Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 31
þangað kom bað hann þjóninn að setja saman drykk sem drægi úr líkum á því að hin heittelskaða grunaði hann um græsku. Lét hann blanda saman vodka, worcestershire-sósu, tabasco og nokkrum kryddum og sagði, þegar hann smakkaði blönduna: This will fool that bloody Mary. Þannig varð sá drykkur til. Aðrir hafa söguna að vísu ekki svona litríka. En hér er kosið að hafa það sem betur hljómar. En hvers má nú vænta? En nú hefur 21. öldin mjakast áfram um nærri fimmt- ung. Á þeim tíma hafði sú síðasta komið að einni heimsstyrjöld og spönsku veikinni, svo nokkuð sé nefnt. Það hefur þó vissulega eitt og annað gerst. Bandaríkin gleyma seint fyrsta heila ári aldarinnar þegar ráðist var á turnana tvo í New York og varnar- málaráðuneytið og til stóð að ráðast jafnframt á ann- aðhvort Hvíta húsið eða þinghúsið. Stríðið í Afganist- an, sem á rót í þessari mestu árás sem gerð hefur verið á meginland Bandaríkjanna, stendur enn og satt best að segja eru ekki verulegar líkur á að þar hafist sigur. Íraksstríðið var angi af sama meiði og leyniþjónustur vesturveldanna höfðu sannfært sig og svo leiðtoga sína um að Saddam Hussein einræðis- herra væri að koma sér upp gereyðingarvopnum á ný. En hann hafði látið drepa 300 þúsund Kúrda, sem tilheyrðu ríkinu, með efnavopnum. Ekki verður sagt að friðvænlegra sé í veröldinni nú en var á upphafs- árum næstsíðustu aldar. Bandaríkin héldu sig þá til hlés og fengu ekki þá hernaðarlegu yfirburðastöðu og varð í kjölfar síðari heimsstyrjaldar. En þá eru kjarn- orkuvopn ekki talin með, því að hinn óskráði sann- leikur er sá, að slík vopn, svo ógurleg sem þau eru, og einmitt af þeirri ástæðu, eru algjörlega handan við brúk. Kjarnorkuveldin tvö, Bandaríkin og Rússland, væru að loka bók tilveru sinnar ef þess háttar stríð hæfist. Öðru máli gæti gegnt um smáríki eins og Norður- Kóreu sem gæti náð að gera mikinn skaða áður en því yrði eytt, en það yrði þó aldrei altækur skaði. Breytingar að verða í vopnaskaki? Nú segjast Rússar hafa komið sér upp flaugum sem fara yfir á slíkum ofsahraða að engar varnir séu til. Bandaríkin halda því fram að sú þróun sé ekki jafn- langt komin og látið er, en margt bendir þó til að þeim sé ekki fyllilega rótt. En á þessum fyrstu tveimur áratugum nýrrar aldar hefur það einnig gerst að komið er upp kommúnista- ríki af algjörlega nýrri tegund. Það lýtur alræði kommúnismans sem fyrr og hann lýtur einstaklingi sem hefur persónugert og óumdeilt vald á meðan hann dregur andann. Í þessu einkennilega kommúnistaveldi búa næst- flestir milljarðamæringar í heiminum. Það fer ekki leynt og það virðist ekki stangast óþægilega á við kennisetningarnar um rauða fána og alræði öreig- anna. Kína lætur í vaxandi mæli finna fyrir sér. Það hefur fleiri menn undir vopnum en nokkur þjóð önnur enda í meiri skara að sækja en allir aðrir. Kína leynir því ekki að það þurfi aukið olnbogarými og eigi að auki tilkall til þess. Það sækir nú sjó í öllum skilningi orðanna. Óróleikinn vex því í nágrenninu. Það mun ekki mjög langur tími líða þar til flotaveldi Kína endurspeglar fjölmennasta landher veraldar. Rússar hugsandi Landmesta ríki heims líður ekki vel þar sem það situr eins og á milli steins og sleggju. Það hefur hvorki fjárhagslegan né hernaðarlegan styrk á við hin ríkin tvö, hvað sem síðar verður. Það væri því hægt að sýna því yfirlæti, eins og gert var af nokkrum móð fyrstu tvo áratugina eftir fall múrsins. En kjarnorku- vopnin eru enn á sínum stað. Rússland er enn eina ríkið sem fræðilega getur ógnað öryggi Bandaríkj- anna. Og ef og þegar þessar ofurflaugar verða að veruleika þarf að hugsa allar hernaðaráætlanir upp á nýtt. Hvað sem mönnum sýnist um Pútín þá hefur hann spilað af ótrúlegum styrkleika úr sínum spilum. Stundum verður ekki betur séð en að hann hafi að- eins hunda á höndunum. En með slík roð hefur hann snúið á umheiminn og hefur náð stöðu í Mið-Aust- urlöndum sem Sovétríkin töpuðu fyrir mörgum ára- tugum. Það hefur hentað bandarískum demókrötum að skálda það upp að Pútín hafi ákveðið að fella Hillary sem hafi átt forsetaembættið víst. Í seinustu viku voru leyniforingjar fyrir þingnefnd og þar á meðal menn frá dögum Obama. Þeir voru ítrekað spurðir um það hvort vitað væri til að Rússar hefðu náð að breyta einhverju atkvæði, einu einasta atkvæði, í kosningunum í nóvember 2016 þannig að það kæmi út úr kjörkassanum með önnur fyrirmæli en kjósandinn hafði gefið. Enginn þeirra taldi að nokkurt dæmi væri þekkt um það. Engu að síður vildu þeir ekki hverfa frá því að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á kosningarnar með öðrum hætti, svo sem á fésbók og þar fram eftir göt- unum. Sá söngur virðist vera að falla af listanum yfir 40 vinsælustu stjórnmálasöngvana hjá almenningi vestra. Núna síðast snýst dæmið um hin hræðilegu mistök Trumps forseta að hafa óskað Pútín til ham- ingju með úrslit kosninganna hjá sér! Því er haldið fram að sitthvað hafi verið brenglað við kosningarnar í Rússlandi. Enginn dregur þó í efa að Pútín forseti nýtur yfirburðafylgis og mikilla vin- sælda í Rússlandi um þessar mundir, þrátt fyrir efna- hagslegt andstreymi. Ekki er útilokað að tilraun til þess að teikna hann upp á Vesturlöndum sem yfir- gengilega öflugan stjórnmálamann sem geti hagrætt kosningum í öllum löndum sem honum dettur í hug, jafnvel í Bandaríkjunum sjálfum, ýti undir stolt á honum heima fyrir. En þessi nýjasta vitleysa, að ekki megi óska honum kurteislega til hamingju með kosn- ingaúrslit, er sérkennileg. Jafnvel þjóðhöfðingjar smáríkja sem senda hefðbundnar heillaóskir telja sér frekar óhætt að gera það, láti þeir fylgja hamingju- óskunum smá umvandanir í gömlum barnakennara- stíl. Einhver undirsáta Trumps í Hvíta húsinu lak því í sjónvarp að forsetinn hefði ekki hlýtt undirmönnum sínum (!) um að óska Pútín ekki til hamingju í samtali sem þeir áttu og það þótt á undirbúningsblað hafi verið skrifað með upphafsstöfum EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU. Fjölmargir þeirra sem lítið vita hafa tekið fjálglega undir þetta hneyksli. Nú mundu þeir umturnast Í desember 1941 gerði Japan svívirðilega árás á Pearl Harbour. Churchill, fyrir hönd Bretlands, sendi þeg- ar orðsendingu til Japans um að Bretar segðu Japan stríð á hendur. Hvað myndu allir bjálfarnir gera nú, meira en að hrópa sig hása af fordæmingum, ef þeir hefðu séð bréfið sem Churchill sendi til forstöðumanns jap- anska sendiráðsins í Ludúnum? Það vantaði ekkert upp á fordæmingu á árásunum. En bréfinu lauk með þessum orðum: „I have the honour to be, with high consideration, Sir, Your obedient servant, Winston S. Churchill.“ Ef Trump hefði fetað svipaða slóð myndi ekki heyr- ast mannsins mál um öll Bandaríkin fyrir kröfum um að forsetinn yrði þegar í stað færður í spennitreyju á öruggasta geðsjúkrahús í Bandaríkjunum, hengdur, skotinn og settur í rafmagnsstólinn og í framhaldinu flæmdur úr embætti. Morgunblaðið/Árni Sæberg 25.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.