Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 41
Virtur Bonaventure S. B. Ndikung. Annar gestur í röð Umræðuþráða Listasafns Reykjavíkur í Hafn- arhúsi í ár er sýningarstjórinn Dr. Bonaventure Soh Bejeng Ndikung og heldur hann fyrirlestur í safninu í kvöld kl. 20. Ndikung er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og líftæknifræð- ingur, stofnandi og listrænn stjórn- andi listamiðstöðvarinnar SAVVY í Berlín og ritstjóri samnefnds tíma- rits sem fjallar um afríska samtíma- list. Hann var einn sýningastjóra Documenta 14 í Kassel í Þýskalandi í fyrra. Ndikung hefur kennt og haldið fyrirlestra víða um lönd og þá m.a. í Aalto-háskólanum í Hels- inki, Art Basel, Villa Arson í Nice, Muthesius Kunsthochschule í Kiel og á Gwangju-tvíæringnum. Umræðuþræðir er samstarfs- verkefni Listasafns Reykjavíkur, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og Listaháskóla Íslands og frá árinu 2012 hefur listamönn- um, fræðimönnum og sýninga- stjórum sem njóta viðurkenningar verið boðið hingað til lands á veg- um verkefnisins. Ndikung gestur Umræðuþráða MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Íslenskar ástarsögur verða í öndvegi í Hannesarholti í kvöld, í tali og tón- um. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, söng- og leikkona, og Karl Olgeir Ol- geirsson píanóleikari munu flytja vel valin íslensk ástarlög á milli þess sem Katrín Jakobsdóttir, bók- menntafræðingur og forsætisráð- herra, mun fræða gesti um sögu ís- lenskra ástarsagna og bjóða upp á leiklestur úr nokkrum sögum, m.a. tveimur eftir Jón Thoroddsen, Pilti og stúlku og Manni og konu, með leikaranum Ævari Þór Benedikts- syni. „Við Kata erum vinkonur úr menntaskóla og okkur hefur alltaf langað að gera eitthvað saman. Fyr- ir um tíu árum var hún með fyr- irlestur um íslenskar ástarsögur í Keflavík og þá leiklas ég og Jana María flutti tónlist. Og núna langar okkur að gera þetta aftur og Kata ætlar að prófa að leiklesa á móti Æv- ari vísindamanni og það liggur bein- ast við að við Kalli sjáum um tónlist- ina,“ segir Sigríður Eyrún þegar hún er spurð að því hvernig þetta þemakvöld hafi komið til. Einu erlendu laumað inn Ævar er þekktur sem barnabóka- höfundur og þáttagerðarmaður í sjónvarpi en færri tengja hann lík- lega við það starf sem hann er menntaður í, leiklist. „Hann er rosa flottur leikari og okkur vantaði ein- hvern til að lesa,“ segir Sigríður Ey- rún um Ævar. Sem fyrr segir munu Ævar og Katrín lesa upp úr tveimur bókum eftir Jón Thoroddsen og nýrri bókum en betra er að halda því leyndu hverjar þær eru, fyrir þá sem vilja láta koma sér á óvart. En hvaða lög ætla þau Karl að flytja? „Við erum aðallega búin að velja íslensk lög, eitt erlent fær að lauma sér inn á milli. Við ætlum að flytja svolítið eftir Magga Eiríks, t.d. „Draumaprinsinn“, eitt lag eftir Megas, „Tvær stjörnur“ og „Some- where“ úr West Side Story eftir Bernstein og Sondheim,“ nefnir Sig- ríður sem dæmi. „Þetta er eldgamalt í bland við nýlegra.“ – Þetta verður ákaflega róm- antískt kvöld, er það ekki? „Jú og það er tilvalið að splæsa í miða handa ástinni sinni og svo er líka geggjaður matur alltaf í Hann- esarholti og líka æðislegt kaffihús. Þetta er yndislegt hús að koma í,“ svarar Sigríður. Miðasala fer fram á Tix.is en vilji fólk snæða kvöldverð áður er mælt með borðapöntunum í síma 511-1904 eða meðpósti á hann- esarholt@hannesarholt.is. Ástar- sagna- og lagadagskráin hefst kl. 20. Ást í tali og tónum  Ástin verður við völd í Hannesarholti í kvöld  Forsætis- ráðherra tekur þátt í dagskránni sem bókmenntafræðingur Morgunblaðið/Eggert Músíkölsk Karl Olgeir Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir verða á rómantískum nótum í Hannesarholti. Katrín Jakobsdóttir Ævar Þór Benediktsson Lindy hop-vetrardanshátíðin Lindy on Ice verður haldin í fyrsta sinn á Flúðum frá og með deginum í dag til sunnudags og er búist við fjölda erlendra og innlendra dansara, að því er fram kemur í tilkynningu vegna hátíðarinnar. Hátíðin er sú fyrsta sinnar teg- undar hér á landi og verður boðið upp á sóló-djass og Lindy hop- kennslu fyrir byrjendur og lengra komna undir leiðsögn þriggja af fremstu sveifludönsurum heims, segir í tilkynningunni og að tvær af frambærilegustu sveifluhljómsveit- um landsins, Siggi Swing & His Bluesberries og HG Quintet með Hauk Gröndal í fararbroddi, muni leika fyrir dansi öll kvöld hátíð- arinnar. Með þeim verður ástralski saxófón- og klarínettleikarinn Adrian Cunningham sem er marg- verðlaunaður djasstónlistarmaður sem leiðir eina eftirsóttustu Lindy hop-hljómsveit heims. Auk danskennslu og dansleikja verður gestum boðið upp á útsýn- isferðir um helstu kennileiti Suður- lands, slökun í heitum náttúrulaug- um, gönguferðir um nágrennið og ef vel viðrar, verður hægt að dansa undir berum himni við sindrandi norðurljós, eins og segir í tilkynn- ingu. Félagsheimilið á Flúðum verður aðalvettvangur hátíðar- innar en lokadansleikur hennar fer fram í Iðnó í Reykjavík á sunnu- dagskvöld. Lindy hop hefur verið dansað um allnokkurt skeið á Íslandi og á ræt- ur að rekja til Harlem í New York á þriðja áratug síðustu aldar. Í sveiflu Lindy Hop dansinn varð til í Harlem í New York á þriðja áratug síðustu aldar og voru það þeldökkir íbúar hverfisins sem stigu hann við sveiflutónlist þess tíma. Lindy hop-danshátíð haldin á Flúðum Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is MÁLAÐ GLER Málað gler er falleg klæðning á veggi, innréttingar, skápa og margt fleira innandyra. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI ICQC 2018-20 Miðasala og nánari upplýsingar 5% NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 8, 10.15 Sýnd kl. 7.50 Sýnd kl. 10.30Sýnd kl. 5.30 Sýnd kl. 5.30 Sýnd kl. 9 - FORSÝNING Sýnd kl. 5.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.