Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 46. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Réðst á konu eftir að hafa fengið … 2. Fangi lést á Kvíabryggju í gær 3. Hilmir Snær tekur við af Stefáni Karli 4. Villingurinn í dönsku höllinni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Verðlaunakvikmyndin Svanurinn, sem byggð er á samnefndri skáld- sögu Guðbergs Bergssonar, verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld kl. 20 að Guðbergi og leikstjóra myndarinnar, Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, við- stöddum og munu þau svara spurn- ingum úr sal að sýningu lokinni. Morgunblaðið/Kristinn Spurt og svarað með Ásu og Guðbergi  Kvikmynda- klúbburinn Í myrkri heldur þriðja kvikmynda- kvöld sitt í Kling & Bang í Marshall- húsinu í kvöld kl. 20. Klúbburinn býður upp á reglu- legar sýningar á völdum heimildarmyndum og til- raunakenndum kvikmyndum eftir áhugaverða kvikmyndagerðarmenn og að þessu sinni verða sýndar Two Dreams Later eftir Pilar Monsell og stuttmyndin Step Across the Border eftir Nicolas Humbert og Werner Penzel. Að kvöldinu standa Yrsa Roca Fannberg, Ragnheiður Gestsdóttir og Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir í sam- vinnu við Kling & Bang-galleríið. Þriðja kvikmynda- kvöld Í myrkri  Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason leikur nokkur lög af nýjustu plötu sinni, Margt býr í þokunni, í Gallerí Porti í kvöld kl. 21 og verða um leið sýndar teikningar sem Þránd- ur Þórarinsson gerði við lögin á plötunni. Lög sín og texta vann Snorri upp úr ís- lenskum þjóð- sögum. Tónar og teikningar Á föstudag Suðvestan 8-15 m/s og él, hvassast syðst, en hægari og bjartviðri austanlands. Frostlaust við suður- og vesturströndina en frost annars 1 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 8-15 m/s og skúrir eða él, hvassast á Vestfjörðum en hægara og úrkomulítið suðvest- antil. Suðvestan 8-13 með skúrum eða slydduéljum syðra í kvöld. VEÐUR Liverpool bauð upp á flug- eldasýningu á Estádio do Dragao-leikvanginum í Porto í gærkvöld en liðið burstaði Porto, 5:0, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslit- um Meistaradeildarinnar í knattspyrnu karla. Tvö ensk lið standa þar með vel að vígi í 16-liða úrslitum keppninnar. Á Santiago Bernabeu hrósaði Real Madrid 3:1- sigri gegn Paris SG. »2 Níu mörk í tveimur leikjum Martha Hermannsdóttir og stöllur hennar í B-deildarliði KA/Þórs mæta Haukum í undanúrslitum Coca Cola- bikarkeppni kvenna í handknattleik en dregið var til undanúrslita í gær. Íslandsmeistarar Fram takast á við öflugt lið ÍBV í hinum leik undan- úrslitanna. „Ég á von á því að Ak- ureyringar muni fjölmenna í Höll- ina til að styðja við bakið á okk- ur,“ sagði Ásdís Sig- urðardóttir, leik- maður KA/Þórs- liðsins, í gær og var hvergi bangin. »1 Efsta lið B-deildarinnar dróst gegn Haukum „Þessi leikur var í takt við þá síð- ustu. Fyrri hálfleikur góður þar sem mikið áræði var í leikmönnum en svo brotnaði liðið í upphafi síðari hálfleiks þegar Svartfellingar fóru að spila fastar,“ sagði Ívar Ásgríms- son, landsliðsþjálfari í körfuknatt- leik kvenna, eftir 32 stiga tap fyrir landsliði Svartfellinga í Podgorica í gærkvöldi, 69:37. »3 Endurtekið efni hjá landsliðinu í Podgorica ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Dansinn dunar sem aldrei fyrr og annan laugardag verður úrval dans- ara, ásamt Brynju Pétursdóttur danskennara, með danssýninguna „Street Dans Carnival“, í Iðnó í Reykjavík. „Þetta er búið að vera draumur lengi og ég set sýninguna upp sjálf, fyrst og fremst áhugans vegna,“ segir Brynja, sem rekur og á dans- skólann Dans Brynju Péturs, eina street-dansskólann hérlendis. „Ég er með nemendasýningar í skól- anum mínum tvisvar á ári en mig langaði til þess að setja upp sérsýn- ingu sem er sérstaklega hönnuð fyrir áhorfendur sem vilja sjá það allra besta sem við höfum upp á að bjóða.“ Street-dans hefur þróast á götum og klúbbum í New York og fleiri borgum síðan á áttunda áratug lið- innar aldar. Brynja hefur kynnt sér þar strauma og stefnur í dansinum og undanfarin ár hefur hún verið tíður gestur í New York til þess að læra og dansa, m.a. í um fjóra mán- uði í fyrra. „Sýningin okkar tekur mið af því sem ég hef kynnt mér erlendis, þar sem danshöfundar koma saman og fá algjört sköp- unarfrelsi,“ segir hún og leggur áherslu á að dansinn sé í stöðugri þróun. „Ég kem alltaf með eitthvað nýtt í farteskinu þegar ég kem heim frá New York. Þetta eru ein- hverjar skemmtilegustu sýningar sem ég hef séð og ég vil leggja mitt af mörkum til að áhugafólk um dans geti upplifað sömu hátíð- arstemningu og á street-karnivali.“ Fastur liður Sýningarhópur Brynju reið á vaðið fyrir um ári og segir Brynja að vel hafi tekist til. Þá komu fram um 35 til 40 dansarar, bæði strákar og stelpur, og verða þeir álíka margir í ár. Flestir á aldrinum 16 til 25 ára en sú yngsta er 11 ára. „Þetta var sérlega skemmtilegt í fyrra og markmiðið er að þetta verði fastur liður í menningar- dagatali borgarinnar,“ segir Brynja. Brynja hefur verið sjálfstæður danskennari í 14 ár og hóf rekstur dansskólans 2012. Skólinn er nú á átta stöðum í Reykjavík með yfir 600 nemendur og 18 kennara. Hún sér um viðburðastjórnun og utanumhald en Kristján Þór Matt- híasson, unnusti hennar, hefur haldið utan um fjármálin og skrán- ingu frá vorönn í fyrra. „Krakk- arnir æfa allt að sex sinnum í viku og þeir sem taka þátt í þessari sýn- ingu þurfa að leggja enn meira á sig í um það bil mánuð fyrir skemmtunina, en okkur finnst öll- um spennandi að vinna að stækkun danssenunnar á Íslandi,“ segir Brynja. „Íslenski dansflokkurinn hefur verið með frábærar sýningar í Borgarleikhúsinu og mig langar að koma með annan vinkil, þróa hann og breikka þannig danssviðið á Íslandi.“ Sýningin hefst klukkan 16 laug- ardaginn 24. febrúar og eru miðar komnir í sölu á tix.is. „Ég elska andann í Iðnó, staðurinn er í hjarta Reykjavíkur og tilvalinn fyrir þessa skemmtun,“ segir Brynja. Brynja breikkar danssviðið  Danssýningin „Street Dans Carnival“ í Iðnó Ljósmynd/Árni Rúnarsson Dans Brynju Péturs Frá danssýningunni „Street Dans Carnival“ í Iðnó í fyrra. Hún verður með svipuðu sniði í ár. Stjórnandinn Brynja Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.