Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 28
Íslendingar mæta Nígeríumönnumá HM í fótbolta 22. júní í borginniVolgograd, við ána Volgu, sunn- arlega í Evrópuhluta Rússlands. Borgin var stofnuð árið 1589 og hét upphaflega Tsaritsyn en Jósef Stalín breytti nafninu í Stalíngrad fljótlega eftir að hann tók við stjórn- artaumum í Sovétríkjunum að Lenín látnum árið 1924. Harðstjórinn Stal- ín lést 1956 og liður í umbótum arf- taka hans á valdastóli, Nikita Krúst- sjovs, var að afmá sem mest hann mátti af því sem minnti á Stalín og arfleifð hans. Liður í því var að nafni borgarinnar var enn breytt; að þessu sinni var hún kennd við stórfljótið Volgu, lengstu á Evrópu sem stund- um er nefnd Móðir Rússlands, eink- um og sér í lagi vegna mikilvægis hennar sem siglingaleiðar. Margir hafa barist fyrir því lengi að nafnið Stalíngrad verði tekið upp að nýju; ekki til að heiðra minningu harðstjórans, heldur sakir þess að sem slík sé borgin þekkt vegna orr- ustunnar mikilvægu, vendipunkts síðari heimsstyrjaldarinnar, og vilja þannig heiðra minningu þess gríð- arlega fjölda sem lét þar lífið fyrir föðurlandið en orrustan markaði að margra dómi endalok Þriðja ríkis Hitlers. Volgograd er rúma 900 km í beinni fluglínu suðaustur af Moskvu. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Moskvu, sótti borgina heim síðsumars í fyrra, löngu áður en dregið var í riðla fyrir HM og ljóst að landsliðsmenn Íslands myndu leggja leið sína þangað. Mjög áhrifamikið „Ég fór aðallega til Volgograd vegna þess hve staðurinn er sögulegur. Það var búið að benda mér á að mjög áhrifamikið væri að koma til borgar- innar enda er þar eitt magnaðasta safn sem ég hef séð um seinni heims- styrjöldina. Safnið er svo tæknilegt að fólk upplifir hreinlega að það sé statt í miðri orrustunni um borgina. Það er varla hægt að lýsa upplifun- inni,“ segir Berglind í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. „Ég myndi hvetja alla sem þarna koma til að fara í safnið. Jafnvel þá sem hafa ekki mikinn áhuga á sögu og þótt þeir staldri ekki endilega lengi við. Safnið stendur algjörlega upp úr í ferð minni til borgarinnar.“ Minnismerkið Móðurlandið kallar, sem gnæfir yfir borgina á Mamayev Kurgan-hæðinni í miðri Volgograd, er stórkostlegt mannvirki að mati Berglindar og annarra sem þangað hafa komið og Morgunblaðið ræddi við. Vert er að geta þess að þegar styttan var reist 1967 var hún sú hæsta í heimi; konan er 52 metrar á hæð og sverðið 33 m, þannig að stytt- an telst alls 85 metrar á hæð frá stöpli að enda sverðsins. Til sam- anburðar má nefna að Frelsisstyttan í New York er 46 m en mælist raunar 93 metrar frá jörðu að efsta hluta kyndilsins, vegna þess hve stöpullinn undir henni er hár. Móðurlandið kall- AFP Ferðamenn við brjóstmynd af Jósef Stalin, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. AFP Vladímírs Lenín, stofnanda Sovétríkjanna, er minnst í Volgograd eins og víða annars staðar í Rússlandi. Hér má sjá ferðamenn nálægt mynd af Lenín. AFP Staður sem lætur engan ósnortinn Annar leikur Íslands á HM í fótbolta verður í Volgograd um 900 km í beinni fluglínu suðaustur af Moskvu. Margra mánaða, hryllileg orrusta um borg- ina, sem þá hét Stalíngrad, var vendipunktur heimsstyrjaldarinnar síðari. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Minnismerkið risavaxna um orr- ustuna um Stalíngrad, Móðurlandið kallar, á Mamayev Kurgan-hæð, er hæsta stytta af konu í heiminum. FERÐALÖG Veðrið er ætíð gott í Volgograd í júní. Í fyrra var hitinn26 gráður 22. júní – 12 mánuðum áður en Ísland mætir Nígeríu og 30 stig nokkrum dögum síðar. Örugglega gott veður 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.3. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.