Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 14
Serían „Resiliant“ (Þrautseigja) fjallar um konur frá Hondúras sem flúið hafa til Bandaríkjanna frá eymd og borgarastríðum. Mörgum hefur verið vísað aftur heim og til þess að lifa af hafa konur þurft að ganga til liðs við gengi. Serían er tilnefnd til verðlauna í ár hjá Sony. Juan er 21 árs og bjó hann á götunni með móður sinni þar til hún lést þegar hann var sex ára. Hann var tekinn inn í Mara-gengið þar sem hann var gerður að njósnara. Hann tók eiturlyf og stundaði sjálfsskaða en líkami hans er alsettur brunablettum eftir sígarettu. sem vann lengi við tölvumyndvinnslu fyrir sjónvarp og kvikmyndir. „Eftir nokkur ár í því uppgötvaði ég að mig langaði sjálfa að fara út að mynda. Ekki bara að vinna að sköpunarverki annarra, heldur að skapa sjálf. Ástæðan fyrir því að ég valdi heim- ildaljósmyndun er sú að ég er ákaflega forvitin manneskja. Mig langar að vita og skilja heim- inn á dýpri hátt en hægt er í gegnum sjónvarp eða veraldarvefinn. Mig langar að stíga inn í heim annarra og skilja þeirra veröld betur. Mig langar að upplifa það frá fyrsta hendi að fá svör um menningu og hugarheim fólksins sem ég mynda. Myndavélin er mitt vegabréf til þess að komast inn í þessa heima og tæki til þess að deila því sem ég lært. Það eru algjör forréttindi að vinna við þetta og meiri lærdómur en sá sem hægt er að sækja í skóla. Ég reyni því að miðla því áfram með verkum mínum,“ segir hún. Christina vinnur einnig að mannúðarmálum og notar ljósmyndir sínar til þess að segja sög- ur þeirra sem ekki geta það sjálf. „Ég vil sýna þeirra byrðar, vonir og ótta. Ef ég get notað myndavélina sem tæki til að láta rödd þeirra heyrast er það mér ljúft og skylt. Það að fá fyrir það verðlaun og viðurkenningar á alþjóðavettvangi skiptir minna máli en sú gleði sem það veitir mér að leyfa sögum þeirra að heyrast.“ Að skapa vitund Finnst þér mikilvægt að verk þín stuðli að breytingum? „Ég veit í raun ekki hvort það sem ég geri stuðlar að breytingum. En ég vona að svo sé. Ég vann að stóru ljósmyndaverki um barna- þrælkun á Haiti. Það var sýnt á þremur sýn- ingum í Ástralíu. Þegar sýningin opnaði í Melbourne mættu yfir 300 manns og margir komu að máli við mig og sögðu mér hvað verkin hefðu mikil áhrif á sig. Þau sögðust fá illt í hjartað að horfa á myndirnir og lesa sögur þeirra og viljinn til að hjálpa var áberandi. Á sýningunni gaf ég fólki möguleika til þess að leggja eitthvað af mörkum, stórt eða smátt. Annað hvort gat fólk látið fé af hendi rakna eða jafnvel reynt að hafa áhrif á ákvarðanir stjórn- valda. Ég held að við gleymum oft að þrátt fyrir að við séum einstaklingar, þá getum við gert svo margt í krafti fjöldans,“ segir Christina. „Mitt hlutverk er að skapa vitund. Ég gat aðeins vonað að þetta hefði hreyft við fólki. Ég vonaði að þetta kæmi af stað einhvers konar fiðrildaáhrifum en þarf að sætta mig við að vita ekki hvaða áhrif verkin mín hafa. Hluti verk- anna fóru til „Save the Children“ á Haiti en að öðru leyti veit ég ekki hvort þau breyttu gangi mála. Eina sem ég veit er að verkin höfðu djúpstæð áhrif á marga og ég get aðeins vonað að það skili einhverju.“ Gömul saga og ný Christina hefur starfað með Læknum án landamæra og öðrum hjálparsamtökum og segist njóta þess til hins ýtrasta. „Sú vinna er svo gefandi og ég get ekki lýst því hversu mik- ill heiður og forréttindi það eru að vera hluti af slíku starfi.“ Með Læknum án landamæra vann Christina í Mið-Ameríku en fjöldi fólks hefur í raun verið þar á flótta í tuttugu ár, á þeirri löngu og hættulegu vegferð í gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó til fyrirheitna landsins, Bandaríkjanna. „Þetta er orðin gömul saga en í ljósi núver- andi stjórnmálaástands hefur ástandið versn- að vegna fjöldabrottvísana frá Bandaríkj- unum,“ segir Christina og segir að í löndum Mið-Ameríku séu fá tækifæri til þess að afla sér tekna. „Á flóttanum lendir fólk í ýmsum aðstæðum; ofþornun, menguðu vatni og matvælum, sól- bruna og sjúkdómum. Svo ekki sé minnst á að eiga á hættu að lenda í ofbeldi, nauðgun, þjófn- uðum, mannráni eða hreinlega að verða myrt,“ segir Christina. „Það hafði djúpstæð áhrif á mig að sjá hundruð manna fara þarna í gegnum flótta- mannamiðstöðvarnar. Þetta var fólk aðallega frá Hondúras og El Salvador. Öll að reyna að flýja ofbeldi og hrylling sem þau höfðu lifað við í sínum heimalöndum. Ég velti fyrir mér spurningunni hvers vegna þetta fólk tók þá áhættu að fara yfir Mexíkó. Svarið er klárlega að það var verr sett að sitja heima.“ Fólk deyr á flóttanum Þá varð til ljósmyndaverkið „Running to now- here“ sem þýða mætti „Flúið til einskis“. Christina lagði alla sína krafta í verkefnið en sú vegferð hófst árið 2015. Hún byrjaði á að skoða nokkra staði á þeirri leið sem flóttamenn fara á ferð sinni yfir Mexíkó. Hún heimsótti einnig neyðarskýli þar sem flóttamenn hvíldu sig frá líkamlegum og sálrænum áföllum eða voru einfaldlega að bíða eftir vegabréfsárit- unum. „Ég ferðaðist með hópi flóttamanna á þeirra vegferð. Ég dvaldi um tíma í Hondúras þar sem ég hitti og talaði við meðlimi gengis, fyrrver- andi meðlimi gengis sem voru í felum og fanga sem biðu þess að losna út. Ég talaði líka við marga sem vildu komast norður á bóginn eða sem hafði verið vísað úr landi. Ég hitti meira að segja „Coyotes“, fólk sem ferjar fólk ólöglega yfir landamæri gegn gjaldi,“ segir Christina en hún fékk styrk á síðasta ári sem gerði henni kleift að verja tíma við vinnu sína á landamær- unum á milli Mexíkó og Bandaríkjunum. „Þarna sá ég og myndaði hvað gerist þegar flóttamenn komast yfir landamærin og er síð- an vísað úr landi aftur til Mexíkó. Í Bandaríkj- unum deyr margt „nafnlaust“ fólk vegna hit- ans, ofþornunar, drukknunar eða snákabits. Ég heimsótti grafir þess og réttarlækninn þarna og komst að því að níutíu flóttamenn hefðu fundist látnir í Texas nálægt landamær- unum, bara á árinu 2017. Þá vantar að telja þá níu sem fundust látnir í húsbíl í San Antonio í júlí 2017. Vegferð flóttamannanna frá Mið- Ameríku tekur ekki enda þegar þeir komast yfir landamærin. Það er lífshættulegt að reyna að komast til Bandaríkjanna,“ segir hún. Í Hondúras myndaði Christina mæður í fangelsi sem áttu lítil börn. Serían birtist í The Guardian. Serían „Little Bullfighters“, fjallar um litla drengi í Mexíkóborg sem þjálfaðir eru til þess að verða nautabanar. Þessi drengur er sex ára og æfir hann fjóra tíma í senn, bæði laugardag og sunnudag. Hin eins árs gamla Rebecca er frá El Salvador en móðir hennar flúði með hana vegna ofbeldis í heimalandinu. Þær búa nú í flóttamannabúðum og bíða eftir að komast yfir landamærin. VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.3. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.