Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Frá morgnifyrir allafjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Laugarnar í Reykjavík NÆRING FYRIR LÍKAMA OG SÁL Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Meiriháttar breytingar liggja í loftinu svo þú þarft að undirbúa þig vel. Allir leggja sig fram við að geðjast öllum, virðist vera. 20. apríl - 20. maí  Naut Hafðu stjórn á skapi þínu og forðastu að hlaupa á eftir hverri hugdettu. Þú munt rekast á einhver ummæli, sem hafa mikil áhrif á þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þegar orkan heima fyrir er öll í rugli, reynir makinn að koma skikki á hlutina. Ein- hver missir stjórn á sér vegna vanlíðanar eða mikillar vinnu eða af of miklum áhyggjum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt þú berir ábyrgð þýðir það ekki að þú þurfir að gera allt sjálfur og megir ekki þiggja aðstoð. Ef þú einbeitir þér að viðtök- unum eyðileggur það fyrir tjáningunni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ný ævintýri geta birst þér ef þú hefur kjark til þess að brjóta upp venjur hversdags- ins. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að segja það sem þig langar til að segja við fólk. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einhver gamall kunningi lætur í sér heyra og skilaboðin koma róti á hug þinn. Kannaðu hvort það sé ótti þinn sem truflar þig að þessu sinni og reyndu að yfirvinna hann. 23. sept. - 22. okt.  Vog Allt sem tengist vinnunni og vinnuum- hverfinu ætti að breytast til batnaðar á næst- unni. Láttu það ekki slá þig út af laginu, þótt með þér sé fylgst í starfi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Flanaðu ekki að neinu, heldur tékkaðu af alla hluti og hafðu þitt á hreinu þegar þú grípur til aðgerða. Leyfðu ástvinum að eiga í sínum átökum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Mundu að það er fortíðin sem kom þér þangað sem þú ert í dag. Fólk er til í að vinna með þér, allt sem þú snertir verður að gulli. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hugmyndir yfirboðara verða þér hvatning til að gera endurbætur í vinnunni. Haltu fólki í þeirri fjarlægð sem þú vilt því engan varðar um þína einkahagi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gefðu þér tíma til að velta því fyrir þér hvað skiptir þig mestu máli í lífinu. Næstu vikurnar er tilvalið að sækja um lán eða styrki. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur ákveðnar hugmyndir en vinir þínir vilja draga úr framkvæmdagleði þinni. Hugsanlegt er að þú fáir hugmynd um nýtt lífsviðurværi eða viðfangsefni í dag. Áþriðjudaginn var hátíð í Fríðu-húsi og boðið upp á þorramat. Þangað kom Gerður Bolladóttir tón- listarkennari og skemmti okkur með þjóðlagasöng. Hún lék sjálf undir á kantele, finnskt strengjahljóðfæri. Þetta var ánægjuleg stund. Gerður hefur fallega rödd og fer vel með texta eins og faðir hennar séra Bolli gerði. Og gamlir húsgangar rifjuðust upp, þessir undir þingeysku kvæðalagi: Senn er komið sólarlag, sést á norðurheiðum; líður á þennan dýrðardag; drottinn stýri leiðum. Senn er komið sólarlag sést á norðurfjöllum; eftir þennan dýrðardag drottinn hjálpi oss öllum. Senn er komið sólarlag, sendi oss drottinn friðinn og oss gefi annan dag eftir þennan liðinn. Fleiri stökur eru í þessum dúr. Þessa gömlu alþýðuvísu söng Gerð- ur undir skagfirsku lagi: Syngur lóa í laufgum mó, lipurt spói vellur, gaggar tóa í klettakró, krummahróið gellur. Alkunnan húsgang rifja ég upp úr annarri átt, sem séra Bjarni segir að sé sunginn undir kvæðalagi sem er kennt við Árna „gersemi“: Vinnukona fór í fjós, fór að mjólka í bolla; steypti niður og slökkti ljós. Stattu, kýrin Kolla! Hér er „ein af hinum mörgu lífsleið- inda-vísum vorum“: Flest ágæti förlast mér fást ei bætur kífsins; hverjum sætir að ég er argintæta lífsins? Margt var kveðið við börnin, – sumt gott og fallegt: Góðu börnin gera það guð að lofa og biðja, læra að stafa og lesa á blað, líka margt gott iðja. Svo er önnur alþýðuvísa, – gagn- stæð þessari: Illu börnin iðka það: æpa, skæla og hrína; hitt og þetta hafast að, heimta, brjóta og týna. Ekki veit ég hvort það er við hæfi á sprengidegi að rifja upp grautarvísu, gamlan húsgang: Góður þykir mér grautur méls, gleður hann svangan maga; en sé hann gerður úr soðinu sels svei honum alla daga! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Alþýðuvísur og húsgangar „ÞÚ TÓKST ÞESSAR AÐ LÁNI FYRIR MINNA EN KLUKKUTÍMA. REYNDIRÐU NOKKUÐ AÐ LESA ÞÆR?“ „ÉG VEIT AÐ ÞÚ VILDIR FÁ PAKKA AF FISKIFINGRUM, EN ÞETTA VAR ALLT SEM ÞEIR ÁTTU TIL!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að setja afmæliskortið hennar í póst viku fyrir tímann. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann BÓKASAFN SKIL M- MJÁ! BERGMÁL BERGMÁL BERGMÁL LEYFÐU MÉR AÐ KLÁRA! HRÓLFUR, FÖRUM Í VERSLUNARFERÐ! ÓKEI! LEGGJUM Í HANN! ENGAR ÁHYGGJUR HELGA! ÞETTA ER ÖRUGGARA EN SVARTIR FÖSTUDAGAR! Boðið var upp á bollur í mötuneyt-inu á mánudaginn. Víkverji, sem sjálfur hefur verið bolla mestalla sína ævi, ætlaði sér nú ekki að fá sér eina en fyrir jafningjaþrýsting og græðgi lét hann bugast. Víkverja reyndist þó auðveldara að standast freistinguna en mörgum öðrum því að það eina sem í boði var voru vatnsdeigsbollur sem Víkverji hefur einhvern veginn aldrei komist upp á lag með að borða. x x x Víkverji hélt að hann hefði sloppiðlétt frá vikunni en hafði að sjálf- sögðu steingleymt því að eins og dagur fylgir nótt fylgir sprengidag- ur bolludegi. Víkverji elskar saltkjöt í spað. Víkverji gæti líklega borðað saltkjöt oft á ári en hefur sætt sig við það að það er ekki samfélagslega ásættanlegt nema þennan eina dag á ári. Víkverji lét því vel til sín taka, bæði í hádeginu og um kvöldið. Lík- lega hefur Víkverji borðað nóg til þess að endast honum út vikuna, ef ekki lengur, en það mun víst vera til- gangur dagsins. Víkverji hefur þó aldrei látið verða af því að „kveðja kjötið“ með sprengidegi, enda gæti hann þá nánast sleppt því að borða. x x x Öskudagur er hins vegar lítið í há-vegum hafður hjá Víkverja. Hann minnist þess þó að hafa klætt sig upp í grímubúning eins og aðrir á þessum degi í fyrndinni. Hann tekur hins vegar eftir því að á seinni árum er sem sumir vilji blanda öskudegi saman við hrekkjavökuna þar sem áherslan er að fólk klæði sig í óhugn- anlega búninga. Þannig tók Víkverji eftir því að einn krakkinn sem hann sá á öskudag hafði klætt sig eins og norn og annar hafði makað andlitið út í leikhúsblóði. Víkverji ætlar að taka enn eitt skrefið í áttina að því að verða miðaldra og segja þetta ekki eitthvað sem hann styðji. x x x Víkverja er þó alveg ljóst að meðþví er eins og hann sé að öskra á skýin til þess að kvarta undan þeim. Enda getur Víkverji lítið gert til að breyta því að tímarnir breytist og mennirnir með. Og líklega er það bara best þannig. vikverji@mbl.is Víkverji En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. (Jóh: 1.12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.