Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.3. 2018 LESBÓK SJÓNVARP Efnisveitan Netflix hefur fengið skömm í hattinn frá Truth Initiative, samtökum sem berjast gegn reykingum í Bandaríkjunum, fyrir að gefa sígarettum of mikið vægi í þáttum sínum. Samkvæmt úttekt sam- takanna eru reykingaatriði helmingi fleiri á Netflix en hjá sambærilegum veitum. Mest munar um hina geysi- vinsælu þætti Stranger Things en reykt var í 182 atrið- um í seinustu röð. Skýringin er mögulega sú að þætt- irnir gerast snemma á níunda áratugnum þegar reykingar voru bæði algengari og sýnilegri en í dag. Aðrir Netflix-þættir á listanum eru Orange Is the New Black (45 atriði), House of Cards (41), Fuller House (22) og Making a Murderer (20). Talsmaður Netflix segir veituna taka ábendinguna til sín. Reykmökkur á Netflix Vanessa Kirby reykir í the Crown á Netflix. Netflix MÁLMUR Max Cavalera, stofnandi og fyrr- verandi söngvari brasilíska málmbandsins Sepultura, viðurkenndi í samtali við Broken Neck Radio nýlega að hann dauðsjái eftir því að hafa ekki tryggt sér réttinn á nafni hljóm- sveitarinnar þegar hann yfirgaf hana árið 1996, eftir að hinir bandingjarnir þrír ráku eiginkonu hans úr starfi umboðsmanns. Sepultura er enn starfandi. „Nafnið var okk- ar; við fundum upp á því,“ sagði hann og á þar við þá bræður, sig og Iggor. Þegar Metal Wani gekk á Andreas Kisser, sem stýrt hefur Sepultura síðan, með þetta svaraði hann á þá leið að eftirsjá þjónaði engum tilgangi. Dauðsér eftir Sepultura-nafninu Félagarnir í Sepultura í þá gömlu góðu daga. Þann 29. júní 1967 ók bifreið afgerðinni Buick Electra 225aftan á tengivagn dráttar- vélar á þjóðveginum í Louisiana í Bandaríkjunum með þeim afleið- ingum að þrennt, sem sat í fram- sætum bifreiðarinnar, lést sam- stundis. Þeirra frægust var Hollywood-leikkonan Jayne Mans- field en auk hennar týndu lífi ást- maður hennar, lögmaðurinn Sam Brody, og ungur bílstjóri, Ronnie Harrison, en Mansfield var á leið til New Orleans, þar sem hún átti að skemmta um kvöldið. Þrjú af fimm börnum Mansfield sváfu í aftursæti bifreiðarinnar og sluppu með minniháttar meiðsl úr slysinu. Þetta voru Miklós, Zoltán og Mariska Hargitay en sú síðast- nefnda var aðeins þriggja ára. Hún man að vonum ekkert eftir slysinu en ber þó ör á höfði allar götur síð- an. Jayne Mansfield var aðeins 34 ára gömul þegar hún lést. Löngu síðar fetaði Mariska Harg- itay í fótspor móður sinnar, ef svo má að orði komast, en ólíkari týpur eru nefnilega vandfundnar í kvik- myndum eða sjónvarpi. Hargitay er þekktust fyrir að hafa leikið hina eitilhörðu en mannlegu rannsókn- arlögreglukonu Oliviu Benson í tæpa tvo áratugi í sjónvarpsþátt- unum Law & Order: Special Vic- tims United en Mansfield sérhæfði sig í hlutverki „ljóskunnar“ í Holly- wood á sjötta og sjöunda áratugi liðinnar aldar. Eftir slysið ólst Hargitay upp hjá föður sínum, ungverska vaxtar- ræktarmanninum, fyrirsætunni og leikaranum Miklós „Mickey“ Harg- itay sem kjörinn var „herra alheim- ur“ árið 1955. Þau Mansfield voru eitt af glanspörum Hollywood á ár- unum í kringum 1960 en leiðir skildu 1964 þegar Mariska var á fyrsta árinu. Sumpart verið byrði „Það hefur sumpart verið byrði að vera dóttir Hollywood-goðsagnar,“ sagði Mariska Hargitay við banda- ríska tímaritið Closer Weekly á síð- asta ári, þegar hálf öld var liðin frá bílslysinu, en hún tjáir sig afar sjaldan um móður sína opinberlega og hefur alla tíð frábeðið sér sam- anburð við hana. „Ég var vön að hata samanburðinn við móður mína vegna þess að ég vildi hasla mér völl á mínum forsendum. Þess utan er ég með ör á sálinni eftir að hafa misst móður mína svona ung.“ Hargitay ræddi einnig um móð- urmissinn í samtali við tímaritið Redbook fyrir níu árum. „Þegar upp er staðið hefur hann gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég skil þetta ferðalag sem við köllum líf og þurfti að ganga í gegn- um það sem ég gerði til að komast á hingað sem ég er í dag.“ Hargitay var sjálf komin á fimm- tugsaldurinn þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Eftir það hefur hún ættleitt tvö til viðbótar, ásamt eig- inmanni mínum, leikaranum Peter Herrman, sem hún kynntist við tök- ur á Law & Order: SVU. „Það er líf mitt og yndi að vera eiginkona og móðir; ekkert færir mér meiri gleði. Núna skil ég móður mína betur og það færir mér frið. Ég skil líka ást- ina og umhyggjuna sem hún bjó yf- ir og það færir mig nær henni,“ sagði Hargitay við Closer Weekly en eins og gefur að skilja man hún sama og ekkert eftir móður sinni. Gekkst upp í ljósku- hlutverkinu Jayne Mansfield sló ung í gegn í kvikmyndum á borð við The Girl Can’t Help It (1956) og The Way- ward Bus (1957). Hún gekkst upp í ljóskuhlutverkinu, innan tjalds sem utan, sem fyrirmynd hennar, Mari- lyn Monroe, hafði gert ódauðlegt skömmu áður og lifði, að minnsta kosti á yfirborðinu, áþekku og glys- kenndu lífi. Hún elti Monroe inn á síður Playboy og hermt er að hún hafi líka átt í ástarsambandi við þá Kennedy-bræður, John F. og Ro- bert. Það hefur þó aldrei fengist staðfest. Illar tungur nefndu hana gjarnan „Monroe verkamannsins“. Mikla athygli vakti þegar Mans- field kom fram nakin í kvikmynd- inni Promises! Promises! árið 1963 en fram að því tíðkaðist ekki að Hollywoodstjörnur létu sjá sig á Evuklæðunum á hvíta tjaldinu. Mansfield lifði einnig skrautlegu einkalífi; gifti sig þrisvar, skildi jafnoft og átti í ástarsamböndum við ýmsa menn. Slúðurblöðin gerðu sér að vonum ríkulegan mat úr því öllu saman og fékk Mansfield á sig ímynd gálunnar. „Einkalíf hennar var mun skrautlegra en nokkurt hlutverk sem hún tók að sér,“ skrif- aði kvikmyndagagnrýnandinn Whitney Williams í tímaritið Var- iety að Mansfield genginni en leik- konan gætti þess vel og vandlega að útidyrnar stæðu fjölmiðlum alltaf opnar. Og oftar en ekki höfðu brjóst hennar tilhneigingu til að gægjast fram í dagsljósið við ólíklegustu tækifæri. Sumum til gleði, öðrum til armæðu. Ætla að fá steik og svo hávaxna gaurinn þarna Fræg er sagan af því hvernig Mansfield og Miklós Hargitay kynntust á klúbbi í New York árið 1956. „Ég ætla að fá steik og svo hávaxna gaurinn þarna á vinstri hönd,“ á hún að hafa sagt við þjón- inn. Hargitay var þarna að Jayne Mansfield á hátindi ferils síns á ofanverðum sjötta áratugnum. Ljóskan og töffarinn Leikkonurnar Mariska Hargitay og Jayne Mansfield gætu varla verið ólíkari týpur. Það kann því að koma einhverjum á óvart að þær eru mæðgur. Hargitay svaf þriggja ára gömul í aftursætinu þegar Mansfield lést í bílslysi árið 1967 og hefur alla tíð átt erfitt með að ræða um móður sína. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.