Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Kjartan Magnússon borgar-fulltrúi benti á það í grein hér í blaðinu í gær að Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri bæri allra manna mesta ábyrgð á því hvernig komið væri í húsnæðis- málum í borginni.    Kjartan benti áað Dagur hefði verið „borgar- fulltrúi í sextán ár, þar af tólf í meiri- hluta. Á þessum tíma hefur hann haft mikil áhrif á mótun húsnæðisstefnu borgarinnar, t.d. sem formaður skipu- lagsráðs, formaður borgarráðs og borg- arstjóri. Þegar Dag- ur var formaður skipulagsráðs var lóðaframboð mjög takmarkað í Reykjavík en þær fáu lóðir sem buðust voru hins veg- ar boðnar upp í því skyni að borgin fengi sem hæst verð fyrir. Þetta hafði að sjálfsögðu í för með sér að húsnæðisverð stórhækkaði og víta- hringur myndaðist á húsnæðis- markaði sem enn sér ekki fyrir end- ann á“.    Þá benti Kjartan á að síðustu tvökjörtímabil hefðu einkennst af klúðri og misheppnaðri húsnæðis- stefnu sem Dagur hefði átt stærstan þátt í að móta. „Allan þennan tíma hefur Dagur gefið innantóm loforð um að mikil uppbygging sé hafin eða við það að hefjast. Ekkert bólar t.d. á þeim 2.500-3.000 leiguíbúðum sem hann lofaði fyrir síðustu kosn- ingar,“ sagði Kjartan.    Borgarstjóri hefur enn og afturkynnt mikil áform um hraða uppbyggingu á næstu árum. Stað- reyndin er þó sú, að fólk getur ekki með góðu móti flutt inn í loftkastala Dags B. Eggertssonar. Ekki einu sinni þeir sem eru allir af vilja gerð- ir. Kjartan Magnússon Loftkastalar eru óhentug heimili STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Lífeyrissjóður verzlunarmanna | Kringlan 7 | 103 Reykjavík | Sími 580 4000 | skrifstofa@live.is Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn miðvikudaginn 21. mars kl. 18:00 á Grand Hótel Reykjavík. DAGSKRÁ FUNDARINS » Venjuleg ársfundarstörf » Samþykktabreytingar » Önnur mál Sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík, 25. janúar 2018 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna ÁRSFUNDUR 2018 live.is ÍM Y N D U N A R A F L / L V Veður víða um heim 14.2., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík 0 snjókoma Akureyri 3 alskýjað Nuuk -18 skúrir Þórshöfn 4 skúrir Ósló 1 skýjað Kaupmannahöfn 1 þoka Stokkhólmur 0 léttskýjað Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 2 heiðskírt Brussel 4 léttskýjað Dublin 9 léttskýjað Glasgow 6 rigning London 4 rigning París 4 rigning Amsterdam 4 heiðskírt Hamborg 3 heiðskírt Berlín 4 léttskýjað Vín 2 skúrir Moskva -9 snjókoma Algarve 16 léttskýjað Madríd 9 alskýjað Barcelona 11 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 4 súld Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -5 skýjað Montreal -2 alskýjað New York 2 alskýjað Chicago 0 þoka Orlando 19 þoka Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:23 18:02 ÍSAFJÖRÐUR 9:38 17:56 SIGLUFJÖRÐUR 9:22 17:39 DJÚPIVOGUR 8:55 17:28 Karlmaður á fimmtugsaldri var í síð- ustu viku dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi, líkams- meiðingar af gáleysi og umferðar- lagabrot. Maðurinn gerðist sekur um ofsaakstur um Norðurlandsveg þar sem hann var ófær um að stýra bif- reið sinni vegna deyfilyfja og olli hann umferðarslysi þar sem ökumað- ur annarrar bifreiðar lét lífið. Maðurinn ók um Öxnadalsheiði skammt vestan við Grjótá í júní 2016 þegar hann ók aftan á aðra bifreið sem ekið var í sömu átt. Sú bifreið kastaðist framan á smárútu sem var ekið á móti bifreiðunum. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands kemur fram að maðurinn hafi ekið á 162 km/klst hraða þar sem hámarks- hraðinn var 90 km/klst á bifreið sem var ónothæf vegna ástands hemla á vinstra framhjóli, verulega þunnra hemlaklossa í afturhjólum, ryðmynd- unar í hemladisk, óvirks höggdeyfis og vanstilltra lega. Maðurinn játaði brot sitt en hann á að baki langan sakaferil. Hann var sviptur ökurétt- indum í eitt ár og gert að greiða 1,3 milljónir kr. í málskostnað. Í fangelsi fyrir ofsa- akstur  Gáleysi ökumanns leiddi til banaslyss Símafyrirtækið Nova braut lög um persónuvernd með því að miðla persónuupplýsingum til fyrrver- andi eiginkonu manns sem leiddi síðan til þess að konan réðst með ofbeldi á aðra konu sem maður- inn hafði átt í samskiptum við. Í úrskurði Persónu- verndar kemur fram að maðurinn hafi kvartað til Persónuverndar í júní í fyrra yfir miðlun Nova á persónuupplýsingum um hann. Í kvörtuninni kemur meðal annars fram að fyrr- verandi eiginkona mannsins fékk útprentað yfirlit yfir símanúmer hans hjá Nova, sem skráð var á fyrirtæki. Þar sá konan við hverja hann hafði talað í síma og hverjum hann hafði sent sms-skilaboð. Segir að hún hafi komið auga á að maðurinn hafði verið í samskiptum við tiltekna konu, sem hún þekkti til. Hafi hún í framhaldinu farið til kon- unnar og ráðist á hana með ofbeldi. Maðurinn upplýsti að sú líkamsárás hefði verið kærð til lög- reglu. Nova bar fyrir sig að konan hefði villt á sér heimildir en hún sagðist vera að óska eftir um- ræddum gögnum fyrir hönd fyrirtækis og framvís- aði greiðslukorti með nafni fyrirtækisins. Kemur því fram í umfjöllun Persónuverndar að Nova telji að frumástæðu þess að konan komst yfir upplýs- ingarnar megi rekja til blekkinga hennar. Aftur á móti segir að starfsmaður Nova hafi gert mistök með afhendingu upplýsinganna, þar sem vinnulag Nova geri ekki ráð fyrir að upplýsingar af þessu tagi séu afhentar þeim sem um þær biður. Fram kemur í úrskurði Persónuverndar að miðlun upp- lýsinganna hafi verið óheimil og að Nova hafi borið að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að þær kæmust í hendur óviðkomandi, til dæmis með því að tryggja að sá sem óski afhendingar sé skráður sem þar til bær aðili fyrir hönd fyrirtækisins. Lög brotin með afhendingu símagagna  Fyrrverandi eiginkona fékk upplýsingar um símtöl fyrrverandi eiginmanns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.