Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson skreyta. „Ég er alltaf glaður og ánægður við sköpunina. Útkoman verður oft öðruvísi en ég sá upp- haflega fyrir mér. Verkið þróast í ferlinu og stundum kem ég sjálfum mér á óvart með útfærslum sem mér hafði ekki einu sinni dottið í hug.“ Ævintýrapersónur bernskunnar Yfirleitt segist Hreinn vera með eina í takinu í einu. Undanfarið hafi hann þó haft þær tvær eða þrjár, og unnið að þeim jöfnum höndum, enda var hann að keppast við að gera sex- tán sögupersónur klárar fyrir heil- mikið ævintýri, sem hófst 9. janúar á Amtsbókasafninu og stendur til laug- ardagsins 24. febrúar. Þar eru í aðal- hlutverkum sextán ævintýraverur úr smiðju Hreins. „Síðustu misseri hefur hugur minn og listsköpun snúið að sígildum ævintýrum, sem eru mér minnisstæð frá bernskuárunum,“ segir Hreinn og heldur áfram: „Á sýningunni eru styttur af Rauðhettu og úlfinum, Mjallhvíti og dvergunum sjö, Dim- malimm kóngsdóttur úr samnefndri sögu eftir Guðmund Thorsteinsson, og einnig svaninum og Pétri kóngs- syni úr því ævintýri. Í hópnum er líka lítill smaladrengur, sem ég kalla Tuma, en hann fæddist út frá ljóðinu Hann Tumi fer á fætur, og honum fylgir vitaskuld Snati hans hirðfíflið og hrúturinn ráðgjafinn.“ Sýningin, sem er samstarfsverk- efni Hreins og Amtsmanns- bókasafnsins, er ekki aðeins augna- yndi heldur gegnir því hlutverki að hvetja börn til að lesa meira. „Einu sinni í viku eru lesnar fyrir þau sögur og ævintýri og að því búnu er farið með þau til að heilsa upp á sögupersónurnar – sem eru stytturnar mínar. Sumar þeirra voru úti í garðinum hjá mér í sumar en þá furðaði ég mig svolítið á að mörg barnanna sem komu í heimsókn könnuðust ekkert við ævintýrið um Dimmalimm kóngsdóttur og fleiri. Og þannig fæddist hugmyndin að samstarfinu við bókasafnið.“ Vonda drottningin Að þessu sögðu er ljóst að garð- urinn hjá Hreini hefur töluvert að- dráttarafl fyrir yngstu kynslóðina. Raunar líka fullorðna og ekki síst ferðamenn, bætir hann við. Hann kveðst ætíð taka því vel þegar fólk bankar upp á og vill skoða sig um í garðinum, enda hafi hann gaman af að ganga þar um með smáum sem stórum og segja frá ævintýrum þar sem allt getur gerst. Hreinn upplýsir að næsta ævin- týrapersóna sem líti dagsins ljós verði vonda drottningin úr sögunni um Mjallhvíti og dvergana sjö. „Síð- an veiðimaðurinn og kóngssonurinn og þá verður þessu draumaverkefni mínu til margra ára lokið,“ segir hann. Og annað tekur við. Þau eru mörg ævintýrin. „Ramagnsvírar geta verið skó- reimar og bútur úr eldhúskrana silfurhólkur á skotthúfu, eins og til dæmis hennar Sigríðar.“ Í Amtsbókasafninu Hreinn ásamt Mjallhvíti og tveimur dverganna á sýningunni í Amts- bókasafninu þar sem ævintýrapersónurnar aðstoða við að efla áhuga barna á lestri. Rauðhetta og úlfurinn Rauðhetta á leið til ömmu sinnar. Dimmalimm Það var Dimmalimm að þakka að Pétur kóngssonur losn- aði úr álögum galdranornar sem hafði breytt honum í svan. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 87 51 6 02 /1 8 Aðalfundur Icelandair Group hf. verður haldinn fimmtudaginn 8. mars 2018 á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl 16:00. DAGSKRÁ FUNDARINS 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár 2. Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu 3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna 4. Tillögur félagsstjórnar um starfskjarastefnu 5. Kosning stjórnar félagsins 6. Kosning endurskoðanda 7. Tillögur um breytingar á samþykktum 8. Heimild til að kaupa eigin hlutabréf 9. Önnur mál löglega fram borin Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar með það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins sem lögð verður fram tveimur vikum fyrir fundinn. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 16:00 fimmtudaginn 22. febrúar 2018. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins, www.icelandairgroup.is/agm Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta veitt öðrum skriflegt umboð eða greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér hvernig þeir skuli bera sig að á heimasíðu félagsins. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Aðrar upplýsingar Öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins, tillögur að breytingum á samþykktum og allar aðrar tillögur, eru hluthöfum tiltæk á heimasíðu félagsins frá og með 15. febrúar 2018 kl. 16:00. Endanleg dagskrá verður birt á heimasíðu félagsins tveimur vikum fyrir fundinn, þann 22. febrúar 2018 kl. 16:00. Hluthöfum er bent á að skv. 1. og 2. mgr. 63. gr. a. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Skal fram- boðstilkynningum skilað til stjórnar í síðasta lagi laugardaginn 3. mars 2018 kl. 16:00. Tilkynnt verður um framkomin framboð eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins, www.icelandairgroup.is/agm Skráning á fundinn hefst kl. 15:30 á fundardegi. Reykjavík, 15. febrúar 2018, stjórn Icelandair Group hf. AÐALFUNDUR ICELANDAIR GROUP HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.