Aur en við gerum lánshæfismat á öllum sem taka lán og notum m.a. upplýs- ingar frá Creditinfo til þess. Þeir sem eru á vanskilaskrá geta ekki fengið lán og við förum ekki neðar en ákveðið lánshæfismat hjá Credit- info.“ Lánstíminn er 3 til 24 mánuðir, lágmarksfjárhæð er 50.000 kr. og hámarkið ein milljón. Sævar segir að til að fá hámarksfjárhæð að láni þurfi lántakinn að vera orðinn a.m.k. 25 ára og í lánshæfisflokki A1 hjá Creditinfo. Fastir óverðtryggðir vextir af Aur lánunum eru 12,25% og lántöku- gjald 3,5%. „Áður en lánið er tekið birtast allar upplýsingar með mjög skýrum hætti, um kostnað, greiðslu- yfirlit og árlegar hlutfallstölur kostnaðar,“ segir Sævar. Hann segir þessa þjónustu vera það sem koma skuli og búast megi við frekari þró- un á greiðsluþjónustumarkaði með tilkomu nýrra reglugerðar Evrópu- sambandsins um greiðsluþjónustu. Hjá Netgíró og Aktiva er hægt að taka lán allt að einni milljón króna með rafrænum hætti sem greitt er inn á bankareikning umsækjenda samdægurs. Þá kynnti Arion banki ný rafræn lán í janúar, svokallað Núlán sem hægt er að sækja um á vef bankans og er það greitt út inn- an örfárra mínútna. Það er sagt henta vel þeim sem þurfa lán í stutt- an tíma. Orðið einfaldara að taka lán FJÖLBREYTTARI GREIÐSLUÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.