Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Björgunarsveitir stóðu í ströngu í óveðrinu sem geisaði í gær. Dagurinn byrjaði eldsnemma hjá björgunar- sveitarmönnum á Suðurlandi. Þjóð- veginum var lokað frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni klukkan fimm í gær- morgun en austast á Suðurlandi var veður mjög slæmt sem og á austan- verðu suðvesturhorninu. Um tíma voru allflestir vegir í upp- sveitum Árnessýslu ásamt Hellis- heiði, Þrengslum og Suðurstrandar- vegi lokaðir en mikið var um útköll beggja vegna Hellisheiðar. Fjöldi bíla sat fastur í Þrengslum á tíunda tím- anum en um svipað leyti var bíl ekið á kyrrstæðan björgunarsveitarbíl sem sinnti vegalokunum á gatnamótum Þrengsla og Hellisheiðar. Mjög slæmt skyggni var þegar slysið varð. Austanmegin heiðarinnar rigndi inn verkefnum til björgunarsveita vegna bíla í vandræðum í Ölfusi og milli Hveragerðis og Selfoss en fjöldi bíla fór út af veginum. Veður gekk hratt niður upp úr hádegi en björg- unarsveitarmenn fylgdu bílalestum frá Þingvöllum síðdegis í gær þar sem 150 strandaglópar höfðu safnast saman í þjónustumiðstöðinni. Erilsamt og vegir lokaðir  Bílar fastir og fólk í vandræðum í ófærðinni í gær Morgunblaðið/Hari Lokanir Vegum hefur víða verið lokað undanfarna daga vegna veðurs. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þau taka gleði sína á ný. Það er haugur núna á bílastæðinu og við ætlum að bæta á hann mjúk- um snjó,“ segir Sigmundur Þorgrímsson, bæj- arverkstjóri á Húsavík, um snjóhrúgu á bíla- stæði Borgarhólsskóla sem framkvæmdanefnd bæjarins hefur samþykkt að verði ekki fjarlægð við snjóhreinsun starfsmanna áhaldahúss bæj- arins. Nemendur Borgarhólsskóla höfðu samband við sveitarfélagið Norðurþing um að breytingar yrðu gerðar á snjóhreinsun á skólalóðinni. Vildu þau fá að halda uppsöfnuðum snjó sem til fellur við snjómokstur en er venjulega ekið í burtu. Þau leika sér á hrúgunni. Málið var tekið fyrir í framkvæmdanefnd Norðurþings og afgreitt með manneskjulegum hætti: „Framkvæmdanefnd þakkar nemendum Borgarhólsskóla fyrir erindið og felur fram- kvæmda- og þjónustufulltrúa að tala við menn- ina sem taka snjóinn og segja þeim að hætta því svo krakkarnir geti leikið sér.“ Sigmundur er maðurinn sem stjórnar mönn- unum sem taka snjóinn. Hann fagnar frumkvæði krakkanna og segir að starfsmenn áhaldahúss- ins hafi gaman af þessu máli. Hann segir sjálf- sagt að leyfa haugnum að standa svo krakkarnir geti leikið sér. Börnin gera holur í hauginn og renna sér niður hann. Sigmundur segir nauðsyn- legt að færa hauginn í öryggisskyni, svo börnin renni ekki inn á bílastæðið. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Segja mönnunum sem taka snjóinn að hætta Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar sendu frá sér ályktun í gær þar sem stéttarfélagið hvetur verka- lýðshreyfinguna til að nýta sér ákvæði í kjarasamningum aðildar- félaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins með því að segja upp gildandi kjarasamning- um í febrúar. „Það er ef Samtök at- vinnulífsins fallast ekki á að leið- rétta forsendubrest og þá misskiptingu sem endurspeglast í launahækkunum til annarra hópa launafólks umfram félagsmenn ASÍ,“ segir í ályktun félagsins. Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) birti á heimasíðu sinni í gær nið- urstöður viðhorfskönnunar þar sem fram kemur að meirihluti fé- lagsmanna vill segja upp kjara- samningum. Kjararáð forsendubresturinn Á heimasíðu félagsins segir að félagsmenn vilji segja samningnum upp vegna skýrs forsendubrests. Kristján Þórður Snæbjörnsson, for- maður RSÍ, segir að kjararáð hafi valdið þeim forsendubresti. „For- sendubresturinn varð fyrir ári þeg- ar menn voru að meta kjarasamn- inga sem þá var búið að gera. Þar voru tveir til þrír kjarasamningar sem lágu til grundvallar og gerðu það að verkum að við gátum frest- að þessu mati til ársins í ár. Aðal- ástæðan fyrir því að menn eru ósáttir eru úrskurðir kjararáðs og hvernig þeir hafa úrskurðað á síð- ustu árum til útvalinna hópa innan æðstu stétta innan ríkisins,“ segir Kristján og bætir við að þær hækk- anir valdi aukinni stéttaskiptingu. „Menn eru ekki tilbúnir að sætta sig við það að stéttaskipting sé að aukast á meðan ástandið er eins og það er. Þar af leiðandi telja þeir að það sé betra að setjast að samn- ingaborðinu og sækja einhverjar hækkanir fyrir okkar menn.“ Félag vélstjóra og málmtækni- manna (VM) býst við því að taka ákvörðun fyrir lok mánaðarins um hvort segja eigi upp samningum. „Við erum ekki komnir með neina niðurstöðu í þetta ennþá. Við vor- um að vinna í því að funda með trúnaðarmönnum í síðustu viku og erum að fara í stærri fyrirtæki og heyra í félagsmönnum okkar,“ seg- ir Guðmundur Ragnarsson, formað- ur VM. „Þegar línurnar fara að skýrast boðum við fulltrúaráðið okkar á fund þar sem tekin verður ákvörðun um þetta.“ Vilja segja upp kjarasamningum  Framsýn hvetur aðildarfélög ASÍ til að segja upp kjarasamningum fyrir lok mánaðarins  Meirihluti félagsmanna RSÍ vill einnig segja upp kjarasamningum 1,3% launa- hækkun hjá BSRB  Afturvirkt vegna launaskriðs hjá öðrum Félagsmenn BSRB sem starfa hjá ríkinu mega búast við því að fá 1,3% launahækkun greidda aftur- virkt frá 1. jan- úar 2017 um næstu mánaða- mót. Aðildar- félög BSRB ákveða hvert fyrir sig hvernig launa- hækkunin kemur til framkvæmda og ætti slíku, að sögn Elínar Bjargar Jónsdóttur, formanns BSRB, að vera lokið fyrir lok mánaðarins. Launahækkunin kemur til vegna ákvæðis í rammasamkomulagi um að félagsmenn BSRB myndu fá það launaskrið sem yrði á almennum vinnumarkaði umfram launaskrið á hinum opinbera vinnumarkaði. „Þetta er fyrsta mælingin sem gerð er á þessu tímabili og hún er þannig að starfsmenn ríkisins sem eru í BSRB eiga að fá að meðaltali 1,3% hækkun. Þetta átti að liggja fyrir 1. janúar 2017 og þess vegna er þetta afturvirkt,“ segir Elín en gild- istíminn var festur fyrirfram. Laun félagsmanna BSRB sem starfa hjá sveitarfélögum taki hins vegar ekki breytingum. Ástæðan sé sú að laun starfsmanna sveitarfélaga hafi hækkað meira en laun á almenn- um vinnumarkaði á árunum 2013 til 2016. Segir á vef BSRB að launaþró- unin verði mæld áfram og leiðrétt vegna áranna 2017 og 2018 ef tilefni reynist til þegar þær tölur liggi fyrir. mhj@mbl.is Elín Björg Jónsdóttir Eldingar dundu yfir Mýrdalssand og nágrenni seinnipartinn í gær og segir Óli Þór Árnason, veðurfræð- ingur hjá Veðurstofu Íslands, ekki oft sem svo mikið sjáist af eldingum á svo afmörkuðu svæði. „Það var frekar staðbundinn bakki að ryðja úr sér töluverðu af eldingum,“ segir Óli Þór en mestu eldingarnar voru á milli 17 og 19. Eldingarnar náðu um tíma rétt suð- ur af Hornafirði. „Yfirleitt fylgir þetta élja- eða skúragörðum sem myndast í suðvestanátt,“ segir Óli Þór en í gær var þó undantekning á enda sterk austanátt. ash@mbl.is Eldingar geisuðu yfir Mýrdalssandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.