Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 ✝ Emil Þórð-arson skip- stjóri fæddist 15. nóvember 1926 að Staðarhóli í Höfn- um á Reykjanesi. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjanesbæ 26. janúar 2018. Foreldrar Emils voru Þórður Guð- mundsson, f. 30. mars 1900, d. 6. september 1991, og kona hans, Guðrún Hólmfríður Magn- úsdóttir, f. 9. nóvember 1905, d. 21. nóvember 1989. Systkini: Magnús, f. 9. sept- ember 1925, d. 11. maí 2010. Auður, f. 8. desember 1928, d. 12. apríl 2017. Guðmundur Kristinn, f. 31. mars 1942. 2013. b) Thor Guðni Arason Kjærbo, f. 21. ágúst 2016. Emil útskrifaðist úr Stýri- mannaskóla Reykjavíkur 1951 með fiskimannapróf, er gaf rétt- indi til að stjórna öllum stærð- um fiskiskipa, þar með töldum togurum. Eftir útskrift tók hann við skipstjórn á Fák frá Hafnar- firði. Arnarnes, fyrsta stálskip er smíðað var á Íslandi, fór í sína fyrstu sjóferð 31. janúar 1963, skipstjóri var Emil Þórðarson. Hann stýrði Reykjanesi frá Hafnarfirði þar til hann lét formlega af störfum. Í félagi við Magnús bróður sinn átti hann og gerði út smá- bátinn Eyrarröst KE-25. Emil bjó fyrstu æviárin í Höfnum á Reykjanesi, frá árinu 1948 í Keflavík síðar Reykja- nesbæ. Útför Emils fer fram frá Keflavíkurkirkju, Reykjanesbæ, í dag, 15. febrúar 2018, klukkan 11. Barnsmóðir: Gréta Vilborg Böðvarsdóttir, f. 7. nóvember 1935, d. 23. október 2009. Dóttir þeirra: Gerð- ur Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðing- ur, f. 15. febrúar 1955. Börn Gerðar og Guðna Björns Kjærbo, f. 3. júlí 1952, slitu samvist- um, eru 1) Þorbjörn Emil Kjærbo, f. 5. mars 1979, jóga- kennari og nuddari. 2) Tinna Eir Kjærbo, f. 8. ágúst 1985, leikskólakennari. Unnusti henn- ar er Ari Hálfdán Aðalgeirsson, f. 13. maí 1988, háskólanemi. Börn þeirra a) Aðalgeir Emil Arason Kjærbo, f. 19. ágúst Nú er kallið komið. Ég veit að þú þráðir það mikið, sér- staklega eftir að Auður systir okkar féll frá í apríl 2017. Auð- ur og Emil bjuggu saman í hús- inu Höfn, Sólvallagötu 36 í Keflavík, hvort á sinni hæðinni, en síðustu árin á hjúkrunar- heimilinu á Nesvöllum. Emil fór snemma til sjós í Höfnum á Reykjanesi þar sem hann fæddist. Þaðan lá leiðin í Stýrimannaskólann í Reykja- vík. Eftir það var hann að mestu leyti skipstjóri á ýmsum bátum í Hafnarfirði, m.a. Fagrakletti, Fák, Arnarnesi og síðast Reykjanesi. Emil gekk sérlega vel á vetr- arvertíð og eitt sinn var hann annar hæsti á Fák yfir landið. Eftir að hann hætti á sjó var hann verkstjóri í fiskverkun. Seinna keyptu þeir bræður, Magnús og Emil, smábát sem þeir nefndu Eyrarröst. Magnús hætti seinna með honum en Emil hélt áfram í smábátaút- gerðinni og eignaðist marga góða vini sem gerðu út á smá- bátum, m.a. Sigvalda og Gísla, en Gísli fórst með Hallgrími S1 við Noregsstrendur. Gísli reyndist Auði og Emil vel og kom oft í heimsókn á Sólvalla- götuna færandi hendi með fisk í soðið eftir að Emil hætti að geta stundað sjó. Ein er sú ferð mér mjög minnisstæð sem við Bjössi, son- ur Magga, fórum með Emil á Fák til Aberdeen í Skotlandi, þar sem Emil var skipstjóri. Veður var mjög slæmt á Fær- eyjabanka og um svipað leyti fórst Helgi frá Hornafirði árið 1961. Það var fárviðri á þessum slóðum og var það eins og að sigla niður í djúpan dal og upp á himinhátt fjall. Þrátt fyrir slæmt veður gekk siglingin að Pentlinum afburða vel. Emil var oftar en ekki fyrst- ur til að rétta fólki hjálparhönd ef eitthvað bjátaði á. Ég vil þakka Emil að lokum fyrir allt gott sem hann sýndi mér og fjölskyldu minni. Þinn bróðir, Guðmundur Kristinn. Í dag kveðjum við Emil Þórðarson, skipstjóra, föður, afa og langafa, er nú hefur lagt í sína hinstu för. Emil fæddist í Höfnum á Reykjanesi, þar dvaldi hann fyrstu æviárin mótaður af stór- brotinni og fagurri náttúru. Emil varð snemma heillaður af hafinu og 13 ára gamall var hann byrjaður í dagróðrum með manni er klæddist skinn- buxum. Á þessum árum var algengt að ungir drengir hæfu snemma sjóróðra og drægju björg í bú. Leið hans lá í Stýrimannaskóla Reykjavíkur, námið gekk vel enda var Emil námsmaður góð- ur, þaðan útskrifast hann árið 1951 með fiskimannapróf. Fiskimannaprófið veitti honum skipstjórnarréttindi á öllum stærðum fiskiskipa, frá smábát- um til og með togurum. Eftir útskriftina tók Emil við Fák frá Hafnarfirði sem Einarsbræður áttu og ráku. Hinn 11. desem- ber 1962 hljóp af stokkunum hjá Stálsmiðjunni fyrsta alís- lenska fiskiskipið sem var smíð- að úr stáli, að norskri fyrir- mynd. Þetta þótti merkur áfangi í íslenskum skipasmíð- um. Skipinu var gefið nafnið Arnarnes, eigandi þess og út- gerðaraðili var Íshús Hafnar- fjarðar. Arnarnes fór í sína fyrstu veiðiferð 31. janúar 1963. Skipstjóri á Arnarnesi var Emil Þórðarson, þá nýorðinn 36 ára gamall. Reykjanes, einnig í eigu Ís- húss Hafnarfjarðar, var næsta skip er Emil stýrði farsællega og var hann með það þar til að hann lét formlega af störfum. Emil gat þó ekki slitið sig frá sjónum og í félagi við Magnús bróður sinn gerðu þeir út smá- bátinn Eyrarröst KE-25. Á mínu heimili var alltaf til fisk- ur, vel verkaður, beint ofan í pottinn. Emil var ávallt í góðu sam- bandi við systkini sín, sérstak- lega Magnús bróður sinn. Á milli þeirra var aðeins eitt ár og þóttu þeir mjög líkir. Góð vinátta var einnig milli Emils og Þórðar Helgasonar, uppeld- isbróður hans, og hans fjöl- skyldu. Eftir að Auður systir hans varð ekkja og foreldrar þeirra látnir hófst farsælt sambýli Emils og Auðar í húsinu Höfn á Sólvallagötu 36 Reykjanesbæ. Héldu þeirra samvistir áfram eftir að þau fluttust saman á Hrafnistu DAS. Þau bjuggu síðustu árin beint á móti hvort öðru í Selvík á Nesvöllum, Njarðarvöllum 2. Emil starfaði alla tíð á sjó, fjarri heimili sínu. Þó að hann hafi ekki fengið tækifæri til að fylgja Gerði dóttur sinni eftir meðan hún var ung og að fyrstu 10 árin hafi hann fylgst með úr fjarlægð meðan hún óx úr grasi, þá varð samband þeirra ástríkt og gott. Þetta bætti hann sér upp með að fylgjast vel með barnabörnunum sínum, Þorbirni Emil og Tinnu Eiri. Hann fylgdist með skóla- göngu, íþróttaiðkun og framtíð- aráformum þeirra. Afi Emil kenndi Þorbirni Emil að tálga sex ára gömlum og gaf honum lítinn vasahníf. Þetta var þeirra leyndarmál sem mamma Gerð- ur mátti alls ekki vita um. Andlit Emils lýstist upp þeg- ar hann hitti litlu langafadreng- ina sína, Aðalgeir Emil og Thor Guðna og þá var glatt á hjalla. Emil var hæglátur maður, ekki orðmargur, bar tifinningar sínar ógjarnan á torg en lét verkin tala. Allar góðar minningar eru vel varðveittar í hjörtum okkar. Hvíl í friði. Gerður og Þorbjörn Emil. Elsku Emil afi og langafi. Nú skilur leiðir. Við höfum verið lánsöm að eiga þig að svona lengi og það er dýrmætt að vita til þess að synir okkar hafi fengið að kynnast þér. Aðalgeir Emil á það sameiginlegt með þér að vera nákvæmur og at- hugull – það fylgir kannski nafninu? Það var oft á honum að heyra að hann áttaði sig á að þú værir kominn af léttasta skeiði, en kynnin við þig hafa gefið honum eitthvað sem eng- inn annar getur gefið honum. Hann hefur gjarnan orð á að hjartað þitt muni halda áfram að slá með hjörtunum okkar. Þér þótti líka ákaflega vænt um að kynnast honum og síðar Thor Guðna, eins og vel mátti sjá þegar þeir komu í heimsókn til þín. Sjálf höfum við notið stuðn- ings þíns gegnum árin og fund- ið fyrir þeim kærleika og virð- ingu sem þú áttir nóg af. Við munum það alltaf hvernig þú tókst Ara fagnandi þegar hann kom inn í fjölskylduna og gerð- ir honum alla tíð ljóst að hann væri velkominn. Þú varst auðvitað sjómaður í húð og hár. Þó að þú hafir látið af eiginlegri sjómennsku fyrir þónokkru átti hafið áfram hug þinn allan og iðulega varstu rétt ófarinn niður á höfn eða nýkominn þaðan þegar við komum til þín. Þú gafst okkur skemmtilega innsýn í þann hugarheim, ýmist gegnum frá- sagnir eða myndir og muni sem þú lætur eftir þig, eða hrein- lega bara með nærveru þinni. Við minnumst þín með þakk- læti og hlýju um ókomna tíð sem ástríks afa, fallegs manns með fágaða framkomu. Ástar þakkir fyrir samfylgd- ina, hvíldu í friði. Við elskum þig! Tinna Eir, Ari Hálfdán, Aðalgeir Emil og Thor Guðni. Í dag kveðjum við Emil Þórðarson sem nú hefur lagt af stað í sína hinstu siglingu á ei- lífðarmiðin. Emil sem hét fullu nafni Guðmundur Emil, en var alltaf kallaður Emil eða Emmi, fædd- ist árið 1926 í Höfnum á Reykjanesi, sonur hjónanna Guðrúnar Magnúsdóttur og Þórðar Guðmundssonar og var næstelstur í hópi fjögurra systkina. Fjölskyldan bjó við þröngan kost í Höfnum en árið 1948 byggðu foreldrar þeirra ásamt Auði, sem þá hafði staðfest ráð sitt með Halldóri Jóhannssyni, hús við Sólvallagötu 36 í Kefla- vík. Emmi bjó alla sína tíð í for- eldrahúsum. Hann stundaði sjó- mennsku nánast allt sitt líf eftir að hann fór að vinna fyrir sér, fyrst á fiskibátum gerðum út frá Hafnarfirði, lengst af sem skipstjóri en seinna meir eign- aðist hann trillu sem hann gerði út sjálfur frá Keflavík allt þar til hann hætti sjómennsku. Ég kynntist Emma þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir heimasætunni á efri hæð- inni á Sólvallagötunni. Við Emmi náðum alltaf vel saman og mynduðust góð tengsl. Ég á góðar minningar frá ferðum okkar um Ósabotnana á vorin þegar við gengum m.a. út í Ein- búa í leit að svartbakseggjum. Þá hafði ég það fasta verkefni að sjá um kaup á kartöfluút- sæði fyrir Emma, en hann hafði komið sér upp matjurtagarði í Höfnunum þar sem hann setti niður kartöflur og ræktaði róf- ur. Emmi sótti sjóinn grimmt, það þurfti afar slæmt veður til að hann færi ekki í róður. Eitt sinn fjárfesti hann í Loran C- staðsetningartæki sem við sett- um í bátinn til að auðvelda hon- um að finna lóðabelgina og ekki síst til að auka öryggi hans á siglingunni. Eini ókosturinn við þessa tæknivæðingu var sá að þá fór hann að róa í verri veðr- um. En Emmi var sannkölluð sjóhetja, óttaðist ekki válynd veður, vissi sín takmörk. Hann var ekki þurftafrekur, lét eftir sér aðeins það allra nauðsynlegasta. Emmi kom oft í heimsókn til okkar í Logafoldina enda var hann alltaf eins og einn af fjöl- skyldunni. Eftir að foreldrar hans létust kom hann alltaf til okkar á aðfangadagskvöld og á nýársdag svo og á páskum. Það var fastur liður. Eftir að Halldór, eiginmaður Auðar og foreldrar Auðar og Emma létust, voru þau orðin tvö eftir í húsinu, hún á efri hæðinni en Emmi á neðri hæð. Þau héldu þeirri búsetu allt fram að því að þau fluttu á Nesvelli þegar heilsan var farin að gefa sig. Nesvellir voru þá nýtt og glæsilegt hjúkrunar- heimili sem rekið er af DAS og fengu þau sína íbúðina hvort sem lágu hvor á móti annarri. Þarna bjuggu þau saman allt þar til Auður féll frá á síðasta ári. Eftir fráfall Auðar hrakaði Emma nokkuð. Guðrún (Gunna) frænka Emma kynntist mjög vel frábæru starfsfólki Nesvalla þar sem hún kom reglulega til Emma og Auðar, móður sinnar, og vill koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra allra fyrir alla hjálpina, hlýjuna og alúðina sem þau sýndu þeim systkinum. Emmi var orðinn mjög þreyttur undir lokin eftir anna- saman ævidag og þráði að fá að leysa landfestar til að geta haf- ið hinstu siglinguna. Fjölskyldan í Logafoldinni geymir minningar um góðan og traustan mann. Þorsteinn Þorsteinsson. Margs er að minnast frá bernskudögum. Emil frændi er að koma í heimsókn. Okkur krökkunum finnst hann skemmtilegri en aðrir gestir af því að hann nennir alltaf að leika við okkur. Við bíðum með eftirvæntingu; ætli hann sé nokkuð búinn að gleyma að standa á höndum? Varla. – Svo er hann allt í einu kominn. Brosandi, hlýtt glettn- isblik í augunum, alveg eins og vanalega. Nú er Emil farinn, horfinn inn í sólarlagið þar sem blómin sofa og kyrrðin býður góða nótt. – Farðu vel frændi. Þökk fyrir allt. Þórdís Guðjónsdóttir. Emil Þórðarson ✝ Kári Kort Jóns-son bifvélavirkja- meistari fæddist í Haganesi, Fljótum, 6. ágúst 1949. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 10. febrúar 2018. Foreldrar Kára voru Jón Kort Ólafsson, f. 15. ágúst 1921, d. 26. nóvember 2000, búfræðingur og bóndi í Haganesi, og Guðlaug Márusdóttir, f. 5. nóvember 1926, húsmóðir í Haganesi. Börn Jóns og Guðlaugar eru: 1) Jónína Elísabet, f. 30.6. 1946, maki Þórir Hermannsson og eiga þau þrjú börn. 2) Stefanía, f. 29.7. 1947, maki Snorri Evertsson og eiga þau þrjú börn. 3) Kári, f. 6.8. 1949, 4) Björk, f. 15.8. 1951, maki Jón Sigurbjörnsson og eiga þau fjögur börn. 5) Gyða, f. 6.12. 1955, maki Pétur Stefánsson og eiga þau þrjú börn. 6) Erla Sjöfn, f. 9.10. 1962, og Baldvin Einar, eiga þau þrjú börn. Þau slitu samvistum 2017. Fóst- ursystkini eru Elsa H. Jónsdótt- ir, f. 9.10. 1944, maki Björn Ein- arsson og eiga þau fjögur börn. Ari Már Þorkelsson, f. 16.1. 1948, unnusta Ólöf Pálsdóttir og á hann tvö börn. Ómar Ólafsson, f. 24.5. 1951, d. 4. ágúst 2002, maki Rannveig Pétursdóttir og eiga þau tvo syni. Fyrri kona Kára var Sigur- laug Viborg, f. 5. apríl 1949. Þau slitu samvistum árið 1985. Börn þeirra eru: 1) Eva Sigurbjörg Káradóttir, f. 8. maí 1966. Eig- inmaður hennar er Páll Marvin Jónsson. Börn þeirra eru Jón Marvin, f. 28. sept. 1992, og Val- ur Marvin, f. 15. maí 1996. 2) Valur Páll Viborg, f. 7. janúar 1969. Sambýliskona hans er Guðrún Inga Guð- mundsdóttir. Börn Vals með fyrri eig- inkonu, Ósk Guð- mundsdóttur, eru Daníel Bjarki og Birgitta Ósk, f. 1. febrúar 2006. 3) Sigvaldi Jón Kára- son, f. 20. júní 1973, móðir hans er Ólöf Elva Sigvaldadótt- ir. Eiginkona hans er Margrét Ólafsdóttir, börn þeirra eru Tindur, f. 30. maí 2003, Elísa, f. 3. janúar 2006, Ylfa, f. 7. maí 2010, og Ernir, f. 23. október 2013. Seinni kona Kára var Kristín Alfreðsdóttir, f. 6. mars 1959. Þau giftu sig 26. mars 1988. Börn þeirra eru 4) Jórunn, f. 16. febrúar 1989. 5) Alfreð Kort, f. 6. janúar 1993. Fyrir átti Kristín Guðjón Al- bertsson, f. 15. mars 1981. Dótt- ir hans er Una Lea, f. 8. des. 2004. Kristín og Kári bjuggu lengst af í Grafarvogi, þau slitu samvistum 2012. Kári kvæntist fyrri eiginkonu sinni Sigurlaugu árið 1967 og hófu þau sinn búskap á Sauð- árkróki þar sem hann lærði bif- vélavirkjun á bílaverkstæði Áka þar sem hann starfaði þangað til þau fluttu til Reykjavíkur árið 1972. Árið 1973 stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki og var hann sjálfstæður atvinnurekandi nán- ast upp frá því. Síðustu starfs- árin starfaði hann m.a. við fast- eigna- og bílasölu. Kári var ötull í félagsstarfi og var m.a. virkur félagi í JC-hreyfingunni og var um tíma í hverfisráði Sjálfstæð- isflokksins í Breiðholti. Hann var einnig í Skagfirsku söng- sveitinni. Útför Kára fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 15. febrúar 2018, klukkan 15. Pabbi var 16 ára þegar ég fædd- ist. Maður getur ómögulega sett sig í þau spor að verða foreldri og bara barn sjálfur. Aðrir tímar vissulega en samt sem áður. Þegar ég hugsa til baka þá fannst mér pabbi ekki vera neitt sérstaklega ungur en hann var alltaf töffari og var mjög umhugað um útlitið og ef það kom eitt aukakíló var það snar- lega tekið af. Pabbi var líka geðgóður með eindæmum, alltaf í góðu skapi, al- veg sama hvað gekk á, ég man aldrei eftir að hann hafi skammast eða æst sig við okkur systkinin. Einu sinni sá ég að hann var svekktur út í mig en það var í minni fyrstu utanlandsför, þá vorum við nýkomin á hótelið á Kanarí og ég hélt á fríhafnarpokanum og skellti honum harkalega á stéttina og koníaksflaskan brotnaði. Hann var mikil félagsvera, elsk- aði að halda veislur og á ég margar góðar minningar um mannfögnuði heima og þótt það væri vín var það aldrei að sjá á honum. Hann var mikill skíðamaður og er mér minnisstætt þegar við vor- um einu sinni í lyfturöðinni í Blá- fjöllum, ég hef verið svona 15 ára og ég var spurð hvort þetta væri kærastinn minn og bent á pabba. Ég sá engan húmor við þetta öfugt við hann. Nú er komið að leiðarlokum hjá honum, síðustu ár voru erfið og erf- itt fyrir okkur systkinin að horfa upp á pabba sem fanga í eigin lík- ama en nú er hann frjáls. Pabbi var langt frá því að vera fullkominn en ég ætla að taka allar góðu minning- arnar, en þær eru margar, og geyma þær. Eva S. Káradóttir. Kári Kort, félagi okkar í Menningarfélaginu til um 50 ára. Liðléttingurinn okkar sem kom norðan út Fljótum á árunum upp úr 1970. Hann heillaði okkur öll, konur og karla, með glaðværð sinni og úr- ræðalausnum. Fjallgöngur og skíðamennska Fljótadrengsins lék í höndum hans og fótum; hvort sem það var á Fimmvörðuhálsi eða í skíðabrekkum Madonna eða Selva á Ítalíu – hann næstum bar okkur upp og tvistaði niður brekkurnar sem aldrei fyrr. Þá var oft gaman og hlegið dátt: „Við erum allir dán- ir bræðurnir nema við tveir – og mamma er elst“ sögðu þeir í Fljót- unum. „Allt múgligt maðurinn“, redd- arinn, hann Kári. Þyrfti maður að laga mótorhjól, bíl eða standa í húsbyggingum með öllum þeim úr- lausnum um útvegun tækja, tóla og finna mann og annan til hinna ýmsu verka – maður hringdi í Kára – og málið var leyst. Svo var það lífskúnstnerinn Kári. Við í Menningarfélaginu vildum oft láta reyna á þennan Norðan- Fljóta-mann, hvort hann væri með á nótunum varðandi ýmis úrlausn- armál okkar: Ekki málið – hann hafði skoðað það, gengið í málið eða hitt viðkomandi, og allt í höfn. Rómarferðin okkar með Jóni Bö og Magga. Kom ekki með – en þeg- ar við komum upp að gististaðnum í nunnuklaustrinu í Róm og litum yfir húsráðendur þar í móttöku- nefndinni, heilaga sem og hús- karla, sagði ég við Loft: „Skrambi er þessi í miðjunni líkur Kára.“ Kári var mættur! Hestaferðirnar, sleppitúrarnir og réttarferðirnar. Það voru okkar síðustu ánægjuár ferða okkar Kára; hann var hrókur alls fagn- aðar, reddaði öllu stóru sem smáu og kokkaði svo góðan mat ofan í mannskapinn. Kári var engum líkur – en þó – Sölvi Helgason, minn uppáhalds lífskúnstner, var þar ekki fjarri. Kári hafði þann eiginleika að geta talað sig í næsta álit og vera þannig oft sammála góðum mál- stað. Lifi minning góðs vinar – og ættingjum öllum óska ég hins besta. Pétur Kristinsson. Kári Kort Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.