Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Ég er ekki alveg með það á hreinu hvers vegna ég tók aldrei bíl- próf. Kannski var ástæðan sú að ekki var bíll á bernskuheimili mínu eða þá að ég hafði alltaf haft ímugust á vélum. Hins vegar hafði ég tvo góða fætur sem höfðu borið mig upp á hálendið löngu áður en það komst í tísku. Eftir að ég gifti mig urðu hvers kyns ferðalög og flutningar þægilegri en ég veigraði mér aldrei við að nota almenningsvagna og reiðhjólið mitt kom að góðu gagni. Eftir að maðurinn minn féll skyndilega frá árið 2003 breyttust að sjálfsögðu margar forsendur en svo fór lífið að ganga sinn vanagang og til þess naut ég aðstoðar Jóns Bjarna Þorsteinssonar, heimilislæknis míns. Um 2006 kom í ljós við læknisskoðun að slit var í báðum mjaðmaliðum og að ráði Jóns Bjarna sneri ég mér til Jóns Ingvars Ragnarssonar bækl- unarlæknis. sem taldi ekki tímabært að gera á mér aðgerð en þar sem ég vissi að ég átti í vændum tvær að- gerðir lagði ég fast að honum að hefja hina fyrri hið allra fyrsta. Jón Ingvar tók máli mínu vel og fyrri liðaskiptaaðgerðin fór fram snemma árs 2013. Ég naut góðrar að- hlynningar á Heilsustofnun Vest- urlands og var fljót að ná mér og hóf mín störf. Ég fylgdi ráðum Jóns Ingvars að fara með öllu gætilega næstu vik- urnar. Það er svo ekki fyrr en 4 árum síðar að ég hrekk skyndilega úr liðnum á eldhúsgólfinu heima hjá mér. Mér var ekið í skyndi upp á bráðamóttöku þar sem mér var kippt í liðinn – til frambúðar að menn töldu. Ég hafði samband við Jón Ingvar sem bauð mér að koma til skoðunar og myndatöku upp á Akra- nes þar sem hann fann enga skýringu á þessum skakkaföllum aðra en að ég hefði hreyft mig ógætilega. Sama atvik endurtók sig aftur og tvisvar enn og þá var ég í þeirri að- stöðu að gæta lítils barns en okkur tókst í sameiningu að gera foreldrum og bráðaliðum viðvart. Síðasta lið- hlaupið var svo fyrir framan Grens- áskirkju þar sem ég var að binda á mig skó í svörtu vetrarmyrkri. Ef ég hefði verið úti á víðavangi hefði vart verið að sökum að spyrja. Starfsfólk bæklunardeildar var farið að líta á mig sem hálfgerðan gistivin en bauð mér samt upp á nýja aðgerð 30. janúar 2017. Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina sagðist hafa fundið skýringuna á þessum tíðu liðhlaupum sem hefði verið örlítil rauf við ofanverðan liðinn ef ég man rétt. Ég gekk alsæl út í hækkandi sól, gat þó ekki stillt mig um að skýra Jóni Ingvari frá þessari niðurstöðu. Hann kvaðst hins vegar alls ekki sammála henni og bað mig endilega að fara gætilega áður en við kvödd- umst. Nýja kúlan sat greinilega blýföst en eftir að ég fékk hana hef ég verið mismunandi draghölt og á í vandræð- um með einfaldar hreyfingar, auk þess sem ég finn oft fyrir sársauka. Nýi læknirinn minn gat ekki veitt mér neina úrlausn og Eva Sigríður Kristmundsdóttir, heimilislæknirinn minn, sem hafði fylgst með öllu þessu ferli sagði mér að trúlega hefði svæð- ið umhverfis liðinn orðið fyrir svo miklu hnjaski að einungis stíf sjúkra- þjálfun gæti bætt úr. Nú hef ég notið fagmennsku frábærra sjúkraþjálfara og vissulega hefur orðið hér nokkur bragarbót en ég sit uppi með þykkt bólguflykki sem lætur hvergi undan. Nú er ég mjög illa ferðafær, ekki síst í þeirri hálkutíð sem gengur hef- ur yfir. Á þessari vegferð hafa greini- lega verið gerð mistök sem ég sit nú uppi með án þess að bót sé sýnileg. Liðir Eftir Guðrúnu Egilson Guðrún Egilson » Á þessari vegferð hafa greinilega verið gerð mistök, sem ég sit nú uppi með án þess að bót sé sýnileg. Höfundur er fyrrverandi Verslunarskólakennari. Silja Dögg Gunn- arsdóttir og átta aðrir þingmenn lögðu fram frumvarp þess efnis nú í lok janúar að um- skurður drengja (nema af heilsu- farsástæðum) yrði bannaður, enda er umskurður á kynfær- um stúlkna þegar bannaður með lögum. Þetta virðist sjálfsagt mál, enda: „Umskurður á drengjum er ekki hættulaus aðgerð, að sögn barna- skurðlæknis. Árlega deyja tvö hundruð ungbörn í Bandaríkj- unum eftir að hafa blætt út eftir slíka aðgerð.“ (RÚV 7.2. 2018). En í kjölfarið á frumvarpi þessu hafa trúarleiðtogar gyðinga og múslima, innlendir sem erlendir, mótmælt kröftuglega. Kannski við að búast. En þarna virðist vegið að forræðishyggju og hefðbundum hugarfjötrum fleiri trúarbragða en fyrrnefndra, og kristnir klerkar, hér- og erlendir hafa líka hneyksl- ast stórlega, til að mynda Marx nokkur kardínáli: „Reinhard Marx, kardínálinn í Münc- hen, einn af nánustu ráðgjöfum Frans páfa og formaður Samtaka biskupa í löndum Evrópusambandsins, fordæmir fyrirhugað umskurðar-frumvarp Silju Daggar Gunn- arsdóttur og átta annarra þingmanna og segir það hættu- lega atlögu að trú- frelsinu. Evrópskir rabbínar hafa þegar hvatt til þess að íslensk stjórnvöld verði beitt þrýstingi til að koma í veg fyrir að frumvarpið verði samþykkt.“ (RÚV 7.2. 2018) Þetta hljómar svolítið skringi- lega, en þó kunnuglega. Kardínál- inn segir þetta frumvarp hættu- lega atlögu að trúfrelsi. Trúfrelsi hvers? Þeir aðilar sem málið snýst um, sem sagt nýfæddir drengir sem eiga það á hættu að deyja eða örkumlast í þarflausri skurð- aðgerð, eru örugglega ekki komnir með neina skoðun á trúar- brögðum. Er það ekki eðlilegur þáttur í frelsisvakningu nútímans að fólk ráði sjálft eftir föngum yfir hug sínum og líkama, en þurfi ekki að lúta fornri sérvisku sem fer eftir því í hvaða landi eða trúarsvæði það slysast til að fæðast? Það er hugsanlegt að sumt fólk vilji láta umskera sig, skíra sig til kristni, eða hvað annað sem gert er af trúarlegum ástæðum, en þá á fólk sjálft að taka upplýsta ákvörðun um slíkt. Það væri í samræmi við almenn nútímaleg og framsækin viðhorf. Og rétt er að benda á að dómstóll í Köln hefur úrskurðað að það flokkist undir líkamsárás að umskera drengi, nema um sé að ræða læknisfræðilega nauðsyn. Ja hérna hér Eftir Ólaf Halldórsson »Er það ekki eðlilegur þáttur í frelsisvakn- ingu nútímans að fólk ráði sjálft eftir föngum hug sínum og líkama, en þurfi ekki að lúta fornri sérvisku. Ólafur Halldórsson Höfundur er BS í líffræði. olafurh@verslo.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is RENAULT CAPTUR INTENS nýskr. 07/2017, ekinn 2 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 3.190.000 kr. Raðnúmer 257380 NISSAN X-TRAIL ACENTA PLUS 2WD nýskr. 05/2017, ekinn 6 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Einkabíll! Verð 4.440.000 kr. Raðnúmer 257351 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is BMW520d XDRIVE nýskr. 09/2016, ekinn 12 Þ.km, diesel (191 hö), sjálfskiptur (8 gíra). Bíllinn er hlaðinn aukabúnaði og virkilega glæsilegur! BESTAVERÐIÐ 6.690.000 kr. Raðnúmer 256774 M.BENZ SPRINTER 316D L2H1 03/2012, ekinn aðeins 97 Þ.km, dísel, beinskiptur. Verð 2.590.000 kr. +vsk. Raðnúmer 257463 FORD TRANSIT 350 TREND L3 FWD nýr og ókeyrður dísel, 6 gíra. Verð 4.490.000 kr. + vsk. Raðnúmer 257474 - Eigum von á 4wd bílum. Eitt af því sem ég kann að meta frá fæð- ingarlandi mínu Hol- landi er umburðar- lyndi en Hollendingar líta ekki aðeins á það sem dyggð heldur jafnvel sem þjóðlega skyldu. Þeir bera mikla virðingu fyrir frelsi fólks tilað lifa lífinu eins og það sjálft kýs og standa vörð um rétt einstaklinga til að þroskast á ólík- um forsendum. Ég geri umburðarlyndi hátt und- ir höfði í skoðunum mínum og við- horfi til lífsins. En hvað felst í um- burðarlyndi? 1. Umburðarlyndi er að fella ekki dóma Umburðarlyndi er að breyta ekki fólki sem er ekki sama sinnis held- ur frekar að virða líf og skoðanir annarra. Leyfa fólki að vera eins og það er án þess að fella dóma þegar það sem það gerir eða segir er okkur ekki að skapi. Það hafa allir rétt á sínum skoðunum hvort sem um er að ræða stjórnmála- skoðanir, trúmál, lifnaðarhætti eða fatasmekk, svo nokkur dæmi séu tekin. Við þurfum að vera opin fyr- ir öðrum skoðunum og átta okkur á því að við erum öll mismunandi. Það er ekki hægt að steypa alla í sama mótið. Margir hafa aðrar skoðanir og fara aðra leið í lífinu en við og með því að setja okkur í dómarasætið lítum við niður á þá og gef- um þau skilaboð í leið- inni að okkar leið sé æðri. Mikilvægt er að læra að sleppa þeirri hugmynd að manns eigin leið sé ávallt besta leiðin og hætta að ætlast til þess að aðrir séu eins og við. 2. Umburðarlyndi er að leggja sig fram um að skilja fólk Frekar en að reyna að breyta öðrum eða krefjast þess að aðrir sjái hlutina í sama ljósi og við, er mikilvægt að setja sig í spor fólks. Um leið og við skiljum hvers vegna fólk hegðar sér eins og það gerir eykst skilningurinn og umburð- arlyndið. Þegar við öðlumst aukinn skilning á fólki fáum við nýja sýn og nýjar hugsanir. Til að skilja fólk betur þurfum við að sýna áhuga, vera forvitin, spyrja spurninga og taka fólk alvarlega. Sýna því kær- leika og virðingu og reyna að skilja tilfinningar þess, efasemdir og líð- an. Með því skapast traust og gagnkvæm virðing. 3. Umburðarlyndi er að allir fái að vera eins og þeir eru Umburðarlyndi er að leyfa fólki að vera eins og það er. Við höfum öll mismunandi hæfileika, kosti og lesti. Það sem okkur finnst gott er ekki endilega gott fyrir aðra. Hver og einn er með sín eigin viðmið. Hver erum við að ákveða hvað ein- hver ætti eða ætti ekki að gera? Þetta snýst um að geta rætt það sem maður er ósammála um án þess að halda því fram að skoðun þín sé betri en skoðun hins aðilans. Umburðarlyndi er ekki það sama og hlutleysi eða afskiptaleysi. Þeg- ar okkur mislíkar eitthvað eða ef við teljum eitthvað siðferðilega rangt þá eigum við auðvitað að láta í okkur heyra. Þetta á t.d. við þeg- ar um er að ræða mannréttinda- brot, ofbeldi og grimmd. Lífs- skoðun annarra má auðvitað ekki skaða né ganga á rétt annarra til orða og athafna. Að leyfa fólki að vera eins og það er Eftir Ingrid Kuhlman Ingrid Kuhlman »Umburðarlyndi er að fella ekki dóma, leggja sig fram um að skilja fólk og leyfa því að vera eins og það er. Höfundur er áhugamaður um upp- byggileg samskipti. ingrid@thekkingarmidlun.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.