Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Íslensk fyrirtæki hafa um áratuga skeið verið í fararbroddi í heiminum við að þróa lausnir við hámarks- nýtingu sjávarfangs. Það skýtur því óneit- anlega skökku við þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir frumvarpsdrög um framtíðarskipan fiskeldis við Ísland þar sem úrelt og umhverfisspillandi tækni er lögð til grundvallar í stað nýrri og vistvænni lausna. Opnar kvíar ekki í nýjum leyfum í Noregi Undanfarin ár hefur fiskeldi í sjó mjög verið til umræðu í Noregi og vaxandi áhersla er lögð á það að fiskeldisfyrirtæki hagi rekstri sín- um á sjálfbæran og umhverf- isvænan hátt. Níu ár eru síðan Norðmenn veittu síðast leyfi til fiskeldis í hefðbundnum fiskeld- iskvíum í sjó. Þar í landi leggja stjórnvöld áherslu á útgáfu á svo- kölluðum þróunarleyfum (utvikl- ingstillatelser). Fiskeldisfyrirtæki geta sótt um þessi þróunarleyfi vegna prófana á nýjum búnaði sem dregur úr eða kemur í veg fyrir óæskileg umhverfisáhrif. Við síð- ustu úthlutun um þróunarleyfi bár- ust á annað hundrað umsókna til framleiðslu á um 543.000 tonna líf- massa. Í öllum þessum umsóknum er áhersla lögð á nýjan búnað þar sem fiskræktendur leggja sitt á vogarskálarnar við að berjast gegn stærstu áskorunum sem fiskeldi í heiminum stendur frammi fyrir. Þessi vandamál eru laxalús, sjúk- dómar og slysasleppingar. Sam- kvæmt norskum rannsóknum (skýrslur um þetta má m.a. finna á vef norsku hafrannsóknastofnunar- innar, www.imr.no) er staðfest að laxalús sé ekki minni ógn við villta laxastofna en erfðablöndun, jafnvel meiri. Ekki verður ráðið af frumvarps- drögum um framtíð- arskipan fiskeldis að nokkurt tillit sé tekið til nýrrar fram- leiðslutækni. Í þessi frumvarpsdrög vantar allan hvata til þróunar og nýsköpunar innan fiskeldis. Vistvænt laxeldi í lokuðum kvíum AkvaFuture er dótt- urfélag norska félags- ins AkvaDesign AS sem hefur hannað og þróað lokaðar kvíar til laxeldis í sjó. Í Noregi hefur þessi tækni verið í prófunum frá árinu 2011 og í fullum rekstri frá árinu 2014. Árið 2017 var slátrað um 2.000 tonnum af laxi (u.þ.b. 20% af eldislaxi við Ísland árið 2017) og gera áætlanir ráð fyr- ir að á árinu 2019 verði framleiðsla félagsins orðin um 6.000 tonn á ári. Engin laxalús þrífst í kvíum fyr- irtækisins og fiskur hefur ekki sloppið úr þeim. AkvaFuture hefur tilkynnt Skipulagstofnun áform um laxeldi í Eyjafirði með þessari um- hverfisvænu eldisaðferð. Með því að taka á land úrgangsefni sem ella söfnuðust fyrir á sjávarbotni, nýtir eldistækni AkvaFuture burðarþol strandsvæða mun betur en hefð- bundin eldistækni gerir. Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn sjúkdómum Ekkert í frumvarpsdrögum at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- isins tekur mið af því að sjúkdómar eru stærsti ógnvaldurinn fyrir vax- andi atvinnugrein. Forystuþjóðir í fiskeldi hafa allar tekið upp skipu- lag sem bannar óheftan flutning lif- andi fisks milli landshluta. Nauð- synlegt er að í lögum um varnir gegn fisksjúkdómum sé ákvæði sem heimilar Matvælastofnun að setja verulegar skorður á flutning á lifandi fiski milli landshluta og strandsvæða. Það er tímaspursmál hvenær alvarlegir sjúkdómar koma upp með vaxandi atvinnugrein. Löggjöf um fiskeldi þarf að fyr- irbyggja að sjúkdómar skapi alvar- legt tjón fyrir fyrirtæki og byggðir landsins. Sjálfbærni og framleiðslutækni Hvorki sjálfbærnihugtakið, né áhersluna á umhverfisvæna fram- leiðslutækni er að finna í frumvarp- inu. Þessi þögn um vinnuaðferðir í sátt við umhverfið er í hróplegu ósamræmi við alla áherslu ná- grannaþjóða okkar á þessa þætti í þróun atvinnugreinarinnar. Fyrir- liggjandi frumvarpsdrög taka mið af núverandi framleiðsluaðferðum Þegar frumvarpsdrög um nýjan lagatexta gera ekki ráð fyrir framþróun í atvinnugreininni á næstu árum og áratugum, er fátt sem hvetur fyrirtækin til að fjár- festa i nútímalegum lausnum. Samkeppnishæfnin felst í umhversvænu fiskeldi Laxeldi við strendur Íslands verður aldrei samkeppnisfært við aðrar þjóðir í magni. Burðar- þolsmat Hafrannsóknastofnunar bendir til þess að heildar fiskeldi við landið geti að hámarki orðið 120.000 tonn. Þess vegna verðum við að fara varlega og haga fiskeldi við strendur landsins á þann hátt að það sé í sátt við náttúruna og nýta til þess bestu fáanlega tækni sem völ er á hverju sinni. Við eig- um að einbeita okkur að því að framleiða gæðavöru. Umhverfismálin eru mál okkar allra. Ísland þarf á blómlegu at- vinnulífi að halda sem ekki gengur á auðlindir þess. Slíkt jafnvægi ætti að vera sameiginlegt markmið fyrirtækja og stjórnvalda. Sjálf- bærni byggirst á pólitískum vilja og krefst lagaramma sem er fram- sýnn, skapandi og leitar vistvænna leiða. Á þann hátt gæti íslenskt fiskeldi, líkt og íslensku hátækni- fyrirtækin, orðið brautryðjandi í vistvænu og sjálfbæru fiskeldi í heiminum. Frumvarp um stöðnun í íslensku fiskeldi Eftir Rögnvald Guðmundsson » Þessi þögn um vinnuaðferðir í sátt við umhverfið er í hróp- legu ósamræmi við alla áherslu nágrannaþjóða okkar á þessa þætti í þróun atvinnugrein- arinnar. Rögnvaldur Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri AkvaFuture ehf. rg@akvafuture.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Aðalfundur Össurar 2018 Athygli hluthafa er vakin á því að í tengslum við sameiningu viðskipta með hlutabréf Össurar hf. í kauphöll Nasdaq Copenhagen þann 6. desember sl. var öllum hlutabréfum í Össuri hf. sem voru til viðskipta í Kauphöll Íslands umbreytt í hlutabréf í Össuri hf. sem eru til viðskipta í kauphöll Nasdaq Copenhagen. Við umbreytinguna færðust hlutabréfin á safnreikning og nöfn hluthafa eru því ekki lengur skráð beint í hlutaskrá Össurar hf. Af þeim sökum þurfa þeir hluthafar, sem vilja virkja atkvæðisrétt sinn fyrir aðalfundinn, að hafa samband við þá fjármálastofnun sem er með hlutabréf þeirra í vörslu, sem allra fyrst. Hluthafar geta nálgast dagskrá fundarins, fundargögn og nánari upplýsingar um aðalfundinn á heimasíðu Össurar hf.: www.ossur.com/investors/AGM Aðalfundur Össurar hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins að Grjóthálsi 5 í Reykjavík, fimmtudaginn 8. mars 2018 kl. 9:00. Nokkrar stað- reyndir um hringavit- leysu lífeyris- sjóðakerfisins. Kostnaður á rekstri sjóðanna sem eru 23 að tölu er hátt í 10 milljarðar á ári. Til samanburðar má benda á að rekstr- arkostnaður Trygg- ingastofnunar rík- isins (TR) samkvæmt fjárlögum ríkisins árið 2016 var 1,6 milljarðar, þó svo að starfsemi TR sé margfalt flóknari en starfsemi frjálsu lífeyrissjóðanna. Hjá TR er sýslað um ellilífeyrisbætur, ör- orkubætur, barnabætur, húsa- leigubætur og vaxtabætur o.fl. o.fl. Hjá frjálsu lífeyrissjóðunum er að- eins um ellilífeyrisbætur og ör- orkubætur að ræða. Að vísu þurfa þeir að fylgjast með innkomu til sjóðanna og ávöxtun fjármagnsins, en mikið fjári virðist það vera erf- iður rekstur að kostnaður þeirra skuli vera 6-7 sinnum meiri en hjá TR. Auðsöfnun frjálsu lífeyrissjóð- anna er brjálæði. Þar er spilað með sparifé launafólks af pókerspila- mönnum sjóðanna um framtíðar- afkomu eldra fólks að loknu ævi- starfi. Mörg dæmi er um þetta. Ég nefni t.d. miljarða tap á fjárfest- ingum í United Silicon USI í Helguvík og á Grundartanga og fleira mætti nefna. Það er til háborinnar skammar fyrir stjórnendur sjóðanna að sára- lítill hluti fjármuna sjóðanna hefur verið notaður til samfélagslegrar uppbyggingar, t.d. byggingar lítilla hagkvæmra íbúða fyrir eldra fólk og ungt fólk sem er að byrja bú- skap. Þeir hafa aftur á móti lánað fasteignafélögum (bröskurum) ómældar upphæðir til kaupa á íbúðum sem eru svo oft leigðar þessu gamla og unga fólki á ok- urvöxtum. Meðalleiguverð á íbúð á mánuði í Reykjavík 2016 var 2.500 kr. á fm, sem gerir í leigu á 80 fer- metra íbúð 200 þúsund á mánuði x 12 = 2,4 milljónir á ári. Ný 80-85 fermetra íbúð í blokk í Reykjavík kostar tæpa 40 milljónir og ef líf- eyrissjóðirnir byggðu og ættu slík- ar íbúðir og leigðu þær og krefðust 3,5% ávöxtunar (sem er yf- irlýst lágmarksávöxt- unarkrafa sjóðanna) af kostnaðarverði íbúðar- innar í leigutekjur þá yrði kostnaður leigj- enda tæplega helmingi minni eða 3,5% af 40 milljónum = 1,4 millj- ónir á ári. Fleira hef ég verið að skoða í skammdeg- inu um mismunandi að- ferðir við að tryggja eldra fólki elli- lífeyri að ævistarfi loknu. Launamaður með 5 milljóna laun á ári leggur til lífeyrissjóðanna 4% af launum sín þ.e. 200 þúsund og vinnuveitandi 10% þ.e. 500 þúsund samtals 700 þúsund á ári. Á 40 ára starfsævi sinni t.d. frá 25 ára til 65 ára hefur þetta árlega framlag með 3% vöxtum sem hægt er fá í öllum bönkum (hálfri prósentu lægri vextir en lífeyrissjóðirnir krefjast) orðið að 62 milljónum króna. Með- alævi Íslendinga 83 ár og ef við deilum 18 árum (65 mínus 83) í 62 milljónir þá gerir það 3.445.000. í árslaun fyrir utan vexti af inn- stæðu fjármagnsins á hverjum tíma. Á söfnunarfé í lífeyrissjóð- unum er enginn erfðaréttur, þann- ig að látist eigandi fjárins stuttu áður en 67 ára aldri er náð, þá fær lífeyrissjóðurinn allt það fé sem safnast hefur til þess eiganda, sem gæti verið allt að 62 milljónum króna. Þessar augljósu staðreyndir ættu að nægja til þess að gjör- breyta því kerfi sem nú er til tryggingaframfærslu eldra fólks að loknu ævistarfi. Þessu kolvitlausa kerfi verður að breyta og taka upp gegnumstreym- iskerfi, eins og t.d. sænska kerfið sem er talið það besta í heimi. Lífeyrissjóðirnir Eftir Hafstein Sigurbjörnsson Hafsteinn Sigurbjörnsson »Um óheyrilegan kostnað við rekstur lífeyrissjóðanna og erf- iðleika að fá upplýsingar úr gögnum þeirra. Höfundur er eldri borgari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.