Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Með sölu Sigurðar Pálma Sigur- björnssonar og fjölskyldu á hlut í Sports Direct lýkur viðskiptafléttu sem hófst 2012. Málið varðar verslun Sports Direct í Kópavogi. Móðurfélag þeirrar verslunar, Rhapsody Investments (Europe), er skráð í Lúxemborg. Félagið varð til 2009 þegar nafni annars félags var breytt. Ingibjörg Stefanía Pálma- dóttir, móðir Sigurðar Pálma, kom í stjórn Rhapsody Investments árið 2012. Félag henni tengt, Guru Invest S.A., var skráð fyrir 27% hlut og Sig- urður Pálmi fyrir 33% hlut þegar hlutafé var aukið 2012. Fjallað var um Guru Invest í tengslum við Panama-skjölin. Fóru úr stjórn félagsins Á föstudaginn var barst svo til- kynning til fyrirtækjaskrár Lúxem- borgar um að þau mæðgin væru far- in úr stjórn félagsins. Þá kom fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins í gær, að Mike Ashley, aðaleigandi Sports Direct-keðjunnar, hefði keypt 60% hlut Sigurðar Pálma og fjölskyldu í verslun Sports Direct á Íslandi. Haft var eftir Sigurði Pálma að kaupverðið væri trúnaðarmál. Sagt var frá því í Morgunblaðinu í ágúst að Ashley hygðist fara með deilu við Sigurð Pálma og Ingibjörgu fyrir dómstóla. Vísað var til fréttar í Lundúnablaðinu Times. Fjallaði blaðið um meintar vanefndir Ingi- bjargar Stefaníu og Sigurðar Pálma. Hafði Fréttablaðið eftir Sigurði Pálma að deilan hefði verið leyst. Takmarkaðar upplýsingar hafa birst um afkomu Rhapsody Investments í fyrirtækjaskrá Lúxemborgar. Þar hafa fyrst og fremst birst tilkynn- ingar um breytingar á stjórn (sjá tímaás hér fyrir ofan). Samhliða stofnun félagsins í Lúx- emborg var stofnað félag um rekstur Sports Direct á Íslandi, NDS ehf. Verslunin var fyrst á Smáratorgi en var svo flutt í Lindir. Skömmu fyrir frystingu eigna Meðal stjórnarmanna í Rhapsody Investments var Jeffrey Ross Blue. Fjallað var um aðkomu Ross Blue að öðru félagi, Bohemian Partners, á forsíðu Fréttablaðsins 31. júlí 2010. Þar sagði að Jón Ásgeir Jóhannes- son, eiginmaður Ingibjargar Stefan- íu, hefði millifært rúmar 110 millj- ónir króna degi eftir að eignir hans voru kyrrsettar í Bretlandi 11. maí 2010. Orðrétt sagði í fréttinni: „Færð voru rúm 585 þúsund pund til tveggja breskra fyrirtækja, Aspiring Capital Partners LLP og Bohemian Partners LLP. Forsvars- menn fyrirtækjanna eru nánir sam- starfsmenn Jóns Ásgeirs, Tina Mar- ee Kilmister og Jeffrey Ross Blue, einn af fyrrverandi stjórnendum Baugs. Fjárhæðirnar hafa nú verið kyrrsettar,“ sagði m.a. í fréttinni. Fram kom í Morgunblaðinu í ágúst að miðað við tífaldan hagnað Sports Direct á Íslandi árið 2016 eftir skatta mætti ætla að verðmæti verslunarinnar væri um 690 milljón- ir. Fréttablaðið nefndi hærri tölur. Þá urðu þau tíðindi hjá Jóni Ás- geiri í haust að keðja breskra kjöt- verslana sem tengdist honum var tekin til gjaldþrotaskipta. Um það er fjallað hér til hliðar. Sports Direct-fléttu lokið  Sigurður Pálmi og fjölskylda selja hlut sinn í verslun Sports Direct í Kópavogi  Breskar kjötbúðir í Lundúnum tengdar Jóni Ásgeiri teknar til gjaldþrotaskipta Morgunblaðið/Árni Sæberg Skógarlind 2 Verslun Sports Direct í Kópavogi hefur skilað hagnaði. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson Mike Ashley Jón Ásgeir Jóhannesson Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Rhapsody Investments (Europe) S.A. í Lúxemborg (móðurfélag Sports Direct á Íslandi) Heimild: Fyrirtækjaskrá Lúxemborgar Nafni félagsins breytt í Rhapsody Invest- ments (Europe) S.A. 28. maí 2009 Félagið Zel S.A. stofnað 16. maí 2006 Karim Van Den Ende kemur í stjórn félags- ins. Hann kom á sínum tíma að stofnum félagsins sem stofnaði Moon Capital. Það félag fór með eignarhlut í 365 miðlum 16. júní 2011 Tina Kilmister kemur í stjórn í stað Van Den Ende 3. febrúar 2012 Kilmister fer úr stjórn en í stað koma Jeffrey Ross Blue, Bob Mellors, Dave Forsey og Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir 19. júní 2012 Fin- Contrôle S.A. hættir að sjá um bókhald 17. maí 2013 Bob Mellors hættir í stjórn 13. ágúst 2014 Jeffrey Ross Blue hættir í stjórn en í stjórnina koma Sig- urður Pálmi Sigurbjörns- son og Justin Barnes fyrir Guru Invest, skv. tilkynn- ingarskjali 9. apríl 2015 Dave Forsey hættir í stjórn en í staðinn kemur Rachel Stockton 12. júlí 2017 Sigurður Pálmi og Ingibjörg Stefanía hætta í stjórn og Adegoke Adedotun Ademola kemur í staðinn 9. febrúar 2018 Hlutafé auk- ið í 460.970 evrur með útgáfu 1.387 nýrra hluta að verðmæti 310 evrur hver 13. ágúst 2012 Hluthafar 2012* Hlutir Hlutfall Jeffrey Ross Blue 208 15,0% Sportsdirect.com S.A. 347 25,0% Guru Invest S.A. 374 27,0% Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson 458 33,0% Alls 1.387 *Hluthafaskrá virðist ekki hafa verið uppfærð. Samkvæmt Times seldi Blue hlut sinn til Sports Direct árið 2015. TIL LEIGU Skipholt 31 – 105 Reykjavík Skrifstofuhúsnæði 2. og 3. hæð hússins Stærð samtals 1.200 fm. Virðisaukaskattslaust. Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Allar nánari upplýsingar veitir: Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í síma 824-6703. Laust strax. Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Til leigu 242 fm. skrifstofuhúsnæði á efstu hæð við Strandgötu í Hafnarfirði. Húsnæðið getur hentað fyrir ýmsa starfsemi. Frábært útsýni er yfir höfnina. Laust 1. apríl. Ekki vsk. húsnæði. Húsnæðið skiptist í stóran sal, móttöku, 4 skrifstofur og fundarherbergi. Útgangur er út á svalir úr einni skrifstofu. Húsnæðið er stúkað niður með léttum veggjum og því er auðvelt að breyta veggjaskipan. Dúkur er á gólfum og lagnastokkar með veggjum. Lyfta. Sameiginlegur þakgarður er við húsið. Fjöldi bílastæða er við húsið. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 TIL LEIG Strandgata 75 – 220 Hfj. Gerð: Skrifstofuhæð Stærð: 242 m2 Leiguverð: Tilboð Allar nánari upplýsingar veitir: Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur, löggiltur fasteignasali og löggiltur leigumiðlari 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Samkvæmt bresku fyrirtækjaskránni var félagið Muddy Boots Real Foods Limited tekið til gjaldþrotaskipta fyrir áramót. Fé- lagið var stofnað 22. október 2008. Samkvæmt bresku fyrirtækjaskránni skuldaði Muddy Boots kröfuhöfum um 481 þúsund pund. Þar af skuldaði félagið 127,5 þúsund pund til South Molton Capital. Það félag hét áður Guru Capital. Guru Capital var hluthafi í Muddy Boots Real Foods samkvæmt árs- skýrslu um félagið 2015. Þá sagði í ársskýrslu Guru Capital 2015 að félagið var í eigu Guru Invest og Jóns Ásgeirs. Hann var þá einn stjórnenda Muddy Boots. Jón Ásgeir hætti í stjórn 2016 og í staðinn kom Jón Skaftason. Tengsl við Panama-félag Fram kom í fyrirtækjaskrá Lúxemborgar (27.8. 2012) að Guru Invest var hluthafi í móðurfélagi Sports Direct á Íslandi. Heimilisfang Guru Invest var hjá höfuðstöðvum Mossack Fonseca í Panama. Hjónin Roland og Miranda Ballard stofnuðu Muddy Boots. Félagið seldi kjöt en fram kom á vef þess á sínum tíma að það seldi m.a. til 140 stór- markaða Waitrose í Bretlandi og vef- verslunar Ocado. Lundúnablaðið The Daily Tele- graph ræddi við Miröndu haustið 2013. Sagði hún hjónin hafa afþakkað samstarf við Tesco-keðjuna, þá stærstu á breskum matvörumarkaði. The London Evening Standard sagði frá því í nóvember að Ballard- hjónin hefðu sett ævisparnaðinn í Muddy Boots. Verslanirnar hefðu verið orðnar fimm og áform um að opna fleiri. Tugir myndu missa vinn- una við gjaldþrotið. Keðja með vandaðar kjötvörur  Sögu Muddy Boots Foods lokið Keðjan seldi m.a. borgara. Fulltrúar sveitarfélagsins Árborgar munu óska eftir frekari upplýsingum frá yfirvöldum samgöngumála um hugmyndir um vegtolla á nýja brú yfir Ölfusá, segir Ásta Stefánsdótt- ir, framkvæmda- stjóri sveitarfé- lagsins. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu á dög- unum telur Sig- urður Ingi Jó- hannsson sam- gönguráðherra til greina koma að innheimta tolla á ákveðnum nýjum vegum sem byggð- ir verði á næstu árum. Kanna verði kosti einkaframkvæmda og -fjár- mögnunar og ef skynsamlegar út- færslur finnist sé ekkert útilokað. Fyrir öllu sé þó að gæta alls jafn- ræðis – og uppbygging í vegamálum þurfi að vera hraðari en verið hefur. Í þessu tilliti telur samgönguráð- herra til greina koma að bygging nýrrar Ölfusábrúar, sem er á sam- gönguáætlun og til stendur að reisa á næstu árum, verði fjármögnuð með veggjöldum. Hafi vegfarendur þá áfram þann valkost að fara um nú- verandi brú yfir Ölfusá í miðbænum á Selfossi eða þá nýju brúna sem verður nokkuð fyrir ofan bæinn og mun liggja yfir svonefnda Efri- Laugardælaeyju. „Áform eða hugmyndir um gjald- heimtu hafa ekki verið kynnt fyrir bæjaryfirvöldum, fyrir utan það sem lesa hefur mátt í fjölmiðlum að undanförnu. Samráð um allt svona við heimamenn á hverjum stað er þó nauðsynlegt,“ segir Ásta Stefáns- dóttir. Hún bendir á að bæjarráð Ár- borgar hafi lagst gegn hugmyndum um vegtolla á Suðurlandsvegi, sem komu til umræðu á síðasta ári vegna hugmynda sem Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngumála í fyrri ríkis- stjórn, setti fram og var með í vinnslu. „Í ályktun okkar í fyrra bentum við á að skattlagning á einstaka leið- um og vegum gengi gegn jafnræði. Ríkissjóður hefur nú þegar umtals- verðar tekjur af bílum og umferð um vegi landsins. Þessi sjónarmið gilda enn og ég tel að nú þurfi að skoða fjármögnun vegakerfisins heildsætt, en ekki taka einstakar leiðir út fyrir sviga með hugsanlega tilheyrandi út- gjaldaauka fyrir þá sem búa við þá vegi,“ segir bæjarstjórinn í Árborg. Efast um tolla á Ölfusárbrú  Gegn jafnræði  Vilja upplýsingar Ásta Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.