Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 20
FRÉTTASKÝRING 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.3. 2018 ir. Á móti kemur að Vinstri grænir eru ýmsu vanir og forystan hefur áð- ur glímt við villiketti, eins og það er stundum kallað,“ segir Baldur og nefnir í því sambandi Steingrím J. Sigfússon og Svandísi Svavarsdóttur, auk formannsins, Katrínar Jakobs- dóttur en þau sátu öll í ríkisstjórn Jó- hönnu. Ógnar ekki stjórnar- samstarfinu Baldur á þrátt fyrir allt ekki von á því að hegðun Rósu Bjarkar og Andrésar Inga muni tefla stjórnarsamstarfinu í tvísýnu. „Þetta eru auðvitað um margt ólíkir flokkar og eðlilegt að menn takist á um málefni en sam- starfið virðist eigi að síður ganga vel. Maður sér ekki annað en að formenn flokkanna gangi í þokkalegasta takti, þrátt fyrir að þessir tveir þingmenn standi fyrir utan. Það er auðvitað betra að vera með 35 þingmanna meirihluta en 33 en stjórnin getur samt hæglega setið út kjörtímabilið í skjóli hans,“ segir Baldur. Grétar tekur undir þetta og bætir við að ekkert bendi til þess að Rósa Björk og Andrés Ingi hafi skipt um skoðun í pólitík; þvert á móti virðist þau vera sammála flokkssystkinum sínum í flestum málum. Þau treysti bara ekki Sjálfstæðisflokknum og ráðherrum hans. „Það er ekki eins og þau séu á móti öllu sem ríkisstjórnin kemur fram með í þinginu. Ég get ekki séð að þau séu yfirleitt að kjósa öðruvísi en VG í flestum málum, þannig að þau eiga greinilega ennþá samleið með flokkn- um, þrátt fyrir þann ágreining sem er uppi um stjórnarsamstarfið. Þetta eru ekki slettirekur úr allt annarri átt. Það lá fyrir þegar stjórnin var mynduð að meirihlutinn væri 35 mín- us 2, alla vega í einhverjum málum, og það hefur ekkert breyst. Stjórn- arsamstarfið stendur ennþá styrkum fótum og hegðun Rósu Bjarkar og Andrésar Inga þarf ekki að trufla samstarf flokkanna svo lengi sem ekkert meira gerist. Um leið og einn stjórnarþingmaður í viðbót fer að hegða sér með sama hætti myndi staða stjórnarinnar aftur á móti þrengjast en á þessu stigi málsins bendir ekkert til þess að það komi til með að gerast.“ Eru sjálfum sér samkvæm Spurður hvort líta megi svo á að þingmennirnir tveir séu á móti ein- um stjórn- arflokkanna en ekki rík- isstjórninni Af pólitískum villiköttum Þ egar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynd- uð fyrir áramótin lá fyrir að tveir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs styddu hana ekki í öllum málum og ættu vont með að treysta öðrum samstarfsflokknum, Sjálfstæðis- flokknum. Stjórnin var eigi að síður á vetur sett, enda meiri- hluti hennar óháður þessum tveimur þing- mönnum og fyrst reyndi fyrir al- vöru á þau Rósu Björk Brynjólfs- dóttur og Andrés Inga Jónsson þegar stjórnar- andstaðan lagði nýverið fram vantrauststillögu á Sigríði Á. And- ersen dóms- málaráðherra. Atkvæði þeirra voru síst til þess fallin að lægja öldurnar á stjórnarheimilinu en Rósa Björk og Andrés Ingi studdu téða tillögu, sjálf- stæðismönnum til lítillar fróunar. Rýnum í stöðuna! Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Ak- ureyri, eru sammála um að staðan sem Andrés Ingi og Rósa Björk eru í sé vissulega sjaldgæf í íslenskum stjórnmálum en alls ekkert eins- dæmi. Ekki þurfi að fara lengra aftur en til vinstristjórnar Jóhönnu Sigurð- ardóttur, sem var við völd frá 2009- 13, til að finna dæmi um að líf ríkis- stjórnar hafi hangið á bláþræði vegna hegðunar og mótþróa stjórnarþing- manna. Slík hegðun tengist þó oftar einstökum málum frekar en stjórn- arsáttmála eða stefnu stjórnarinnar í breiðum skilningi. Eins og menn muna þá gekk Ögmundur Jónasson út úr þeirri ríkisstjórn. Hann sagði sig þó aldrei úr flokknum og varð aft- ur ráðherra seinna á kjörtímabilinu. Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir sögðu sig hins vegar úr flokknum á sama kjörtímabili og forysta VG þurfti að hafa fyrir því að halda öðrum þing- mönnum innan þingflokksins. Eins og menn muna þá gekk á ýmsu í samfélaginu á þessum tíma og tekist var á um risavaxin mál, eins og aðild að Evrópusambandinu og Ice- save. Sprottin af öðrum rótum Annað dæmi um að þingmenn hafi sagt sig úr flokki vegna stjórnarsam- starfs var þegar Ingi Björn Alberts- son og Hreggviður Jónsson gengu úr Borgaraflokknum þegar hann bætt- ist við ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar árið 1989. Mynduðu þeir eigin flokk, sem nefndist Frjálslyndi hægri flokkurinn og gekk hann nokkru síðar inn í Sjálfstæðisflokk- inn. Þá sagði Kristinn H. Gunnarsson sig úr Framsóknarflokknum árið 2007 og gekk í Frjálslynda flokkinn og fækkaði stjórnarþingmönnum þar með um einn. Uppreisnin innan þingflokks VG er sprottin af öðrum rótum að þessu sinni en kjörtímabilið 2009-13, að dómi Baldurs. „Það var hinn íhalds- sami armur VG sem var í uppreisn gegn ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Rósa Björk og Andrés Ingi eru á hinn bóginn fulltrúar frjáls- lynda arms flokksins og áskorunin sem forysta VG stendur frammi fyrir á þessu kjörtímabili er sú hvort henni takist að halda í þetta fólk, ekki bara þingmennina tvo heldur líka almenna flokksmenn sem fylgja svipaðri línu, eða hvort það fái nóg og gangi til liðs við annan flokk, til dæmis Samfylk- inguna. Þessi frjálslyndi armur er al- þjóðasinnaðri en íhaldssami arm- urinn og vill almennt sjá meiri breytingar á samfélaginu.“ Ekki í uppreisn gegn VG Grétar segir stöðu Andrésar Inga og Rósu Bjarkar að því leytinu sérstaka að þau séu ekki í uppreisn gegn flokki sínum og hans gildum heldur séu þau einfaldlega á móti stjórnarsamstarf- inu, einkanlega því að vinna með Sjálfstæðisflokknum. „Þetta kom skýrt fram í máli þeirra þegar stjórn- in var mynduð og þess vegna þurfti ekki að koma á óvart að þau skyldu ekki greiða atkvæði gegn van- trauststillögunni á Sigríði Á. And- ersen dómsmálaráðherra,“ segir Grétar. Enda þótt Rósa Björk og Andrés Ingi séu ennþá í þing- flokki VG þá segir Baldur aug- ljóst, með hliðsjón af því sem á undan er gengið, að rík- isstjórnin geti ekki treyst á stuðning þeirra, allra síst í erfiðum málum, jafnvel þó þau hafi sagst myndu verja stjórnina falli. „Mann grunar að and- rúmsloftið í þing- flokknum sé lævi bland- ið og þingflokks- formaðurinn, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur raunar staðfest það opinberlega. Það er óvenjulegt að ekki sé hægt að treysta á hluta hópsins sem velur eftir eigin geðþótta en ekki flokkslínunni og spurning hversu þolinmóður þing- flokkurinn verður gagn- vart því þegar fram í sæk- sem slíkri segir Grétar alveg mega gera það. „Ætli aðalatriðið í þessu sé samt ekki það að þau hafa verið sjálf- um sér samkvæm sem þýðir að stjórn- in veit hvar hún hefur þau. Nú eða hefur þau ekki.“ Grétar skilur vel að hegðun þing- mannanna tveggja fari fyrir brjóstið á samstarfsflokkunum, ekki síst Sjálf- stæðisflokknum, en best sé þó fyrir flokkinn að bölva í hljóði og sitja á strák sínum; fórna þannig minni hags- munum fyrir meiri. Að dómi Grétars er þetta engin ósk- astaða fyrir þingflokk VG; betra sé þó að hafa samstarfið við þingmennina tvo hálfa leið en alls ekki. „Það eru ekki brýnir hagsmunir fyrir þing- flokkinn að losna við þau enda þótt þetta skapi nudd og einhverja árekstra. Hefð er fyrir því að þing- menn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins haldi þétt saman í stjórnarsamstarfi en VG hefur ekki beinlínis þá sögu úr síðustu ríkisstjórn sem flokkurinn sat í. Það var alveg innistaða fyrir því hjá Jóhönnu Sig- urðardóttur þegar hún talaði sem frægt var um kattasmölun. Einmitt þess vegna er flokknum í mun að sýna að hann sé stjórntækur í þessari lotu. Það yrði mjög vont fyrir VG spryngi þetta stjórnarsamstarf í loft upp. Hvað yrði um flokkinn þá?“ Þrennt gæti gerst Hvað Andrés Inga og Rósu Björk varðar segir Baldur þrennt geta gerst á kjörtímabilinu. Í fyrsta lagi að ástandið verði óbreytt; það er að segja að þingmennirnir tveir verði áfram hluti af þingflokki VG en greiði atkvæði eftir eigin geðþótta og sann- færingu, óháð vilja flokksforystunnar. Í öðru lagi að Rósa Björk og Andrés Ingi fái á tilfinninguna að flokk- urinn þeirra sé að fá meira út úr stjórnarsamstarfinu en þau bjugg- ust við og lýsi fyrir vikið yfir fullum stuðningi við stjórnina. Í þriðja lagi að þingmennirnir yfirgefi VG og stofni nýjan þingflokk eða gangi til liðs við annan flokk á Alþingi. Af tveimur síðarnefndu kostunum þykir Baldri líklegra að þau gangi úr flokknum. Það mat byggir hann á því Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur verið alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2016 fyrir VG. Tveir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs styðja sem kunn- ugt er ekki sáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og greiddu á dög- unum atkvæði með vantrauststillögu á dómsmálaráðherra. Stjórnmálafræð- ingar segja stöðuna sem upp er komin vegna þessara „pólitísku villikatta“ óvenjulega og snúna en ólíklegt sé þó að hún ógni stjórnarsamstarfinu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Grétar Þór Eyþórsson Baldur Þórhallsson Andrés Ingi Jónsson hefur verið alþingismaður Reykja- víkurkjördæmis norður síðan 2016 fyrir VG. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.