Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.3. 2018 Allt þar til Oksana Masters varsjö ára gömul var eina heim-ilið sem hún þekkti vanbúið munaðarleysingjahæli í Úkraínu þar sem henni var illa sinnt. Nú er hún orðin tuttugu og sjö ára og hefur á nælt sér í alls átta verðlaunapeninga á Ólympíumótinu, Paralympics. Fimm af þessum verðlaunum (þar af tvö gull) vann hún í Pyeongchang í síðustu viku fyrir skíðagöngu og skíðaskotfimi. Áður hafði hún unnið til verðlauna fyrir skíðagöngu í Sotchi 2014 og fyrir róður á sumarleikunum í London 2012. Auk þess hefur hún náð langt í hjólreiðum á handahjóli. Allt byrjaði þetta á spítalatúni í Englandi Alls kepptu 570 fatlaðir íþróttamenn í Pyeongchang eða meira en tífalt fleiri en kepptu á vetrarleikunum 1976 þegar þeir voru haldnir fyrst. Saga Paralympics-sumarleikanna á sér lengri sögu en þeir voru fyrst haldnir formlega árið 1960 í Róm. Forveri þessara leika, sem hafa einnig verið kallaðir Ólympíumótið eða Ólympíu- mót fatlaðra, er íþróttamót sem taugaskurðlæknirinn Sir Ludwig Guttmann efndi til meðal mænuskað- aðra fyrrverandi hermanna úr seinna stríði á sama tíma og Ólympíu- leikarnir stóðu yfir í London 1948. Guttmann er talinn mikill frum- kvöðull íþrótta fatlaðra og Stoke- Mandeville sjúkrahúsið í Aylsbury í Englandi var vettvangur þessara fyrstu leika. Fyrsta Ólympíumótið í Róm markaði svo nýtt upp- haf fyrir fatlaða íþróttamenn. Gutt- mann hafði alltaf tröllatrú á því að hreyfing og markviss íþróttaiðkun væri snar þáttur í end- urhæfingu og ætti að vera í boði fyrir alla, fatlaða sem ófatlaða. Fórnarlamb Tsjernobyl- slyssins Oksana Masters fædd- ist með mislanga og vanskapaða fótleggi, sex tær á hvorum fæti og enga þumalfingur vegna geislunar í kjölfar Tsjernóbyl- slyssins. Hún fæddist í bæ í námunda við Tsjernóbyl árið 1989, þremur ár- um eftir hið hræðilega kjarnorkuslys og geislunin sem fylgdi í kjölfarið hafði áhrif á það hvernig útlimir hennar þroskuðust í móðurkviði. Foreldrar hennar yfirgáfu hana strax eftir að hún fæddist og því varð munaðarleys- ingjahæli hennar heimili. Sjálf hefur hún lýst vistinni þar sem skelfilegri, hún var vannærð og fékk litla athygli og örvun. Það urðu því straum- hvörf í lífi þessarar úkraínsku stúlku þeg- ar bandarísk kona að nafni Gay Masters ættleiddi hana skömmu eftir að hún varð sjö ára. Gay Masters, sem er doktor í talmeinafræði og virtur fræðimaður og há- skólakennari á því sviði, átti engin börn fyrir og Oksana er hennar eina barn. Skömmu eftir að Oskana fluttist með þessari nýju móður sinni til Bandaríkjanna þurfti að taka af henni vinstri fótinn fyrir ofan hné. Þá var Oskana átta ára gömul. Fimm árum síðar var hægri fóturinn tekinn fyrir ofan hné, en aðgerðirnar voru taldar nauðsynlegar svo Oksana Masters gæti átt möguleika á eðlilegu lífi, en áður hafði verið talið að hún gæti haldið hægri fætinum. Hún gekkst auk þess undir ýmsar aðrar aðgerðir til að lagfæra aðra fæðingargalla á höndum, þar sem færa þurfti til fing- ur til þess að þeir virkuðu líkt og þumlar. Notar íþróttirnar til að komast yfir áföll Það er líklega nógu mikið mál að vera 13 ára, og fyrir Oksönu Masters var það að vera búin að missa báða fætur á táningsaldri henni mikið áfall. Ein- hver benti henni á að prófa að æfa róður, en hún hafði fram til þessa ekki verið mikil íþróttamanneskja. Þótt ekkert í hennar lífi fram að þessu hefði í raun bent til þess að hún væri sérstakt efni í afreksíþrótta- manneskju þá fann Oksana Masters einhvern kraft í róðrinum sem hún hafði ekki fundið áður. Hún fann að hún gat ekki hætt, svo hún hélt áfram. „Þegar ég er úti í náttúrunni að róa og finn hreyfinguna í vatninu þá líður mér eins og sé frjáls gagnvart slæmu minningunum úr fortíðinni. Löngun mín til að halda áfram að róa var mér hvatning til að halda áfram,“ sagði hún í viðtali í tengslum við Paralymp- ics. Og eins og það væri ekki nóg að ná árangri þar, á sumarleikum Para- lympics, þá fann hún sér líka vetrar- íþróttir, enda segist hún fá svipaða tilfinningu við það að glíma við snjó- inn og sjóinn: frelsi. Masters hefur sagt það mikilvægt fyrir sig að vera fyrirmynd fyrir aðr- ar konur og aðra sem glímt hafa við hvers konar mótlæti í lífinu. Þessa ungu afreksíþróttakonu nær ekkert mótlæti að buga eða beygja. Vill að sín saga verði hvatning Vegna þeirrar bjargföstu trúar taugalæknis á að mænuskaddaðir úr seinna stríði gætu sannarlega keppt í íþróttum líkt og aðrir urðu Paralympics- leikarnir til en á dögunum lauk vetrarleikunum þar sem metfjöldi tók þátt. Sögur keppenda eru margar stórbrotnar, eins og saga Oksönu Masters. AFP Oksana Masters fagnar sigri í 1,5 km sprettgöngu í flokki sitjandi á Paralympics-leikunum í Pyeongchang. Hún var ekki aðeins sigursæl á vetrarleikunum heldur hefur hún einnig unnið til verðlauna á sumarleikunum, þá fyrir róður. ’ Ég vil nota árangur minn í íþróttum til að verða fyrirmynd fyrir konur og færa þeim hug- rekki til að sækjast eftir árangri. Oksana Masters, Ólympíuverðlaunahafi ERLENT EYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is Oksana Masters skarar framúr í skíða- skotfimi og skíða- göngu. BELGÍA HAAG Fyrrverandi herforingi Bosníu-Serba, Ratko Mladic, hefur áfrýjað lífstíðardómi stríðsglæpadómstólsins og fer fram á sýknu, en hann var sakfelldur fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu vegna þátttöku sinnar í fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995 þar sem yfi r 10 þúsund manns létu lífi ð. BANDARÍKIN NEW YORK Leikkonan Cynthia Nixon hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti ríkisstjóri New York-ríkis. Nixon, sem er hvað þekktust fyrir túlkun sína á Miröndu Hobbs í Beðmál- um í borginni, ætlar að berj- ast við núverandi ríkisstjóra, Andrew Cuomo, um tilnefningu Demókrata fl okksins í embættið. FRAKKLAND PARÍS Facebook hefur beðist velvirðingar á því að hafa stöðvað birtingu myndar þar sem fyrir brá hinu fræga málverki Frelsið leiðir fjöldann eftir Eugene Delacroix. Á verkinu sést kona með beran barm halda á franska þjóðfánanum. Birtist myndin í auglýsingu á leiksýningu sem sett er upp um þessar mundir í París. Hefur fyrirtækið, sem oft hefur lokað fyrir birtingu verksins áður, lýst því yfi r að það hafi verið fyrir mistök. BANDARÍKIN Donald Trump Bandaríkaforseti hyggst leggja 25% innfl utningstoll á innfl uttar vörur frá Kína. Þarlend stjórnvöld hafa brugðist við þessu með því að leggja drög að auknum tollum á innfl uttar vörur frá Bandaríkjunum. Tollastríð er í uppsiglingu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.