Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Á aðalfundi Dómara- félags Íslands 24. nóv- ember sl. voru sam- þykktar siðareglur fyrir félagið. Undirrit- aður var ekki orðinn að- ili að félaginu þegar siðareglur þessar voru ræddar og samþykktar. Með vísan til þess tel ég bæði rétt og skylt að koma nokkrum sjónar- miðum á framfæri, sem ég tel að skipti máli hér. Í 5. mgr. 4. gr. siðareglnanna kem- ur fram að dómarar skuli gæta að því að „virk þátttaka í stjórnmálabaráttu á opinberum vettvangi sé ósam- rýmanleg starfi dómara“. Þetta ákvæði þarfnast endurskoðunar ef það á ekki að aftra dómurum frá þátt- töku í starfi mannréttindasamtaka o.þ.h. Í niðurlagi ákvæðisins er eftir- farandi setningu að finna: „Það sama kann að eiga við um þátttöku í ýmsum félögum sem hafa yfirlýst pólitísk markmið eða í félögum þar sem leynd hvílir yfir siðareglum, félagatali eða starfsemi félags.“ Síðastgreind setn- ing vekur að mínu mati fleiri spurn- ingar en hún svarar. Að sumu leyti hefði síðastgreint ákvæði siðaregln- anna mátt ganga lengra. Nánar til- tekið tel ég að þar hefði berum orðum átt að útiloka aðild dómara að rétt- nefndum leynifélögum, sem leyna til- vist sinni og / eða gefa ekki upp nöfn félagsmanna. Orðalagið er að öðru leyti svo óljóst að það tekur ekki af tvímæli um það hvort aðild að lögleg- um félögum á borð við frímúrara- reglu, Oddfellow eða annarri slíkri starfsemi telst samræmanleg dóm- arastarfi. Ég set þessar línur á blað til að undirstrika að niðurlag 5. mgr. 4. gr. reglnanna taki ekki með nokkru móti til starfsemi frímúrara. Eins og flestum íslenskum lögfræðingum má vera vel kunnugt hefur slíkum sjónar- miðum að vísu verið hreyft á fyrri tímum, bæði á Alþingi og fyrir dómstólum, en verið afdráttarlaust hafnað bæði af löggjaf- anum og í réttarfram- kvæmd. Afstaða lög- gjafans og niðurstöður dómstóla hafa grund- vallast á fordómalaus- um viðhorfum til starf- semi frímúrara, sem hér verður gerð nánari grein fyrir. Tekið skal fram að málið er mér skylt að því leyti að ég hef starfað innan Frímúrararegl- unnar á Íslandi síðastliðin 9 ár og sótt þangað bæði endurnæringu og styrk. Sjónarmið mín birti ég opinberlega til að hvorki ég né dómarafélagið verði sökuð um leyndarhyggju. Á Íslandi eru starfandi tvenn sam- tök sem kenna sig við frímúrara. Hvorug þeirra verða flokkuð sem leynifélög, enda leyna þau ekki tilvist sinni á nokkurn hátt. Á almennum bókasöfnum má nálgast upplýsingar um lög og reglur Frímúrararegl- unnar á Íslandi (FMR). Félagatal hennar er prentað í þúsundum ein- taka og upplýsingar um félagsaðild eru auk þess fúslega veittar af skrif- stofu FMR við Bríetartún í Reykja- vík. Félagatal hennar er því bæði opið og aðgengilegt. Yfirlit um trúnaðar- stöður og skipulag FMR eru aðgengi- legar á opnum almennum vettvangi. FMR heldur úti vandaðri heimasíðu (https://frimurarareglan.is/) þar sem finna má ítarlegar upplýsingar um markmið hennar, starfsemi og sögu, auk þess að birta svör við algengum spurningum. Hið sama má segja um hina Alþjóðlegu frímúrarareglu karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN, sem hefur starfað hér á landi í tæp- lega 100 ár (http://www.samfrim.is/). Þá má jafnframt geta þess að tímarit FMR, sem kemur út tvisvar á ári, er öllum aðgengilegt á vefsíðu regl- unnar. Í dag er talið að um 6 milljónir karla – og kvenna – eigi aðild að frímúrarareglum um víða veröld. Frí- múrarar geta ferðast til flestra landa í heiminum og fengið góðar móttökur í stúkum, þar sem þeim er fagnað með þessu fallega ávarpsorði „Vertu velkominn bróðir minn / systir mín“. Um þetta ávarp má hafa fleiri orð. Í frímúrarastarfi koma menn saman úr öllum starfsstéttum. Þar hittast menn sem jafningjar, sem bræður og systur, í þeim skilningi að lífsneistinn innra með sérhverjum manni sé af einum og sama uppruna, ljós af sama ljósi. Slíkt ávarpsorð kann að virðast ankannalegt og jafnvel til þess fallið að vekja vantraust hjá þeim sem telja sig standa utan við slíkt samfélag. Slík tortryggni er óþörf, enda er Reglan mér vitanlega eini félags- skapurinn á landinu sem berum orð- um bannar félagsmönnum að reyna að hagnýta sér félagsaðild. Í grund- vallarlögum FMR segir að frímúr- arar skuli virða landslög. Þar kemur einnig fram að Reglan taki ekki af- stöðu til stjórnmála og að umræður um stjórnmál séu ekki leyfðar á vett- vangi hennar. Í bókum á almennum markaði er greint frá því að frímúrarar temji sér að mæta áskorunum og erfiðleikum með jákvæðni að leiðarljósi. Þar er lögð áhersla á sjálfstæða hugsun – og stúkur frímúrara hafa raunar öldum saman staðið undir nafni í því sam- bandi með því að vera hugsandi mönnum athvarf og vettvangur til frjálsrar hugsunar og tjáningar, ekki síst á tímum alræðis og trúarofsókna. Markmið frímúrarastarfs er að gera góða menn betri. Í þessu felst ekki að frímúrarar telji sig á nokkurn hátt betri en annað fólk. Umbótastarfið snýr inn á við og miðar að því að byggja upp „karakter“ í besta skiln- ingi þess orðs. Þetta er að megin- stefnu gert með því að beina sjónum að þeirri djúpu visku sem býr í þeim höfuðdyggðum sem kristallast hafa í sögu mannkyns, dyggðum sem hafa sannað gildi sitt í hörðum straumi ólíks aldafars og skína í gegnum þoku tíma og menningar. Í stúkustarfinu vinna menn sjálfstætt og í samein- ingu að þessu marki. Nefnt hefur ver- ið að Reglan kenni að með því að bæta okkur sjálf og með því að hjálpa öðrum geti hver og ein manneskja rækt þá skyldu sína að gera þennan heim að betri stað. Auðvelt væri að leiða fram vitni um að Reglan kenni mönnum að vernda sakleysið, efla góðvild, virða fjölskyldubönd, tileinka sér undirstöður Guðstrúar og virða þau lögmál sem trúin boðar, að styðja sjúka og leiða blinda. Samkvæmt 61. gr. stjórnarskrár- innar skulu dómarar í embættis- verkum sínum fara einungis eftir lög- unum. Við embættistöku vinna dómarar drengskaparheit þar sem viðkomandi lýsir því yfir, að við- lögðum drengskap sínum og heiðri, að halda stjórnarskrá lýðveldisins Ís- lands og gegna starfsskyldum sínum af árvekni og samviskusemi. Tilvitnað ákvæði í siðareglum Dómarafélags Íslands bætir engu við þetta. Ég vil ljúka þessari umfjöllun á til- vitnun til greinar sem Njörður P. Njarðvík, þáverandi stórmeistari Al- þjóða Sam-Frímúrarareglunnar Le Droit Humain, birti í Morgunblaðinu 4. mars 1998 til að andmæla tillögu til breytingar á frumvarpi til dómstóla- laga. Breytingartillagan, sem beind- ist leynt og ljóst gegn frímúrara- starfi, var síðar felld í meðförum Alþingis. Ég geri orð Njarðar að mín- um: „Til þess að taka neikvæða afstöðu til tiltekinnar starfsemi þurfa menn að vita eitthvað um hana. Og það er hægt að afla sér talsvert mikillar vitneskju um frímúrarareglur ef menn hafa áhuga á því. […] Hvers vegna ættu dómarar ekki að mega vera frímúrarar og taka þátt í því mannræktarstarfi sem þar er ástundað? Trúlega vegna óljósra hug- mynda um að frímúrararegla sé karlaklúbbur, þar sem menn séu að stofna til sameiginlegra sérhagsmuna og verji hver annan hvernig sem á stendur. En þetta er ekki rétt. Og ef slíkt skyldi bera við, þá er það ótvíræð misnotkun á hugsjónum frímúrara. Á Íslandi eru frímúrarar eitthvað á fjórða þúsund í tveimur reglum. Dóm- ari þekkir þá ekki alla persónulega. Auk þess er í öllum frímúrarareglum sem ég þekki til lögð þung áhersla á löghlýðni, réttsýni og viðleitni til bættrar siðferðiskenndar. Því ættu frímúrarar ekki að vera tíðir sakborn- ingar fyrir dómstólum. Og hafi dóm- ari bundist frímúrarabróður eða -systur sérstökum persónutengslum, vildi hann áreiðanlega ekki sitja í dómarasæti yfir honum / henni. Hið sama gildir í slíku máli og um almenn vináttubönd. Því mætti alveg eins spyrja: Mega dómarar ekki eiga vini? Starfsaðferð frímúrara er fólgin í siðrænum athöfnum sem byggjast á táknfræði. Settar eru á svið ákveðnar aðstæður sem eiga að vekja skilning á ákveðnum þáttum í innra og ytra lífi manna. Grundvöllur táknfræðinnar er byggingalist miðalda, er menn reistu stórfenglegar dómkirkjur með fábrotnum áhöldum en miklu hyggju- viti. En í táknfræði frímúrara er mannkyni reist andlegt musteri þar sem þátttakendur í starfinu eru hvort tveggja í senn, byggjendur og bygg- ingarefni. Hver og einn leggur fram sinn stein til þessa musteris, og þann stein verður að höggva til, fegra og fága, svo að hann geti orðið hæft og traust byggingarefni. Vísa má í 1. Pétursbréf 2:5: „...látið sjálfir upp- byggjast sem lifandi steinar í andlegt hús...“ Þetta er tilgangurinn og tákn- fræðin og ekkert leyndarmál.“ Eftir Arnar Þór Jónsson » Afstaða löggjafans og niðurstöður dóm- stóla hafa grundvallast á fordómalausum við- horfum til starfsemi frí- múrara, sem hér verður gerð nánari grein fyrir. Arnar Þór Jónsson Höfundur er héraðsdómari. Ónákvæmt ákvæði í siðareglum Dómarafélags Íslands Kosið var til þýska sambandsþingsins Bundestag 24. sept- ember sl. haust, mán- uði fyrr en hér til Al- þingis. Á Íslandi var mynduð ríkisstjórn eftir viðræður sem staðið höfðu í fjórar vikur, á Þýskalandi tók þetta ferli á fimmta mánuð og nú er það undir óbreytt- um flokksmönnum í þýska krataflokknum SPD komið hvort nú- verandi stjórn þriggja flokka (SPD, CDU og CSU) verður endur- nýjuð og taki formlega við völdum í mars- byrjun. Þessar löngu fæðingarhríðir hafa verið sögulegar og varpa um leið ljósi á flókna stöðu í þýskum stjórnmálum og þá um leið innan Evrópusam- bandsins. Allir töpuðu þessir þrír flokkar miklu fylgi í kosningunum í september og hefur SPD ekki séð framan í minna fylgi (20,5%) frá upphafi. Nýr formaður, Martin Schulz (62 ára), fór fyrir flokknum í kosningabaráttunni, kallaður til af fráfarandi formanni Sigmari Gabriel (58 ára) sem enn er utanríkisráðherra og vara- kanslari. Schulz var áður þing- forseti á Evrópuþingi ESB í Strassborg en var fyrst sl. haust kosinn á sambandsþingið í Berlín. Þessi mannaskipti reyndust enginn happadráttur fyrir SPD og tóku á sig sögulegan kollhnís í síðustu viku. Afleið- ingarnar gætu haft víðtæk áhrif og varpa ljósi á kreppu sósíal- demókrata og viðhorf almennings til stjórn- mála nú um stundir. Þýskir sósíal- demókratar lengi gefið tóninn Stefna þýskra krata hefur lengi verið tón- gefandi fyrir sósíal- demókrata víðast hvar í Evrópu, þar á meðal á Norður- löndum. SPD hefur þannig allt frá seinni hluta 19. aldar verið eins konar móðurskip annarra krataflokka í álfunni. Grundvallar- breyting varð á stefnu flokksins 1959 með nýrri stefnuskrá sem kennd er við Godes- berg í Bonn. Þar var formlega fallið frá andstöðu við kapítalismann sem leiðandi afl en í staðinn skyldi reynt að endurbæta ríkjandi kerfi. Tákngervingur þessa málstaðar varð Willy Brandt og síðar Helmut Schmidt og Gerhard Schröder, allir um tíma leiðandi sem forsætisráð- herrar með kanslaranafnbót. Þeir ásamt formönnum franskra sósíal- ista, Mitterrand og Delors, drógu EB/ESB-vagninn sem skandinav- ískir sósíaldemókratar stukku á 1989 með afdrifaríkum afleiðingum, ekki síst fyrir norrænt samstarf. Merkel sem kanslari frá 2005, m.a. í tveimur samsteypustjórnum með sósíaldemókrötum, hefur með flokki sínum CDU lengi sótt inn á miðjuna og býr sig nú undir að leiða slíka ríkisstjórn með krötum innanborðs í þriðja sinn. Hvort þau áform ganga eftir er nú óvíst og hangir margt á þeirri spýtu. Kviðrista krataforystunnar Viðbrögð Schulz við kosninga- úrslitunum sl. haust voru eindregið þau að áframhaldandi stjórnarþátt- taka með Merkel kæmi ekki til greina. Að áeggjan Steinmeiers for- seta sá hann sig um hönd. Miðviku- daginn 7. febrúar sl. eftir lyktir margra vikna stjórnarmyndunar- viðræðna önduðu margir léttar og talið var að krataforystan hefði náð ýmsu fram á lokametrunum. En þá féll sprengja. Martin Schulz opin- beraði að hann hygðist stíga niður úr formannssæti sínu og afhenda Andreu Nahles keflið. Sjálfur myndi hann verða utanríkis- ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þá geystist fram Sigmar Gabriel, enn í því embætti, og sagði áform flokks- forystunnar ganga þvert á loforð um að hann héldi ráðherrastarfinu. Jafnframt varð ljóst að formanns- efnið Nahles hafði vikum saman verið þátttakandi í þessum áform- um Schulz. Þessi tíðindi féllu eins og sprengja og viðbrögð fjölda flokksmanna leiddu til þess að Schulz sá þann kost einan að draga sig í hlé. Síðan hefur umræðan meðal flokksmanna SPD og í fjöl- miðlum snúist um þessa ótrúlegu atburðarás. Í Süddeutsche Zeitung skrifaði 9. febrúar sl. Ferdos For- udastan, nú yfirmaður á ritstjórn og áður blaðafulltrúi Gauck fyrr- verandi forseta, að nú yrðu félagar í SPD að spyrja sig réttra spurn- inga: „Hvað ætla þeir sér með þessa Evrópu fyrirheitanna sem virðist þó svo mörgum framandi? Og hreint út sagt: Hvernig mun flokk- urinn framvegis standa að gagnrýni á kapítalismann? Munu menn tala í hálfum hljóðum? Eða fullum hálsi? Ellegar þegja þunnu hljóði? Um þetta heyrist hingað til lítið frá SPD. Svo lengi sem það varir mun vart nokkuð breytast um eymdar- stöðu þessa flokks.“ Uppgjör krata við frjálshyggj- una á brauðfótum Mikil andstaða er innan SPD við fyrirhugað stjórnarsamstarf, ekki síst meðal ungliða í flokknum. Úr- slit í atkvæðagreiðslu flokksmanna í marsbyrjun með eða á móti stjórnarþátttöku eru engan veginn gefin og hætt er við að áfram fjari undan fylginu. Það sama er að ger- ast jafnvel í enn ríkari mæli víðast hvar í álfunni, m.a. í Frakklandi þar sem fylgi við sósíalista reyndist undir 10% í kosningum á síðasta ári. Tvístígandi stefna og óljós af- staða krata til meginspurninga varðandi samfélagsþróun síðustu ára og framhaldið, stuðningur við hnattvæðingu á forsendum fjár- magnseigenda og hálfvelgja í um- hverfismálum eiga eflaust ríkan þátt í sögulegu hruni þessara fyrr- verandi merkisbera á vinstri væng stjórnmálanna. Eftir Hjörleif Guttormsson »Úrslit í at- kvæða- greiðslu flokks- manna í mars- byrjun með eða á móti stjórnar- þátttöku eru engan veginn gefin og hætt er við að áfram fjari undan fylginu. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Hrakfarir þýskra sósíaldemókrata ekkert einsdæmi AFP Brosandi á góðri stund Martin Schulz og Sigmar Gabriel. Nú hefur heldur betur slegið í bakseglin með ófyrirséðum afleiðingum fyrir flokk þeirra, þýska krataflokkinn SPD, og þýsk stjórnmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.