Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 ✝ Sigurjón Þór-mundsson fæddist í Reykjavík 25. júlí 1953. Hann lést á LSH, blóð- lækningadeild 11G, 8. febrúar 2018. Foreldrar hans eru Þórmundur Hjálmtýsson, f. 13.4. 1935, d. 19.5. 2007, og Hólmfríð- ur Jóna Arndal Jónsdóttir, f. 3.12. 1931. Sigurjón var næstelstur átta systkina. Hin eru í aldursröð: Óskar Herbert, f. 23.5. 1950, Þórður Rúnar, f. 11.8. 1954, Jón Gunnar, f. 21.9. 1956, d. 17.12. 2002, Sóley Arndal, f. 24.12. 1958, Fanney, f. 12.5. 1961, Sig- urbjörn Jakob, f. 17.4. 1965, og Bjarni Gaukur, f. 29.12. 1968. Sigurjón kvæntist 24.11. 1973 eftirlifandi eiginkonu sinni, Ragnheiði Lilju Georgsdóttur, f. 29.1. 1956 á Syðri-Reykjum í Biskupstungum, nú Blá- skógabyggð. Foreldrar hennar eru Georg Franzson, áður Wyr- wich, f. 2.1. 1930, og Brynja Ólafía Ragnarsdóttir, f. 29.9. ingur, sambýlismaður Steinar Magnússon, f. 7.5. 1975, verk- taki. Dagbjört Hlín á fjögur börn, Kristófer Darra, f. 9.12. 1994, unnusta Erlín Ósk, f. 5.6. 1996, Bergstein Mána, f. 21.8. 1997, sambýliskona Ilmur Eir, f. 15.6. 1997, dóttir þeirra er Jas- mín Thea, f. 29.11. 2017, Guðríði Maríu, f. 6.10. 2001, og Vilhjálm Loga, f. 8.2. 2009. Steinar á dæt- urnar Katrínu Maríu og Silju Dögg. Sigurjón ólst upp í Kópavogi, var húsasmiður að mennt og lauk meistaraprófi í húsasmíði 1986. Á meðan á námi stóð á átt- unda áratugnum stundaði Sig- urjón oft sjóinn þegar lítið var að gera í byggingariðnaðinum. Sigurjón starfaði hjá ýmsum byggingarfyrirtækjum framan af, en vann sem sjálfstæður verktaki um árabil ásamt Valdi- mar Thorarensen, sem lést sl. vor. Frá 1989 til 2006 starfaði Sigurjón hjá Byggingafélagi Gylfa og Gunnars (BYGG) eða þar til hann stofnaði bygginga- fyrirtækið Þakás ehf. ásamt syni sínum, sem þeir ráku í átta ár uns heilsu Sigurjóns hrakaði. Sigurjón var virkur félagi í Frímúrarareglunni á Íslandi og gegndi þar trúnaðarstörfum. Útför Sigurjóns fer fram frá Digraneskirkju í dag, 15. febr- úar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. 1934, d. 4.9. 1999. Systkini Ragn- heiðar Lilju eru í aldursröð: Jón Þór, f. 31.10. 1951, Erla Breiðfjörð, f. 15.6. 1953, Hjördís María, f. 29.9. 1954, Eiríkur Már, f. 26.3. 1958, Heiðrún Björk, f. 29.10. 1960, Íris Brynja, f. 1.1. 1963. Börn Sigurjóns og Ragnheið- ar Lilju eru: 1) Ingibjörg Brynja, f. 14.3. 1973, versl- unarstjóri, sambýlismaður Hlynur Hjaltason, f. 31.3. 1968, verktaki. Þau eiga tvö börn, Sig- urjón Hjalta, f. 6.1. 1998, og Brynju Björt, f. 29.6. 2003, fyrir átti Hlynur Hafþór Loga, f. 27.7. 1987, dóttir hans er Elena Sara, f. 18.1. 2015. 2) Þórmundur Haukur, f. 15.12. 1975, bygg- ingafræðingur, maki Ragna Pálsdóttir, f. 5.9. 1978, lögfræð- ingur. Þau eiga þrjá drengi, Sig- urjón Þorra, f. 9.4. 2001, Róbert Pál, f. 24.8. 2008, og Ragnar Eg- il, f. 11.1. 2016. 3) Dagbjört Hlín, f. 2.12. 1976, viðskiptafræð- Siggi bróðir okkar lést á Landspítalanum að kvöldi 8. febrúar sl. á sextugasta og fimmta aldursári. Það sést best úr hverju menn eru gerðir þeg- ar á móti blæs og var Siggi æðrulaus allt til hinsta dags, en hann dó í faðmi eiginkonu og fjölskyldu eftir löng og ströng veikindi. Siggi var mikill fjölskyldu- maður, vinmargur og vinur vina sinna. Hann var forkur til vinnu og vel látinn af samstarfsmönn- um. Siggi var glettinn, gaman- samur og gat verið stríðinn og hinn mesti grallari. Í veikindum Sigga stóð sam- hent fjölskylda með Ransý eins og klett í hafinu, en í löngum veikindum reynir mjög á mak- ann. Siggi og Ransý voru samhent hjón og nutu samvista með vin- um og fjölskyldu. Á seinni árum hófu þau að leika golf saman sem veitti þeim mikla ánægju og þá má einnig geta þess að þau voru bæði frímúrarar. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Innilegar samúðarkveðjur sendum við Ransý, börnum, barnabörnum og barnabarna- barni og biðjum almáttugan Guð að veita þeim styrk í sorg- inni. Mamma og við systkinin þökkum Sigga samfylgdina. Hvíl í friði kæri sonur og bróð- ir. Mamma, Óskar, Þórður (Doddi), Sóley, Fanney, Sigurbjörn (Bjössi) og Bjarni Gaukur. Í dag kveðjum við Sigga frænda og er ég nokkuð viss um að pabbi hefur tekið á móti bróður sínum þarna „hinum megin“ og þeir séu núna saman ásamt afa. Ég yrði illa svikinn ef þeir eru ekki þegar búnir að skála saman. Á mínum uppvaxtarárum var mikill samgangur á milli pabba og mömmu, Sigga og Rannsýjar og okkar krakkanna. Það mynduðust því góðir strengir okkar á milli sem hafa haldist þrátt fyrir að samvera hafi minnkað með árunum og við krakkarnir allir löngu komnir með okkar fjölskyldur. Það var alltaf jafn yndislegt að hitta Sigga og Rannsý og minnist ég núna sérstaklega góðrar stundar sem við áttum þegar fjölskyldan kom saman haustið 2016 heima hjá mér og Bergþóru í tilefni þess að pabbi hefði orðið sextugur hefði hann lifað. Þarna var mikið hlegið, skál- að og einnig grátið smá. Þarna var Siggi frændi minn hrókur alls fagnaðar og var frábært fyrir okkur að eiga þessa stund saman með fólkinu okkar. Ég, mamma, Dóri, Heimir og fjölskyldur kveðjum Sigga frænda/mág með djúpu þakk- læti fyrir allt það sem hann gaf okkur og sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til Rann- sýjar, Ingu, Þórmundar, Döddu og fjölskyldna þeirra og einnig ömmu/tengdamömmu, systkin- anna og fjölskyldna þeirra. Fyrir hönd Jóhönnu, strák- anna hans Nonna og fjöl- skyldna, Hannes Sigurbjörn Jónsson. Nú er góður vinur til margra ára fallinn frá. Sigurjón var mjög góður félagi og traustur í alla staði, stundvís, öruggur og alltaf tilbúinn þegar til hans var leitað. Við áttum mjög góð ár sam- an í St. Andr. st. Helgafelli þar sem við unnum mjög náið sam- an og nutum þess mjög. Létt- leiki Sigurjóns var ávallt uppi þegar það átti við en þegar formlegheit og alvara skyldi ríkja var hann snöggur að skipta um gír. Við hjónin áttum margar góðar og skemmtilegar stundir með Sigurjóni og Ragnheiði og það skemmdi ekki fyrir að Sig- urjón og Gunna Sigga voru gömul skólasystkin úr Kópa- voginum. Því voru oft rifjaðar upp skemmtilegar minningar frá skólaárunum. Kærleikurinn og umhyggjan streymdi frá þeim Sigurjóni og Ragnheiði í hvert sinn sem við hittumst. Ef við Sigurjón vorum bara tveir einir kvaddi hann mig ávallt með þessum orðum „kysstu svo fallegu konuna þína frá mér“. Gleðin, grínið og hláturinn var ávallt til staðar þegar við Sigurjón hittumst og ekkert síður eftir að veikindi Sigurjóns fóru versnandi. Í einum af síðustu heimsókn- unum mínum til hans á spít- alann kom sjúkraþjálfari til að sinna Sigurjóni og heilsaði þá með þeim orðum að leiðinlegt væri að stöðva þessi hlátrasköll í okkur. Barátta Sigurjóns í þessum erfiðu veikindum er búin að vera löng og erfið. Það hefur verið öllum ljóst að stuðningur hans frábæru eiginkonu hefur verið gríðar- lega mikill og létt honum Þessa erfiðu göngu. Elsku Ragnheiður og fjöl- skylda, það er ósk okkar Gunnu Siggu að hinn hæsti höfuðsmið- ur himins og jarðar megi styrkja ykkur og leiða um alla framtíð. Steinn Guðmundur Ólafsson. Sigurjón Ingibjörn Þór- mundsson, maður Rannsýjar, faðir Ingibjargar, Þórmundar og Dagbjartar, afi og langafi, sonur Fríðu og Þórmundar og kær vinur er fallinn frá langt um aldur fram eftir langa og hetjulega baraáttu við veikindi. Fyrir fimmtíu árum nú í apr- íl kynnti æskuvinur minn, Óli Þóris, okkur Sigga, eins og hann var ávallt kallaður, er við þrír bjuggum í Fögrubrekkunni (Kóp.), og hef ég allt síðan þá verið þess láns aðnjótandi að eiga hann sem vin. Siggi var meðalmaður á hæð, jafnan grannur, skarpleitur með ljóst skollitað hár. Blá aug- un lýstu glaðværð og glettni. Skaplyndi einstaklega gott og návist hans mannbætandi. Við vinirnir vorum fjórir Óli, sem lést 1995, Siggi, og Reynir sem var hluti af hópnum áður en ég kom til sögunnar. Síðar urðu konur okkar Júlía, Rannsý, Lone og Hulda hluti af klíkunni. Eftirminnileg eru glaðvær matarboðin og kátínurík spila- kvöldin sem haldin hafa verið í gegnum tíðina. Siggi hafði gaman af fótbolta og minnist ég þess þegar við vinirnir spiluðum á flötinni austan við Álfhólinn rétt sunn- an Þverbrekkunnar skammt of- an Fögrubrekku 24, þar sem Siggi bjó í foreldrahúsum. Eins var teflt og gaman höfðum við af því að fara í bíó. Unglinsárin liðu hratt í þeim gáska sem þau einkenna og áð- ur en við vissum voru vinirnir komnir með bílpróf, sjóndeild- arhringurinn víkkaði, sveitaböll á Suðurlandinu, í Stapanum og Ungó í Keflavík. Síðla hausts 1971 hringdi Siggi í mig á sunnudegi og sagðist hafa kynnst stelpu niðri á Hallærisplani og hefði hann boðið henni í bíó þá um kvöldið, og hvort ég væri ekki til í að koma með. Þetta kvöld kynntist ég Ragnheiði Lilju Georgsdótt- ur, Rannsý, sem frá þeim tíma- punkti var auðna Sigga og hann hennar. Eftirminnileg var ein ferð okkar Sigga að Syðri- Reykjum í Biskupstungum, þar sem Rannsý ólst upp og Brynja og Georg, tengdaforeldrar Sigga, bjuggu. Siggi bað mig um að fara með sig, Rannsý var fyrir austan og erindið mjög brýnt. Þar sem hvorugur átti bíl tók ég Volkswagen systur minnar ófrjálsri hendi svo að af ferðinni mætti verða. Nokkur ár var það siður hjá okkur Sigga að fara á Þorláks- messukvöld í bæinn og kaupa jólagjafir handa okkar nánustu, hvort þessi hefð byrjaði ekki jólin eftir kynni þeirra Rann- sýjar. Þessar ferðir voru ein- staklega skemmtilegar og ósjaldan kíkt inn hjá Óla og Júlíu á Baldursgötunni. Siggi var lengi búinn að kljást við illvíg veikindi sem að lokum felldu hann. Allan þann tíma sýndi hann einstakt jafn- aðargeð án þess að tapa trúnni og glaðværðinni jafnvel þó að útlitið væri á tíðum tvísýnt og lífið ekki þrautalaust. Stoð hans og stytta í veikindunum var Rannsý sem vék ekki frá hon- um. Ást hennar og umhyggja hennar var einstök, þannig að eftir var tekið. Við Reynir fórum saman að kveðja Sigga í hinsta sinni mið- vikudagskvöldið 7. febrúar síð- astliðinn. Á leiðinni heim ræddum við hlutskipti vinar okkar, lífshlaup hans og gamla tíma samvistum við hann. Eitt sagði Reynir sem lýsir vini okkar vel að ást hans á fjölskyldu hans hafi verið skil- yrðislaus. Siggi var fyrst og síð- ast faðir, eiginmaður, afi og langafi. Elsku Rannsý, glaðværð Sigga, trygglyndi og fölskva- laus vinátta ásamt öllum ógleymanlegu samverustundun- um mun lifa í minningunni um ókomin ár, við Hulda sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristinn Baldursson. Okkar kæri vinur, hann Siggi, er látinn eftir erfið veik- indi. Það tekur okkur sárt að horfa á eftir góðum vin og vilj- um við þakka fyrir yndislegar samverustundir. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Elsku Rannsý, Ingibjörg Brynja, Þórmundur Haukur, Dagbjört Hlín, Fríða og aðrir aðstendendur, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Reynir, Lone, Júlía. Sigurjón Þórmundsson Kærar þakkir til allra sem sýndu mér og okkar fjöl- skyldu hlýhug við útför móður okkar hinn 9. febr- úar síðastliðinn. Eins og alþjóð veit fæddist mamma í stórþorpinu Hnífsdal 3. apríl 1940 þar sem hún ólst upp fram að tvítugu, en flutti þá til Reykjavíkur og hóf búskap með föður mínum, Carli A. Bergmann úrsmið. Ég fæddist á Ljósó (Ljósvallagötu 24)eins og við kölluðum það og bjó þar til 1968 en þá var flutt á Skrið- ustekk 6. Mamma reyndist mér alltaf vel þegar ég þurfti á henni að halda og öfugt. Hún þurfti trúlega á öllu sínu að halda til að ala okkur upp og ég trúlega ekki alltaf sá stilltasti. Sennilega hefði hún skipt oftar skapi ef ég hefði verið verri en sumir vilja vera láta, en ég man aldrei eftir að hún skipti skapi svo um mun- aði og reyndi að gera allt fyrir mig og okkur. Hún reyndi eftir fremsta megni að aðstoða pabba í búðinni eins og hún gat, en trú- lega var hennar helsta framlag að reyna að ala okkur upp eins vel og hún gat með aðstoð pabba, hvernig til tókst verða aðrir að dæma um. Fimm systk- ini, stórt heimili. Ungur var ég sendur í sveit, fyrst vestur í Hnífsdal til ömmu Helgu og síð- an austur í Gilsárteig. Á þeim stöðum kynntist ég góðu fólki sem trúlega mótaði mig eins og hún. Hennar líf var kannski ekki alltaf dans á rósum, hún slas- aðist ung á hendi og lenti nokkr- um sinnum á spítala bæði til að laga höndina og annað sem hendir hjá okkur mannfólkinu í gegnum lífið. Hún elskaði að vera í sól og naut þess í botn og nýtti það eins vel og oft og hún gat en eins og fram hefur komið lést hún á Gran Canaria hinn 23. janúar. Það sem hún gaf mér og það sem hún gaf mér ekki er trúlega kallað uppeldi. Hvíl í friði, elsku mamma mín, ég vona að það sé sól á þeim stað þar sem sem þú ert núna. Þinn sonur, Skúli. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (B.V.S.) Þessi orð urðu að köldum veruleika þegar Gunna frænka kvaddi okkur skyndilega. Hún Gunna Skúla, föðursystir mín, og Hnífsdælingur – rétt eins höfundur vísubrota. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr, enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund, því fegurðin í henni býr. (B.V.S.) Gunna frænka hefur verið partur af mínu lífi alla tíð, alveg frá því að hún var viðstödd, í stað pabba, þegar ég fæddist á Landspítalanum, en hann var hjá systkinunum á Ísafirði. Og í draumheimi tímans yrði Gunna frænka alltaf hluti af fegurstu stundum lífs míns. Tengingin við hana virtist líka ekki bara óháð tíma, heldur líka óháð stað. Því þó að Gunna frænka byggi í Reykjavík og við á Ísafirði, og ég seinna erlendis, þá var hún Guðrún Kristín Skúladóttir ✝ Guðrún KristínSkúladóttir fæddist 3. apríl 1940. Hún lést 23. janúar 2018. Guðrún Kristín var jarðsungin 9. febrúar 2018. alltaf með okkur, hluti af tilverunni, og setningarendir- inn „… eins og pabbi þinn og Gunna frænka“ var hluti af daglegu amstri. Gunna frænka var eins og glæsi- legustu leikkonur Hollywood þegar þær birtast á rauða dreglinum. Alltaf svo stórglæsi- leg, með varalit og skart, og hvíta púðluhundinn Lubba ekki langt undan (á meðan hann lifði). „Lovjú“ var líka partur af fram- andi töfraheiminum sem fylgdi Gunnu frænku, og var hún dug- leg að ylja manni með þeim hlýju orðum, og minna mann á hvað maður væri mikið uppá- halds. Toppurinn við það að eiga af- mæli var að fá hringinguna frá Gunnu frænku, sem stóð alltaf sína plikt alveg óháð því hvar í heiminum ég var stödd þá stundina, hvort sem það var á Íslandi, í Danmörku, í Finnlandi eða nú síðast í Noregi. Og spurð- ist hróður hennar að sjálfsögðu út alls staðar þar sem ég bjó. Því afmælishringingin frá Gunnu frænku var alveg einstök. Gunna frænka sá alltaf til þess að ég fengi sunginn íslenskan afmæl- issöng og hljómaði „Hún á af- mæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún …“ um leið og ég tók upp tólið. Ég er full þakklætis fyrir þá ómældu væntumþykju sem Gunna frænka lét óspart skína yfir mig og ég kveð yndislega frænku mína með miklum sökn- uði. Ég sendi frændfólkinu mínu öllu, og þá sérstaklega Skúla, Guðmundi, Helgu, Bryndísi, Lilju, barnabörnum og barna- barnabörnum innilegar samúð- arkveðjur. Hafdís Sunna Hermannsdóttir. Mig langar til að skrifa nokk- ur minningarorð um Gunnu fyrir hönd herbergisfélaganna á her- bergi nr. 7 í húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði veturinn 1959- 1960. Þær Erla og Steinunn eru er- lendis og gátu ekki verið við- staddar útför hennar. Við Gunna þekktumst, vorum báðar Hnífs- dælingar og höfðum gengið í barnaskólann þar og verið í hon- um þegar hann fauk árið 1953. Sem betur fer dó enginn en nokkrir slösuðust, þar á meðal Gunna, sem skarst illa. Í hús- mæðraskólanum vorum við sett- ar á herbergi með tveimur stúlk- um frá Seltjarnarnesi og Kópavogi. Hópurinn sem var þennan vetur hefur haldið ótrú- lega vel saman. Stelpurnar úr Reykjavík settu í gang sauma- klúbb fljótlega eftir skólann og er hann ennþá í gangi. Við sem búum á Akranesi, Reykjanesbæ, Garðabæ og Mosfellsbæ fengum að fljóta með og klúbburinn ver- ið í heimahúsum allar götur síð- an, þótt handavinnan sé farin að dala. Það er ekkert mjög langt síðan ég kom í klúbb til Gunnu á hinu glæsilega heimili hennar. Þar prýddu fagrir munir og hin flotta handavinna hennar heim- ilið. Og ekki voru veitingarnar síðri. Við skólasysturnar höfum líka hist á stórum skólaafmælum og þá farið eitthvað út á land og einu sinni til útlanda. Gunna var mjög fríð kona og glæsileg í klæðaburði. Við skóla- systurnar sendum ástvinum hennar innilegar samúðarkveðj- ur vegna hins skyndilega fráfalls hennar og þökkum samfylgdina. Minning hennar lifir. Jóna Kristrún Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.