Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 37
skemmta með annarri
glystýpu, Mae West, og
kom til handalögmála þegar Mans-
field „sló eign sinni“ á kappann.
„Herra Kaliforníu“, Chuck Krauser,
hljóp kapp í kinn og gekk í skrokk á
Hargitay. Var herrann að launum
færður í fangageymslur.
Því hefur verið haldið fram að
Mansfield hafi ekki notið sannmælis
og heimurinn hafi aldrei séð hana í
réttu ljósi. Í raun og sann mun
hún hafa verið prýðilega vel gef-
in; talaði til að mynda fimm
tungumál, var klassískt mennt-
uð á píanó og fiðlu og hafði góða
söngrödd. Allt frá því að hún af-
litaði á sér hárið við komuna til
Hollywood hafi hún þó gengist
upp í ljóskuímyndinni. Raunar fest-
ist viðurnefnið „gáfaðasta heimska
ljóskan“ við Mansfield sem lét sér
það í léttu rúmi liggja: „Fólk hefur
ekki áhuga á gáfum, heldur bara
40–21–35,“ sagði hún eitt sinn í við-
tali og vísaði þar í eigin línur sem
gjarnan var líkt við stundaglas.
Sumum þótti reyndar nóg um þá
umræðu og fræg eru ummæli pré-
dikarans Billys heitins Grahams:
„Þjóðin þekkir tölfræðina hennar
Jayne Mansfield betur en annað
boðorðið.“
Sló seint í gegn
Dóttirin, sem heitir fullu nafni
Mariska Magdolna, sem er ung-
verska útgáfan af Maríu Magda-
lenu, fór aðra leið. Tók að vísu ung
þátt í fegurðarsamkeppnum; var
kjörin „ungfrú Beverly Hills“ 1982
og varð fjórða í fegurðasamkeppni
Kaliforníu ári síðar. Seinna kvaðst
hún frekar sækja áhuga sinn á
slíku vafstri til föður síns en móður;
hann væri jú fyrrverandi „herra al-
heimur“.
Hargitay fékk ung áhuga á leik-
list og lék aukahlutverk í kvik-
myndum og sjónvarpsþáttum eins
og Falcon Crest, Baywatch og
Seinfeld, án þess að vekja sérstaka
athygli. Það var ekki fyrr en árið
1999, þegar Hargitay var orðin 35
ára, sumsé eldri en móðir hennar
var þegar hún lést, að stóra tæki-
færið kom; hlutverk Oliviu Benson
rannsóknarlögreglukonu í Law &
Order: SVU. Til að gera langa sögu
stutta hefur Hargitay gegnt því
hlutverki allar götur síðan en þátta-
raðirnar eru orðnar nítján talsins,
sem gerir Law & Order: SVU að
fjórða langlífasta leikna þætti sjón-
varpssögunnar. Hargitay er eini
upprunalegi meðlimurinn í leik-
hópnum en Ice gamli T kom til
skjalanna í annarri seríunni.
Þrátt fyrir langa sögu hefur Law
& Order: SVU líklega aldrei átt
meira erindi en einmitt í dag eftir
metoo-byltinguna en sveitin, sem
Olivia Benson veitir nú forystu, sér-
hæfir sig í kynferðisglæpum.
Hjálpar fórnarlömbum
Hlutverkið hefur haft djúpstæð
áhrif á Hargitay sem setti árið 2004
á laggirnar samtökin Joyful Heart
sem hafa það hlutverk að aðstoða
fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis,
heimilisofbeldis og barnaníðinga.
„Ég byrjaði að fá bréf frá fórnar-
lömbum sem fundu til tengsla við
Oliviu. Í mörgum af þessum bréfum
lýsti fólk persónulegri reynslu sinni
af misnotkun – jafnvel í fyrsta sinn.
Fyrir vikið fékk ég á tilfinninguna
að margir lifi í einangrun með
skömminni sem er ekki þeirra,
heldur gerendanna. Mig langaði að
hjálpa fólki að finna leið til að end-
urheimta líf sitt og lifa því með end-
urnýjaðri von. Það er einmitt það
sem við hjá Joyful Heart gerum á
hverjum einasta degi,“ sagði hún í
samtali við tímaritið TV Guide árið
2010.
Hargitay var alla tíð náin föður
sínum og árið 2003 kom hann fram
í einum þætti af Law & Order:
SVU; lék vitni sem yfirheyrt var af
persónu dóttur hans. Miklós Harg-
itay lést árið 2006, áttræður að
aldri.
Fyrstu kanínumæðgurnar
Mariska Hargitay á sem fyrr segir
tvo albræður, tvö systkini sam-
mæðra og eina systur samfeðra. Öll
hafa þau haldið sig frá sviðsljósinu,
ef undan er skilin elsta dóttir Jayne
Mansfield, Jayne Marie Mansfield,
en það vakti nokkra athygli þegar
hún fækkaði fötum fyrir Playboy
árið 1976. Þær nöfnurnar urðu þar
með fyrstu mæðgurnar til að sitja
fyrir hjá hinu umdeilda blaði,
sumsé fyrstu kanínumæðgurnar.
Tveimur árum síðar lék Jayne
Marie lítið hlutverk í kvikmyndinni
Olly, Olly, Oxen Free en síðan hef-
ur lítið til hennar spurst.
Árið 1980 var gerð kvikmynd um
ævi Jayne Mansfield, sem hét ein-
faldlega The Jayne Mansfield
Story. Loni Anderson fór þar með
hlutverk Mansfield og Arnold
Schwarzenegger lék Miklós Har-
gitay.
Þar gekk ekki lítið á; eins og gef-
ur að skilja.
Miklós Hargitay og Jayne Mansfield
sem Tarzan og Jane á grímuballi.
Mariska Hargitay á
verðlaunahátíð í
Hollywood fyrr á
þessu ári.
AFP
Mæðgurnar Jayne Mansfield og
Mariska Hargitay.
25.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
MÁLMUR Chuck Billy, söngvari þrasssveitarinnar
Testament, segir það dapurlega tilfinningu að Slayer,
einn af útvörðum þrassstefnunnar, sé í þann mund að
leggja upp í sitt hinsta tónleikaferðalag. Hann virði þó
ákvörðunina. „Þetta er niðurstaðan sem þeir hafa kom-
ist að eftir 37 ár,“ sagði Billy í samtali við útvarpsstöð-
ina Met Al Metal. „Þeir hafa lengi verið að og það hefur
eflaust verið erfitt að taka þessa ákvörðun. Bönd hafa
svo sem hætt áður og byrjað aftur fimm árum seinna.
Ég veit ekki hvort þetta er slíkt tilfelli en vona það.“
Testament mun hita upp fyrir Slayer á túrnum, ásamt
Lamb of God, Anthrax og fleiri málsmetandi málm-
böndum; þó ekki í Laugardalnum þegar Slayer treður
upp á Secret Solstice 21. júní næstkomandi.
Eftirsjá að Slayer
Tom Araya, söngvari Slayer.
AFP
KVIKMYNDIR Hafi framleiðslufyrirtækið
Eon einhverjar hreðjar ætti það að fá Quent-
in Tarantino til að skrifa handritið og leik-
stýra næstu mynd um njósnara hennar há-
tignar, James Bond, en ekki Danny Boyle.
Þetta sjónarmið setur blaðamaðurinn Ben
Child fram í breska blaðinu The Guardian.
Hann gerir sér þó engar vonir um að draum-
urinn verði að veruleika enda séu þeir Eon-
menn svo íhaldssamir að fyrr fengju þeir
Lars von Trier til að halda á tökuvélinni en
að hleypa ólíkindatóli eins og Tarantino í
verkið. Hafandi sagt það líst Child alls ekki
illa á Boyle. Þannig lagað í stöðunni.
Tarantino ætti að leikstýra Bond
Daniel Craig í hlutverki James gamla Bond.
Reuters
Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum
Svansvottuð
betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig
Almött veggjamálning
Dýpri litir - dásamleg áferð
Pressed Petal
Heart Wood
ColourFutures2018