Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, lést í fyrrakvöld, 83 ára að aldri. Hann var umdeildur og átti á köflum í storma- sömu sambandi við dönsku þjóðina. Hann var „uppreisnarmaðurinn í höllinni“ eins og segir í eftirmælum danska ríkisútvarpsins um prinsinn. En hver var hann, maðurinn sem giftist drottningu elsta konungs- veldis Evrópu? Hinrik var af greifa- ættum, fæddur í Gironde í Frakk- landi 11. júní 1934 og var skírður Henri Marie Jean André de Laborde de Monpezat. Faðir hans stjórnaði fjölskyldufyrirtæki í Hanoi í Víetnam og þar ólst Hinrik upp fyrstu ár æv- innar. Hann stundaði háskólanám í lögum, stjórnmálafræði og tungu- málum í háskólum í Frakklandi, Hong Kong og Víetnam, hann hóf að því loknu störf í franska sendiráðinu í London og þar lágu leiðir þeirra Margrétar saman í kvöldverðarboði árið 1965, en hún var þá við hag- fræðinám í borginni. Parísar-sjarminn Í ævisögu sinni Skæbnen for- pligter sagðist Hinriki svo frá að hann hefði á þessum tíma haft orð á sér fyrir að njóta talsverðrar kven- hylli. Þegar honum virtist borð- daman vera ónæm fyrir töfrum hans skrúfaði hann frá „Parísar- sjarmanum“ eins og hann sagði sjálf- ur. „Hún var fáguð, með leiftrandi kímnigáfu og sterkar skoðanir. Hún heillaði mig á augabragði,“ rifjaði prinsinn upp. Þau hittust síðan ekki aftur fyrr en ári síðar og þá bauð Frakkinn dönsku prinsessunni í kvöldverð þar sem boðið var upp á franskar krásir á borð við froskalæri og snigla. „Það kvöld áttaði ég mig á því að ég var yf- ir mig ástfangin af honum,“ sagði drottningin síðar meir. Foreldrar hennar, Friðrik 9. og Ingiríður drottning, lögðu blessun sína yfir hjónabandið, en faðir Hin- riks var ekki jafn ánægður með ráða- haginn. Hann sagði við son sinn að með því að giftast verðandi drottn- ingu væri hann að gefa eigin frama upp á bátinn. Hann yrði að hafa á hreinu, áður en gengið yrði í hnapp- helduna, hver staða hans innan kon- ungsfjölskyldunnar yrði. Vildi fá konungstitil Parið gekk í hjónaband árið 1967. Þeim fæddist eldri sonurinn Friðrik árið 1968 og Jóakim ári síðar. Friðrik 9. lést árið 1972, þá varð Margrét drottning og Hinrik fékk titilinn prins. Fljótlega benti ýmislegt til að þessi fyrsti drottningarmaður í sögu Danmerkur væri óánægður með stöðu sína. Hann gagnrýndi margoft að hann fengi ekki konungstitil og benti á að eiginkona konungs fengi drottningartitil. „Hvers vegna ætti það sama ekki að gilda um karla og konur? Þetta er jafnréttismál,“ sagði prinsinn. Hann ákvað síðar að taka sér titilinn „prinsgemal“ (prins, sem er maki) sem enginn annar hefur borið. Framan af fékk Hinrik ekki sjálfstæða fjárúthlutun frá danska ríkinu, heldur var hann á framfæri eiginkonu sinnar, þrátt fyrir að hann gegndi ýmsum störfum í þágu danska ríkisins. Þessu var ekki breytt fyrr en á 9. áratugnum, eftir að hann hafði ítrekað gert athuga- semdir við þetta fyrirkomulag. Olli fjaðrafoki Störf hans voru af ýmsum toga, hann sat m.a. í stjórnum fjölda félaga og samtaka, kom fram fyrir hönd Danmerkur við ýmis tækifæri og sinnti góðgerðarmálum. Þá voru málefni Grænlands honum einkar hugleikin. Hinrik prins var list- hneigður, hann fékkst m.a. við list- málun og höggmyndagerð, gaf út nokkrar matreiðslu-, mynda- og ljóðabækur og kom fram í mat- reiðsluþáttum. Hann fór á eftirlaun að eigin ósk í byrjun árs 2016 og hætti þá að mestu þátttöku í opinber- um störfum. Í fyrrahaust varð talsvert fjaðra- fok þegar hann lýsti yfir að hann vildi ekki láta grafa sig við hlið konu sinn- ar í dómkirkjunni í Hróarskeldu eins og venjan er með konungshjón Dan- merkur. Mánuði síðar sendi danska hirðin frá sér tilkynningu um að Hin- rik hefði verið greindur með elliglöp og voru fjölmiðlar beðnir að taka til- lit til þess. Síðan þá hefur heilsu hans farið hrakandi og í janúar greindist hann með æxli í lunga. Í fyrradag var hann fluttur frá ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn til Fredensborgar- hallar þar sem hann lést. Í dag verð- ur líki Hinriks ekið frá Fredensborg- arhöll til Amalíuborgar, aðseturs konungsfjölskyldunnar í Kaup- mannahöfn. Kista hans mun standa í kirkjunni við Kristjánsborgarhöll laugardag, sunnudag og mánudag þar sem almenningi gefst tækifæri til að kveðja hann hinstu kveðju. Að ósk prinsins verður hann ekki jarðsettur með konunglegri viðhöfn, heldur verður útför hans frá Krist- jánsborgarhallarkirkjunni þriðju- daginn 20. febrúar að viðstöddum fjölskyldumeðlimum og nánum vin- um. Lík hans verður brennt, helm- ingi öskunnar verður dreift yfir hafi við strendur Danmerkur, hinn helm- ingurinn verður jarðsettur í einka- grafreit við Fredensborgarhöll. Hlýr og skemmtilegur maður Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, hitti Hinrik margoft og tókust með þeim góð kynni og vinátta. „Ég kynntist Hin- riki prins býsna vel og minnist hans með mikilli virðingu og hlýju. Hann var viðræðugóður, afar skemmti- legur og víðlesinn. Hann var sérlega hlýr maður,“ segir Vigdís. Leiðir þeirra lágu fyrst saman þegar Vigdís fór í sína fyrstu opin- beru heimsókn sem forseti til Dan- merkur. Síðan áttu þau eftir að fara saman bæði til Bandaríkjanna og Japans á vegum kynningarátaksins Scandinavia Today þar sem listir og menning Norðurlandanna voru kynnt. „Þar kynntumst við mjög vel. Ég naut þeirra forréttinda að tala frönsku og við náðum prýðilega vel saman á því tungumáli, honum fannst alltaf best að tala það, þótt hann hafi líka talað ágæta dönsku.“ Vigdís hitti Hinrik prins síðast fyr- ir um fjórum árum. Það var á degi franskrar tungu í Danmörku, en af því tilefni var efnt til móttöku í Amalienborgarhöll. „Þarna var mik- ið um að vera en hann bauð mér í hliðarsal og vildi endilega að ég kæmi og skoðaði listaverkin sem þar voru. Hann vissi allt um þau og kunni sögu hvers einasta listmunar sem þarna var.“ Vigdís segir að eitt af því sem hafi einkennt Hinrik prins hafi verið gamansemi hans. „Hann var svo mikill húmoristi og það var gaman að koma auga á eitthvað spaugilegt með honum. Hann var afar franskur Fransmaður, en líka heimsmaður og hafði gríðarlega mikinn áhuga á list- um. Ef það væri til gott orð á ís- lensku fyrir að vera „sjarmerandi“, þá myndi ég nota það orð.“ Uppreisnarmaðurinn í höllinni  Hinrik Danaprins lést í fyrrakvöld  Var alla tíð gagnrýninn á stöðu sína  Heillaði drottningu með „Parísar-sjarma“, sniglum og froskalærum  Vigdís minnist Hinriks með virðingu og hlýju Ljósmynd7Kongehuset.dk Hinrik og Margrét Á gullbrúðkaupsdeginum hinn 10. júní síðastliðinn um borð í snekkjunni Dannebrog. 18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 FLOORING SYSTEMS SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510 O ttó A u g lýsin g astofa Stoppar 90% óhreininda Dyra og hreinsimottur Þau voru mörg ummælin sem Hinrik lét falla í gegnum tíðina, ýmist í gamni eða alvöru, og danskir fjölmiðlar gripu á lofti. „Börn eru eins og hundar eða hestar. Það þarf að temja þau svo hægt sé að umgangast þau,“ sagði prinsinn t.d. um barnauppeldi. Steininn þótti taka úr í frægu viðtali við danska götublaðið BT árið 2002 þar sem prinsinn kvartaði yfir því að hann kæmi á eftir syni sínum, krónprinsinum, hvað tign varðaði. Í kjölfarið fór hann til Frakklands þar sem hann sagðist ætla að „endur- meta stöðu sína og líf sitt“. Danskir fjölmiðlar hæddust að prinsinum, kölluðu Frakk- landsför hans „fýluferðina“ og voru talsverðar vangaveltur um að hjónin myndu skilja. Viðtalið fræga 2002 PRINSINN VIÐ FJÖLMIÐLA Morgunblaðið/RAX Lýðveldishátíðin 1994 Myndin er tekin við Bessastaði. Frá vinstri: Haraldur Noregskonungur, Sonja Noregsdrottning, Hinrik Danaprins, Margrét Þór- hildur Danadrottning, Vigdís Finnbogadóttir og Karl Gústaf Svíakonungur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.