Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Með Jónu Helga- dóttur er genginn síðasti ættarhöfð- ingi Mjallargötu- púkanna. Jóna föðursystir mín lifði af yfirvegun og hlýju. Hún og Hreiðar töldu það ekki eftir sér að taka að sér lítið stelpuskott í nokkrar nætur, þegar foreldr- arnir þurftu að bregða sér frá. Síðan þá vorum við Jóna frænka alltaf sérstakar vinkonur. Jóna stjanaði við frænkuna og Hreið- ar saumaði dúkkuföt, eftir pönt- un, á saumaverkstæðinu í Barmahlíðinni. Það var ekki asi á henni Jónu en hún gekk í verk- in og taldi ekkert eftir sér. Það fór ekki á milli mála hvað það var kært á milli þeirra systkina, Jóna Helgadóttir ✝ Jóna Helga-dóttir fæddist 9. júlí 1924. Hún lést 29. janúar 2018. Útför Jónu fór fram 12. febrúar 2018. hennar og pabba. Oft sagði pabbi við mig „ég heyrði í systur“ og bar mér svo fréttir af frænku. Eins spurði Jóna alltaf frétta af bróður. Nú síðustu árin naut Jóna samvista við Gunnar vin sinn og það gladdi mig að sjá lífsneistann leiftra úr augunum hennar, á tí- ræðisaldri. Elsku frænka, hvíldu í friði. Takk fyrir allt og allt. Sigríður Ragna Sverrisdóttir. Mæt félagskona í starfi Slysa- varnadeildar kvenna í Reykjavík er látin á 94. aldursári. Jóna kom ung til sjálfboða- starfa í deildinni og var virkur félagi til síðustu stundar. Á mót- um lífs og dauða koma upp margvíslegar minningar af kynnum við þá sem við mætum á leið okkar. Sum eru stutt og gleymast fljótt, önnur eru lengri og leiða til góðra kynna og vin- áttu. Hún átti margar góðar vin- konur innan deildarinnar, sem höfðu unnið saman í mörg ár. Jóna var mikil og góð slysa- varnakona og voru þau mál henni mjög hugleikin. Eins og gengur í slíku félagi eru marg- vísleg störf sem þarf að vinna, s.s stjórnunarstörf, baka pönns- ur, búa til tertur, safna fyrir hlutaveltu og ótal önnur störf sem væri allt of langt upp að telja . Hún gaf mikið af sér til þeirra mála, var óeigingjörn á tíma sinn og krafta og var gott að leita til hennar. Margar góðar minningar koma fram í hugann, skemmtilegar konuferðir innan- lands og utan, skemmtifundir og aðrar uppákomur og tók hún þátt í flestu ef hún gat komið því við. Margir Reykvíkingar munu sakna þessarar ljúfu konu sem tók alltaf brosandi á móti gest- um í kaffi á sjómannadaginn, bauð þá velkomna á sinn hljóð- láta og vingjarnlega hátt. Jóna var kjörin heiðursfélagi Slysavarnadeildarinnar fyrir mörgum árum og var hún vel að þeim að þeim heiðri komin. Slysavarnakonur í Reykjavík þakka henni góð störf og sam- fylgdina. Fyrir hönd Slysavarnadeild- arinnar í Reykjavík, Birna Björnsdóttir, fyrrverandi formaður. Elsku Jóna mín hefur kvatt og haldið heim til föðurins. Í ljúfsárum söknuði rifja ég upp ótal minningar sem ég á um tíma okkar saman hjá Slysavarna- deild kvenna í Reykjavík, en þar var Jóna heiðursfélagi. Hún var stórglæsileg, hljóðlát, réttsýn og ákveðin kona og mér góð fyr- irmynd. Alla jafna bar ekki mik- ið á Jónu en hún hikaði ekki við að stíga fram þegar hagsmunir deildarinnar voru annar vegar. Stóra stund upplifðum við saman í stjórn þegar Slysavarnadeildin keypti sitt fyrsta húsnæði. Við undirrituðum kaupsamning á 63 ára afmæli deildarinnar 28. apríl 1993. Merk stund sem olli straumhvörfum í þessu mikil- væga starfi. Það hafði mikil áhrif á mig hvernig Jóna, sem þá var gjaldkeri, og þær sem með okk- ur voru í stjórn unnu þetta stóra verkefni. Fyrir unga konuna var það lærdómur sem hefur nýst vel. Hvort sem það var í stjórn eða utan var alltaf gott að vinna með Jónu og bý ég að góðum minningum. Ég man eitt sinn þegar ákveð- ið var að hafa tískusýningu á fundi. Þá var sjálfsagt að fá Jónu til að vera sýningarstúlka þó að hún væri þar um sjötugt, enda bar hún af helmingi yngri fé- lagskonum í reisn og fáguðu göngulagi. Árið 2006 var ég kjörin for- maður Slysavarnadeildarinnar, á erfiðum tíma í starfinu. Þá var gott að eiga „gömlurnar“ að, en það kölluðum við elstu heiðurs- félagana okkar. Ég gat alltaf leitað til þeirra og var Jóna ætíð jákvæð og hvetjandi. Jónu var annt um hag deildarinnar og vildi veg hennar sem mestan. Stuðning átti ég vísan öll þau ár sem ég var formaður. Komin undir nírætt taldi Jóna sig ekki gera gagn lengur í und- irbúningi Sjómannadagsins og ætlaði ekki að mæta. Eftir sam- tal urðum við ásáttar um að hún kæmi samt sem áður, ásamt fleirum í sömu sporum, sem ráð- gjafi fyrir okkur hinar. Þær komu og þáðu sérríglas og hrós- uðu okkur fyrir verkin. Þessi hefð hélst næstu árin og við und- irbúning Sjómannadags hlökk- uðum við alltaf til að „gömlurn- ar“ kæmu í ráðgjöfina. Jóna gekk í gegnum erfiðan tíma er Hreiðar eiginmaður hennar veiktist og lést síðan árið 2009. Ég minnist þess hve sárt mér fannst að sjá þessa glæsi- legu konu svo beygða. En Jóna rétti úr sér og við nutum sam- veru áfram á vettvangi Slysa- varnadeildarinnar. Hreiðar og börnin þeirra þekkti ég lítið en varð oft vör við stuðning þeirra við starf deildarinnar, bæði beint og óbeint. Á níræðisafmælinu tók Jóna á móti okkur í glæsi- legri afmælisveislu sem hún hélt á heimili sonar síns. Glæsileg að vanda og góður gestgjafi. Er ég horfi til baka yfir ára- tugina sem ég vann í Slysa- varnadeildinni með Jónu get ég ekki annað en þakkað fyrir hverja stund. Ég votta börnum hennar og fjölskyldum þeirra mína innileg- ustu samúð. Guð blessi minningu Jónu. Fríður Birna Stefánsdóttir. Pabbi minn var litríkur karakter, hlýr og fullur af væntumþykju. Hann var örlátur og þægilegur samvistum en samtímis mikill skapmaður sem lagði fáar en ákveðnar línur. Í æsku fannst mér alveg magnað hve upptekinn hann gat verið. Ef hann var ekki í vinnu við að leggja rafmagn allan dag- inn var hann að æfa badminton eða að þjálfa sundliðið eða handboltalið Vestra. Ef hann fannst ekki á þessum stöðum þá var hann líklega að spila brids við félagana, ef ekki biljarð. En svona var hann, óþreytandi við hvaðeina sem honum þótti áhugavert og eftir að hann kynntist golfi þá átti það hug hans allan. Metnaður og keppnisskap pabba var þannig að hann æfði og æfði og sló ekki slöku við fyrr en hann var orðinn góður í því sem hann tók sér fyrir hendur. Frá því hann hætti í Sjóvá var hann sendiherra hinna ýmsu fyrirtækja sem við bræð- ur höfum rekið í gegnum árin og alltaf með sína skrifstofu. Hann sá undantekningarlítið um að kaffið væri klárt klukkan átta, keypti viðbit með kaffinu og manaði okkur í níu holur í hádeginu. Ef ekki var veður til golfiðkunar þá til að taka nokk- ur partí niðri á billa hjá Fúsa. Þannig hefur þetta gengið í rúm 20 ár og viðbrigðin því mikil hjá okkur. Aðdragandinn var samt tölu- verður því Alzheimer fór að skemma fyrir honum golfið fyr- ir nokkrum árum og eftir að hann missti bílprófið í mars sl. þá nennti hann þessu ekki leng- ur og nú er hann farinn saddur lífdaga, þolinmæði var svo sem aldrei hans sterkasta hlið. Eigin viðkvæmni og harður lífsskóli gerði pabba einstaklega næman og læsan á tilfinningar annarra og því var gott að leita til hans með vandamál og þess naut ég oft á yngri árum. Þessir sömu eiginleikar gerðu hann Eyjólfur Níels Bjarnason ✝ Eyjólfur NíelsBjarnason fæddist 18. ágúst 1925. Hann lést 3. febrúar 2018. Útför Eyjólfs fór fram 9. febrúar 2018. líka að afburða sögu- og sölumanni sem fjölmargir dáðu og virtu. Síðustu tvo mán- uði var pabbi á hjúkrunarheimil- um, fyrst á Akra- nesi og síðan í Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Starfsfólki á báðum þessum stöðum viljum við þakka innilega fyrir frábæra umönnun og fagmennsku. Konráð Eyjólfsson. Elstu minningar okkar um hann Eyjólf afa eru af miklum og hlýjum manni sem var óþrjótandi þegar kom að því að taka okkur strákana með í allt sportið sem hann stundaði. Þær voru ófáar sundferðirnar og mætti hann daglega alla morgna sjálfur alveg fram und- ir það síðasta. Hann var mikill golfari og var alltaf gaman þeg- ar afi kom að sækja okkur um helgar til að fara með okkur að slá úr fötum. Afi kom oft og sá um okkur þegar foreldrarnir fóru í ferðir og þá voru alltaf veislur og okk- ur kennt að spila ýmis spil þar sem hann gaf ekkert eftir og lét okkur heyra það ef það var reynt að svindla smá til að vinna hann. Það var margt sem við lærðum á þessum spila- kvöldum sem hefur nýst okkur öllum vel og ótrúlegt þegar hugsað er til baka hvað hann afi var séður. Það vantaði aldrei stuðning frá afa, hvað sem við tókum okkur fyrir hendur, og var hann alltaf mættur til að taka þátt í því sem við vorum að gera. Hann var ekki bara afi okkar heldur einnig vinur og tók virk- an þátt í að fela fyrir foreldrum það sem foreldrar þurfa stund- um ekki að vita, sérstaklega þegar afinn átti að vera við stjórnina. Hann naut þess að fylgjast með afkomendunum og sagði öllum sem hann mætti hversu ríkur hann væri að eiga alla þessa afkomendur og það er þannig sem okkur líður þegar kemur að honum. Við erum allir betri menn fyrir að hafa átt afa að og hans verður sárt saknað. Elvar, Rúnar og Steinar, synir Herdísar og Ægis. ✝ Hulda Gúst-avsdóttir Sæ- land fæddist í Reykjavík 24. des- ember 1926. Hún lést á Fossheimum á Selfossi 22. jan- úar 2018. Foreldrar henn- ar voru Gústav Sigurbjarnason, birgðavörður og símamaður í Reykjavík, f. 28.7. 1901, d. 25.10. 1971, og Klara Ólafía Benediktsdóttir, verkakona í Reykjavík, f. 31.7. 1905, d. 25.6. 1934. Systkini Huldu eru: 1) Hilmar Ó Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, f. 26. nóv. 1924, d. 30. maí 2003, kvæntur Valgerði Bjarnadóttur og eiga þau fimm dætur. 2) Hans Stefán Gústavsson, garð- yrkjubóndi í Hveragerði, f. 16. des. 1930, hann á fimm börn. 3) Hafdís Gústavsdóttir, f. 13.9. 1937, gift Ingvaldi Rögnvalds- syni og eiga þau fimm börn. Hinn 12.8. 1944 giftist Hulda Eiríki Ágústi Sæland, garð- yrkjubónda, f. 28.4. 1922 í Hafnarfirði, d. 22. nóv. 2002. Foreldrar hans voru hjónin Stígur Sæland, lögregluþjónn í Hafnarfirði, f. 30.11. 1880, d. 21.4. 1974, og Sigríður Eiríks- dóttir Sæland, ljósmóðir í Hafnarfirði, f. 12.8. 1889, d. Hulda fæddist í Reykjavík og ólst þar upp þar til hún missti móður sína sjö ára gömul. Í þrjú ár fer hún á milli heimila, þar til hún fer að Hvammi í Holtum 1937, þar sem Hans yngri bróðir hennar var í fóstri. Henni var vel tekið í Hvammi og átti þar góð ár hjá Odd- björgu og Önnu, sem fóstruðu hana sem sína eigin dóttur fram að sextán ára aldri. Anna eignaðist son 1942, Kristin Guðnason, sem Hulda kallaði alla tíð uppeldisbróður sinn. Hulda var starfsstúlka hjá Sveini Björnssyni ríkisstjóra og Georgíu konu hans á Bessastöð- um sumarið 1943, þar sem hún kynntist Eiríki sem var garð- yrkjumaður á Bessastaðabúinu. Þau giftust 12.8. 1944 og settust að í Hafnarfirði, þar sem Eiríkur sinnti ýmsum störfum. Á árunum 1945-1946 ráku þau garðyrkjustöðina Hraunprýði á Nesjavöllum í Grafningi. Þann 1. maí 1948 flytjast þau í Biskupstungur, kaupa spildu úr jörðinni Stóra-Fljóti og reisa þar garðyrkjubýli, sem þau nefndu Sjónarhól en nafninu var seinna breytt í Espiflöt. Þar byggðu þau upp myndarlegt garðyrkjubýli og störfuðu að garðyrkju til ársins 1998, þegar þau fluttu á Selfoss. Hulda vann alla tíð við garð- yrkjuna. Útför Huldu fór fram í kyrr- þey frá Selfosskirkju 2. febrúar 2018. 8.10. 1970. Börn Eiríks og Huldu eru: 1) Sig- ríður Sæland, íþróttakennari á Selfossi, f. 27.5. 1944, gift Árna Er- lingssyni, bygg- ingameistara og kennara á Selfossi, þau eiga tvær dæt- ur; 2) Gústaf Sæ- land, garð- yrkjubóndi á Sólveigarstöðum í Biskupstungum, f. 7.12. 1945, kvæntur Elínu Ástu Skúladótt- ur garðyrkjubónda, þau eiga fjögur börn; 3) Stígur Sæland, fyrrum garðyrkjubóndi í Bisk- upstungum, f. 19.8. 1949, hann á þrjá syni, sambýliskona hans er Kristín J. Arndal; 4) Klara Sæland, húsmóðir í Þjóðólfs- haga í Rangárþingi ytra, f. 3.4. 1951, gift Haraldi B. Arngríms- syni, trésmið og fyrrverandi fangaverði, þau eiga tvo syni; 5) Sveinn Auðunn Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt í Biskupstungum, f. 29.10. 1954, kvæntur Áslaugu Sveinbjarnar- dóttur, garðyrkjubónda, og eiga þau þrjú börn; 6) Eiríkur Ómar Sæland, garðyrkjumaður í Reykjavík og fyrrverandi blómakaupmaður í Vest- mannaeyjum, f. 11.11. 1958, hann á tvö börn. Alls eru af- komendur Huldu og Eiríks 61. Ég er svo lánsöm að vera ein af þessum sem áttu heimsins bestu ömmu. Ömmu sem var með stórt hjarta, átti alltaf stund fyrir mig og gott fang til að kúra í og fá gott knús. Mörgum stundum var ég hjá ömmu og afa í sveitinni og fékk að vinna hjá þeim nokkur sumur í garðyrkjustöðinni þeirra á Espi- flöt og á þessum tíma leigðu þau tvær garðyrkjustöðvar til viðbótar í hverfinu. Eitt af því sem amma kenndi mér sem barn og ég hef ennþá gaman af var að ráða krossgátur. Mikið var maður vel fóðraður hjá henni ömmu, alltaf nokkrar gerðir af kökum með kaffinu og svo var maður sendur á kvöldin út í Kiddasjoppu að kaupa eitthvert gotterí fyrir kvöldið – það sem maður elskaði þessar ferðir því ég er mikill sælkeri eins og amma var. Amma var mikil blóma- og ræktunarkona og fékk maður að smakka á hinum ýmsu ávöxtum í garðskálanum hennar, amma var einnig mikið fyrir handverk og hannyrðir og held ég að flestir hennar afkomendur eiga málað postulín eftir ömmu og gat hún málað alveg fram undir það síð- asta, því hún var svo heppin, lán- söm, að mamma hafði sama áhuga svo þær máluðu saman. Þegar amma og afi fluttu á Sel- foss þá var ég svo heppinn að við bjuggum í sömu götu svo stutt var að fara til þeirra í spjall og nutu börnin mín góðs af þessari nábúð. Böðvar minn elskaði að fara til þeirra og seinna þegar afi var dá- inn voru þau tvö alveg ótrúlega miklir vinir og eyddu heilu dög- unum saman. Nú í seinni tíð eftir að við fluttum út í sveit og fengum okkur nokkrar kindur þá spurði amma alltaf um kindurnar og hafði mjög gaman af að fá fréttir í sauðburðinum og margar sögur sagði hún mér af því þegar hún bjó í Hvammi og hugsaði um kindurn- ar þar. Amma talaði oft um hvað halinn á sér væri orðin langur og meinti þá hvað afkomendurnir væru orðnir margir og mikið var hún stolt af halanum sínum þegar fyrsta langalangömmubarnið fæddist og stór titill bættist við hjá henni og náði hún að eignast nokkra afkomendur í fimmta lið áður en kallið kom. Það er alltaf sárt að kveðja þá sem maður elsk- ar og gott að geta huggað sig við margar góðar minningar sem ég á um ömmu og vita það að hún var hamingjusöm kona sem elskaði og var elskuð. Að lokum langar mig að þakka starfsfólkinu á Foss- heimum fyrir að hugsa svona vel um ömmu mína seinustu árin hennar. Rannveig Árnadóttir. Í dag kveðjum við ömmu Huldu, við kveðjum hana með tár- um en ég veit það vel að nú eru amma og afi sameinuð á ný og geta hlegið saman og farið saman yfir liðna tíð. Ég naut þeirra forréttinda að alast upp með ömmu í næsta húsi og eru minningarnar ótalmargar. Það er gaman að fylgjast með börnunum hjá Axel bróður en þau alast upp við sömu forréttindi og við gerðum, að hafa afa og ömmu í næsta húsi, og maður sér okkur systkinin í hans börnum. Amma var ekki bara amma mín því hún var amma allra vina minna og krakka í þorpinu okkar Reyk- holti, en hún var ávallt kölluð amma Hulda af öllum krökkum í hverfinu. Við krakkarnir fórum í ótal ferðir að eldhúsglugganum hennar og báðum um nammi sem hún átti oftast handa okkur. Amma skilur eftir sig marga fallega hluti fyrir okkur og það er virkilega gaman að eiga handmál- að postulín eftir hana, en það eru minningarnar sem hún skilur eftir sig sem eru ómetanlegar. Takk fyrir allt, elsku amma, þín minning lifir. Þinn sonarsonur Ívar Sæland. Elsku amma, þá er komið að næsta ferðalagi, draumurinn sem mig dreymdi viku áður en þú kvaddir þennan heim var þannig að þú og afi stóðuð inn í hjónaher- bergi á Espiflöt og voruð búinn að pakka niður í töskur og ég spurði hvert þið væruð að fara og afi svar- aði það kemur í ljós og brosti. Jæja, þá eruð þið lögð af stað. Minningarnar eru margar og góðar þar sem við bræður bjugg- um við hliðina á ykkur og nutum þess heiðurs að hafa ykkur svo nærri. Garðurinn á Espiflöt bar þess merki hver hugsaði um hann, þar kenndi ýmissa grasa enda fékk hann verðlaun fyrir fegursta garðinn. Þú varst með græna fing- ur og mikið var alltaf gaman að líta inn í garðskálann þinn sem var æðislegur og minnti mann á út- lönd. Eftir að þú fluttir á Selfoss voru heimsóknirnar margar og eftir að stelpurnar fæddust mátt ekki keyra í gegnum Selfoss nema að heimsækja langömmu, þær sáu sko til þess stelpurnar, þær elsk- uðu þig innilega og það tók mjög á þær þegar þær fengu fréttirnar um að þú værir farin. Heimsókn- irnar voru margar og oft ræddum við gamla daga, eitt skiptið sagð- irðu okkur hvernig lífshlaup þitt var frá því þegar þú misstir mömmu þína sjö ára gömul, sú saga fær mann enn til að fella tár, enda sér maður hversu dýrmætt það er að geta búið í foreldrahús- um og eiga ætíð fölskyldu sína að, enda áttu börnin þín alla þá ást og umhyggju frá þér sem þú sjálf hefðir vilja njóta í þínum uppvexti. Það er margs að minnast enda árin mörg og sögurnar fleiri, það var æðislegt að alast upp í Bisk- upstungunum og geta leikið sér hvar sem var og enginn þurfti að hafa áhyggjur og eiga þig að var enn betra. Elsku, elsku amma, takk fyrir allt og allt, og gangi þér og afa vel í ferðalaginu, þú kemur þér örugglega upp garðskála sem afi lemur upp í snarhasti. Sigurjón Sæland, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Elsa Sæland, Sólrún Tinna Sæland. Hulda G. Sæland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.