Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á næstu 16 mánuðum er fyrirhugað að nýtt og fullkomið uppsjávarfrysti- hús rísi á Shikotan, sem er ein Kúril- eyja austast í Rússlandi. Nýlega var gengið frá samningi tæknifyrirtækj- anna Skagans 3X, Kælismiðjunnar Frost og Rafeyrar á Akureyri um byggingu þessarar verksmiðju fyrir dótturfélag rússneska útgerðar- félagsins Gidrostroy. Móðurfélagið er stórt með fjölda veiðiskipa, verksmiðjuskip og fiskvinnslu í landi. Höfuð- stöðvarnar eru á Sakhalin-eyju í Okhotsk-hafi, en fyrirtækið er einnig með starf- semi á nokkrum stöðum á Kúril- eyjum. Ingólfur Árnason, framkvæmda- stjóri Skagans 3X, segir að þetta verði vandasamt verkefni, en um leið séu þessir landvinningar við Kyrra- haf mikil áskorun fyrir starfsmenn fyrirtækjanna. Ef vel tekst til geti falist í því margvísleg tækifæri í Rússlandi, en breytingar eru að verða í rússneskum sjávarútvegi og áhersla á endurnýjun og uppbygg- ingu. Hérlendis munu starfsmenn fyrirtækjanna og undirverktaka koma að verkefninu, meðal annars á Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Hafnar- firði og Garðabæ. Flokka, pakka og frysta 900 tonn á sólarhring Fyrirtækið á Shikotan stundar meðal annars veiðar á alaskaufsa og sardinellu (síldartegund) í Kyrrahafi, en stofn hennar er stór og vaxandi. Fyrirhugað er að setja verksmiðjuna upp í tveimur áföngum næsta haust og síðan vorið 2019. Stefnt að því að geta byrjað að vinna ufsa í hluta verksmiðjunnar í haust, en fullum af- köstum verði náð í verksmiðjunni fyrri hluta næsta árs. Ekki hefur verið greint frá samn- ingsupphæð, en miðað við sambæri- leg verkefni fyrirtækjanna má ætla að það hlaupi á nokkrum milljörðum króna. Skaginn 3X, Frost og Rafeyri standa saman að samningnum, en Skaginn er leiðandi aðili. Fyrir nokkru er byrjað að hanna verksmiðjuna og er byggt á sömu lausnum og meðal annars í verk- smiðjunum sem fyrirtækin reistu á Eskifirði og eru að koma upp á Þvereyri á Suðurey í Færeyjum, en það verður eitt stærsta uppsjávar- frystihús í heimi. Áætlað er að verk- smiðjan í Shikotan verði búin tækni til að flokka, pakka og frysta 900 tonn af uppsjávarfiski á sólarhring og verður hún því heldur stærri en verksmiðja Eskju. Landvinningar við Kyrrahaf  Þrjú íslensk tæknifyrirtæki byggja uppsjávarverksmiðju á Kúrileyjum  Yfir 50 starfsmenn á Shikotan í sumar  Tækifæri í Rússlandi  Lyftistöng fyrir mannlífið á eyjunni, segir eigandi Gidrostroy Shikotan Reykjavík Moskva R Ú S S L A N D K Í N A INDLAND Indlandshaf Barentshaf Austur-Síberíuhaf Okotskhaf Ky rrahaf At lantshaf Rotterdam Gíbraltar- sund Súes- skurðurinn Vladivostok S-Kórea Japan Kúrileyjar Kamtsjatka- skagi Leiðin til Shikotan Ingólfur Árnason Lyftistöng Verksmiðjan á að vera fullbúin eftir um 16 mánuði á Shikotan þar sem lífið snýst um veiðar og vinnslu. Á síðustu misserum hafa íslenskar viðskiptasendinefndir farið nokkr- um sinnum til Rússlands, m.a. í sam- vinnu utanríkisráðuneytisins og Ís- landsstofu. Sömuleiðis hafa fyrir- tæki kynnt starf- semi sína og sótt sýningar í þessu víðfeðma landi. Berglind Ás- geirsdóttir, sendiherra í Rússlandi, segist finna fyrir vax- andi áhuga á ís- lenskum sjávar- útvegi og þeim árangri sem þar hafi náðst. Hægt og bítandi hafi þekking á íslenskum fyrirtækjum, hönnun og hugviti farið vaxandi. Hún segist ekki vita annað en að samningur fyrirtækjanna þriggja um uppbyggingu á Shikotan sé stærsti einstaki samningur sem ís- lensk fyrirtæki hafi gert í áratugi í Rússlandi. „Útflutningur á sjávaraf- urðum frá Íslandi til Rússlands hrundi um 95% á milli áranna 2014 og 2016, eftir að rússneska við- skiptabannið var sett á sumarið 2015. Ég veit ekki um neina þjóð sem missti svo mikið vegna við- skiptabannsins. Því er dýrmætt að það skuli þó gefast möguleikar á öðrum tækifærum,“ segir Berglind. Aðspurð hvort þessi samningur gæti verið upphafið að lausn hvað varðar viðskiptabannið segist hún ekki telja að svo sé, þetta tvennt sé algerlega aðskilið. Berglind segir að í gangi sé metn- aðarfull áætlun rússneskra stjórn- valda um endurnýjun fiskiskipaflot- ans og uppbyggingu landvinnslu. Þetta hafi m.a.verið gert á þann hátt að heimildir hafi verið innkallaðar nú í lok 10 ára úthlutunar. Í staðinn taki við 15 ára úthlutun með sér- stökum hvata um að þeir sem ráðist í uppbyggingu fái aukinn kvóta. Landsliðið í fótbolta Sjávarútvegur var þó ekki efstur á verkefnalista sendiherrans í gær heldur knattspyrna. Á vinnufundi sendiherra um 30 þjóða var farið yfir ýmislegt varðandi HM í Rússlandi í sumar. Íslenski sendiherrann fór síðan í viðtal beint á eftir rússneska íþróttaráðherranum þar sem fjöl- margir fjölmiðlar voru. Berglind segir að áhugi á Íslandi sé greinilega mikill. aij@mbl.is Aukin þekking og vaxandi áhugi  Stærsti einstaki samningurinn í áratugi Berglind Ásgeirsdóttir Alls eru Kúrileyjar 56 og liggja á 1.200 kílómetra belti milli Ok- hotsk-hafs í vestri og norðvest- anverðs Kyrrahafs í austri. Eyja- boginn liggur á eldfjallahrygg frá suðurodda Kamchatka-skaga í Rússlandi að norðurodda Hokka- ídó-eyju í Japan í suðri. Samtals búa liðlega 20 þús- und manns á eyjunum, sem hafa verið undir rússneskum yfir- ráðum frá lokum síðari heims- styrjaldar, en Rússar og Japanir hafa lengi deilt um eyjarnar. Tvö bæjarfélög eru á Shikotan, sem er syðst á eyjaboganum, og búa þar alls um þrjú þúsund manns. Störf við fiskveiðar og -vinnslu og önnur störf tengd sjávar- útvegi eru ráðandi í atvinnulífi á eyjunum. Lífið tengt fiskveiðum MILLI KAMCHATKA OG HOKKAÍDÓ Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.