Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 19
25.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Ef beiðni er samþykkt, tekur við mikil bið? „Jafnvel heilt ár eða lengur. Biðin fyrir þá sem eru enn heima hjá aðstandendum er oft lengst þar sem spítalarnir ganga fyrir. Fólk hef- ur jafnvel brugðið á það ráð að fara með fólkið sitt á bráðamóttökuna og nánast skilja það þar eftir af því það er uppgefið. Maður skilur að- standendur fullkomlega að gera þetta en þá tek- ur við mjög löng bið inni á spítala sem er heldur ekki með neina aðstöðu eða þjálfun fyrir þessa sjúklinga og þessum sjúklingahópi líður oft mjög illa í nýjum aðstæðum sem eru alls ekki ákjósanlegar. Þetta er mikið álag á bráða- móttökuna sem er í miklum vanda fyrir. Sumir eru sendir áfram á Vífilsstaði sem er enn ein breyting á umhverfi fyrir sjúklinginn, en það er biðdeild spítalans og ætluð öldruðum ein- staklingum sem hafa lokið meðferð á bráða- sjúkrahúsinu. Þar getur fólk verið meira og minna í fjölbýli vikum og mánuðum saman og lítið við að vera, þrátt fyrir að starfsfólkið sé allt af vilja gert,“ segir Steinunn og veltir fyrir sér hvort að við sem samfélag myndum bjóða börn- unum okkar upp á sambærilegar aðstæður. Engin stefna Heilabilunarsjúkdómar hafa ekki bara áhrif á andlega líðan heldur er þetta mörgum fjöl- skyldum þungt fjárhagslega vegna tekjutaps. Fyrir heilbrigðiskerfið eru heilabilunarsjúk- dómar líka afar dýrir og kosta heilbrigðiskerfið meira en allur kostnaður við krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma samanlagt. „Ef það er ekki brugðist við mun þetta steypa heilbrigðiskerfinu. Það þarf að leggja miklu meiri orku í rannsóknir á alzheimer en hefur verið gert og heilabilunum almennt en alzheim- er er stærsti sjúkdómurinn á bak við heilabilun. Á svo margan hátt er ekki gert ráð fyrir eldra fólki og sjúkdómum þess í okkar þjóðfélagi. Ein birtingarmynd þess er að á nýjum Landspítala er ekki gert ráð fyrir öldrunardeildum. Þeim hópi verður líklega beint á gamla spítalann í Fossvogi, í húsnæði sem er barn síns tíma og ekki hannað fyrir nútíma heilbrigðisþjónustu. Stærri þjóðir heims eru farnar að átta sig á mikilvægi þess að finna lækningu við alzheimer. G-8 þjóðirnar hafa mótað viljayfirlýsingu um að leggja meiri peninga í að rannsóknir.“ Er einhver lausn í augsýn? „Það eru lyf í þróun sem enn sem komið er lofa góðu og beinast gegn amyloid prótíninu (mýlildi), en upphleðsla þess í heila er af mörg- um talin vera orsök alzheimer sjúkdóms. Talið er það þyrfti að byrja að nota þau lyf mjög snemma í sjúkdómsferlinu, helst áður en ein- kennin koma fram. Fyrstu niðurstöður prófana á þessum lyfjum í einkennalausu fólki eru vænt- anlegar á næsta ári þannig að það eru spenn- andi tímar í þessum bransa. Ef þetta reynist vera meðferð sem virkar tekur einhvern tíma að fá þau inn á markað. Ef þau reynast ekki hafa tilætlaða virkni þurfum við að fara aftur að teikniborðinu og hugsa þetta allt upp á nýtt. Það yrði mikið áfall þar sem búið er að leggja mikið púður í þróun þessara lyfja síðastliðin 10- 15 ár.“ Doktorsverkefni Steinunnar markar ákveðin tímamót í alzheimer-fræðum og mun koma að góðum notum ef lyf finnst við alzheimer. Verkefnið snerist um að þróa aðferðir til að greina alzheimer-sjúkdóm eins snemma og hægt er til þess að finna einstaklinga sem eru á forstigi sjúkdómsins og hefðu þá vonandi sem mest gagn af lyfjunum sem eru í þróun. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni voru ein- staklingar sem tilheyra fjölskyldum sem bera stökkbreytingar sem valda arfgengum alzheim- er-sjúkdómi, en sá sjúkdómur er talinn vera sami sjúkdómur og alzheimer-sjúkdómur sem ekki er arfgengur. Í arfgengum alzheimer- sjúkdómi þróar fólk yfirleitt einkenni sjúkdóms- ins mun yngra, eða í kringum fimmtugt. „Í einstaklingum með heilabilun af völdum alz- heimer-sjúkdóms má sjá ýmis merki sjúkdóms- ins, til dæmis í mænuvökva, á segulómskoðun á heila og í jáeindaskönnun. Við skoðuðum hvort þessi greiningartæki gætu greint unga, einkenn- islausa einstaklinga á forstigi arfgengs alzheim- er-sjúkdóms frá fjölskyldumeðlimum sínum sem ekki bera stökkbreytingu. Í ljós kom að í þeim sem bera stökkbreytingu eru komin fram merki um undirliggjandi alzheimer-sjúkdóm í mænu- vökva allt að 20 árum áður en fyrstu einkenni ættu að gera vart við sig og á svipuðum tíma má greina uppsöfnun á amyloid í jáeindaskanna. Síð- ar á þessu einkennalausa forstigi má síðan greina versnun á ýmsum vitrænum prófum og byrjandi rýrnun á heilavef í segulómun. Þessar niður- stöður benda til þess að hægt sé að greina fólk mjög snemma á forstigi alzheimer-sjúkdóms, með mænuvökvasýni eða jáeindaskönnun, og ef lyfjameðferð reynist hafa áhrif á forstiginu eru þetta mjög gagnleg greiningartæki. Þar til virk lyfjameðferð kemur fram er þó ekki ráðlegt að beita þessum greiningartækjum á einkennalaust fólk. Ef lyfin virka, sem væri yndislegt, er þetta hins vegar dýrt líka, svona lyf eru flest gefin í æð og rándýr í framleiðslu. Steinunn segir að framtíðin sé afar óviss. „Við vitum ekki hvort við erum að horfa upp á framtíð þar sem við getum áfram eingöngu boð- ið einkennameðferð og hvernig eigi þá að bregð- ast við því, eða hvort það sé lækning handan við hornið. Önnur álitaefni koma upp þá, hverjir fá lyfin og hverja á að skima. En fyrst og fremst vantar stefnu og það er hrópandi þörf fyrir að- gerðir.“ „Frá því að ég hóf störf á Íslandi, 2014, hefur breytingin aðeins verið til hins verra, á að- eins fjórum árum. Þetta er ekki lengur spurning um einhverjar framtíðarspár, hvort sjúklingum fjölgar, þetta er löngu byrjað að gerast,“ segir Steinunn Þórðardóttir. Morgunblaðið/Hari Móðir Þóreyjar Morthens er á hjúkr-unarheimilinu Sóltúni. Móðirhennar og faðir höfðu beðið heima eftir að komast á hjúkrunarheimili í nokkur ár við afar slæma heilsu og annaðist Þórey þau strax eftir að hún lauk eigin vinnu, fór þá í vinnu númer tvö eins og hún orðar það, enda gátu þau illa annast sig sjálf og þurftu helst stuðning allan sólarhringinn. Þegar móðir Þóreyjar slasast svo eftir al- varlegt fall var hún lögð inn á sjúkrahús og þá var ljóst að þaðan gat hún ekki farið aft- ur heim vegna heilsuleysis. Þá tók við heilt ár í bið eftir plássi þar, við erfiðar aðstæður á spítalanum. Á meðan var faðir Þóreyjar einn heima í heilt ár en hann lést áður en þau hjónin komust saman á hjúkrunarheim- ili. „Þegar fólk loksins kemst á hjúkrunarheimili er það orðið allt of veikt og það er sorglegt. Þessi bið hefur svo ofsalega slæm áhrif á heilsu eldra fólks sem er orðið veikt fyrir. Foreldrar mínir sóttu ekki um fyrr en þau voru komin í virkilega þörf en samt var nokkurra ára bið,“ segir Þórey en þegar móðir hennar fór á spítalann fór að bera meira á minnisglöpum eða einkennum heila- bilunarsjúkdóms. „Fyrst var mamma nokkra mánuði á Landspítalanum í Fossvogi, var svo færð á Landakot og þar beið hún eftir plássi á hjúkrunarheimili. Maður gerði sér grein fyr- ir að biðin yrði einhver en ekki eins og hún reyndist vera og hvað þetta var þungt ferli. Þetta voru endalausir fundir og símtöl í heilt ár að reyna að koma henni inn einhvers staðar á hjúkrunarheimili. Ég get ekki lýst þeim tíma. Á meðan horfði ég á heilsu henn- ar hraka og henni líða illa. Ég er ekki að finna að þjónustunni sem slíkri, starfsfólk er mjög gott, en aðstæður fyrir fólk í þessari stöðu eru hræðilegar. Meðan mamma var á spítalanum hrakaði heilsu pabba líka og ég fann hvað hann var hræddur og óöruggur. Hann var hreyfihaml- aður og var alveg kominn í hjólastól. Undir lokin var hann sendur á Vífilsstaði vegna heilsubrests, sem er biðdeild spítalans fyrir eldra fólk sem hefur lokið meðferð á bráða- deild, en hann lést þar eftir 6-8 vikur. Dag- inn fyrir andlátið kom bréf um að hann væri kominn með pláss á Sóltúni.“ Þórey segist geta sagt sögur sem væru efni í heila bók frá þessum tíma en það sem hún er mest ósátt við er hvað þetta tók lang- an tíma. Hún segist sannfærð um það hefði breytt öllu heilsufarslega fyrir foreldra hennar ef móðir hennar hefði komist fyrr að á Sóltúni. „Þegar eldra fólk getur ekki verið eitt og hugsað um sig sjálft, fær ekki pláss á hjúkr- unarheimili, hvað á þá að gera? Starfsfólk heimahjúkrunarinnar er yndislegt en sú hjúkrun er takmörkuð og bara stutt innlit. Við hugsuðum með okkur að reyna að ráða fólk, hjúkrunarfræðing til að vera á heimili foreldra minna allan sólarhringinn en það var ekki hlaupið að því. Þetta lendir því fyrst og fremst á ætt- ingjum sem er mjög erfitt. Ef ég fór í bústað þá kom ég í bæinn til að huga að þeim svo að ég gat ekki farið í frí. Ég á tvo bræð- ur en þeir áttu erfitt með að komast frá en það endaði þannig að þeir voru komnir inn í umönnunina með mér því þetta varð alltaf meira og meira.“ Þórey segir að þegar blaðamaður hafi haft samband við hana og beðið um viðtal hafi þessi tími hellst yfir hana og hún verið and- vaka um nóttina. „Ég óska engum að þurfa að ganga í gegnum þetta með sína aðstandendur. Það er ekki hægt að lýsa því hvað það er sárt að þurfa að horfa upp á foreldra sína, sem alla tíð hafa staðið sína plikt, ekki fá að njóta síðustu áranna með reisn, dveljandi í óboð- legum aðstæðum. Sjá heilsu þeirra hraka mikið, þau eru einmana á spítölum sem bjóða ekki upp á aðstöðu né viðfangsefni meðan þau bíða eftir að komast inn á hjúkr- unarheimili. Þessi bið er ekki eðlileg en það virðist vera að þetta eigi bara að vera svona, þessu eigi ekkert að breyta, þrátt fyrir að við séum að tala um líf fólks. Upplifun föður míns var stundum svo skelfileg að hann þessi duglegi maður sem hafði unnið mikið alla sína ævi og hjálpað öðrum í kringum sig sagði eitt sinn við mig; „Ég held það sé bara best að skjóta sig,“ upplifunin var svo hræðileg. Að fá svona endalok, pabbi átti það ekki skilið og það á það enginn skilið.“ Biðin eyðilagði heilsu þeirra Þórey Morthens aðstoðaði foreldra sína meðan þau biðu heilsulaus eftir plássi á hjúkrunarheimili. „Það er ekki hægt að lýsa því hvað það er sárt að þurfa að horfa upp á foreldra sína, sem alla tíð hafa staðið sína plikt, ekki fá að njóta síðustu áranna með reisn,“ segir Þórey Morthens. Morgunblaðið/Eggert ’ Þegar fólk loksinskemst á hjúkrunar-heimili er það orðið allt ofveikt og það er sorglegt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.