Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 28
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Minningargreinar 28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 ✝ Óli Jón Boga-son fæddist í Reykjavík 17. apr- íl 1930. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 6. febr- úar 2018 eftir stutt veikindi. Foreldrar hans voru Bogi Theó- dór Björnsson frá Kálfshamarsvík á Skaga, f. 1903, d. 1968, og Sigrún Jónsdóttir, f. í Höfnum á Skaga 1896, d. 1970, ólst upp á Brúarlandi á Skagaströnd ásamt fjölskyldu sinni. Óli átti fjögur systkini, þau eru Birna Sólveig, Jóhann Örn, Þorgerður Una og Guð- ríður sem er ein eftirlifandi systkinanna. Óli ólst upp á Skagaströnd, þangað fluttist hann með for- eldrum sínum aðeins þriggja vikna gamall. Fjölskyldan fluttist til Akraness í tvö ár þar sem Óli fermdist. Óli kvæntist Erlu Guðrúnu Lár- usdóttur, f. 8. maí 1936, d. 24. ágúst 1995. Þau hófu búskap á Hann var fyrst háseti en frá 20 ára aldri starfaði hann sem skipstjóri á bátum frá Skaga- strönd. Óli kynntist eiginkonu sinni á Skagaströnd. Þau bjuggu á Akranesi frá árinu 1955 til 1957, fluttust þá aftur til Skagastrandar til 1966 og síðan til Keflavíkur. Óli fór í Sjómannaskólann árið 1959 til 1960 og eftir það var hann skipstjóri á bátum frá ýmsum stöðum, þar á með- al frá Sandgerði og Keflavík. Árið 1966 var Óli með Húna frá Skagaströnd sem var seld- ur til Keflavíkur og flutti fjöl- skyldan í kjölfarið suður og hann gerðist skipstjóri hjá nýjum eigendum. Óli keypti í félagi við tvo aðra menn 50 tonna bátinn Sæþór KE 70 og gerðu þeir út í áratug. Eftir að Sæþór var seldur starfaði Óli við skipstjórn á ýmsum bátum og í byggingarvinnu á sumrin. Hann vann svo við bensínafgreiðslu á Aðalstöð- inni í Keflavík til ársins 1998. Hann kynntist eftirlifandi sambýliskonu sinni Ásthildi árið 1996 og fluttust þau í íbúð á Nesvöllum árið 2017. Útför Óla fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 15. febrúar 2018, klukkan 14. Skagaströnd árið 1953 og eignuðust fjögur börn: 1) Heiðar Theodór, f. 1954, d. 2001, maki Ragna Sveinsdóttir, f. 1956, börn þeirra eru Jóhann, Erla Ösp og Heiðar Theódór. 2) Grétar Ólason, f. 1956, maki Þórunn Sig- urðardóttir, f. 1957, börn þeirra eru Elva Sif, Sigurður Markús, Grétar Þór og Erla Guðrún. 3) Sólveig Óladóttir, f. 1960, maki Kristinn Kára- son, f. 1959, börn þeirra eru Óli Jón, Kara, Viðar og Alda. 4) Valþór Ólason, f. 1961, börn hans eru Aðalheiður Ásdís, Guðrún Ósk og Safír Steinn. Sambýliskona Óla síðasta 21 árið er Ásthildur Árnadóttir, f. 2. september 1938. Langafabörnin eru orðin 24. Óli ólst upp á Skagaströnd og fór 10 ára gamall fyrst á sjó, þá með eldri bróður sín- um, en Óli stundaði sjó- mennsku frá 15 ára aldri. Í dag kveð ég hann yndislega pabba minn hinstu kveðju, en hann kvaddi þennan heim þriðju- daginn 6. febrúar á Landspítal- anum í Fossvogi eftir stutt veik- indi. Einhvern veginn kippti ég mér ekki mikið upp við það ef pabbi var á leiðinni á sjúkrahús- ið; hann er svo sterkur að hann hristir allt af sér eins og hann er búinn að sýna okkur öllum und- anfarin ár, en einhvern tímann kemur að þessu hjá okkur öllum. Pabbi minn lifði yndisleg átta- tíu og sjö ár, átti mörg barnabörn og barnabarnabörn og sinnti þeim öllum mjög vel, er ég svo þakklátur fyrir allar þær stundir sem ég hef átt með honum. Ég vil þakka öllu því yndislega starfsfólki Landspítalans sem kom að umönnun pabba, fyrir allt sem það gerði fyrir hann á hans stuttu sjúkrahúslegu, algjörar hetjur þar á ferð. Margar minningar koma upp í hugann núna, þegar þú ert horf- inn á braut og enginn pabbi leng- ur til að leita til þegar maður er að gera eitthvað sem varðar smíðar eða bara hvað sem er. Ég gleymi ekki öllum ferðalög- unum sem þú fórst með okkur fjölskylduna í, bæði vorum við í tjaldi og með hjólhýsið úti um allt og á Laugarvatni, einnig í sum- arbústaðnum sem við byggðum öll saman við Kóngsveg í Þrasta- skógi. Fórnfýsnin og æðruleysið er nokkuð sem maður man alltaf vel eftir hjá pabba, hann var ljúf- mennskan og hjálpsemin upp- máluð og alltaf reiðubúinn að hjálpa, alveg sama hvað það var, alltaf varst þú tilbúinn og mættir á staðinn með bros á vör og með allar græjur meðferðis. Hver getur siglt þó að blási ei byr, bát sínum róið án ára? Hver getur kvatt sinn kærasta vin, kvatt hann án sárustu tára? Ég get siglt þó að blási ei byr, bát mínum róið án ára. En ekki kvatt minn kærasta vin, kvatt hann án sárustu tára. (Þýð. Hulda Run. frá Hlíð.) Elsku Addý mín, hugur minn er hjá þér, megi góður guð styrkja þig og þína á þessari stundu. Elsku pabbi minn, þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Mér þykir óskaplega sárt að þú sért farinn en um leið og ég kveð þig lofa ég þér að minnast þín með því að halda áfram að fylgja góðum lífsgildum og vera góður strákur. Betri föður er ekki hægt að óska sér að hafa átt, þér verður tekið með opnum örmum af mömmu og Heiðari bróður við komuna í Sumarlandið. Ég mun alltaf sakna þín og ykkar, elsku pabbi minn. Hvíldu í friði. Þinn sonur Valþór. Það er sárt að hugsa til þess að pabbi minn sé farinn, já farinn frá okkur. Hann var mín stoð og stytta í öllu, kenndi mér margt og hvernig maður, maður ætti að vera. Það er skrítið að hugsa til þess að hann kíki ekki aftur í kaffisopa til okkar á Týsvellina. Við Þórunn keyptum okkur ný- lega atvinnuhúsnæði þar sem átti eftir að gera ýmislegt, það var ekki að spyrja að því, áhugann vantaði ekki hjá pabba. Hann hafði mikinn áhuga á að fá að hjálpa okkur og var að koma í tíma og ótíma til að fylgjast með framkvæmdum. Pabbi átti að fara inn á Land- spítalann á þriðjudagsmorgun til að fá gangráð og tveimur dögum síðar átti hann að gangast undir hjartalokuaðgerð. Ég ætlaði að skutla honum inn eftir um morg- uninn en kvöldið áður var hringt rétt fyrir miðnætti, pabbi var orðinn alvarlega veikur öllum að óvörum. Þegar á bráðavaktina kom og verið var að flytja hann á gjör- gæsludeildina tók hann í hönd mína og horfði á mig og sagði „jæja, jæja og já, já“ og þegar hann sagði „andskotinn“ þá hugsaði ég með mér: „Það er í lagi með hann.“ En framhaldið fór á annan veg, honum hrakaði mjög hratt og fjarlægðist okkur meir og meir. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningarorð um merk- ismann, föður og tengdapabba sem reyndist okkur einstaklega vel alla tíð. Margt kemur upp í hugann, þá fyrst og fremst þakk- læti fyrir hvað hann var einstakt ljúfmenni og góður maður. Við montuðum okkur oft af honum og Addý, hvað þau voru dugleg að hreyfa sig, ferðast og njóta lífs- ins. Það ætti að taka þau til fyrir- myndar um hvernig á að lifa líf- inu. Pabbi var einstakur maður, vildi öllum vel og var tilbúinn að hjálpa öllum. Hann hafði mjög gaman af því að ferðast og fara á mannfögnuði, ég tala nú ekki um þegar stiginn var dans, þá voru þau Addý oftast fyrst út á gólfið og dönsuðu lengi. Mér hlotnaðist sá heiður að vera með honum til sjós þar sem hann naut sín vel og þar kenndi hann mér ýmislegt sem er og verður mér ávallt minnisstætt. Þú varst afskaplega barngóð- ur og naust þín vel í kringum barnabörnin og barnabarnabörn- in þótt oft væri mikið líf og fjör. Þú sýndir þeim alltaf mikinn áhuga og væntumþykju og fundu þau það vel. Þér þótti mjög vænt um það þegar eitt langafabarnið var skírt eftir Heiðari bróður sem lést snögglega fyrir sautján árum. Við eigum margar góðar minn- ingar um þig sem við munum varðveita og ylja okkur við um ókomin ár. Hvíldu í friði, elsku pabbi, og tengdapabbi. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Kveðja, Grétar og Þórunn. Í dag kveðjum við kæran vin okkar, Óla Jón Bogason. Óli kom inn í fjölskylduna okkar þegar hann og mamma felldu hugi sam- an árið 1996. Bæði höfðu þau misst maka sína nokkru áður á besta aldri. Eftir þá erfiðu reynslu var það mikil gæfa að þau skyldu hafa fundið hvort annað. Þau áttu dásamlegan tíma saman í rúma tvo áratugi og er- um við afar þakkát fyrir samvist- ir þeirra og samveru með okkur og fjölskyldunni. Veigar og Sirrý bjuggu lengi vel á vesturströnd Bandaríkj- anna og ekki settu mamma og Óli fyrir sig löng flug til að heim- sækja þau, og það oft. Sérlega minnisstæð er ferð til Vancouver og Point Roberts vorið 2010, þar sem heimsóttar voru heimaslóðir langafa og langömmu 1928-1932. Síðastliðið vor fórum við öll saman til Tenerife. Þar áttum við yndislegan tíma saman og nutum til hins ýtrasta. Ferðin sú var al- veg einstök. Allur hópur mömmu kom saman í Hollandi sumarið 2008 og var Óli að sjálfsögðu með í för og hrókur alls fagnaðar. Á sveitaheimili Ásgeirs og Sveinbjargar í Unnarholti dvöldu mamma og Óli oft. Þau voru dug- leg að bregða sér í sveitina til að vera með fjölskyldunni og voru mörg sumur með hjólhýsið sitt í nágrenninu, á Flúðum. Þegar stórfjölskyldan kom saman var dásamlegt að sjá hve mikið þau nutu þess að vera með yngstu kynslóðinni. Ófáar minningar eru af Óla að dansa við litlu börnin. Og í sveitinni sáum við hina högu hönd Óla, þar sem hann undi sér við smíðar og ýmiss konar lag- færingar. Þar var vandvirkur snillingur á ferð. Ragnhildur og Haddi búa í Reykjanesbæ og því næst mömmu og Óla. Ófáar ánægju- stundirnar áttu þau saman á Hraunsveginum, á heimili mömmu og Óla og á Flúðum. Ekki var síst aðdáunarvert hvað þau voru dugleg að ferðast sjálf. Þrjár utanlandsferðir, hringferð um landið þar sem Óli ók sjálfur 87 ára gamall og Að- alvíkurferð, allt á síðasta ári. Þau kunnu svo sannarlega að njóta lífsins saman. Elsku mamma, það er sárt að sjá þig kveðja manninn þinn í annað sinn, en á sama tíma erum við svo óendanlega þakklát fyrir þann yndislega tíma sem þið Óli áttuð saman. Allir dáðust að því hvað þið voruð góð við hvort ann- að og hvernig þið nutuð alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Og þegar sorgin bankaði upp á studduð þið hvort annað svo vel. Það voru grimm örlög að hvort um sig misstuð þið elstu syni ykkar úr veikindum, en gleðistundirnar hafa verið miklu fleiri en þær sorglegu. Börnin okkar og barnabörn sjá nú á eftir góðum vini og sakna hans mjög. Það var yndislegt að upplifa tengsl mömmu og Óla við barna- börn og barnabarnabörn beggja. Þau gættu þess vel að líta eftir mjög stórum hópi afkomenda og verja tíma með sínu fólki. Elsku Sólveig, Grétar, Valþór og fjölskyldur, það hefur verið yndislegt að kynnast ykkur í gegnum tengsl foreldra okkar. Og á þessari stundu hugsum við einnig til Heiðars heitins. Við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Hvíl í friði, elsku Óli okkar. Ragnhildur Margeirsdóttir og Hafsteinn Hafsteinsson, Ásgeir Margeirsson og Sveinbjörg Einarsdóttir, Veigar Margeirsson og Sig- ríður Ragna Jónasdóttir. Það var alltaf mikil tilhlökkun að fara til Óla afa og Erlu ömmu í heimsókn á Krossholtið þegar ég var strákur. Alltaf voru frost- pinnar eða ísblóm í frystinum og stundum pönnukökur með sultu og rjóma í ísskápnum. Þá fór maður oft út í skúr til að smíða á hefilbekknum hans afa, og ef verkið var flókið var gott að fara inn og sækja hann og biðja um hjálp. Hann var líka alltaf til í að að- stoða. Krossholtið var sannkall- aður ævintýraheimur þar sem var endalaust hægt að leika sér, næla sér í jarðarber í gróðurhús- inu, fara í eltingaleik í kringum húsið og í gegnum bílskúrin. Það var mikið áfall þegar Erla amma dó þegar ég var unglingur og afi flutti af Krossholtinu. En fljótlega kynntist hann þó henni Addý, sem var mikill happafeng- ur fyrir hann og okkur hin í fjöl- skyldunni. Þau voru ótrúlega dugleg að gera hluti saman og ég held þau hafi farið að minnsta kosti einu sinni á ári til útlanda. Þau voruð líka einkar dugleg í félagslífinu og stunduðu til dæmis að fara á gömlu dansana í Hafnarfirði, en þegar þau gerðu það á sunnu- dagskvöldum kíktu þau oftast við í kaffibolla til okkar á Álfaskeið- inu. Sumarið 2010 er okkur fjöl- skyldunni sérstaklega minnis- stætt, en þá vorum við saman á Flúðum nánast allt sumarið á hjólhýsasvæðinu með afa og Addý ásamt foreldrum mínum. Okkur þótti einstaklega vænt um þegar hann og Addý heim- sóttu okkur fjölskylduna til Tálknafjarðar síðasta sumar og voru með okkur nokkra daga. Það var einstaklega gott að fá þau enda var mikið spjallað, kíkt á Rauðasand og meira að segja tókst okkur að tjalda gamla tjald- inu hans afa sem við nafnarnir höfðum eitt sinn gist saman í á ættarmóti fyrir löngu. Við fjölskyldan vorum líka svo einstaklega heppin að fá afa til okkar síðasta aðfangadagskvöld á Álfaskeiðið og verður það lengi í minnum haft. Hann er þekktur möndlukóngur og auðvitað fékk hann möndluna en honum tókst að láta Sólveigu Þulu halda að hún hefði fengið hana, við mikla gleði. Þegar við opnuðum svo gjafirnar fékk afi sennilega flest- ar gjafirnar, eða það fannst krökkunum allavega. Það er kannski þannig að þeir sem gefa mikið af sér fá mikið til baka. Hann afi var nefnilega ein- staklega fjölskyldurækinn og sinnti öllum sínum eins vel og hann gat. Við söknum hans sárt en getum yljað okkur við margar góðar minningar og samveru- stundir. Ég mun allavega alltaf sakna þess að fá hann ekki í heimsókn í kaffi og fá jafnvel nokkur góð ráð við framkvæmdir, þar sem hann var einkar úrræðagóður. Ávallt varstu afi minn duglegur og góður. Fylgist með í þetta sinn, kíminn, sæll og rjóður. (Óli Jón Kristinsson) Óli Jón Kristinsson og fjölskylda. Þegar við rifjum upp lífið með þér elsku afi þá kemur fyrst upp í huga allra hversu glettinn kar- akter þú varst, hversu gaman þér fannst að lifa lífinu og taka þátt í kröftugum umræðum. Hversu bóngóður þú varst og hvað þú naust þín alla tíð í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Hvað þér fannst gaman að sýna okkur smíðaverkstæðið þitt og hvað þú varst að athafnast þar. Það var nú ekki sjaldan sem okkur datt eitthvað í hug og þegar það var borið undir þig sem auðveld hug- mynd, til dæmis að hillu fyrir Liverpool-kalla, varð úr meist- araverk með öllum hornum jöfn- um og engum nöglum, heldur allt límt saman af einstakri ná- kvæmni. Eða þegar þú smíðaðir sverð fyrir guttana og úr varð listaverk með skreyttu handfangi og öllu tilheyrandi. Þegar við vorum yngri fylgdist þú oft með okkur án þess að segja mikið en oftar en ekki mátti heyra í þér skella upp úr þegar við vorum að gera eitthvað sem við máttum ekki og ef hlutirnir gengu ekki nógu vel gekkstu bara í málið og reddaðir því. Þú tókst dansinn við okkur stelpurn- ar þegar tækifæri gafst og áttum við fullt í fangi með að fylgja þér eftir en við svifum meira um í fangi þínu heldur en eitthvað annað. Þegar langafabörnin komu hvert á fætur öðru varstu fyrstur í heimsókn til að líta á nýja fjöl- skyldumeðliminn og rogginn á svip gekkstu með þau í fanginu. Okkur er það öllum mjög minn- isstætt að það mátti ekki nefna það við þig að hætta að gefa þeim jólagjafir, öllum 24 talsins, jóla- gjafir skyldu þau fá og mikið fannst þér nú gaman þegar þau voru ekki alveg eins stillt og for- eldrarnir hefðu viljað, þá hlóstu og hafðir gaman af. Þú ert einstök fyrirmynd í því hvernig á að njóta lífsins, taka einn dag í einu og vera glöð. Það er nú ekki lengra síðan en í sum- ar sem þú og Addý keyrðuð hringinn í kringum landið, fóruð út í Aðalvík og svo á Táknafjörð. Þið fóruð einnig til Spánar í lok október, þú varst ekki alveg viss hvort þú værir nógu hress en samt fórstu og skemmtir þér vel, enda var fátt sem stoppaði þig af. Þegar við hugsum til þín núna kemur þú fyrir sjónir brosandi með ömmu í faðmi þér, dansandi við harmonikkutónlist og Heiðar þér við hlið. Þótt það sé afskap- lega sárt að horfa á eftir þér vit- um við að þú ert í góðum hönd- um. Við munum hugsa vel um Addý, elsku afi okkar, og um öll krílin sem eftir eru hérna megin. Við sendum þér kveðju þangað til við hittumst á ný, kæri afi. Lítill fugl á laufgum teigi losar blund á mosasæng, heilsar glaður heiðum degi, hristir silfurdögg af væng. Flýgur upp í himinheiðið, hefir geisla straum í fang, siglir morgunsvala leiðið, sest á háan klettadrang. Þykist öðrum þröstum meiri, þenur brjóst og sperrir stél, vill að allur heimur heyri hvað hann syngur listavel. Skín úr augum skáldsins gleði. Skelfur rödd við ljóðin ný, þó að allir þrestir kveði þetta sama dirrindí. Litli fuglinn ljóða vildi listabrag um vor og ást. Undarlegt að enginn skyldi að því snilldarverki dást. (Örn Arnarson) Kveðja Elva Sif, Grétar Þór og Erla Guðrún. Það fyrsta sem kemur í hug- ann þegar ég hugsa um tíma Óla afa með okkur er hversu dugleg- ur, ljúfur og viljugur hann var. Hann afi var natinn að koma í heimsóknir til barnanna og barnabarna sinna, hann hafði mikinn áhuga á því sem maður var að gera og vildi ávallt leggja sitt af mörkum og meira til. Þegar við fjölskyldan keyptum okkur nýtt húsnæði fórum við í miklar endurbætur. Ég er nokk- uð viss þegar ég hugsa til baka að afi hafi komið á hverjum degi í þrjá mánuði, þá 86 ára gamall. Ávallt kom hann í vinnubuxum og vinnuskyrtu og var hann búinn að koma með mikið af verkfærum óumbeðinn sem nýttust einkar vel. 86 ára gamall við hestaheilsu var afi mættur upp í stiga að sparsla, á hnjánum að leggja parketlista og ef hann fann ekki verkefni fór hann og tók laufin Óli Jón Bogason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.