Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 2
Er ekki Matteusarpassían talin eitt helsta stórvirki tónbókmenntanna? Jú, og þess vegna þykir okkur það afar mikilvægur viðburður þegar Sinfóníuhljómsveit Norður- lands flytur verkið í fyrsta sinn á Akureyri í samstarfi við heimsfræga erlenda söngvara í bland við íslenskar stjörnur undir stjórn Akureyringsins Harðar Áskelssonar. Bach skrifaði mikið af trúarlegri tónlist en al- mennt er talið að hann hafi náð hámarki í listfengi sínu í Matteusarpassíunni. Og flutningurinn stórmál? Tónlistin er mjög krefjandi. Meira að segja Bach sjálfur var í vafa þegar verkið var frumflutt, hvort það væri í raun hægt, því erfitt var að kalla saman nógu marga hæfa söngvara og hljóðfæraleikara; það þarf að vera toppmaður í hverri stöðu. Þá er væntanlega valinn maður í hverju rúmi hjá ykkur? Fyrir einhverjum árum hefði það verið talið óðs manns æði að ráðast í Matteusarpassíuna á Akur- eyri. En standardinn á hljómsveitinni hefur aukist jafnt og þétt síðasta áratuginn þannig að nú eru verkefni hennar farin að laða að listamenn í hæsta gæðaflokki, jafnvel utan úr heimi og okkur fannst þetta því tímabært. Með okkur er einn af okkar ást- sælustu og hæfustu söngvurum, Kristinn Sigmundsson, og frá Skotlandi kemur Hannah Morrison, sem er ein- faldlega ein sú mest metna í barokki í óperuheiminum. Þið flytjið verkið líka í Hallgrímskirkju. Hvernig kom það til? Þegar ákveðið var að flytja Matteusarpassíuna fór ekki á milli mála hver væri fyrsti kostur sem stjórn- andi og það er stórkostlegt fyrir hljómsveitina og kórana að fá Hörð til þess. Það var svo hans hug- mynd að flytja verkið líka fyrir sunnan og hann bauð okkur að halda tónleika í Hallgrímskirkju sem við þáðum að sjálfsögðu. Hörður hefur unnið um 30 ár í Hallgrímskirkju en lítið fyrir norðan. Því má segja að hann sé að koma heim með alla reynsluna – við erum bæði heppin og þakklát. Er Bach í uppáhaldi hjá þér? Já, hann er eitt af mínum átrúnaðargoðum. Uppfinningar hans í hljómfræði og kontra- punkti, hvernig hann náði að ferðast á milli tóntegunda áreynslulaust, þessi mikla dýpt og hve tónlistin er rytmískt og líðandi í senn; allt þetta gerir það gaman fyrir rokkara að fást við tónskáldið. Bach er bestur; það er bara þannig. M or gu nb la ði ð/ Sk ap ti H al lg rí m ss on ÞORVALDUR BJARNI ÞORVALDSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Bach er bestur Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.3. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Er það mikið ef yfirmaður á vinnustað er með tvöfalt kaup á við almenn-an starfsmann? En þrefalt? Fjórfalt? Hvað ef forstjórinn er með sext-ánföld meðallaun almenns starfsmanns í fyrirtækinu? En sextíuföld? En þrjúhundruðföld, eins og algengt er í bandarískum og alþjóðlegum stór- fyrirtækjum, er það í lagi? Er það nóg? Stundum stend ég mig að því að lesa fréttir en skilja lítið. Bónusakerfi sem gera lítið annað en að keyra upp laun stjórnenda og sum fyrirtæki mæra eru til dæmis illskiljanleg. Hvers vegna þurfa sumir himinháan bónus fyrir að klára verkefni sem þeim eru falin? Myndu þeir þá annars, ef enginn væri bónusinn, sleppa því að vinna verk- in? Fara bara heim í fýlu? Í viðskiptafræðikúrsunum í há- skólanum var þetta fyrirbæri út- skýrt sem hvatakerfi. Það væri svo gott fyrir fólk (samt aðallega hálaun- aða forstjóra) að hafa hvata, það væri svo svakalega hvetjandi. Skiljanlegt kannski, en samt eitt- hvað skrýtið. Flestir vinna vinnuna sína og reyna að vanda sig. Í lok mánaðar færðu svo laun, annaðhvort eftir einhverjum fyrirfram ákveðnum taxta eða samningi sem fólk gerir sjálft við vinnuveitanda. Svo á einhverjum tímapunkti hækka þau, í takt við nýja samninga og breyttar kröfur. Sumir eru auðvitað í vinnu hjá sjálfum sér og geta þá haft annan hátt á launagreiðslum. En þegar fyrirtæki sem eru í eigu lífeyrissjóða, sem aftur eru í eigu al- mennings, ákveða að nú þurfi ald- eilis að skrúfa upp laun stjórnenda og veifa fyrir framan þá gulrót í formi peningagreiðslna sem hljóða upp á upphæðir sem flestu launafólki (eigendum lífeyrissjóðanna) eru framandi – þá er eitthvað að. Eða þá að ég bara skil svona lítið, það gæti líka verið. Mér er til dæmis fyrirmunað að skilja hvers vegna ljósmæður fá nám sitt ekki metið til launa. Hvernig getur það staðist að hvatinn til þess að læra til ljósmóður sé enginn? Hjúkrunarfræðingar lækka í launum við það að bæta við sig framhaldsmenntun í ljósmæðrafræðum. Eiga þá ljósmæður kannski að leyna gráðunni sinni? Hvatakerfið þeirra virkar a.m.k. í þá átt að það borgar sig að sleppa því að segja frá menntun sinni svo hún sé ekki metin nið- ur á við til launalækkunar. Það væri gaman að heyra einhvern sérfræðing út- skýra það öfugsnúna hvatakerfi. Í því tilviki er í það minnsta einfalt að svara spurningunni um hve mikið er nóg: svarið er að ljósmæður fá ekki nóg. Í tilviki forstjóranna er þessari spurningu einhvern veginn alltaf svarað með einhverju flóknu svari sem segir ekkert. En svo er reyndar sagt að mað- ur þurfi ekki að skilja alla hluti, kannski er betra að hætta að reyna að skilja. Morgunblaðið/Eggert Hve mikið er nóg? Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’En þegar fyrirtæki semeru í eigu lífeyrissjóða,sem aftur eru í eigu al-mennings, ákveða að nú þurfi aldeilis að skrúfa upp laun stjórnenda og veifa fyrir framan þá gulrót í formi peninga- greiðslna sem hljóða upp á upphæðir sem flestu launafólki (eigendum líf- eyrissjóðanna) eru fram- andi – þá er eitthvað að. Hvernig virkar hvatakerfi ljós- mæðra? Ættu þær kannski frekar að fá bónus heldur en forstjórar? Fanney Vilhjálmsdóttir Jáhá. Alveg sama hvaða tegund, bara að það sé úr súkkulaði. Kaupi oftast það sem er ódýrast. SPURNING DAGSINS Borðar þú páskaegg? Hilmar Guðmundsson Já, bara það sem mamma kaupir. Steinunn Jakobína Guðmundsdóttir Já. Bara venjulegt páskaegg. Sigurður Natan Jóhannesson Já. Ég borða allar tegundir, er alæta á páskaegg. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndin er af GettyImages/ iStockphoto Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson er tónlistarstjóri Menningarfélags Akur- eyrar og framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveit- ar Norðurlands sem stendur að flutningi Matteusarpassíu Jóhanns Sebastians Bachs, í Hofi á Akureyri á skírdag og Hallgrímskirkju föstudag- inn langa, í samstarfi við Listvinafélag kirkjunnar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.