Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 12
móttökunni á Hótel KEA og notað hverja stund til smíða í vaktafríum. Ég hef oft verið beðinn um að selja stytturnar, en svarið er alltaf nei. Smíðarnar veita mér svo mikla ánægju að ég hef einfaldlega ekki tímt að láta þær frá mér, enda lít ég svo á að þótt heitið geti að ég hafi lok- ið við gerð þeirra séu þær ekki endi- lega fullmótaðar. Alltaf megi skipta inn sextugur segist hann njóta þess að leika sér og búa til sögur um „fólk- ið“ sem hann skapar. „Ég grínast stundum með að ég sé ennþá í dúkku- leik. Munurinn er bara sá að ég smíða dúkkurnar mínar sjálfur og þær eru býsna fyrirferðarmiklar, enda í mannsstærð. Annað slagið gef ég þeim smá andlitslyftingu, tek þær inn og klæði í önnur föt, sem þýðir að ég mála á þær nýja kjóla eða aðrar flík- ur og hengi meira eða öðruvísi skraut á þær.“ Hugmyndaflugið á sér lítil tak- mörk. Skrautið á styttunum saman- stendur af ótrúlegustu hlutum, sem hann sankar að sér héð- an og þaðan. „Ég klippi, beygla, brýt eða flet út efni eins og göm- ul belti, jólaskraut úr blikki, litrík barna- leikföng, kaðla, krana og rafmagnsvíra svo fátt eitt sé talið, mála síðan eða úða með alls konar litum og nota til að punta stytturnar. Raf- magnsvírar geta verið skóreimar og bútur úr eldhúskrana silfurhólkur á skotthúfu, eins og til dæmis hennar Sigríðar,“ nefnir Hreinn sem dæmi. Garðpallur kveikti hugmyndina Hann velur efniviðinn með tilliti til þess að hann sé veðurþolinn. Einn- ig – og ekki síst í meginstoðirnar, „beinagrindurnar“, sem hann smíðar svo haganlega úr fúavörðu timbri eins og notað er í garðpalla og annað sem þarf að þola veðrun. Raunar voru garðpallar, sem Hreinn smíðaði fyrir átta árum, kveikjan að tréfólk- inu. „Eftir tuttugu ára búsetu í Reykjavík lét ég drauminn rætast og keypti mér gamalt hús á Akureyri. Fyrstu árin var ég ýmislegt að dytta að því og seinna smíðaði ég gróður- hús og palla í kringum það. Mig lang- aði að gera eitthvað úr afgangsefninu og þá fæddist þessi hugmynd og ég fékk um leið útrás fyrir sköp- unargleðina. Síðan ég kom hingað norður hef ég unnið í gesta- Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Frostið bítur ekki á þau néheldur snjókoma og hríð-arkóf. Sigríður situr semfastast á sínum hesti með Indriða sér við hlið og Guðrún frá Lundi og Sigurður sýslumaður sem og fleiri tréstyttur standa keikar í klakaböndum á sínum stað í bakgarð- inum hjá Hreini Halldórssyni, al- þýðulistamanni á Akureyri. Þórunn hyrna og maður hennar, Helgi magri, eru hins vegar meðal þeirra sem ætíð hafa vetursetu í kjallaranum. „Þau eru svo viðkvæm og með mikið skraut sem þolir illa veður og vinda,“ útskýrir Hreinn. Áður en lengra er haldið er vert að taka fram að þau Sigríður og Indriði eru sögu- persónur í Pilti og stúlku frá árinu 1850 eftir Jón Thoroddsen, Guðrún frá Lundi er höfundur Dalalífs og fleiri vinsælla sveitarómana, og skrautbúnu hjónin námu hér land í fyrndinni. Sigurður á sér fortíð en ekki fyrirmynd því hann var fyrsta tréstyttan sem Hreinn smíðaði. „Sigurður er orðinn átta ára og búinn að standa úti meira og minna frá fæðingu. Hann hefur tekið nokkr- um stakkaskiptum í áranna rás því upphaflega var hann garðyrkjumað- ur í grænum fötum eða þar til hann kynntist og hreifst af Guðrúnu frá Lundi. Þar sem hún leit ekki við hon- um brá hann sér niður í kjallara hjá mér og kom út aftur í svörtum sýslu- mannsfötum með kaskeiti,“ segir Hreinn brosandi. Hann kallar parið sýslumannshjónin, þótt Guðrún hafi hvorki verið sýslumannsfrú né við nokkurn Sigurð kennd svo vitað sé. Listamenn þurfa stundum að taka sér skáldaleyfi, líka þeir sem kalla sig alþýðulistamenn. Ennþá í dúkkuleik Hreinn virðist ekki taka sjálfan sig mjög hátíðlega. Þótt hann sé orð- um lit eða breyta þeim og betr- umbæta á einhvern hátt.“ Hreinn tekur sem dæmi að í fyrstu stytturnar hafi hann notað járnbolta fyrir augu, en þeir hafi átt það til að ryðga og því hafi hann brugðið sér í hlutverk augnlæknis og skipt þeim út fyrir plast. Hann getur ómögulega gert upp á milli hvort sé skemmtilegra að smíða, mála eða Ævintýraveröld í bakgarðinum Sumar tréstyttur Hreins Halldórssonar eru inn- blásnar af íslenskum bókmenntum. Aðrar af ævintýr- um bernskunnar og hefur frekar fjölgað í þeim hópi síðustu misserin. Rauðhetta og úlfurinn, Mjallhvít, Dimmalimm og fleiri ævintýrapersónur, sem hafa verið á stjái í bakgarðinum heima hjá honum á Akureyri á sumrin, færðu sig um set rétt eftir áramót- in og eru nú á Amtsbókasafninu um stundarsakir þar sem þær hvetja börn til að lesa meira. Sigurður er átta ára og bú- inn að standa úti meira og minna frá fæðingu. Sumar og vetur Dimmalimm, svan- urinn, kóngssonur og Gosi hall- arvörður undu sér vel í garðinum hjá Hreini í sumar. Sýslumanns- hjónin og Sigríður og Indriði láta ótíðina í vetur ekki á sig fá og meira að segja Helgi magri, landnáms- maður Eyjafjarðar, brá sér upp úr kjallaranum til að láta smella af sér mynd með Hreini sem grófvinnur stytturnar í gróðurhúsinu á veturna. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Margar stærðir, gerðir og litir. Pokar og ilmspjöld á lager. Þrifalegu ruslaföturnar Bo Touch Bin Verum til fyrirmyndar og flokkum ruslið með Bo ormsson.is · umboðsmenn um allt land lágmúla 8 · sími 530 2800 Gerið góð kaup!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.