Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 11
25.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
Stýrðu birtunni heima hjá þér
MYRKVA GLUGGATJÖLD
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is
SÍGILDIR SUNNUDAGAR
Fyrsta flokks
kammertónlist
Sígildir sunnudagar eru klassísk
tónleikaröð þar sem boðið er upp
á fjölbreytt úrval kammertónleika.
Sunnudaga
kl. 17:00 í Hörpu
Björg Björnsdóttir, mannauðs-
stjóri Skógræktarinnar, fagnaði að
vonum alþjóð-
legum degi skóga
sem var á miðviku-
dag. „Þemað í ár er
skógur og sjálf-
bærar borgir. Það
er ekki nóg með að
skógur fegri borgarlandslagið held-
ur gerir hann ótvírætt gagn!“
Arnar Eggert Thoroddsen
tónlistarfræðingur mætir á Músík-
tilraunir. „Ég er að
koma aftur inn í
dómnefnd eftir sex
ára hlé og því at-
hyglisvert fyrir mig
að sjá hvernig
keppnin er að
þróast. Fyrir það fyrsta hef ég ekki
enn séð þungarokksband en þau
voru afar algeng í árafjöld. Þá eru
komnar áfram þrjár stúlknasveitir,
alls ólíkar, en hafa sannarlega
músíktilraunamennsku í hávegum.“
Sara Jónsdóttir, stjórnandi
HönnunarMars, var ánægð með há-
tíðina. „Lokaparty
og afmælis-
fögnuður Hönn-
unarMars fór fram
á hinum stórkost-
lega stað Út í blá-
inn í Perlunni í gær.
Magnað, gjörsamlega magnað
stuð!“ Sjónvarpsmaðurinn Berg-
steinn Sigurðsson @bergsteinn3
skrifaði á Twitter. „Fletti ljóðabók í
bókabúð. Á leið-
inni út pípti þjófa-
varnarkerfið. Í ljós
kom að ég hafði
óvart lært eitt
ljóðið utanað. Þau
vilja að ég borgi
nema þau selja ekki ljóðin í stykkja-
tali heldur verð ég að kaupa alla
bókina, sem mig langar ekki í. Sit nú
inni í búð og reyni að gleyma.“
AF NETINU
Landsfundur Sjálfstæðisflokks-ins um nýliðna helgi varsannkölluð hátíð. Vel á annað
þúsund landsfundarfulltrúa af öllu
landinu komu þar saman til að
skerpa á stefnunni með kröftugu
málefnastarfi, styrkja vinaböndin og
mynda ný. Samstaða og gleði ein-
kenndi fundinn alla þrjá dagana sem
hann stóð.
Formaður flokksins og ritari fengu
endurnýjað umboð með glæsilegri
kosningu. Sjálf er ég snortin yfir
miklum stuðningi við framboð mitt til
varaformanns, sem var meiri en ég
hafði leyft mér að vona. Ég hlakka til
að takast á við nýtt hlutverk og geng
stolt og glöð til nýrra verka.
Fyrirspurn um „blóðugan
niðurskurð“
Daginn eftir að landsfundi lauk sat
ég fyrir svörum á Alþingi ásamt öðr-
um ráðherrum í óundirbúnum fyr-
irspurnum. Í pontu steig Ágúst Ólaf-
ur Ágústsson, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, og beindi spurningu
til mín sem nýkjörins varaformanns
Sjálfstæðisflokksins.
Spurning hans var í stuttu máli
þessi: Samkvæmt landsfundar-
ályktun Sjálfstæðisflokksins skal
stefnt að því að útgjöld hins op-
inbera lækki úr 45%
af landsframleiðslu
árið 2016 niður í 35%
árið 2025. Til að ná
því markmiði þarf að
skera niður útgjöld
um 260 milljarða
króna. Hvernig í
ósköpunum ætlar Sjálfstæðisflokk-
urinn að ná fram þessum 260 millj-
arða niðurskurði, sem er einhver sá
blóðugasti í manna minnum?!
Tökum eftir því að „niðurskurður“
var það eina sem kom til greina í
huga þingmannsins.
Munurinn í hnotskurn
Nálgun Ágústs Ólafs í þessari fyrir-
spurn opinberaði í hnotskurn mun-
inn á hægrimönnum og vinstrimönn-
um. Vinstrimönnum hættir til að
vera svo uppteknir af því að skipta
kökunni að þeir gleyma hve mik-
ilvægt er að skapa meiri verðmæti
til að stækka kökuna.
Reikningsdæmið er sáraeinfalt og
ætti að blasa við öllum, líka Ágústi
Ólafi. Til að lækka opinber útgjöld
sem hlutfall af landsframleiðslu er
annaðhvort hægt að lækka útgjöldin
eða auka landsframleiðsluna og
stækka kökuna.
Enda benti ég Ágústi Ólafi á að
samkvæmt hugmyndafræði Sjálf-
stæðisflokksins væri það meg-
inverkefnið að stækka kökuna.
LSR millifærslan
Lítum nánar á markmiðið í nýrri
landsfundarályktun. Upphafs-
punktur hennar miðast við árið 2016.
Þegar við rýnum opinber útgjöld það
ár kemur strax í ljós einstök 105
milljarða tilfærsla frá ríkissjóði yfir
til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
Millifærslan var einskiptisaðgerð.
Hún var svo stór og óvenjuleg að sett
er sérstök neðanmálsgrein um hana í
töflum Hagstofunnar, til að tölurnar
valdi nú örugglega ekki misskilningi.
Þegar við leiðréttum fyrir ein-
skiptisfærslunni stendur eftir að op-
inber útgjöld voru ekki 45,1% af
landsframleiðslu heldur 40,8%. Það
er svipað hlutfall og árið áður
(41,7%), sem undirstrikar að hærri
talan var frávik vegna einskiptis-
færslunnar.
Ef kakan stækkar
en útgjöld standa í stað
Skoðum þessu næst hvað er raun-
hæft að gera ráð fyrir að kakan
stækki mikið. Fyrstu tíu ár ævi
minnar jókst landsframleiðsla á
mann, á föstu verðlagi, um liðlega
4%.
Næstu tíu
ár jókst hún
um 44% og
næstu tíu ár
þar á eftir um
6,6%. Gróflega
má því segja
að hún hafi að meðaltali aukist um
18% á hverjum áratug ævi minnar.
Áréttað skal að þetta er á mann, og á
föstu verðlagi.
Þetta rímar ágætlega við algeng-
an vöxt landsframleiðslu á mann á
föstu verðlagi í þróuðum ríkjum.
Hann er oft nálægt 2% á ári eða 22%
á hverjum tíu árum.
Skoðum hvað gerist ef kakan okk-
ar stækkar um 18% næstu tíu árum
en útgjöld hins opinbera aukast bara
sem nemur verðbólgu og fólks-
fjölgun, og standa þannig einfald-
lega í stað á mann á föstu verðlagi.
Svarið er að útgjöldin verða þá
34,5% af landsframleiðslu.
Metnaðarfullt en
raunhæft markmið
Eftir stendur að kaupmáttaraukn-
ing – launahækkanir umfram verð-
bólgu – mun setja þrýsting á opinber
útgjöld. En til að ná markmiðinu
þarf aðhaldið og niðurskurðurinn
eingöngu að vega á móti því.
Og raunar er til önnur leið að
markinu: að greiða niður skuldir.
Vaxtagjöld hins opinbera árið 2016
voru 96 milljarðar. Án þeirra hefðu
opinber útgjöld verið 36,9% af lands-
framleiðslu.
Við erum því með tvær leiðir að
markinu og ef við beitum þeim báð-
um ættum við að geta lækkað hlut-
fallið enn meira en niður fyrir 35%.
Vissulega er markmiðið metn-
aðarfullt og hreint ekki auðvelt að ná
því, en það er til marks um ótrúlega
þröngsýni að fullyrða að það kalli á
„blóðugan niðurskurð“. Gætum
frekar aðhalds, lækkum skuldir og
þar með vaxtagjöld, og umfram allt:
sköpum meiri verðmæti.
Opinberun á fyrsta degi
’„Nálgun Ágústs Ólafsí þessari fyrirspurnopinberaði í hnotskurnmuninn á hægrimönnum
og vinstrimönnum.
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
Morgunblaðið/Hari