Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Tilkynnt var í gær hvaða fjórir listamenn eru tilnefndir til Ís- lensku myndlistarverðlaunanna sem myndlistarráð stendur að en þau verða afhent í fyrsta skipti eft- ir viku. Listamennirnir eru þau Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Egill Sæbjörnsson, Hulda Vilhjálms- dóttir og Sigurður Guðjónsson. Verðlaunin hlýtur listamaður sem þykir hafa skarað fram úr með ný- legum verkum og sýningu á Íslandi á síðastliðnu myndlistarári, 2017. Tilgangurinn er að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði mynd- listar á Íslandi og stuðla að kynn- ingu á íslenskum myndlistar- mönnum og styðja við myndsköpun þeirra. Íslensku myndlistarverðlaunin má kalla arftaka Íslensku sjónlist- arverðlaunanna sem voru veitt í síðasta skipti fyrir rúmum fimm ár- um en þá hlaut Ragnar Kjartans- son sjónlistaorðu verðlaunanna. Einnig hvatningaverðlaun Öllum var frjálst að tilnefna myndlistarmenn til verðlaunanna, með rökstuðningi, og þá tók dóm- nefnd við tilnefningunum og valdi þessa fjóra listamenn. Hún var skipuð Margréti Kristínu Sigurð- ardóttur, formanni myndlistarráðs, Sigrúnu Hrólfsdóttur frá LHÍ, Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur, sem var fulltrúi SÍM, Magnúsi Gestssyni frá Listfræðafélagi Ís- lands, og Margréti Elísabetu Ólafs- dóttur, sem var fulltrúi safnstjóra Íslenskra safna. Þegar tilkynnt verður á fimmtu- dag hver hlýtur Íslensku mynd- listarverðlaunin, og eina milljón króna, verða jafnframt afhent sér- stök hvatningaverðlaun en þau hlýtur ungur, starfandi myndlistar- maður sem lokið hefur grunnnámi á síðustu fimm árum og hefur sýnt opinberlega innan þess tíma. Hlýt- ur hann hálfa milljón króna í verð- laun. Anna Júlía Friðbjörnsdóttir er tilnefnd fyrir sýninguna Erindi sem var í Sverrissal Hafnarborgar. Í umsögn dómnefndar segir: „Margbrotin sýning Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur myndar und- urfagra heild sem sameinar um- fjöllun um náttúrurómantík, vís- indalegar flokkunaraðferðir, pólitík og ljóðræna framsetningu. […] Með [sýningunni] tekst Anna Júlía á við aðkallandi viðfangsefni sam- tímans sem tengjast breytingum á umhverfi dýra og manna. Flæk- ingsfuglar af ætt söngvara verða táknmynd fyrir streymi flótta- manna og stjörnukort á bláum kalkipappír myndgerving fyrir áhættusöm ferðalög. Sýningin býr yfir pólitísku inntaki, en einnig angurværð sem má upplifa og túlka sem ljóðræna náttúrurómantík. Sýningin býður áhorfendum að taka siðferðilega afstöðu til náttúru og samfélags og vekur til vitundar um fegurð og viðkvæma tilvist. Á sýningunni Erindi tekst Önnu Júlíu að samþætta fagurfræðilega og sið- ferðilega þætti listarinnar á áhrifa- mikinn hátt.“ Yfirgripsmikil ádeila Egill Sæbjörnsson er tilnefndur fyrir sýninguna Ùgh & Bõögâr Je- wellery sem var í i8. Í umsögn seg- ir: „Egill Sæbjörnsson kynnti tröll- in Ùgh & Bõögâr fyrst til sögunnar á sýningunni Out of Controll á Feneyjatvíæringnum 2017. Eftir dvölina í Feneyjum og kynni tröll- anna af alþjóðlegum listheimi komu þau til Íslands sem heimsborgarar og umbreyttu sýningarrými gall- erís i8 í glæsilega skartgripaversl- un. Í þessari munaðarvöruverslun […] gaf að líta djásn í tröllslegum stærðum, gerð úr úfnu hrauni, fág- uðu Murano gleri og gullhúðuðum leir. Sýningin í i8 er afsprengi viða- mikillar sýningar í Feneyjum og saman mynda þær sannfærandi heild yfirgripsmikillar ádeilu á samtímann. Um leið er sýningin full af leikgleði, barnslegum við- horfum og sköpunargleði, sem und- irstrikar að allir búa yfir sköp- unarkrafti – líka tröllin […] Dómnefndin telur sýningu Egils Sæbjörnssonar í i8 tala af dirfsku beint inn í samtímann. Hann teflir fram verkum sem við fyrstu sýn virðast skopleg en hreyfa í raun við grafalvarlegum málefnum.“ Þungur undirtónn Hulda Vilhjálmsdóttir er tilnefnd fyrir sýninguna Valbrá í Kling & Bang. Í umsögn segir: „Málverk Huldu Vilhjálmsdóttur hafa vakið athygli á undanförnum árum fyrir hráleika, samfara ríkri tjáningu. […] Öll verkin búa yfir þunga og tjá allt í senn hættu og öryggi. Þau eru samtímis hrá og meitluð, öguð og kvik. Meginviðfangsefni verka Huldu er fólk og tilfinningar sem eru tjáðar með hraðri pensilskrift í málverkum sem búa yfir djúpum ljóðrænum streng með þungum undirtóni. Á sýningunni var vegið upp á móti melankólískum tóni málverkanna með leirskúlptúrum í óræðu formi, sem Hulda hefur ekki sýnt áður. Þessi verk birtu áhorf- endum nýja vídd og sýndu áhuga- verða þróun í verkum Huldu. Dómnefndin telur verk Huldu á sýningunni Valbrá vera líkt og myndljóð þar sem innsæi og næmi kalla fram öflug og meitluð mál- verk, vatnslitamyndir og leirverk.“ Áhrifamikið samspil Sigurður Guðjónsson er til- nefndur fyrir sýninguna Innljós í kapellu og líkhúsi St. Jósepsspítala en hún var sett upp á vegum Lista- safns ASÍ. Í umsögn segir: „Sýn- ingin samanstendur af þremur myndbandsverkum, Fuser 2017, Scanner 2017 og Mirror Projector 2017, sem er varpað á gólf og veggi á þremur stöðum í byggingunni. Myndefnið er sótt í heim vél- tækninnar og auga myndavélar- innar beint að taktfastri og end- urtekinni hreyfingu vélarhluta í nærmynd. Niðurstaðan eru dáleið- andi abstrakt myndir, línur og ljós sem vísa fram og aftur í tíma, í út- hugsuðu samspili myndar og hljóðs […] Vélrænn, síendurtekinn taktur og flöktandi birta eiga sinn þátt í að skapa heildarupplifun, sem vek- ur samtímis vitund um líkamleika og efni og skynjun andlegra vídda og nálægðar handanheima. Mynd- efnið og framsetning þess undir- strikar sögu hússins og náin tengsl þess við hugmyndir um mis- kunsemi, náð og líkn.“ […] Dóm- nefndin telur að verk Sigurðar myndi einstaklega sterka heild. „Með áhrifamiklu samspili myndar og hljóðs tekst honum með verkum sínum að gera áhorfandann sér meðvitandi um sögu sýningarstað- arins, andlegar víddir og eigin hverfulu tilvist.“ efi@mbl.is Fjögur tilnefnd fyrir myndlist  Tilnefningar til Íslensku myndlist- arverðlaunanna Anna Júlía „Sýningin býður áhorfendum að taka siðferðilega afstöðu til náttúru og samfélags,“ segir um sýninguna Erindi í Hafnarborg. Egill „Hann teflir fram verkum sem við fyrstu sýn virðast skopleg en hreyfa í raun við grafalvarlegum málefnum,“ segir um Ùgh & Bõögâr Jewellery. Hulda „… myndljóð þar sem innsæi og næmi kalla fram öflug og meitluð málverk, vatnslitamyndir og leirverk,“ segir um Valbrá í Kling & Bang. Sigurður Verkin vöktu „samtímis vitund um líkamleika og efni og skynjun andlegra vídda og nálægðar handanheima,“ segir um sýninguna Innljós. Anna Júlía Friðbjörnsdóttir Egill Sæbjörnsson Hulda Vilhjálmsdóttir Sigurður Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.