Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.3. 2018 E kki þarf lengi að leita til að finna full- yrðingar frá marktækum gáfumönn- um sem sjá ekki betur en að heim- urinn fari hratt versnandi. Og þá er ekki átt við okkar tima einan heldur þróunina óslitna frá Sókratesi til gærdagsins, frá því að sá drakk beiskan bikarinn í botn. Og víst má finna margt sem rennir stoðum und- ir fullyrðingarnar enda ekki fífl með fleipur. Lesand- inn getur sjálfur auðveldlega fundið dæmi af þessum toga. Styrjaldir hér og þar. Þrælkun og pyndingar og tilraunir til að útrýma heilum kynþáttum og vinna varnarlausum mein. Við þessa tilburði voðamanna bætist svo hryllingur sem ekki verður færður í debetdálk mannsins. Ofsa- veður, flóð, gos, kuldi, brennandi hiti og pestir, bæði þær landlægu og hinar, sem fóru fyrr eða síðar um jörðina alla, eins og logi yfir akur. Að vísu tók það sumar þeirra áratugi að berast hingað, en þegar þær náðu loks landi var fyrirstaðan lítil. En samt En þrátt fyrir öll þessi áföll hafa orðið framfarir á öll- um tímum, í misstórum stökkum þó, þegar til lengri tíma er horft. Síðasta öld hefur verið kölluð öld fram- fara, og það með réttu. En hvernig var hún? Hefði mannkyninu verið birt spá strax við næstsíðustu aldamót um það helsta sem gerast myndi næstu 100 árin hefði því verið brugðið. Þetta reyndist eina öldin sem kom fyrir tveimur heimsstyrjöldum. Fyrirfram hefði verið ástæðulaust að ætla að einhver slyppi lif- andi frá því. En það fylgdu fleiri trakteringar. Berkl- ar, lömunarveiki, spánska veikin, svo fátt eitt sé nefnt, bættist við. Fátækt og hungurdauði varð jafn- vel í öflugustu ríkjum vegna fjármálakreppu af áður óþekktri stærð sem lamaði þjóðríkin á annan áratug. En þessi framfaraöld varð einnig jarðvegur fyrir helstefnu sósíalismans sem náði alræði á drjúgum hluta landmassa jarðar. Heimatilbúin hungursneyð, manndráp á heimaslóð í áður óþekktum stíl, fylgdi þessum skugga. Nýlenduveldin plokkuðu og „skutu marga konukind í kóngsins nafni“ í nýlendum Ind- lands, Afríku og þar sem vel ættaðir menn voru heiðraðir fyrir að vinna orrustur, þar sem annað liðið var með spjót en hitt með byssur. Fasisminn fann sér sína tíð og spriklaði, að vísu furðu stutt, en sá skammi tími var „vel nýttur“ og illskan og mannhatrið þekkti fá takmörk. Og þetta var öldin þegar mannkynið kom sér upp kjarnorkusprengjum og sannfærði sig um ógnarafl þeirra með því að prufa þær á almennum borgurum í tveimur japönskum borgum. En þrátt fyrir þetta allt er enn talið að framfarir hafi verið meiri þá en á nokkurri annarri öld. Hvert vísindaafrekið rak annað. Læknavísindin risu heldur betur undir því nafni. Sjúkdóma sem verið höfðu ígildi dauðadóma frá fyrstu tíð var nú hægt að lækna eða bæta svo böl manna að líf með þeim varð bæri- legt. Meðalaldurinn óx hratt, húsakynni bötnuðu víð- ast, ekki síst hjá þeim þjóðum sem taldar voru fram- sæknar og þróaðar. Rafmagnið umbreytti tilverunni, hreint vatn sjálfsögð krafa sífellt víðar og vegalengd- ir nánast hurfu eftir að frumstæðar flugvélar komu til í byrjun aldar og undraskömmu síðar var farið að fljúga með hundruð manna í einni vél heimsálfanna á milli. Geimurinn, hið næsta jörðinni, varð mannanna og við Íslendingar teljum sjálfsagt að sjá reglubundið fallega mynd af landinu tekna úr geimfari fyrr um daginn. Armstrong, sem æfði sig í Ódáðahrauni, drap fæti á tunglið og fleiri komu í kjölfarið. Tunglinu varð ekki meint af. Sovét-Rússland féll loks undan eigin fargi er langt var liðið á öldina og það mátti þakka staðföstum forseta í Bandaríkjunum, forsætisráð- herra í Downingstræti og áhrifamiklum pólskum páfa í Róm. En ekki þó síst innbyggðum galla í þessu kerfi fyrir paradís öreiga á jörð. Gamansama nefndin Norska nóbelsnefndin um friðarverðlaun er skondin. Hún hefur veitt fjórum forsetum eða varaforsetum í Bandaríkjunum friðarverðlaun. Obama að því er virð- ist fyrir það eitt að hafa náð kjöri. (Tilvalið að verð- launa Hillary fyrir að hafa næstum náð kjöri.) Og Jimmy Carter, sem er þó óneitanlega í hópi mis- heppnuðustu forseta Bandaríkjanna. Al Gore (!) varaforseta, þó ekki fyrir að hafa fundið upp inter- netið, og Woodrow Wilson forseta Bandaríkjanna fyrir að hafa komið Þjóðabandalaginu á, sem honum tókst þó ekki að fá Bandaríkin til að taka þátt í. Þjóðabandalagið reyndist gagnslaus tilraun. Síðasti sovétleiðtoginn, Gorbasjeff, fékk friðar- verðlaunin líka, en ekki forsetinn sem hafði mest um það að segja að Sovétríkin, þessi mikli hryllingur 20. aldarinnar, lognuðust út af. Henry Kissinger fékk, sem embættismaður, friðar- verðlaunin vegna verka sem hann vann að fyrir- mælum og í umboði og ábyrgð Nixons forseta, sem jafnframt gerbreytti heimsmyndinni þegar hann dró Kína inn úr kuldanum. Það hefur haft meiri áhrif og jákvæðari en flestar ákvarðanir aðrar. Það hlýtur að vera algjör tilviljun að allir þessir for- setar og varaforsetar eru úr röðum demókrata og þá skiptir ekki máli hversu misheppnaðir leiðtogar þeir hafa reynst þegar horft er til bandarískra utanríkis- mála og friðarhorfa í heiminum. Árið 2017 fengu sam- tök sem berjast gegn kjarnorkuvopnum friðarverð- laun. Ekki hefur verið upplýst hvaða árangri þau hafa náð. Það er væntanlega gert í framhaldi af því að Ind- land og Pakistan komu sér upp kjarnorkuvopnum öll- um að óvörum og eftir að Obama samdi við Íran um að eftir átta ár gætu þeir komið sér upp kjarnorku- vopnum án þess að nokkur gæti gert við það athuga- semd. Og hann bætti um betur og borgaði þeim yfir- gengilegar fjárfúlgur sem fluttar voru í myrkvuðum flugvélum og samanstóðu af óskráðum seðlahrúgum í margvíslegum myntum! Winston Churchill, sem lengi vel stóð einn stjórn- málamanna, sem einhver veigur var í, gegn því að Hitler næði að leggja undir sig heiminn, fékk á sínum tíma bókmenntaverðlaun Nóbels. Hann sagði við konu sína og vini að sér hefði þótt fara betur á því að hann hefði fengið friðarverðlaun Nóbels. Næstir á eftir Churchill fengu Ernest Hemingway og Halldór K. Laxness bókmenntaverðlaunin. Það hefði komið til álita að veita Hemingway friðarverðlaun, því þegar hann gekk sem hermaður í sigurgöngunni niður Champs Elysées sagði hann skyndilega við félaga sína að nú skyldu þeir hverfa úr skrúðgöngunni og verða fyrstir til að frelsa barinn á Ritzhótelinu. Þegar Heimur versnandi fer. Mannkynið býr betur. Lifir lengur. Lýðræðisríkjum fjölgar. Þekkingu fleygir fram. Hvað á að gera í þessu? ’ Winston Churchill, sem lengi vel stóð einn stjórnmálamanna, sem einhver veigur var í, gegn því að Hitler næði að leggja undir sig heiminn, fékk á sínum tíma bókmenntaverðlaun Nóbels. Hann sagði við konu sína og vini að sér hefði þótt fara betur á því að hann hefði fengið friðar- verðlaun Nóbels. Reykjavíkurbréf23.03.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.