Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.3. 2018 Von um betri framtíð Í tæpa tvo áratugi hafa samtökinSpes rekið tvö heimili í Afríkurík-inu Tógó; í höfuðborginni Lomé og í bænum Kpalimé. Hjónin Bera Þórisdóttir og Njörður P. Njarðvík hrintu af stað þessu mikla verkefni ásamt hjónum frá Frakklandi og öðr- um frá Tógó. Þessi þrenn hjón hafa unnið mikið starf allar götur síðan en á heimilunum tveimur búa um 180 börn á aldrinum 0-18 ára. Börn sem fá nú von um að geta séð sér farborða í framtíðinni og eignast gott líf. Í dag er 61 barn sem á íslenska styrktarforeldra en það er ýmist einn eða fleiri sem styrkja hvert barn. Gjaldið er alltaf 77 evrur á mánuði sem á gengi dagsins í dag eru tæpar 10 þúsund krónur. „Þetta dugar til framfærslu barns- ins en tíu evrur eru lagðar til hliðar og settar í menntunarsjóð; sjóð sem hjálpar þeim þegar þau fara af heim- ilinu í framhaldsmenntun eða starfs- menntun,“ segir Bera. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel en við erum núna að mæta erfiðleikum því það vantar nýja styrktarforeldra. Elstu börnin okkar eru nú að byrja að fara af heimilinu og þá bætast ný í hópinn sem þarf að styrkja,“ segir Bera. „Flest þessara barna hafa misst báða foreldra en þónokkur eiga ann- að foreldri á lífi sem ekki getur séð fyrir barni sínu.“ Menntunin er mikilvæg Sífellt er verið að betrumbæta umhverfið fyrir börnin og nýlega var byggt sérstakt hús fyrir unglingsdrengina í Lomé. „Við fundum það fljótt að það var erfitt að hafa yngri börn og unglinga saman. Þeir þyrftu meira frelsi, þann- ig að í Kpalimé var byggt sér hús. Það stendur til að gera svipað fyrir unglingsstúlkurnar. Síðasta haust fluttu svo unglingarnir í Lomé í nýtt hús skammt frá aðalhúsinu en það hefur reynst mjög vel að aðskilja börnin frá unglingum. Þau fá að ráða meiru og eru frjálsari. Og þau þurfa auðvitað öðruvísi aðhald en yngri börnin,“ segir hún. Bera segir það hafa gengið ágæt- lega að manna störf á heimilunum en skóli er ekki rekinn þar heldur fara börnin í hverfisskóla. „Við höfum samt ráðið kennara til að koma og hjálpa við heimanámið en síðustu tvö ár hafa verið tíð verkföll meðal kenn- ara. Þá höfum við þurft að veita meiri aðstoð heima. En það er þannig í Tógó, í þessu franska menntakerfi, að börn geta fallið á árinu; börn allt niður í annan bekk í grunnskóla. Þannig að það er mjög nauðsynlegt að þau fái góða kennslu.“ Tveir í háskóla Nú hafa nokkur börn flogið úr hreiðrinu og segir Bera þau fylgjast með þeim taka fyrstu skrefin út í lífið. „Þau eru ekki svo mörg enn sem komið er, en þrjár stúlkur eru farnar og við höfum fylgst með þeim,“ segir hún en stúlkurnar fóru í starfsnám og eru tvær komnar í sambúð. „Tveir strákar eru nú í háskóla; annar í bygg- ingarverkfræði og hinn í lögfræði. Þeir búa nú í vetur á unglingaheim- ilinu. Það eru góðir náms- menn innan um. Við reynum að þjálfa þau þannig að þau geti fengið at- vinnu þegar þau fara frá okkur,“ segir hún. „Við erum alltaf að reyna að bæta menntunarmöguleikana, en skólinn er á frönsku en börnin eru tvítyngd. Við höfum núna mjög góðan sálfræð- ing í Lomé sem mun leggja fyrir börnin greindarpróf þannig að við höfum möguleika á að vinna betur með þeim sem gengur illa í skóla. Það getur verið ýmislegt að, eins og hjá okkur, eins og lesblinda, athyglis- brestur eða greindarskortur en sum barnanna eru mjög vannærð þegar þau koma til okkar.“ Íslensk amma og afi Bera segir þau Njörð vera farin að draga sig í hlé og hleypa nú yngra fólki að og er nú Örn Sævar Ingi- bergsson formaður Íslandsdeildar- innar, enda hafa þau hjón verið vakin og sofin yfir börnunum í Tógó í næst- um tvo áratugi. „Njörður hefur farið á hverju ári frá upphafi og ég meira í seinni tíð eftir að ég hætti að vinna. Okkur finnst við vera hálfgerð amma og afi, sérstaklega hjá eldri börnunum sem við höfum hitt oftast,“ segir hún og vonar hún að fleiri sjái sér fært að gerast styrktarforeldrar. „Þetta er ekki spurning um líf og dauða heldur eru þetta fátæk börn sem eiga sér í raun engar framtíðar- vonir; enga von um að geta unnið al- mennilega fyrir sér sem fullorðin. Þannig að við getum komið og veitt þeim uppeldi og menntun og von um betra líf. Það er mjög skemmtilegt að sjá þau dafna,“ segir Bera en öll vinna, fyrir utan það sem unnið er á heimilunum sjálfum, er unnin í sjálf- boðastarfi. Hope og Dora dafna vel í Spes-þorpi í Tógó. Þessar ungu stúlkur fá nú tækifæri til þess að mennta sig og munu geta séð sér farborða í framtíðinni. Ljósmynd/Spes Alþjóðlegu samtökin Spes voru stofnað um aldamótin 2000 til styrktar foreldralausum börnum í Tógó. Styrktarforeldrar sjá til þess að börnin fái umhyggju, menntun og heilbrigðisþjónustu, en um 60 barnanna eiga íslenska „foreldra“. Þeir sem hyggjast leggja Spes lið og vilja gerast styrktarfor- eldri geta skoðað vefsíðu fé- lagsins spes.is en þar er að finna allar upplýsingar. Einnig er tekið á móti frjálsum fram- lögum. Verslunin Margt og Mikið, sem selur leikföng, spil og þrautir, gefur Spes 10% af allri sinni sölu. Á Facebook er hægt að skoða síðuna Spes Barnaþorp og fylgjast með lífi barnanna í Tógó. Að styrkja barn ’ Þetta er ekki spurning um líf og dauða held- ur eru þetta fátæk börn sem eiga sér í raun engar framtíðarvonir; enga von um að geta unnið almennilega fyrir sér sem fullorðin. INNLENT ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR asdis@mbl.is Bera Þórisdóttir hefur farið ótal ferðir til Tógó að heimsækja börnin. Komlavi og Richard eru komnir í háskóla.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.