Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 fórum við á laugardögum ég og sum frændsystkini mín með þeim í kirkju. Já, hún var trúuð hún Stína amma og allt gott um það að segja enda tel ég að mín barnatrú sé að miklu leyti komin frá henni. Á síðustu árum fékk ég svo aftur tækifæri til að heim- sækja hana oftar, þar sem við urðum aftur nágrannar í Húsa- hverfinu í Grafarvogi. Strákarnir sem voru á leikskóla við hliðina á heimili hennar spurðu reglulega um að fá að fara beint eftir leik- skóla til langömmu Stínu. Hún hafði svo góða og hlýja nærveru. Amma var undir það síðasta komin með heilabilun en hún vissi nánast alltaf hver ég var þegar ég heimsótti hana. Ég fór reglulega með syni mína og konu í heimsókn til hennar og þá var eins og áður boðið upp á gott en í þessu tilfelli var það súkkulaði. Það er sérstakt að kveðja þessa fallegu og dásamlegu konu sem hefur gefið mér svo margt. Minn- ing hennar mun lifa áfram með mér og fjölskyldu minni. Nú ertu komin til afa Egils og Dollýjar frænku í eilífðarlandið þar sem Jesú tekur á móti þér í skýjun- um. En þú sagðir alltaf við okkur orð Jóhannesar postula úr Op- inberunarbókinni: „Sjá, hann kemur í skýjunum og hvert auga mun sjá hann.“ Við söknum þín, hvíldu í friði, elsku amma. Nær tímaglasið tæmt er mitt, mér til sín býður Jesús heim í dýrðarríki sólbjart sitt, í sælan engla himingeim Ég mun hans auglit sólbjart sjá, og sæll minn guð ég lofa þá. (Úr sálmabók aðventista, F. J. Crosby – þýð. ókunnur) Eyþór Grétar og fjölskylda. Ég vil minnast í örfáum orðum hennar Stínu frænku minnar. Hún var mér alla tíð einstak- lega góð. Áður en ég eignaðist son minn Stefán dvaldi ég oft næturlangt á heimili þeirra Stínu og eiginmanns hennar, fyrst á Háaleitisbraut og síðar í Berj- arima 9. Gjafmild var hún með eindæmum og höfðingi heim að sækja. Okkur Stínu kom alltaf svo vel saman, oftast vorum við nokkuð sammála, eina skiptið sem ég man að við vorum ekki alveg sammála var þegar hún sagði mér að hún ætlaði að flytja í Grafarvoginn. Ég sagði við frænku mína að það litist mér engan veginn á, það væri svo langt að fara þangað. Helst hefði ég viljað að hún væri bara áfram á Háaleitisbrautinni, nú þyrfti ég að læra að fara nýja og langa leið að nýja heimilinu hennar. Stína frænka sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því, ég yrði fljót að læra þessa nýju leið, eins og vanalega hafði hún rétt fyrir sér. Ýmislegt brölluðum við sam- an, ásamt Ellý og Habbý, dætr- um Stínu, sem einnig bjuggu í Grafarvoginum. Já, það voru margar góðar samverustundir sem við áttum saman, frá því bara að ganga um hverfið, ásamt svo mörgu öðru skemmtilegu sem við gerðum saman. Ég á bara góðar minningar um Stínu og hennar fólk. En síðar breyttist margt. Stína frænka var orðin mikill sjúklingur eftir að hún greindist með Alzheimer-sjúkdóminn. En einu tapaði hún ekki, það var góða skapið, gerði góðlátlegt grín að sjálfri sér, sem hjálpaði henni mikið í veikindum hennar. Stína frænka átti sterka trú á vin sinn Jesú Krist, sem var per- sónulegur frelsari hennar. Nú er hún sofnuð hún frænka mín, þessi blíða og kærleiksríka kona, sem leiddi börnin sín og aðra sem kynntust kærleika hennar og gleði. Ég vil að lokum votta fjöl- skyldu hennar mína dýpstu sam- úð en bið um leið að minning um góða konu lifi í hjörtum okkar. Með samúð, Sóley Ólafsdóttir og Stefán Róbertsson. ✝ Einar GarðarÞórhallsson fæddist í Reykjavík 10. júlí 1946. Hann lést á líknardeild Landspítalans 30. janúar 2018. Foreldrar hans voru Bergþóra Ein- arsdóttir, f. 27. apr- íl 1908 í Garðhús- um í Grindavík, d. 1. október 1989, og Þórhallur Þorgilsson, magister í rómönskum tungumálum og bókavörður, f. 3. apríl 1903 í Knarrarhöfn í Hvammssveit, Dalasýslu, d. 23. júlí 1958. Dóttir Einars Garðars er Loftveig Kristín, f. 1. maí 1975. Barnsmóðir er Jóna Ingvars Jónsdóttir, f. 28. júli 1957. Börn Loftveigar Kristínar eru: 1) Hallgrímur Jón, f. 26. ágúst 1998. 2) Stein- grímur Karl, f. 9. ágúst 2000. 3) Kristinn Þór, f. 3. janúar 2008. Systkini Einars Garðars eru: 1) Ólafur Gaukur, f. 11. ágúst 1930, d. 12. júní 2011. 2) Dóra Gígja, f. 27. júlí 1933, d. 2. jan- úar 2016. 3) Ólafía Guðlaug, f. 22. desember 1936. Einar Garðar lauk stúdents- prófi frá MR, hóf nám í lækn- isfræði í HÍ en ákvað síðan að læra gullsmíði hjá vini sínum, Sigurði G. Steinþórssyni í Gulli og silfri, sem hann síðan vann við alla sína starfsævi. Útför hans fer fram frá Nes- kirkju í dag, 15. febrúar 2018, klukkan 13. Móðurbróðir minn, Einar Garðar, er látinn. Hann fæddist á Ásvallagötunni en fluttist ungur að Eyri á Seltjarnarnesi (Tjarn- arstíg 11) sem var bernskuheim- ilið hans. Þar eignaðist hann sína bestu vini. Margt var um mann- inn á Eyri þar sem hann ólst upp með foreldrunum sínum, systkin- um og bræðrabörnum. Margar skemmtilegar sögur hef ég heyrt frá þeim árum. Einar var yngstur af fjórum systkinum. Mamma, sem var næst honum í aldri eða níu ára, fannst hún nú aldeilis heppin að hafa eignast lifandi dúkku. Hún var stolt af honum og hugsaði vel um hann eins og henni var framast unnt. Þegar Einar var 12 ára var hann í sveit á Breiðabólstað á Fellsströnd hjá Steinunni föður- systur sinni og manninum henn- ar, Þórði, þegar pabbi hans féll frá aðeins 55 ára að aldri. Mamma var send með leigubíl til að ná í hann og koma með heim því ekki þótti rétt að segja honum fréttirnar í gegnum síma. Einar tók láti pabba síns afar illa og ég er ekki frá því að það hafi haft djúp áhrif á líf hans alla tíð. Eftir andlát afa fluttu Einar og amma á Hagamelinn þar sem ég man fyrst eftir honum. Þar átti ég margar góðar stundir og heimsótti hann og ömmu oft. Einar var hæfileikaríkur, list- fengur og vel lesinn. Hafði gaman af bókmenntum, ljóðum og tón- list. Einnig hafði hann gaman af því að tefla og kenndi hann okkur systkinabörnunum manngang- inn. Hafði hann ómælda þolin- mæði að tefla við okkur og kunni ég mannganginn aðeins fjögurra ára (fyrir utan riddarann). Einar var ekkert að leyfa manni að vinna, ég þurfti að hafa fyrir þessu. Eitt af því sem stendur upp úr í minningum um Einar eru upp- tökurnar sem hann átti. Hann var duglegur að taka okkur frændsystkini sín upp á segul- bandsspólur og man ég þegar ég, sjö ára gömul, var að spila á gít- arinn hans og búa til sögu sem hann tók upp. Hann tók líka upp úr sjónvarpinu og sumt af því efni sem hann tók upp er aðeins til á segulbandsspólum hjá honum. Ekki fyrir löngu sagði hann mér að hann ætti allar upptökurnar sínar ennþá. Einar teiknaði og málaði myndir í frístundum undir lista- mannsnafninu Haki. Hann var einnig flinkur ljósmyndari og man ég þegar hann var að fram- kalla myndir inni í herberginu hjá sér. Það var gaman að standa hjá honum og fylgjast með þegar myndirnar birtust og voru síðan hengdar upp. Fjölskyldualbúmin geyma margar minningar sem hann myndaði og framkallaði. Eftir stúdentspróf fór Einar í læknanám í Háskóla Íslands en lauk því ekki. Hann fór á samning í gullsmíði hjá æskuvini sínum Sigurði (Sigga gull) í Gulli og silfri. Þeir kynntust ungir að ár- um á Seltjarnarnesinu aðeins tveggja og þriggja ára gamlir. Einar lauk gullsmíðameistar- anum hjá vini sínum og vann síð- an hjá honum. Eftir lát ömmu flutti Einar í Hafnarfjörðinn. Sá ég hann ekki oft eftir það en alltaf hélt hann tryggð við fjölskylduna og gaman að hitta hann. Elsku frændi, takk fyrir sam- veruna. Halla Bergþóra. Þá er Einar Haki, eins og við vinirnir nefndum Einar Garðar, farinn. Aldrei framar hringir síminn í Fellsmúla: „Sæll, þetta er Einar.“ Þessi símtöl voru oftast áhuga- verð og skemmtileg, en hefði Einar fengið sér of mikið í glas, þá gátu þau orðið erfið, því hann áttaði sig ekki alltaf á mun dags og nætur. Einar var fluggreindur, ritfær og drátthagur. Honum kynntist ég fyrir óralöngu er hann kom með Sigurði Steinþórssyni á Fylkingarloftið í Tjarnargötu eða ég kom í „menningarstofnun“ þeirra félaga í Háaleiti, þar sem mátti hitta helsta byltingarmann Kópavogs, Guðmund Hallvarðs- son gítarleikara. Ekki man ég til þess að Einar hafi gripið í gítar, en tónlistarhæfileika hafði hann eins og bróðirinn, Ólafur Gaukur. Í endalausum símtölum okkar á síðari árum hvatti Einar mig jafnan til að spýta í lófa og klára djasssöguna íslensku og bauðst til að hjálpa með rannsóknar- vinnu. Þá hafði Bakkus konungur leikið hann of grátt til að eitthvað yrði af slíku. Svo var ekki alltaf. Þegar við félagar hans: ég, Ólafur Ormsson og Þorsteinn Marelsson, gáfum út Lystræningjann, aðstoðuðu fáir okkur betur en Einar. Hann þýddi mikið fyrir tímarit og samdi undir nafninu Adólf Ólafs- son. Ein af betri smásögum sem frumbirt var í Lystræningjanum hét: „Þá var ég ungur“ og má lesa á tímarit.is Það var eitthvað í þessari sögu er heillaði mig mjög og kannski skildi Einar eftir í skúffum við- líka gimsteina. Einar og æskufélagi hans og gullsmíðameistari, Sigurður Steinþórsson og fjölskyldan í Gulli og silfri reyndust Einari af- ar vel á brokkgengri lífsbraut og margt af smíðisgripum Einars er völundarsmíð. Er ég kvæntist Margéti Aðalsteinsdóttur, fyrri konu minni, kom ekkert annað til greina en að Einar smíðaði hring- ana. Anna Bryndís Kristinsdótt- ir, seinni kona mín, taldi heldur ekki annað í spilunum, en að Ein- ar og Sigurður stæðu að hring- agerð. Synir mínir hændust ung- ir að Einari og þegar leitað var til hans með brotna hringa var skjótt brugðist við. Á Þorlákshafnarárunum gerð- ist það ósjaldan, er börum var lokað, að Einar Haki, Ólafur Ormsson og aðrir mætir félagar renndu við á tveimur, þremur leigubílum. Þá var kátt í höllinni á B-götu 7. Djassinn ómaði og há- spekilegar umræður fóru fram. Hundurinn á heimilinu, Nóra Na- tasja Andrópóva var í sjöunda himni, en sonurinn Henrik, svaf. Ef Nóra var úti kom Einar ekki inn fyrr en að hafa leikið við hana góða stund. Þegar Nóra varð hvolpafull og gaut barst skeyti á símstöðina í Þorlákshöfn: „Nóra Linnet, Þor- lákshöfn. Til hamingju með fæð- inguna. Einar frændi.“ Hver er þessi Nóra Linnet? spurði maður mann en enginn varð nokkru nær. Einar var fjölskylduvinur okk- ar og ófá voru gamlárskvöldin sem hann eyddi hjá okkur, fjöl- skyldunni til gleði. Nokkuð er síðan hann gat farið í slíkar veisl- ur og sífellt verða færri vinirnir ferðafærir er árin líða. Þó að Einar hafi oft reynst sín- um nánustu erfiður, þegar Bakk- us konungur tók völdin, verður hans sárt saknað og eiginlega ótrúlegt að síminn hringi ekki aftur: „Sæll, þetta er Einar.“ Vernharður Linnet. Nú hefur Einar kvatt okkur líka. Hann lærði gullsmíði hjá Sigurði Steinþórssyni í Gulli og silfri og starfaði að mestu hjá honum fyrir utan að vera hjá Jó- hannesi Leifssyni 1975-1977. Hann var því Laugavegsgull- smiður alla tíð. Einar var góður gullsmiður, tók þátt í 60 ára afmælissýningu félagsins á Hótel Sögu. Hann fékk viðurkenningar frá Goldsch- miede Zeitung 1976 og 1978, sem er þýskt fagblað gullsmiða. Einar var hlédrægur og hafði sig lítið í frammi á vegum gull- smiðafélagsins. Hann var líka góður tölvu- vinnslumaður. Þegar fundar- gerðir Félags íslenskra gullsmiða höfðu verið færðar inn á tölvu bauðst hann til að taka við og koma þeim í bókarform. Það gerði hann með glæsibrag svo nú eru þær aðgengilegar fyrir alla félagsmenn. Þá bauðst hann til að taka myndasafn félagsins og skanna það í tölvu. Síðan tók Ás- geir Reynisson í Ernu við og kom því inn á heimasíðu félagsins. Þar eru myndirnar nú aðgengilegar fyrir félagsmenn. Það er ótrúlegt og skemmti- legt að geta séð fyrstu fé- lagsmenn (félagið var stofnað 1924 og er eitt af elstu iðnfélög- um landsins) fara í ferðalög, þeg- ar allt var farið á hestum. Menn víluðu ekkert fyrir sér. Þetta eigum við Einari að þakka. Það var fallegt og hlýlegt að sjá að samstarfsfólk hans í Gulli og silfri setja fallegt kerti á vinnuborðið hans þegar andláts- fregnin kom, til að minnast hans. Við í Félagi íslenskra gull- smiða vottum aðstandendum innilega samúð. Kveðja frá FÍG, Dóra G. Jónsdóttir. Einar Garðar Þórhallsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN HJARTARDÓTTIR, Köldukinn, Dalasýslu, Hraunbæ 90, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 30. janúar, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstudaginn 16. febrúar klukkan 13:00. Árni Sigurðsson Selma Magnúsdóttir Hjörtur E. Sigurðsson Ingunn Sigurðardóttir Jón Axel Brynleifsson Jón Óli Sigurðsson Kristín Árnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR ÁGÚSTSSON Þórkötlustaðavegi 11, Grindavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 8. febrúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju mánudaginn 19. febrúar klukkan 14. Margrét Sigurðardóttir Guðbjörg Óskarsdóttir Hinrik Þór Harðarson Sigurrós Óskarsdóttir Hákon Sverrisson Hildur Eva, Brynjar Ingi, Andri Þór, Steinar, Sverrir, Óskar og Hekla Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HJÖRDÍS UNNUR GUÐLAUGSDÓTTIR BECK, lést á heimili sínu 8. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 20. febrúar klukkan 13. Guðlaugur Erlingsson Jarþrúður Ólafsdóttir Helga Erlingsdóttir Kristmundur Hákonarson Kristín Sverrisdóttir Sverrir J. Sverrisson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæra MARELS JÓHANNS JÓNSSONAR, Súlunesi 6, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ísafoldar og deildar 6A Landspítala. Ragna Guðmundsdóttir Jóhann Kristinn Marelsson Eydís Helgadóttir Rannveig Inga Marelsdóttir Baldvin Ómar Magnússon Íris Marelsdóttir Árni Ingólfsson Bergsveinn Marelsson Rósa Björg Óladóttir Sigrún Marelsdóttir Tryggvi Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞORLÁKS ÁSGEIRSSONAR húsasmíðameistara. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Hamra, Mosfellsbæ. Ása Guðbjörnsdóttir Kristín Dagný Þorláksdóttir Ásgeir Þorláksson Eva Hildur Kristjánsdóttir Vilhjálmur Þorláksson Sigrún Guðmundsdóttir Þorgeir Pétursson barnabörn og barnabarnabörn Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.